Morgunblaðið - 07.07.1999, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 07.07.1999, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ ERLENT MIÐVIKUDAGUR 7. JÚLÍ 1999 19 Ehud Barak tekur formlega við embætti forsætisráðherra Israels Hysrgst fresta landnáms- framkvæmdum í Jerúsalem Tel Aviv, Jerúsalem. AP, AFP. Reuters BARAK tók sér sæti á fsraelska þinginu í gær, sem þá var tómlegt á að líta, áður en hann sór embættiseið forsætisráðherra. Murdoch nefnir eftir- mann sinn Sydney. AFP. FJÖLMIÐLARISINN Rupert Murdoch kom viðskiptaheimin- um á óvart í gær er hann lýsti því yfir að Peter Chernin, for- stjóri News Corp., fjölmiðla- samsteypu Murdochs, væri lík- legastur til að taka við veldi hans í stað eins af þremur börn- um Murdochs sem almennt var talið að myndi setjast við stjórnvölinn. I viðtali við banda- ríska vikuritið Newsweek sagði Murdoch að Chernin myndi að öllum líkindum stýra fyrirtæk- inu er hann settist í helgan stein en það er metið á um 3600 milljarða króna. Olli yfirlýsing- in mikilli hækkun hlutabréfa í News Corp. „Málið fer fyrir stjórn fyrir- tækisins. Ég tel að Peter muni líklega verða aðalframkvæmda- stjóri og e.t.v. verður Lachlan, eldri sonur minn, stjórnarfor- maður,“ sagði Murdoch í viðtal- inu. Sagðist hann telja að börn sín þrjú, Lachlan, Elisabeth og James, væru ekki tilbúin til að taka við starfi sínu í bráð. „Þau munu þurfa að sanna sig fyrst,“ sagði hinn 68 ára viðskiptajöfur, sem hefur þvertekið fýrir að vera að setjast í helgan stein. Chernin, sem er Bandaríkja- maður, hóf störf hjá News Corp. Fox fjölmiðlasamsteyp- unni árið 1989 eftir að hafa gegnt forstjórastöðu hjá banda- ríska kvikmyndafyrirtækinu Lorimar Film Entertainment. Lagði hann allt í sölurnar til að rétta fjárhag fyrirtækisins við árið 1990, er stefndi í gjaldþrot, og fékk til starfa þekkta sjón- varpsþáttahöfunda á borð við David Kelly, sem stýrir sjón- varpsþáttunum um Ally McBeal, og Chris Carter sem stýrir X-Files þáttunum. Þrátt fyrir að hafa risið til hæstu metorða á tiltölulega stuttum tíma telja sumir að Chernin muni eingöngu þjóna hlutverki milligöngumanns sem muni verma sæti aðalfram- kvæmdastjóra uns afkomendur Murdochs hafi öðlast þá reynslu sem til þarf. Telja þeir er gerst til þekkja að stefna Murdochs sé að halda stjórn íýrirtækisins innan fjölskyldunnar. EHUD Barak sor í gær embættiseið forsætisráðherra Israels og birti ráðherralista sinn. Hann sagði að friðarumleitanir myndu verða for- gangsverkefni sitt, og þær verða án efa erfiðasta verkefni forsætisráð- herrans nýja. Hann mun halda Jer- úsalem sameinaðri, en mun forðast byggingaframkvæmdir sem Palest- ínumenn væru ósáttir við, að sögn Haims Ramons, nýskipaðs ráðherra málefna Jerúsalemborgar. Barak sigraði í þing- og forsætis- ráðherrakosningum 17. maí og eftir langvinnar stjórnarviðræður tókst honum að tryggja sér stuðning meirihluta þingmanna. Hefur Barak heitið því að koma af stað friðarum- leitunum við Palestínumenn, Sýr- lendinga og Líbani, en viðræður við þá sigldu í strand í stjórnartíð for- vera hans, Benjamins Netanyahus. Framtíð Jerúsalemborgar er helsti ásteytingarsteinninn í friðar- umleitunum Israela og Palestínu- manna. ísraelar líta á borgina alla sem eilífa höfuðborg ríkis gyðinga, en Palestínumenn vilja að austur- hluta hennar, sem Israelar hernámu 1967, verði skilað til þeirra og verði höfuðstaður sjálfstæðs ríkis, sem þeir ætla að stofna. Ramon sagði í viðtali við ísraelska útvarpið í gær að líklegt væri að Barak myndi stöðva umdeildar áætl- anir um byggingaframkvæmdir gyð- inga í Ras al Amud-landnáminu í Austur-Jerúsalem. „Við þurfum ekki að byggja í Ras al Amud,“ sagði Ramon. „Það eru mistök.