Morgunblaðið - 15.06.1999, Page 52

Morgunblaðið - 15.06.1999, Page 52
/i2 ÞRIÐJUDAGUR 15. JÚNÍ 1999 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ Þetta vilja verðandi mæður Eyrún Margrét Ingadóttir Jónsdóttir FYRIR nokkrum árum flokkaðist það undir mæðrahyggju (sem varð að bann- orði í feminískri hug- myndafræði) að velta sér um of upp úr móðurhlutverkinu. Fram til ársins 1995 börðust konur kröft- uglega gegn lokun Fæðingarheimilis Reykjavíkur. Síðan -Vþá hefur lítið heyrst í neytendum fæðingar- þjónustu. Þökk sé að- gengi að bókum á er- lendum tungumálum og framsæknum ís- lenskum ljósmæðrum hafa konur og ljósmæður á íslandi vaknað til vitundar og endurheimt ljósmóð- urhyggjuna úr höndum sjúkdóma- fræðinnar. Bamshafandi konur eru ekki fársjúkir einstaklingar. Hugarfarsbreyting undanfar- inna ára í mæðravernd gengur út á það að virða upplýst val hinnar fæðandi konu og er MFS-kerfið og vatnspottur á fæðingardeild ^Landsspítalans afrakstur þessara breytinga. En betur má ef duga skal og skulu hér nefndir nokkrir valkostir sem konur bíða í ofvæni eftir að þeim séu veittir: 1. Fæðingarheimili. Eins og al- þjóð veit eftirgaf R-listinn Land- spítalanum húsnæði Fæðingar- heimilis Reykjavíkur, eftir að því var lokað árið 1995. Draumafæð- ingarheimili framtíðarinnar ætti að sjá um eftirlit á meðgöngu, ungbamaeftirlit og getnaðarvarn- ir kvenna eins og gert er erlendis. Þar er ekki talin ástæða til að kon- ur hitti kvensjúkdómalækni til að fá pilluna eða lykkjuna svo fremi sem konan sé hraust. Konur ættu að geta kosið sér fæðingarstað: fæðingarheimili, sjúkrahús eða eigið heimili. 2. „Dóminó“-kerfi. Það felur í sér að ljósmóðir sem ekki starfar á fæðingargangi, heldur í með- göngueftirliti (til dæmis á Heilsu- verndarstöðinni), hefði aðgengi að fæðingaraðstöðu og gæti fylgt þeirri konu sem hún hefur annast á meðgöngu í fæðingu. Sama ljós- móðir sæi síðan um heimaþjón- ustu í sængurlegu. Fæðingar Barnshafandi konur, segja Margrét Jóns- dóttir og Eyrún Inga- ddttir, eru ekki fár- sjúkir einstaklingar. 3. Stækkað MFS-kerfi. MFS- kerfið í núverandi mynd er löngu spmngið og er nauðsynlegt að stækka kerfið í samræmi við eftir- spurn og hafa fleiri hópa þannig að þær konur sem mega og vilja komist að. Ekki er þörf á að það sé innan veggja hátæknisjúkra- húss. 4. Annars konar MFS-kerfi. Konur sem hafa átt erfiða með- göngu þurfa á þeirri persónulegu nærgætni að halda sem einkennir MFS-kerfið. Sérstök áhersla væri lögð á andlegan stuðing og á per- sónutengsl í þjónustu við þær. Slíkt kerfi á heima á hátækni- sjúkrahúsi. 5. Einstaklingshjúkrun. Meira flæði (samræming) þarf að vera á milli fæðingargangs og sængur- legugangs þannig að sú ljósmóðir sem tekur á móti bami annist konu að einhverju leyti í sængur- legu. Það myndi uppfylla þörf konunnar fyrir að ræða fæðinguna við sína ljósmóður. Einnig hlýtur það að auka fjölbreytni og dýpt í starfi ljósmæðra að hafa einstak- lingshæfða hjúkmn í sængurlegu, og fá að fylgjast með móður og barni. 