Morgunblaðið - 15.06.1999, Page 55
MORGUNBLAÐIÐ
SKOÐUN
ÞRIÐJUDAGUR 15. JÚNÍ 1999 55
ÞAÐ hefur ekki
verið venja að svara
þeim er gert hafa at-
hugasemdir vegna
tónlistargagnrýni en
að þessu sinni er það
gert vegna ágreinings
um söguleg atriði. Það
er svolítið skondið að
sekkjapípan skuli
vera hér í aðalhlut-
verki en í Morgun-
blaðinu 12. júní sl.
gerir sekkjapípuleik-
arinn, Volker Dellwo,
hríð að umfjöllun
minni um tónleika
hans, sem haldnir
voru 25. maí, sl., í Há-
sölum, ásamt kammerkór Hafnar-
fjarðar. Sýnist mér að skipta megi
þessari gagnrýni í tvo hluta.
Dellwo þykir umfjöllun um tón-
leika hans lýsa, í fyrsta lagi, van-
þekkingu á sögu sekkjapípunnar
og í öðru lagi þykir honum ég
sýna sér lítilsvirðing, sem lista-
manni, auk þess að kalla hann
Skota, verandi Þjóðverji. Þar sem
„hafa skal það sem sannara reyn-
ist“ vil ég biðja Volker Dellwo af-
sökunar á því að kalla hann Skota
en uppruna hans var hvergi getið
í prentaðri efnisskrá tónleikanna.
Ekki hef ég nokkrar efasemdir
um það að hann sé margverðlaun-
aður og útgefinn á hljómplötur, að
eigin sögn, þótt honum tækist
ekki vel upp á nefndum tónleikum
en samkvæmt því stóðst leikur
hans ekki samanburð við það sem
ég þekki til sekkjapípuleiks, frá
því er ég var við tónlistarnám í
Skotlandi. Um frammistöðu Vol-
kers Dellwos á þessum sérstöku
tónleikum, ætla ég ekki ræða
frekar en hins vegar fjalla örlítið
um aðdróttun hans, þar sem hann
sakar mig um fólsun og vankunn-
áttu um sögu sekkjapípunnar.
Þykir rétt að ræða stuttlega um
þessi atriði, til umhugsunar fyrir
Volker Dellwo og lesendur Morg-
unblaðsins. Það sem Dellwo segir
um sögu sekkjapípunnar og þá til-
gátu Headingtons að sameiginleg
og sérkennileg tónstilling sekkja-
pípunnar, meðal þjóða er höfðu
engin samskipti, megi hugsanlega
rekja til mjög gamals uppruna
hljóðfærisins, þarf aðeins að
íhuga frekar og einnig ýmislegt,
er varðar smíðasögu þessa sér-
stæða hljóðfæris. Flautan er með-
al elstu hljóðfæra sögunnar og
saga hennar er rakin til fikts
frummannsins með holviðarleggi.
Dýraýlan, samsett úr tveimur
slípuðum viðarplötum og eða lauf-
böðum, var eitt af mikilvægustu
veiðihljóðfærum frumstæðra
manna og með því að stinga
dýraýlunni í enda reyrflautunnar,
varð til hljóðfæri, sem þekkt er
meðal elstu menningarþjóða
heims, mikið notað af Egyptum,
og þá stundum með tveimur
leggjum, er bendir til þess að sá
lengri hafi verið „drónpípa", svip-
að og gerist með sekkjapípur enn
í dag. Hjá Grikkjum er þetta
hljóðfæri þekkt undir nafninu
„aulos“. Sekkurinn, sem bætist
hér í hópinn og gerir út um sér-
kenni sekkjapípunnar, var upp-
runalega dýramagi og eru slíkar
gerðir til enn í dag og þykja
benda til þess að sekkjapípan sé
því hugsanlega mjög gamalt
hljóðfæri, unnið úr náttúruefnum
og þar með hægt að skipa henni í
flokk með svo nefndum „náttúru-
hljóðfærum", sem eru talin meðal
elstu smíðisgripa mannssögunnar,
svo að munað getur nokkru, varð-
andi þá staðhæfingu
Dellwos að elstu
heimildir um sekkja-
pípu séu frá því rétt
fyrir Krists burð.
í New Oxford Hi-
story of Music, I.
hefti, þar sem fjallað
er um frumstæða tón-
list, er snákaflautan
talin vera byggð á
sömu grundvallarat-
riðum og sekkjapípan
og að slíkar flautur
hafi m.a. fundist í Ka-
smír. í Babylon var
til, að sögn Daniels
spámanns, hljóðfæri,
sem nefnt var „sum-
fonyah“ (sinfónn), sem talið er að
hafi verið sekkjapípa og sama má
segja um gríska hljóðfærið
Gagnrýni
Um frammistöðu Volk-
ers Dellwos á þessum
sérstöku tónleikum ætla
ég ekki að ræða frekar,
segir Jón Asgeirsson,
en hins vegar fjalla ör-
lítið um aðdróttun hans
þar sem hann sakar mig
um fölsun og vankunn-
áttu um sögu sekkja-
pípunnar.