“ Fram- kvæmdir í landnáminu, sem stjórn Netanyahus heimilaði, hófust 18. maí, daginn eftir að Barak sigraði í kosningunum. Sjálfur varnarmálaráðherra Átján ráðherrar eiga sæti í stjórn Baraks, og komu útnefningarnar fréttaskýrendum ekki á óvart, þótt sumir framámenn í flokki Baraks, Verkamannaflokknum, yrðu fyrir vonbrigðum. Forveri Baraks í for- mannssæti flokksins og fyrrverandi forsætisráðherra, Shimon Peres, sættist á að taka við fremur óljóst skilgreindu embætti ráðherra sam- starfsmála, en hann hafði vænst þess að fá að vera í forsvari friðarumleit- ananna. Barak tók sjálfur að sér hið mikil- væga embætti varnarmálaráðherra og útnefndi David Levy til embættis utanríkisráðherra. Levy gegndi því RUMLEGA 1.000 sígaunar frá Slóvakíu hafa sótt um hæli í Finn- landi upp á síðkastið en frá miðnætti á þriðjudag hefur dyrunum verið lokað. Finnska ríkisstjórnin ákvað á skyndifundi í gær að ferðamenn frá Slóvakíu skyldu hafa vegabréfsárit- un til fjögurra mánaða til að verða hleypt inn í Finnland. Kari Hakámies innanríkisráð- herra sér um lögreglumál og útlend- ingaeftirlit. Hann sagði að loknum ríkisstjórnarfundi að vandamál sígauna í Slóvakíu bæri að leysa embætti einnig í stjórn Netanyahus, en hafði sagt skilið við hann og geng- ið með flokki sínum, Gesher, til sam- starfs við Verkamannaflokkinn fyrir kosningarnar. Fjögur ráðherraemb- ætti komu í hlut Shas-flokks bók- stafstrúaðra, og Israelski trúarflokk- heima fyrir en ekki með því að menn flyttust til Finnlands. Að sögn Hákamies verða yfirvöld Slóvakíu hins vegar ekki beitt neinum þrýst- ingi. Apk Finna krefjast einnig Bretar og írar vegabréfsáritunar af ferða- mönnum frá Slóvakíu. Hinar ESB- þjóðirnar hafa ekki tekið upp þessa stefnu. Telja menn að fjöldaflótti sígauna til Finnlans hafi hafist vegna þess að Finnar gegna forystu í ESB næstu sex mánuði. Slóvakar sækjast eftir urinn fékk uppbyggingarráðuneytið. Sá flokkur veitir landnemum gyð- inga á Vesturbakkanum og Gaza ein- dregin stuðning. Palestínumenn ánægðir Palestínumenn hafa lýst ánægju sinni með stjórn Baraks og sagst bjartsýnir á að friðarumleitanir skili árangri. „Við bjóðum nýju stjórnina velkomna, sérstaklega eftir að hafa komist að raun um, að eindregnir stuðningsmenn friðar og eðlilegra samskipta við Palestínumenn eiga sæti í henni - þá sérstaklega David Levy,“ sagði Nabil Amr, ráðherra í heimastjórn Palestínumanna. Amr sagði það jákvætt að Barak skyldi vilja halda fund með Yasser Arafat, leiðtoga Palestínumanna, sem fyrst, en það ylli nokkrum áhyggjum að Barak væri sannfærð- ur um réttmæti þess að Jerúsalem yrði óskipt höfuðborg Israels. Amr og aðrir leiðtogar Palestínu- manna höfðu mótmælt því eindregið að undanfarna mánuði hafði fyrrver- andi stjórn Netanyahus hvatt her- skáa gyðinga til að leggja undir sig meira land á Vesturbakkanum og halda áfram byggingaframkvæmd- um í