6. Ungbamaeftirlit. Þær konur sem þiggja heimaþjónustu ljós- móður eigi þess kost að sama ljós- móðir sjái um ungbamaeftirlit fyrstu sex vikumar eftir fæðingu. 7. Heimilishjálp. Allar konur sem eiga böm sín heima eða fara heim strax eftir fæðingu ættu að eiga kost á heimilishjálp. Hvert sjúkrapláss kostar tugi þúsunda á dag, á meðan klukkustund á dag í eina viku er margfalt ódýrari. Feður þurfa næði til að sinna kon- um sínum og bömum, frekar en standa í þvottum. 8. Fæðingarlaugar. Þær þurfa að vera til leigu í heimahús fyrir þær konur sem kjósa vatnsfæð- ingar eða vilja vera í vatni á seinni hluta útvíkkunar í heimafæðingu. 9. Vatnsfæðingar. Að þær verði leyfðar á Landspítalanum rétt eins og á Akranesi, Selfossi og í Keflavík. Ekki hefur verið sjmt fram á að það sé hættulegra að eiga barn í vatni en á þurru landi. Ef svo væri væri ekki komin ára- tugareynsla á vatnsfæðingar í Frakklandi. Víst er að færri böm hafa látist vegna vatnsfæðinga en of mikilla eða rangra inngripa í fæðingu. Það er hendi næst að vitna til eins frægasta fæðingar- læknis Frakka, Michael Odant, en hann hefur lengi annast konur við vatnsfæðingar. Þær konur sem velja að fæða í vatni gera það vegna þess að vatn hefur verkja- stillandi og slakandi áhrif. Kona á auðveldara með að hreyfa sig í vatninu, en hreyfing eykur aftur á kraft fæðingarinnar og möguleika Enn dregur R-listinn á eðlilegri fæðingu, og spöngin rifnar síður. 10. Sónarskoðun. Reglur um sónarskoðanir á Landspítalanum verði endurskoðaðar með þjón- ustulund í huga, þar sem byggt er á fjölskylduhugmyndafræði. Són- ar er öryggistæki sem hægt er að gera að skemmtilegum fjölskyldu- viðburði ef hugmyndafræðin leyf- ir. Helstu rök fyrir takmarkaðri þjónustu eru skortur á tækjum. Á Landspítalanum greiða konur 100 krónur fyrir myndir af fóstrinu og rennur það fé í „tækjasjóð“. Nú er liðinn drjúgur tími síðan síðasta tæki var keypt og ætti því að vera kominn myndarlegur sjóður í pottinn. 11. Snemmskoðun. Fyrsta mæðraskoðun í upphafi með- göngu. Vegna hættu á fósturláti er samfélagsleg venja að halda þung- un leyndri fyrstu vikurnar. Því er mjög mikilvægt fyrir konur sem þurfa að halda andliti í vinnu þrátt fyrir flökurleika, uppköst og þreytu að eiga þess kost að hitta ljósmóður og fá andlegan stuðning strax í upphafi meðgöngu. Hann er það sem skiptir máli og engin raunveruleg ástæða fyrir flestar konur að fara til kvensjúkdóma- læknis sem skoðar þær að neðan og staðfestir þungun. Á fyrstu tólf vikunum er einnig iangeðlilegast að vara konur við skaðsemi áfeng- is, lyfja og tóbaks auk þess sem inntaka fólinsýru á þessu skeiði er lykilatriði. Fyrsta skoðun og eftir- skoðun gætu verið framkvæmdar af ljósmóður, sem myndi vísa frá sér til sérfræðings þegar þörf væri á. Þessar tillögur okkar eru ekki fjárfrekar en kosta fyrst og fremst breytt hugarfar þeirra sem ráða ríkjum í mæðravemd á Is- landi. Höfundar eru áhugamanncskjur um bætta þjónustu