Morgunblaðið - 07.07.1999, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 07.07.1999, Blaðsíða 1
150. TBL. 87. ÁRG. MIÐVIKUDAGUR 7. JÚLÍ 1999 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS Mikil flóðíKína 240 farast og mikið eig’naljón Peking. AFP. 240 manns hafa farist og hartnær hálf milljón heimila hefur eyðilagst í miklum flóðum í Yangtze-fljóti síð- ustu vikur, að sögn kínversku fréttastofunnar Xinhua í gær. Flóðin hófust seint í júní og hafa raskað lífi 60 milljóna Kínverja, að því er fréttastofan hafði eftir kín- verskum embættismönnum. Þeir sögðu að flóðin hefðu valdið skemmdum á um 3,5 milljónum hektara lands og „algjörlega eyði- lagt“ uppskeru á 660.000 hekturum. Vatnsflaumurinn hefði hrifið með sér 480.000 heimili og 1,67 milljónir til viðbótar hefðu orðið fyiir miklum skemmdum. Um 1,84 milljónir manna hafa verið fluttar af flóðasvæðunum og björgunarsveitir hafa dreift 5.000 tjöldum meðal þeirra sem misstu heimili sín. Efnahagslega tjónið af völdum flóðanna er talið nema and- virði 250 milljarða króna. Flóðin hafa verið skæðust í hér- uðunum Anhui, Zhejiang, Hubei og Jiangxi. Xinhua hafði eftir tals- mönnum stjórnarinnar að hún myndi „fylgjast grannt með ástand- inu til að tryggja félagslegan stöð- ugleika". Fréttastofan varaði við því að búast mætti við enn meira tjóni á næstu vikum þar sem árlega flóða- tímabilið í Kína væri rétt nýhafið. Reuters RÚSSNESKIR sérsveitarmenn standa vörð við komu Ejushin-her- flutningavélar til Pristina í gær, með hermenn og hergögn um borð. Sáttatónn í Trimble DAVID Trimble, leiðtogi stærsta fiokks sambands- sinna á Norður-írlandi (UUP), hét breska forsæt- isráðherranum, Tony Blair, því í gær að hann myndi ekki án ítarlegrar umhugsunar haíha tillög- um sem bresk og írsk stjómvöld lögðu fyrir á föstudag um hvemig staðið skuli að myndun heima- stjómai- á N-írlandi og afvopnun öfgahópa. Trimble varaði þó við því að Blair færi fram á býsna mikið af þeim sem hefðu mátt þola margt af hendi Irska lýðveldishersins (IRA) undanfarin þrjátíu ár. í grein sem Trimble ritaði í síðdegisblaðið The Belfast Telegraph sagði hann að sambandssinnar hefðu verið bæði sam- vinnuþýðir og þolinmóðir og að Blair yrði að gera sér Ijóst að þolinmæði þeirra væri ekki óþrjót- andi. Þótti samt sem áður vera sáttatónn í grein Trimbles og vakti hún vonir um að ekki væri úti- lokað að Blair tækist að sann- færa sambandssinna um að leggja blessun sína yfir áætlun Blairs og Berties Aherns, forsæt- isráðherra írlands. ■ Ahern lítt hrifinn/21 David Trimble Rússneskir hermenn fluttir til Kosovo Segja hlutverk sitt að gæta öryggis allra Pristina. Reuters, AP. RÚSSAR sendu hermenn til friðar- gæslu í Kosovo í gær eftir að deila þeirra við NATO um hlutverk rúss- neska herliðsins hafði verið leyst í samningaviðræðum í Moskvu. Her- mennirnir voru fluttir með nokkrum herflutningaflugvélum til flugvallar- ins í Pristina, höfuðstað Kosovo. Yfirmaður rússneska friðargæslu- liðsins, Anatolí Vojtsjkov, sagði við komuna til Pristina að áhyggjur Kosovo-Albana af því að rússnesku hermennimir myndu draga taum Serba í héraðinu væru ástæðulausar. „Helsta verkefni okkar er að tryggja öryggi allra, hvert sem þjóðerni þeirra er,“ sagði hann. í ráði er að 3.600 rússneskir her- menn taki þátt í friðargæslunni en' deilan varð til þess að liðsflutning- arnir töfðust. Áður höfðu Rússar komið NATO í opna skjöldu með því að senda nokk- ur hundruð hermanna, sem störfuðu við friðargæslu í Bosníu, til flugvall- arins í Pristina nokkrum klukku- stundum áður en herlið NATO fór inn í