Morgunblaðið - 07.07.1999, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 07.07.1999, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 7. JÚLÍ 1999 27 UMRÆÐAN Olögmætar hópuppsagnir Á SÍÐUSTU mánuð- um hafa atvinnurek- endur í Vestmannaeyj- um, Þorlákshöfn, á Húsavík, Isafirði, Akureyri og nú síðast á Þingeyri gripið til upp- sagna á nokkur hund; ruð starfsmönnum. I öllum tilvikum það mörgum starfsmönnum í einu, að um er að ræða hópuppsagnir í skilningi laga nr. 95/1992. Þessar upp- sagnir hitta launafólk fyrir á miðjum sumar- leyfistíma og eru allar framkvæmdar með ólögmætum hætti. Lagareglur brotnar Um hópuppsagnir gilda ákvæði laga nr. 95/1992, samkomulag ASÍ við VSÍ og VMS um hópuppsagnir og tilskipun 98/59/ES frá 20.7 1998. í 2.gr. laganna segir, að at- vinnurekandi skuli hafa samráð við trúnaðarmenn svo fljótt sem verða má áður en til uppsagna kemur. Með þessu samráði skal leita leiða til að forðast hópuppsagnir í heild sinni eða fækka þeim, sem fyrir verða, og hanna félagslegar að- gerðir, sem auðvelda tilfærslur í starfi og endurhæfingu þeirra, sem sagt er upp. I þessu skyni skal atvinnurekandi láta trúnaðar- mönnum í té allar upplýsingar sem máli skipta, senda afrit til vinnu- miðlunar og tilkynningu til við- komandi verkalýðsfélaga sbr. 2. og 6.gr. laganna. Þessu samráði á að vera lokið tveimur mánuðum áður en uppsagnarfrestur þeirra, sem eiga mánaðar uppsagnarfrest rennur út sbr. 4.gr., sbr. 2. og 6.gr. laganna. Við allar þær hópupp- sagnir, sem átt hafa sér stað und- anfarið, hafa þessar lagareglur verið brotnar. Ekki öfugt Eftir að ljóst er, að samráð við trúnaðarmenn leiðir ekki til sam- komulags um hvernig forðast megi fyrirhugaðar hópuppsagnir og ann- að það sem lögin mæla fyrir um, skal atvinnurekandi tilkynna skrif- lega til vinnumiðlunar þær upp- sagnir, sem fyrirhugaðar eru og senda afrit til trúnaðarmanna. Fyrst þá má beita hópuppsögnum og þær taka fyi-st gildi 30 dögum síðar fyi-ir þá starfsmenn, sem eiga 30 daga uppsagnarfrest eða skemmri. Þessar reglur hafa allar verið þverbrotnar. Uppsagnarfrestur getur lengst Stefni atvinnurekandi að endur- ráðningu hluta starfsmanna, skal hann taka þá ákvörðun eins fljótt og mögulegt er. Hafi ákvörðun um endurráðningu ekki verið tekin og starfsmanni tilkynnt að ekki geti orðið af endurráðningu það tíman- lega, að eftir standi a.m.k. 2/3 hlutar upp- sagnarfrests viðkom- andi starfsmanns, framlengist uppsagn- arfrestur hans um einn mánuð ef uppsagnar- frestur er þrír mánuð- ir, um þrjár vikur ef uppsagnarfrestur er tveir mánuðir og um tvær vikur ef uppsagn- arfresturinn er einn mánuður. Þetta tekur til starfsmanna, sem áunnið hafa sér a.m.k. 1 mánaðar uppsagnar- frest. Mikilvægt er, að gæta þessa lögvernd- aða réttar ef á er brotið og krefjast skaðabóta. Ákvæði laga, kjarasamninga og EES-reglur um framkvæmd hóp- uppsagna eru einföld og skýr. Eftir þeim á að fara, en það er ekki gert. Stjórnvöld og samtök atvinnurekenda yppta öxlum og Atvinna Stjórnvöldum og sam- tökum atvinnurekenda, segir Magnús M. Norðdahl, ber skylda til afskipta og tafar- lausra aðgerða. virðast líta á lögbrotin sem nokk- urs konar markaðshamfarir, sem komi þeim ekki við. Það er furðu- leg afstaða þegar haft er í huga, að lög og reglur um framkvæmd hópuppsagna varða lifandi fólk á vinnumarkaði, hafa þann tilgang að auka félagslega vernd launa- fólks og þeirra samfélaga, sem það byggir, ásamt því að leggja atvinnurekendum margskonar skyldur á herðar. Samkvæmt 6.gr. tilsk. 98/59/ES __ skulu EES-ríkin, þar á meðal ísland, tryggja, að fulltrúar launafólks og/eða launafólk sjálft geti nýtt sér réttarfarslegar reglur og/eða reglur á sviði stjórnsýslu til að skuldbindingum samkvæmt til- skipuninni sé fullnægt. Slík sér- stök ákvæði hafa ekki verið tekin í lög hér á landi og lögin um hóp- uppsagnir geyma engin ákvæði um skaðabætur, refsingar eða refsikennd viðurlög vegna brota á lögunum. I þessu efni hafa íslensk stjórnvöld brugðist skyldum sín- um gagnvart launafólki og þurfa að bæta úr. Grundvallarréttindum ógnað Grundvallarréttindi eins og þau, sem hér hefur verið lýst, tilheyra bæði ráðningarréttindum hvers og eins og ekki síður almennum fé- lagslegum réttindum launafólks. Þau ber að verja með öllum tiltæk- um ráðum. Þar hafa stjórnvöld og samtök atvinnurekenda skyldum að gegna, sem ekki hefur verið sinnt. Mitt í öllum stöðugleikanum líta stjórnvöld á þessi