Morgunblaðið - 15.06.1999, Síða 33

Morgunblaðið - 15.06.1999, Síða 33
MORGUNBLAÐIÐ PRIÐJUDAGUR 15. JÚNÍ 1999 33 LISTIR Morgunblaðið/Kristinn Ingvarsson FLYTJENDUR á Tónlistarhátíðinni: Martial Nardeau flautuleikari, Guðrún S. Birgisdóttir flautuleikari, Pét- ur Jónasson gítarleikari, Lilja Hjaltadóttir fiðluleikari, Kristinn Örn Kristinsson píanóleikari, söngvararnir Signý Sæmundsdóttir, Margrét Bóasdóttir og Bergþór Pálsson og organistinn Jón Stefánsson. Á myndina vantar söngvarann Óskar Pétursson. Sumartónleikar við Mývatn TÓNLISTARHÁTÍÐ á sumarsól- stöðum verður haldin við Mývatn dagana 17. til 20. júnf þar sem boð- ið verður upp á dagskrá fyrir alla aldurshópa. Að sögn Margrétar Bóasdóttur, listræns stjórnanda hátíðarinar, munu margir af þekktustu listamönnum landsins koma fram við fjölbreytt tækifæri. Tónlistarhátíðin byggist á hefð sem myndast hefur í kringum sum- artónleika í Reykjahlíðarkirkju við Mývatn og Akureyrakirkju, en nú í sumar verður dagskráin lengd og útfærð mun ítarlegar. Hátíðin hefst með lifandi tónlist á kafflhúsum við Mývatn 17. júní en að sögn Margrétar er hátindur- inn klassískir tónleikar í félags- heimilinu Skjólbrekku 18. og 19. júm' kl. 20.30. Á þeim fyrri munu ljórir söngvarar flylja óperuaríur og íslensk sönglög en á þeim seinni verður efnisskráin fjölbreyttari og inniheldur m.a flautu-, gítar- og pí- anóleik og söng. Yngsta kynslóðin mun ekki fara varhluta af háti'ðardagskránni því sérstakir barna- og fjölskyldutón- leikar verða í Grunnskólanum í Reykjahlíð 20. júní kl. 13.30. Mar- grét segir mikilvægt að kynna klassíska tónlist fyrir börnum og að eftir tónleikana verði boðið upp á sérstaka útivistardagskrá. Síð- asti viðburður hátfðarinnar er samsöngur í félagsheimilinu Skjól- brekku. „Það er sérstakur þing- eyskur og mývetnskur siður að syngja saman í fjórum röddum úr- val íslenskra ættjarðarlaga," segir Margrét, „og þannig verður hátíð- in sungin út. Margrét bendir á að hátíðin sé tilvalið tækifæri fyrir alla fjöl- skylduna til að njóta menningar og óviðjafnanlegrar fegurðar í Mý- vatnssveit. Búist er við mörgum gestum og aðstandur hátíðarinnar vonast til að hún geti orðið árviss viðburður. Spegilmyndir BÆKUR Ljóð VATNASPEGILL eftir Erlend Jónsson. Smáragil. 1999 - 64 bls. SPEGLAR hafa þá eigind að segja sannleikann hversu vel eða illa sem okkur líkar hann. I titilljóði bókar sinnar, Vatnaspegill, orðar Erlendur Jónsson þessa hugsun svo að þú viijir sjá þig eins og þú varst. „Vatnið sýnir þig eins og þú ert.“ Bók hans er því öðrum þræðinum sjálfsmynd í spegli tímans og reynslunnar. Það er dálítið haust- hljóð í kveðskapnum eða eins og segir á einum stað „því sumarið er á förum“. Við þau árstíða- skipti ævinnar lítur skáldið yfir farinn veg, horfir til æskunnar, minnist föður síns og hinstu daga hans. Svo yrkir hann ljóðabálk um kennara en sjálfur hefur hann sinnt kennslustörf- um mest alla starfsæv- ina. Kennaraijóðin eru gamansöm, ofurlítið kaldhæðin og afhjúp- andi um viðkvæmni kennarastarfsins og Ijóst af ljóðunum að kennarar eiga við margháttaðan vanda að stríða. I kvæðinu Bannað segir m.a. svo: Kennarinn má ekki vera mælskur því orðagjálfur ber vitni um fljótfæmi og aulaskap. Kennarinn má ekki þegja því þögnin breiðir yfír deyfð og sljóleika Kennarinn má ekki vera mjóróma, það er svo ókarlmannlegt! Kennarinn má ekki vera dimmraddaóur, það er svo drumbslegt! Kennarinn má ekki vera strangur því offíkið hefnir sín Kennarinn má ekki verað auðsveipur því agaleysið veldur upplausn. Kennarinn má ekki lifa of lengi. Og ekki má hann deyja þegar sól er hæst á lofti. I kvæðinu Lokadagur er einhvers konar uppgjör gamla kennarans við ævistarfið. Fyrst var eilíft sumar, síð- an langur starfsvetur og loks er kom- ið að starfslokum: Eftir óendanlega langan vetur - þrúgandi langan! komloksinskaltvor. Rykið þyrlaðist og fyllti vitin. Ég lokaði á eftir mér. Ég gekk út í næðinginn. Úti er ævisaga! Spegilmynd Erlends er því fremur kald- hömruð á yfirborðinu. En því er nú þannig far- ið með spegla að þeir segja að vísu sannleik- ann en kannski ekki all- an sannleikann við fyrstu sýn. Alltént finn- um við aðra hlið á Er- lendi í kvæðinu Detti- foss. Þar óskar hann þess að straumiðan hrífi með sér „drauma þína og yfirsjónir / til hafs“ og feli í djúpinu kalda / daga þína / og nætur.“ En segir svo: Nei, straumiðan blekkir! Máríuerla á steini veifar stélinu og vekur þig til lífsins. Vatnaspegill Erlends er vönduð sjálfsmynd, öguð og dálítið hvöss við fyrstu sýn en hefur á sér mýkri fleti ef vel er að gáð. Skafti Þ. Halldórsson Erlendur Jónsson SPORTVEIÐIDEILDIN ER FULL AF NYJUM VÖRUM Jóhann Örn Gunnar Guðmundur Örn Maðkafötur, 3,5 lítrar. VERÐ 1.978- Grandagarði 2, Rvík, sími 552-8855 og 800-6288 - og bjóöa þér aöeins fyrsta flokks vörur á góöu veröi Laxa- og silungsveiðisett; flugustöng með hjóli, aðeins 10.776- ALLT I' SJÓSTANGAVEIÐINA Á EINUM STAÐ; stöng með hjóli frá 9.900- krónum Neoprene-vöðlur kosta frá 9.900-. Eigum einnig aðrar gerðir. Œ&irzTi suimnncr Veiðivesti, breytileg stærð. Verð 3.968- Vatnsheldir veiðihattar frá 1.523- Veiðigleraugu (POLARIZED) frá 1.900- Veiðijakkar (vind- og vatnsheldir) verð 11.876-. Neoprene-vöðlurfrá 9.900. Veiðikassar og veiðibox í úrvali.Box frá 362-, kassar frá 783-. Maðkabox í vasann 98- Veiðitöskur, aðeins 1.419- OPIÐ VIRKADAGA 8-18 LAUGARDAGA10-14 ÞEIRÞEKKJA SPORTVEIÐINA...

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.