fyrir verðandi mæður. úr þjónustu SVR ÞEGAR R-listinn komst til valda í borg- arstjóm Reykjavíkur töluðu fulltrúar hans fjálglega um að þeir myndu efla almenn- ingssamgöngur í borg- inni og „gera þær að j^raunhæfum valkosti gagnvart einkabíln- um“. Óhætt er að segja að R-listanum hafi gersamlega mis- tekist ætlunarverk sitt, enda fer farþeg- um SVR fækkandi þrátt fyrir að borgar- búum fjölgi. Á síðasta kjörtíma- bili var lagt út í viðamiklar breyt- ingar á leiðakerfi SVR. Höfðu þær þjónustuskerðingu í för með sér fyrir fjölmarga viðskiptavini fyrirtækisins, einkum í austur- hluta borgarinnar. Stærsta breyt- ingin var sú, að hringleiðimar 8 *og 9 voru lagðar niður þrátt fyrir harða andstöðu og mótmæli íbúa í þeim hverfum, sem urðu fyrir þjónustuskerðingu. Þá var veru- lega dregið úr þjónustu við Borg- arspítalann, einn fjölmennasta vinnustað borgarinnar, og var leiðum að honum fækkað úr fimm í eina. Einnig var verulega dregið úr þjónustu við aldraða, t.d. við Sléttuveg, Lönguhlíð og Bólstað- arhlíð, eða þann hóp sem mest treystir á þjónustu strætisvagn- anna. at, Á sama tíma og R-listinn lét fjöl- marga farþega þannig sæta þjón- ustuskerðingu var óheyrilegum fjármunum eytt í skýrslugerð og kannanir innan fyrirtækisins auk þess sem yfirbygging þess var auk- in og boðleiðir lengdar. Nú hefur komið á daginn að þessi fjáraustur efur ekki skilað sér í fjölgun far- ega. Veruleg þjónustuskerðing Töluverðar breyting- ar urðu á leiðakerfi SVR 1. júní sl. sem full ástæða er tíl að vekja meiri athygli á en gert hefur verið. Breyting- amar eru að sumu leyti til bóta en þær hafa einnig verulega þjón- ustuskerðingu í for með sér í ýmsum hverfum borgarinnar. R-listinn heldur þannig áfram á þeirri braut að draga úr þjónustu SVR þrátt fyrir fögur fyrir- heit um annað. • Viðamesta breytingin nú felst í því að leið 1 (ásinn) hefur verið lögð niður. Leiðin ók lengi um Austurbæinn en hin síðari ár hefur Samgöngur R-listanum hefur ger- samlega mistekist að efla almenningssam- göngur í Reykjavík, segir Kjartan Magnús- son. Farþegum SVR fer fækkandi þrátt fyrir að borgarbúum fjölgi. hún einkum þjónað Miðbænum og Þingholtunum, ekki síst eldra fólki sem þarf að sækja þjónustu í bæ- inn. Ibúar Þingholtanna hafa nú verið sviptir þessari þjónustu án þess að nokkur úrræði komi í stað- inn. • Akstri hefur verið hætt á leið 5 um Sogaveg og Réttarholtsveg sem skerðir þjónustu við íbúa í Smáíbúða- og Fossvogshverfum. • Leið 7 hefur hætt akstri um Eskihlíð og Höfða- og Hálsahverfi. Leið 9 mun hins vegar aka um Hálsahverfi á milli kl. 7 og 9 og 16 og 19. Milli kl. 9 og 16 og á kvöldin verða því engar strætisvagnaferðir í Hálsahverfi, eitt stærsta atvinnu- hverfi borgarinnar. • Akstri á leið 9 hefur verið hætt á laugardögum. • Leið 11 liggur nú um Suður- landsbraut í stað Armúla, Háaleit- isbrautar og Kringlumýrarbrautar áður. Heilu hverfin hverfa af kortum SVR Með þessum leiðakerfisbreyting- um hafa orðið viss þáttaskil í