„symphonia". Hjá Rómverjum var
til austurlenskt hljóðfæri, sem
hreinlega var nefnt „ascaulos“
(sekkjapípa) og löngu íyrir Krist
burð, höfðu Grikkir og Rómverjar
verið að fást við vandamálið, að
safna lofti til tónmyndunar á
flautuhljóðfærum og var smíði
Ktesibiosar, 250 lyrir Krist burð, á
hljóðfærinu „hydraulis", sem er
forveri orgelsins, talin einn merki-
legasti viðburður tónlistarsögunn-
ar. Sagnfræðingar hafa haldið því
fram að Nero hafi annaðhvort leik-
ið á „hydraulis" eða sekkjapípu er
hann forðum skemmti sér við að
horfa á Rómaborg brenna og að
ekki hafi verið um fiðlu að ræða
því hún var ekki til sem evrópskt
hljóðfæri á þeim tíma. Smíði loft-
belgja úr sldnni fyrir orgel byggð-
ist á kunnáttu manna í meðferð
skinnefna og er talið að slík iðn
hafi notið eldri kunnáttu sekkja-
pípusmiða. Umfjöllun mín um tón-
stöðu sekkjapípunnar veldur reiði
hjá Dellwo og segir hann að ekki
sé ástæða til að fárast yfir því,
svona eigi hún að hljóma og telur
upp þau atriði sem einkenna
hljóman skosku sekkjapípunnar og
þar erum við að nokkru sammála,
Fæst í flestum apótekum
Dreifing T.H. Arason sf.,
fax/simi 554 5748 og 553 0649
nema hvað varðar þáu tímamörk
er hann notar til að sanna mál sitt,
varðandi aldur sekkjapípunnar.
Um það atriði er rétt að ræða að-
eins nánar. Tónstilling sekkjapípu-
hljóðfæra er með tvennum hætti
sérstök, bæði er varðar innbyrðis
tónstöðu tónanna og sjálfan tón-
stigann. Innbyrðis tónstaða tón-
anna er ekki hrein samkvæmt nú-
tímastöðlun og er sú skipan ætluð
til þess að gera tón flautunnar
meira dillandi en annars yrði.
Þessi tónstilliaðferð hefur verið
sagnfræðingum nokkurt umhugs-
unarefni og þaðan er komin tilgáta
Headingtons (innan gæslappa), um
að tónstOling sekkjapípunnar eigi
sér ef til vill sögu allt fram að
steinöld, kenning sem fer í taug-
arnar á Dellwo. Sama má segja um
tilvitnunina (innan gæsalappa) um
skoska tónstigann hjá Bumey,
sem er einmitt tilgreind sem grín,
því auðvitað var Bumey „sannur
Breti“. Um þetta tónstillingarat-
riði er Dellwo þó sammála undir-
rituðum og einnig nefnir hann, að
tónstigi skosku sekkjapípunnar sé
„mixolydiskur“ (dúr-tónstigi með
lækkaða sjöund) og segir það vera
„gregoríanska“ kirkjutóntegund
og notar þá staðreynd, sem við-
miðun til aldursákvörðunar á tón-
stillingu skoskra sekkjapípuhljóð-
færa.
Þessi tónaröð er ævafom og
finnanleg í flestum þjóðlögum
frumstæðra þjóða. Mönnum hættir
til að líta á kirkjutóntegundir sem
það uppmnalegasta, varðandi tón-
skipan tónaraða, sem er fráleitt,
því tónfræði var meðal fomþjóð-
anna vísindagrein, er átti sér sam-
stöðu með stjömufræði og stærð-
fræði, enda var hljómgun efnisins
mjög snemma rannsóknarvið-
fangsefni manna. Má m.a. rekja
kenninguna um tónstiga til tón-
fræðiathugana vísindamanna í Ba-
bylon, kenninga er síðar vom
teknar upp af Pyþagórasi, auk
þess sem Kínverjar, arabar og
Indverjar kunnu eitt og annað fyr-
ir sér í þessum efnum. Kirkjutón-
tegundirnar svo kölluðu vom fyrst
staðlaðar af Ambrosíusi kirkjufóð-
ur, við stofnun Kristinnar kirkju, á
4. öld, eftir Krists burð og gregor-
íönsk tónlist, sem Dellwo vitnar til
og kennd er við Gregor mikla páfa,
var bókstaflega talað „búin til“ á 7.
öld, eftir Krists burð af tónfræð-
ingum kirkjunnar. Sú tónskipan,
sem Kristin kirkja tekur upp, rek-
ur sögu sína til fomþjóða Austur-
landa og þar með standast ekki
þessi tónstillingartímamörk hjá
Volker Dellwo.