Austur-Jerúsalem. aðild að ESB en mannréttindamál verða mjög ofarlega á borði þegar aðildarviðræður hefjast. Með því að flýja til Finnlands hyggjast sígaunar leggja orð í belg varðandi stöðu mannréttinda í heimalandi sínu. Mannréttindastofnanir telja al- mennt að sígaunar hafi verstu stöðu allra minnihlutahópa fyrrverandi kommúnistaríkja Austur-Evrópu. Hingað til hafa mál um 30 sígauna verið afgreidd af hálfu finnskra yfir- valda. Vitanlega hefur enginn fengið landvistarleyfi í Finnlandi. Finnar loka á straum sígauna frá Slóvakíu Helsinkí. Morgunblaðið. Rússar vilja endur- heimta menningararfínn Moskvu. The Daily Teiegraph. STJÓRNVÖLD í Moskvu hafa allt frá lokum heimsstyrjaldar- innar síðari krafist þess af Þjóðverjum að þeir skili lista- verkum þeim sem nasistar rændu í innrásinni í Rússland. Nú hafa Rússar hins vegar gengið ákveðið til verks og birt afrakstur vinnu við heild- stæða skrá yfír alla þá list- muni sem þýski herinn tók ófrjálsri hendi er hann lét greipar sópa um listasöfn og hallir á herteknum svæðum Rússlands. Rússar krefjist skila á listaverkum er hurfu í stríðinu Fyrstu bindi skrárinnar eru talin hafa mikið sögulegt gildi en þau voru einnig gerð með það fyrir augum að svara kröf-. um Þjóðveija og hópa gyðinga sem farið hafa fram á að Rúss- ar skili munum er þeir rændu í sókn Rauða hersins inn í Þýska- land í lok stríðsins. Er öll fimintíu bindi skrárinn- ar hafa verið gefin út er talið að Rússar muni geta lagt fram haldbærar sannanir og krafíst skila á hverju því listaverki sem hvarf í stríðinu. I inngangsorðum skrárinnar segir: „Vesturlönd, og Þýska- land sér í lagi, hafa kosið að þegja þunnu hljóði um menn- ingarmissi Rússlands. Þau hafa hunsað rétt okkar til skaðabóta fyrir óbætanlegan missi.“ I skrá þeirri er nýlega var gerð opinber eru birtar myndir og upplýsingar um verk þau er hurfu úr höll Katrínar, rétt fyr- ir utan St. Pétursborg, þ.á m. dýrmæta innanstokksmuni raf- herbergisins fræga sem Þjóð- verjar rifu niður og sáust síðast í Königsberg í Þýskalandi árið 1945.1 öðrum bindum skrárinn- ar koma fram upplýsingar um sögulegar minjar, listaverk og helgimyndir úr Treljakov-safn- inu í Moskvu, sem geymd voru í sendiráðum Sovétríkjanna víða í Austur-Evrópu. Hefði átt að koma mun fyrr Rán Þjóðverja á menningar- arfí Rússa hefur aldrei fallið í gleymsku meðal rússnesku þjóðarinnar en þetta er í fyrsta sinn sem skipulögð til- raun er gerð til að endur- heimta horfna listmuni með heildstæðri skrá. Viktor Petra- kov, sem starfar við menning- armálaráðuneyti Rússlands, sagði í viðtali við Daily Tel- egraph að skráin væri í sjálfu sér afar mikilvægt framtak en að hún hefði átt að Iiggja fyrir tuttugu eða þrjátíu árum fyrr. Hefur skráin nú verið send til listasafna, bókasafna, upp- boðshúsa víða um heim auk Interpol. Tæplega hægt að fá alla muni til baka Þrátt fyrir upplýsingarnar sem í listanum koma fram við- urkenna rússneskir embættis- menn að skráin muni aldrei ná til allra þeirra muna er innrás- araðilinn tók. Þjóðveijar tæmdu ekki einungis listmuni úr listasöfnum og höllum held- ur tóku þeir innréttingarnar einnig. Þar með þykir ógerlegt að komast nákvæmlega að öllu því sem tekið var. REGN- FATNAÐUR (BUXUR-kIAKKI)
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.