þjón- ustu SVR þar sem R-listinn leggur ekki lengur metnað sinn í að hafa stöðugar ferðir í öll hverfi borgar- innar. Heilu hverfin hverfa af kort- um SVR ef svo má segja. Þessi staðreynd er gersamlega á skjön við þau fögru fyrirheit R-listans um að gera ætti almenningssam- göngur að raunhæfum valkosti gagnvart einkabílnum. Strætis- vagnafarþegi, sem býr í Þingholt- unum og sækir vinnu í Hálsahverfí, á t.d. engan slíkan kost. Að sjálfsögðu er það matsatriði hverju sinni hvemig fjármunum skattgreiðenda skuli varið og það getur orkað tvímælis að niður- greiða þjónustu, sem er lítt eða ekki notuð. Það hlýtur þó að vera hægt að gera þá kröfu til stjórn- málamanna að þeir kalli hlutina sínum réttu nöfnum og þykist ekki vera að gera stórátak í almenn- ingssamgöngum á sama tíma og víða er dregið úr þjónustunni í stórum stíl. Höfundur er borgarfulltrúi. Kjartan Magnússon Góð byrjun á heilsuátaki TILEFNI greinar þessarar er Kvenna- hlaup ÍSÍ sem haldið verður um land allt 19. júní nk. Þetta er í 10. sinn sem Kvenna- hlaupið er haldið. Við Garðbæingar erum mjög stoltir yfir því að hlaupið er haldið í heimabæ okkar og er það visst tilhlökkunar- efni ár hvert að hugsa til þess að bærinn muni fyllast af „stúlk- um“ á öllum aldri á þessum degi. Sjálf hef ég tekið þátt í hlaup- inu í flest skiptin og er gaman að fylgjast með hve þátt- takan hefur aukist nú síðustu ár. Öll vitum við að hollusta og hreyfing er allra meina bót, fjöl- Kvennahlaupið Hæfileg og reglu- bundin hreyfíng, segir Hrund Grétars- dóttir, stuðlar að bættri heilsu og auknum afköstum. margar greinar hafa verið skrifað- ar um þessi mál og ekki má gleyma öllum sjónvarpsþáttunum sem gerðir hafa verið í genum tíð- ina. Konur í dag ættu að gefa þessu málefni meiri gaum, sér- staklega í ljósi þess að vinnudagur kvenna er sífellt að lengjast og eru þær einnig farnar að gera meiri kröfur til sjálfra sín á öllum sviðum. Aukið álag kallar á aukið úthald, því þurfum við að sinna kalli líkamans enn frekar en áður. Allar vitum við að til að ná árangri þarf heilsan að vera í lagi, ef hún er ekki í lagi og líkaminn ekki tilbúinn að takast á við verk- efnin sem bíða okkar náum við ekki tilætl- uðum árangri. Ekki má gleyma því að márkmið verður að vera raunhæft; skiptir þá engu máli hvort við erum að hugsa um lík- ama okkar eða eitthvað annað. Tökum eitt skref í einu að settu marki. Flestar getum við skipu- lagt tíma okkar betur, hæfileg og reglubundin hreyfing stuðlar að bættri heilsu og auknum afköst- um. Kvennahlaup ÍSÍ er tilvalin byrjum á góðu heilsuátaki. Hægt er að velja vegalengdir sem hæfa hverri og einni. Sýnum samstöðu í verki og setjum það að markmiði að gera enn betur en síðasta ár. Ömmur, mæður, systur, mág- konur og vinkonur, nú er komið að okkur, tökum fram hlaupaskóna og mætum í Kvennahlaupið 19. júní! Höfundur er fyrirliði íslandsmeist- ara Stjörnunnar f handknattleik. Hrund Grétarsdóttir

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.