Staðreyndin er að sekkjapípan
er mjög gamalt hljóðfæri, upp-
ranalega byggt úr náttúmefnum
en frá sögulegu sjónarmiði er
sekkjapípan tiltölulega nýlega
komin til brúks í Evrópu og var
vinsælust frá 13. til 16. aldar. Það
sem gerir sögu þessa sérkennilega
alþýðuhljóðfæris nokkuð óljósa er
sú staðreynd að sem hljóðfæri er
hún á margan hátt takmarkaðri en
önnur flautuhljóðfæri, bæði er
varðaði tónsvið, almennt um níund
og að í nær öllum gerðum hennar
er ekki hægt að yfirblása upp í efri
áttundir. Þá ekki síst það atriði, að
flytjendur höfðu ekki möguleika á
að hafa áhrif á tóngæði með vömn-
um, eins og t.d. mögulegt er á önn-
ur blásturshljóðfæri, auk annarra
tæknivandamála varðandi tón-
myndun og því naut sekkjapípan
ekki sams konar athygli og önnur
flautuhljóðfæri og var jafnvel á
miðöldum, að þessu leyti til, sett í
flokk með hjólfiðlunni, Hurdy-gur-
dy, sem hljóðfæri, er ekki var
hægt að nota til flutnings á al-
mennri tónlist og í samleik við
hefðbundin hljóðfæri.
Það sem okkur greinir á varðár
aldur sekkjapípunnar og tónskip-
an. Dellwo heldur því fram að eng-
ar heimildir um sekkjapípur séu til
eldri en frá því rétt fyrir fæðingu
Krists og að tónskipan hljóðfæris-
ins megi rekja til kirkjutónteg-
unda og nefnir sérstaklega
„gregoríanska kórtónlist“, frá 7.
öld e.Kr en þá var ekki til neitt
sem heitir kórtónlist, aðeins iðkað-
ur einraddaður söngur. Þær heim-
ildir sem ég sæki til telja hljóðfær-
ið upphaflega svo nefnt náttúm-
hljóðfæri og hafa verið til meðal
framstæðra þjóða, allt frá þeim
tíma er maðurinn lærði að nota
ýmis náttúmefni til verkfæra og
hljóðfærasmíða, en smíði ýmissa
hljóðgjafa var með þeim hætti að
frammaðurinn hafði hugsanlega
mjög snemma uppgötvað grand-
vallargerð allra tónmyndunarað-
ferða, blástur, strok og slátt. Tón-
skipanin er ævafomt vandamál og
tengist mjög semma rannsóknum
framstæðra manna á hljómgun
efnisins, sem þeir töldu vera gerða
af galdri og meðal fornu menning-
arþjóðanna vora gerðar merkar
uppgötvanir á þessu sviði, sem
kristin kirlga byggði sína tónskip-
an á, fyrst á 4. öld. Volker Dellwo
endar grein sína á því að saka und-
irritaðan um „vanþekkingu og
virðingarleysi um menningu ann-
ama þjóða“. Þessari ásökun mót-
mælir undirritaður og getur ekki
séð samhengi milli þess að þykja
lítið til um tónflutninginn hjá hin-
um margverðlaunaða Volker
Dellwo og þess að þekkja til þjóða
og virða menningu þeirra. Margt
annað en menningarfjandskap
mætti saka mig um en það annað í
þessari grein, er varðar mína per-
sónu, hirði ég ekki að fjalla um og
bið Volker Dellwo blessunar til
allra hluta.
Höfundur er tónlistargagnrýnandi.
Hlutabréfasjóður
Búnaðarbankans hf.
Aðalfundur
Aðalfundur Hlutabréfasjóðs Búnaðarbankans hf.
verður haldinn þriðjudaginn 22. júní 1999, kl. 16.00,
Hafnarstræti 5, 4. hæð.
Dagskrá:
1. Skýrsla stjórnar.
2. Reikningar félagsins fyrir liðið starfsár.
3. Ákvörðun um meðferð hagnaðar.
4. Tillaga um breytingu á 5. gr. samþykkta félagsins varðandi heimild stjórnartil
hækkunar á hlutafé um allt að 1.000.000.000 kr. til viðbótar við núverandi heimild,
þannig að heildarhlutafé félagsins verði allt að 3.000.000.000 kr. Útboðsgengi og
greiðslukjör skulu ráðast af virði eigna, skuldbindingum sjóðsins og
markaðsaðstæðum á hlutabréfamarkaði. Markmið með hlutafjárhækkuninni er að
afla félaginu fjártil fjárfestinga í hlutabréfum og öðrum framseljanlegum verðbréf-
um samkvæmt fjárfestingarstefnu félagsins. Lagt er til að hluthafar víki frá
áskriftarrétti sínum vegna hækkunarinnar og að heimildin gildi til ársloka 2004.
5. Breyting á samþykktum vegna tilkomu rafrænnar skráningar verðbréfa.
6. Heimild félagsins til kaupa á eigin hlutabréfum.
7. Kosning stjórnar.
8. Kosning endurskoðenda.
9. Tekin ákvörðun um þóknun til stjórnarmanna og endurskoðanda.
10. Önnur mál.
11. Erindi um hlutabréf.
)/ BÚNAÐARBANKlNN
V VERÐBRÉF
- byggir d trausti
UM SEKK OG
HLJÓÐPÍPU
Jón
Ásgeirsson