héraðið 12. júní. Yfir 29.000 her- menn frá NATO-ríkjum eru komnir til Kosovo, en áformað er að samtals verði um 55.000 friðargæsluliðar í héraðinu. Ekki var greint frá því hvernig deilan um hlutverk rússneska her- liðsins var leyst og aðeins sagt að friðargæslulið NATO gæti nú notað flugvöllinn í Pristina og ekkert væri því til fyrirstöðu að liðsflutningar Rússa hæfust. Deilan benti til þess að enn eimdi eftir af spennunni í samskiptum Rússlands og Vestur- landa vegna óánægju Rússa með loftárásir NATO á Júgóslavíu. Serbneskir stjórnarand- stæðingar Iáta í sér heyra Á sama tíma og rússnesku her- mennimir komu sér fyrir í Pristina komu mörg þúsund stjómarandstæð- ingar saman á útifundi í bænum Uzice til að krefjast afsagnar Slobodans Milosevics forseta. Aðal- ræðumaður var Zoran Djindjic, leið- togi Lýðræðisflokksins, en hann er nýkominn úr sex vikna útlegð frá Serbíu. Sagði hann allsherjarverkfall og látlaus mótmæli munu megna að bola Milosevic frá völdum. " wfl Þ >j!j fcWWBÍfe-.r.-.. Reuters Hillary Clinton lík- lega fram Albany í New York-ríki. AP. LIKUR jukust á því í gær, að íbúar New York-ríkis í Bandaríkjunum megi vænta spennandi kosningabar- áttu fyrir kosningar til öldungadeild- ar Bandaríkjaþings sem fram fara seint á næsta ári, með því að Hillary Rodham Clinton forsetafrú sldlaði inn gögnum til kjörstjómarinnar sem gera henni lagalega kleift að hefja fjáröflun fyrir framboð í kosn- ingunum. Verði af framboði hennar yrði það í fyrsta sinn í sögu Bandaríkjanna sem eiginkona forseta stigi með þeim hætti skrefið til fulls til virkrai' þátttöku í stjómmálum. ■ Stofnar nefnd/29 Hörð keppni í Tour de France ÞRIÐJI áfangi Tour de France- hjólreiðakeppninnar heimsku- nnu fór fram í gær. Hér spyrna allir þátttakendurnir 178 í fetla keppnishjóla sinna á leiðinni frá Nantes til Laval í vesturhluta Frakklands. Belginn Tom Steels reyndist hlutskarpastur í þess- um áfanga, en fremstur í heild- arkeppninni er Eistinn Jaan Kirsipuu. Bosníu-serbneskur stj ornmálamaður tekinn höndum vegna stríðsglæpaákæru SFOR boðar fleiri handtökur Sarajevo. Reuters. BRESKIR friðargæsluliðai' úr sveitum SFOR í Bosníu-Herzegovínu hnepptu í gær Radoslav Brdjanin, fyrrverandi aðstoðarforsætisráðherra bosníu-serbneska lýðveldisins, í varðhald og mun hann senn verða færður fyrir Stríðsglæpadómstól Sameinuðu þjóðanna í Haag þar sem hann sætir ákæru. George Robertson, varnarmálaráðherra Bret- lands, sagði í gær að Brdjanin, sem var stuðn- ingsmaður Radovans Karadzics, leiðtoga Bosníu- Serba í Bosníu-stríðinu, væri einn þeirra sem taldir eru hafa stjórnað fangabúðum Serba nærri Radislav Brdjanin bænum Prijedor í norðvestur- hluta Bosníu-Herzegovínu. Handtaka Brdjanins var óvænt, þar eð nafni hans hafði verið haldið leyndu þar til nú. Stríðs- glæpadómstóllinn hefur gefið út lista er greinir frá nöfnum þeirra er ákærðir hafa verið en embætt- ismenn dómstólsins segja að kos- ið hafi verið að leyna nokkmm nöfnum til að koma í veg fyrir að þeir einstaklingai' hlypu í felur. Javier Solana, framkvæmdastjóri NATO, sagði í gær að handtakan hefði farið fram í samræmi við umboð SFOR og lýsti því yfir að fleiri menn í Bosníu, sem ákærðir hefðu verið íyrir stríðs- glæpi, kynnu að verða teknir höndum. Radovan Karadzic og Ratko Mladic, herforingi Bosníu- Serba, hafa báðir verið ákærðir fyrir stríðsglæpi en fara enn huldu höfði. Stjórnmálaleiðtogar úr röðum Bosníu-Serba hafa brugðist ókvæða við handtöku Brdjanins og sögðu hana „villimannlega" og líkjast mest „mannaveiðum“.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.