lögbrot, sem hitta hundruð landsmanna íyrir, sem þátt í ósnertanlegum mark- aðs- og rekstrarleiðréttingum, nokkurs konai- óviðráðanlegar markaðshamfarir. Staðreyndin er hins vegai- sú, að hér er um að ræða ólögmæta framkvæmd lög- mætra aðgerða sem ber að bregð- ast tafarlaust og hart við. Uppsagnir kjarasamninga, máls- höfðanir eða kærur til Eftirlits- stofnunar EES á ekki að þurfa til. Gagnkvæm réttindi og skyldur Umræða sú, sem framkvæmda- stjóri ASI, Ari Skúlason, opnaði nýverið um beitingu uppsagna í kjarabaráttu var réttmæt og þörf. Þær ólögmætu hópuppsagnir sem dunið hafa yfir launafólk undanfar- ið og samræmdar fjöldauppsagnir ýmissa hópa á opinberum vinnu- markaði til þess að þvinga fram breytingar á kjarasamningum und- ir friðarskyldu, ógna réttindum alls launafólks og samskiptareglum á vinnumarkaði, sem þó eru nógu slæmar fyrir. Hvort sem líkar bet- ur eða verr verður að virða lög og reglur um samskipti á vinnumark- aði, þar með talin lög og samninga um framkvæmd hópuppsagna. Ef við sjálf erum ekki nógu sterk til þess að virða þær skyldur, sem okkur eru lagðar á herðar, getum við ekki krafist þess að aðrir virði sínar. Stjórnvöldum ber skylda til afskipta Það er allrar athygli vert að ráð- herrum, sveitarstjórnarforkólfum og iyrrverandi framkvæmdastjóra VSI er hvorki afskipta eða orða vant þegar launafólk undir friðar- skyldu leggur hópum saman inn uppsagnir, líkt og um samantekin ráð sé að ræða til að þvinga fram launahækkanir með ólögmætum hætti. Þá er hótað lagabreytingum, lögsókn og refsiaðgerðum og ekki látið sitja við orðin tóm. í þeirri skæðadrífu ólögmætra hópuppsagna, sem undanfarið hafa dunið yfir almennt launafólk, ógn- að afkomu þess og heilu byggðar- laganna, ber stjórnvöldum og sam- tökum atvinnurekenda skylda til afskipta og tafarlausra aðgerða. Annars er ekkert að marka orð- ræðu þeirra undanfarna mánuði um ólögmætar aðgerðir á vinnu- markaði. Ekki er síður nauðsyn- legt, að þeir bregðist hart við nú, ef þeir á annað borð hyggjast krefjast þess að lög og reglur á vinnumarkaði verði virtar í fram- tíðinni. Höfundur er lögfræðingur ASÍ. Magnús M. Norðdahl ÚTSALAN ER HAFIN Diraarion Reykjavíkurvegi 64, sími 565 1147 Saklaus bakari, sekur smiður SÁ mæti rithöfundur Indriði G. Þorsteinsson heldur úti vikulegum dálki hér í Morgun- blaðinu um dagskrá sjónvarpsstöðvanna. Það er fengur í pistlum Indriða, enda býr hann yfir þeim lofsverða eig- inleika að vera fyrir- munað að vera leiðin- legur á prenti. í síðasta viku- skammti finnur hann að vondum, íslenskum titli á kvikmynd á Stöð 2 26. júní sl. og skammar þýðandann fyrir hann. Það er ekki von að Indriði viti að þarna er hann að hengja bakara fyrir. smið. Þýðandi myndarinnar á enga sök á titlinum heldur undirritaður sem hér með gengst við verknaðinum. Prentmiðlar leitast við að birta kynningarefni um dagskrá sjón- varpsstöðvanna alllangt fram í tímann. íslenskaðir titlar á kvik- myndum, þáttaröðum og öðru er- lendu efni falla undir þann hatt. Því er það að titlagerðarmenn verða oftar en ekki að treysta á fá- anlegt kynningarefni til að ganga frá sínu verki. Við lifum því miður ekki nema stundum í hinum besta heimi allra heima þar sem þýðand- inn þýðir fyrst mynd eða þátt til enda og hefur þar næst ráðrúm til að huga að titli á verkið í krafti þýðingarinnar. Þar með er ég kominn í hring og aftur að tilefni þessara lína. Mynd- in Blue Collar var köll- uð Skítverk þegar hún var sýnd á Stöð 2 á dögunum. Eftir á að hyggja er þar teflt á nokkuð tæpt vað. Söguhetjumar eru að sönnu ekki í þrifalegri vinnu - enski titillinn vísar til þess - en kveikjan að þeim ís- lenska var þó ekki síð- ur sú að þær leiðast sumar hverjar, og em ginntar, út í miður þokkalega iðju út frá sjónarmiði réttvísinn- ar. Af minni hálfu er ís- lenski titillinn því heldur svona stráksleg tilraun til orðaleiks. Af Titill Þýðandi myndarinnar, segir Hjörleifur Svein- björnsson, á enga sök á titlinum. ádrepu Indriða G. er ljóst að sú til- raun hefur ekki komist sérlega vel til skila, þar eð hann telur titilinn bera vott um „stéttahatur" eða við- líka hvatir þess sem hann samdi. Það er verri sagan. Höfundur er deildarstjdri þýðinga- og flutningsdeiidar íslenska út- varpsfélagsins hf. Hjörleifur Sveinbjörnsson Barnavagnar Rauðarárstíg 16, simi 561 0120. Sr K & Útsa la m\ avation mademiselle Laugavegur 68 sími 551 7015
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.