Morgunblaðið - 15.06.1999, Page 62

Morgunblaðið - 15.06.1999, Page 62
MORGUNBLAÐIÐ 62 ÞRIÐJUDAGUR 15. JÚNÍ 1999 Dýraglens t>U ERTNYR HER í HVERFINU HERMAJMN VERMUNDSSON HEITI ES! OG HEYRDU, ÞAR SEM VID ERUM AD TALA CAkkAKX Hundalíf Ljóska Ferdinand VE5,MAAM..U)E HAVE A LITTLE PROBLEM HERE.. 5EE,ON QUE5TION5 TIaJO, NÍNE,ELEVENANPTWENTV/ I HAD TO A5K MARCIE FOK THE AN51a)ER5.... BUTON NINE ANDTWENTV, 5HE ADMIT5 5HE ONLT ÖUE55ED 500NMVPAPER I WA5 W0NPERIN6 IF.. O 8 DON'T 5I6H LIKE THAT,MA'AM..IT 6REAK5MVHEART.. Já, kennari.. við höfum svolítið vandamál hérna.. Sjáðu til, ég varð að spyrja En hún viðurkenndi að hún hefði Möggu um svörin við bara giskað á númer mu og tuttugu, spumingum númer tvö, níú, svo ég var að velta því fyrir mér ellefu og tuttugu... hvort.. að á blaðinu mínu... Ekki andvarpa svona, kennari...ég þoli það ekki BREF TIL BLAÐSINS Kringlunni 1 103 Reykjavík • Sími 569 1100 • Símbréf 569 1329 Lærdómur af stríði Frá Lúðvík Júlíussyni: NÚ er komið að því að útnefna sig- urvegarann. En hver er hann? Allir vilja lýsa sinn mann sigurvegara! Pað er ekki erfítt að sjá hvers vegna allar fylkingar vilja gera það, því enginn, allra síst NATO, hefur unn- ið sannfærandi sigur. Stríðið, sem auðvelt er að sýna fram á að hafíð var á hæpnum for- sendum, þ.e. eintali NATO og úr- slitakostum, í stað samræðna og samninga, hefur gert lítið úr upp- haflegum kröfum NATO. Kröfur NATO urðu fyrir eins konar gengis- falli þegar stríðið hófst. Öllum hefði átt að vera Ijóst að sigurvegarinn myndi þröngva skilyrðum sínum yf- ir hinn sigraða. En eftir nýlegt frið- arsamkomulag er Ijóst að hinn sigr- aði hefur enn mikið að segja og er enn ógnun við NATO, enda standa loftárásir enn yfir. Ef NATO hefði sigrað og ef það kynni að setja fram skýr markmið og skilyrði, sem hefðu komið í veg fyrir stríðið til að byrja með, þá væru þær viðræður, sem nú fara fram við hershöfðingja serbneska hersins, óþarfar. Það er nefnilega augljóst að markmið, langtíma- stefna NATO og Vesturlanda, eru óskýr og enginn virðist vita hver þau eru nákvæmlega og því gefst einræðisherrum rúm til ógnar- stjómar. Ef NATO hefði skipt sér af mál- efnum Júgóslavíu frá upphafi og haft skýra langtímastefnu, þá væru landamæri hennar önnur en þau eru í dag og hörmungarnar sem gengið hafa yfir hana mun minni. Óstjómin og ósamkvæmnin í afskiptum NATO af Júgóslavíu hefur verið slík að það er einungis hægt að lýsa því sem vanhæfni og mannúðar- hryðjuverkum. Hvaða samtök önnur en NATO leyfa málum að þróast eins langt og komið var í átökum KLA og Serbíu 1998 án þess að hafa skýra stefnu og skipta sér síðan svo seint af þeim að eina lausnin sem þau sjá er að sprengja allt í tætlur, meira stríð og meiri hörmungar til lausnar deil- unni? Hvers vegna hafa þau ekki verið virk í lausn þessarar deilu frá upphafi 1987? Skynsamt fólk mun eiga afar bágt með að skilja hvað er svona ábyrgðarfullt við hegðun NATO í þessari deilu. Annað varðandi þetta stríð, sem er átakanlegt áheymar, er að hlut- verk NATO sé að koma í veg fyrir hryðjuverk Serba. Það sem er enn átakanlegra er að fólk trúir því að þetta sé markmið NATO. En það þarf að útskýra nánar, þetta er allt spurning um orsök og afleiðingu. Arið 1997 var síðasta árið sem NATO hafði til að koma í veg fyrir hryðjuverk Serba. NATO er fýrst nú, 1999, að bregðast við hryðju- verkum Serba. Ef NATO hefði komið í veg fyrir að hryðjuverkin hæfust með virkri þátttöku í frið- samlegri lausn deilunnar frá upp- hafí, þá hefði NATO ekki þurft að bregðast við með stríði nú árið 1999 - 12 áram eftir að núverandi deilur hófust! Það er ekki hægt að segja að Ma- delaine Albright hafi notað reynslu sína og BNA af heimsstyrjöldunum. Ef Bretland og Frakkland hefðu sýnt herramennsku og umfram allt skynsemi gagnvart hinu gersigraða Þýskalandi eftir íyrri heimsstyrj- öldina, þá hefði valdabrannur Hitlers verið miklu grynnri, og ef BNA hefði ekki afturkallað lán sín við Þýskaland við upphaf kreppunn- ar miklu, þá hefði valdabrannur Hitlers ekki margfaldast að dýpt. í báðum þessum tilfellum var mögu- leiki á friðsamlegum lausnum sem hefðu nægt til að koma í veg fyrir síðari heimsstyrjöldina. Eftir mörg vannýtt tækifæri var þó ekkert ann- að eftir en að bregðast við áætlun- um Hitlers með stríði. Vesturlöndum hafði ekki tekist að koma í veg fyrir þróunina. Hemað- arleg viðbrögð voru eina lausnin rétt eins og nú. Madelaine Albright og BNA hafa augljóslega ekki dreg- ið neinn lærdóm af heimsstyrjöld- unum. A meðan á stríðinu stóð hefur KLA sótt í sig veðrið. KLA era ekki nægilega öflug til þess að sigra Ser- bíu upp á eigin spýtur, en nú þegar Serbar yfirgefa Kosovo era KLA í betri aðstöðu og gætu verið hættu- leg NATO, sem nú tekur við hlut- verki Serba um að viðhalda stöðu Kosovo í Serbíu. Nú er bai-a að sjá hvort KLA afvopnast eins og þau hafa lofað eða hvort NATO þarf að kljást við þau, eins og Saddam Hussein og fleiri fyrrverandi gæð- inga BNA. Þessi sigur NATO hefur kennt Vesturlöndum ranga lexíu. í stað þess að átta sig á því að fyrirbyggj- andi stjómmál og langtímaáætlanir hafi skort, draga þau þá ályktun af striðinu að rétt hafi verið að hefja afskipti þegar allt var komið í bál og brand og neyða samningsaðilana, sérstaklega annan þeirra, til að samþykkja afarkosti studda hótun- um um beitingu hervalds. Lærdómurinn er sem sagt að láta ríkiserindrekstur víkja fyrir hervaldi. í stað viðræðna á að hóta beitingu hervalds ef afarkostir eru ekki samþykktir. Það er öllum ljóst að ef aðeins á að bera fram kröfur studdar hótunum um beit- ingu hervalds, er vegur skamm- tímalausna og hentistefnu aukinn en möguleikinn á langtímaáætlun- um og skynsemi í lausn mála gerð- ur að engu. Stríðið var erfitt og skammarlegt fyrir NATO. í stað þess að setja Serbíu skilyrði, er verið að semja við Serbiu um útfærslu skilmála. í framtíðinni verður litið á þetta stríð sem algjört klúður, stríð sem gerði það eitt að verkum að hörmungar og sundurleitni varð meiri í Evrópu, einmitt á tímum sem kennast áttu við sameiningu og samlyndi. LÚÐVÍK JÚLÍUSSON, Fagrahjalla 24, Kópavogi. Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt i upplýsinga- safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt til að ráðstafa efninu þaðan, hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni til birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.