Morgunblaðið - 07.07.1999, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 07.07.1999, Blaðsíða 14
14 MIÐVIKUDAGUR 7. JÚLÍ 1999 MORGUNBLAÐIÐ HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ ^ Morgunblaðið/Halldór Kolbeins Arleg garðveisla í sól og blíðu Vesturbær HEIMILISFÓLKIÐ á Elli- heimilinu Grund gerði sér glaðan dag einn góðviðris- daginn þegar sólin yljaði borgarbúum. Árleg garð- veisla var haldin fyrir framan Grund þar sem hcimilisfólkið tyllti sér nið' ur og gæddi sér á góðum veitingum. Spilað var á hljóðfæri, lagið tekið og stiginn dans ásamt starfs- fólkinu. SVR býður ókeypis ferðir milli Háskólans og Ráðhússins Dræm viðbrögð bileigenda Morgunblaðið/Eiríkur P. PÁLÍNA Árnadóttir, starfsmaður Búnaðarbankans, seg- ist alltaf nýta sér þessar ferðir þegar hún er á bíl. KRISTJÁN Sigurjónsson vagnstjóri var rólegur á morg- unvaktinni enda farþegarnir fáir og aksturinn þægilegur. Midbær DRÆM þátttaka hefur verið í ferðum sem Strætisvagnar Reykjavíkur hafa boðið upp á frá stæðunum við Háskóla Islands að Ráðhúsinu frá 1. júní sl. Þeir farþegar sem rætt var við í gær voru hins vegar ánægðir með þessa þjónustu. Markmiðið með þessum ferðum er að fá fólk til að leggja bflum sínum ut- an miðbæjarins. Vagninn fer frá stæðunum á 10 mínútna fresti og er ferðin endurgjaldslaus fyrir þá sem nýta sér þjónustuna. Fyrsta ferðin er kl. 7.40 frá Ráðhúsinu og síðan gengur vagninn á 10 mínútna fresti allan daginn. Síðasta ferðin fer kl. 18.50 frá stæðunum neðan við Háskólann. Ekki er ekið um helgar. Þegar blaðamaður tók sér far með vagninum í gær- morgun á níunda tímanum var enginn farþegi í vagnin- um og sagðist Kristján Sig- urgeirsson bflstjóri fara margar ferðir án farþega. Oftast væru 1-2 í vagninum en þó kæmi fyrir að 5-6 manns væru í sömu ferð. Hann sagði að aksturinn væri því rólegur og lítið um stress. I kapphlaupi við stöðumælaverði Ef einhverja breytingu mætti merkja á fjölda far- þega frá 1. júní taldi hann að farþegum hefði fækkað frá því í byrjun. Það skýrðist sennilega af því að nú væru margir farnir í sumarfrí og því eðlilegt að farþegum fækkaði. I næstu ferð stigu tvær konur í vagninn. Aðspurðar sögðust þær nota sér þessar ferðir til að sleppa við að leggja bflnum í miðbænum. Halldóra Sigtryggsdóttir vinnur á tannlæknastofu í miðbænum og sagði að það sparaði sér bæði tíma og peninga að taka vagninn frá Háskólastæðunum. Oft væri erfitt að finna stæði í mið- bænum og síðan væri sífellt verið að reyna að forðast stöðumælasektir. Það tækist þó ekki alltaf. Pálína Amadóttir vinnur í Búnaðarbankanum og var ánægð með þessar ferðir. Hún sagðist ekkert skilja í því af hverju fólk væri ekki duglegra við að nýta sér þessa þjónustu sem væri mjög þægileg. Ferðirnar væru tíðar og vagninn það fljótur í förum að þetta væri upplagt til að losna við að finna stæði í miðbænum. Óvíst um framhaldið Ferðimar eru liður í verk- efni SVR, Bflastæðasjóðs og Miðbæjarsamtakanna um að fá fólk til að leggja bflum sín- um utan miðbæjarins. Að sögn Lflju Ólafsdóttur, for- stjóra SVR, hefur þátttakan verið heldur dræm. Að meðal- tali hafa þeir sem taka sér far með vagninum verið um 30 í hvora átt daglega. Þannig má reikna með að rétt um 30 bfl- ar leggi að meðaltali við Há- skólann í stað miðbæjarins daglega. Lilja sagðist ekki vita hvaða ályktanir mætti draga af þessum tölum. Verkefnið væri það nýtt af nálinni að ekki væri hægt að bera það saman við önnur af svipuð- um toga. Svo virtist sem fólk þyrfti einhvern tíma til að átta sig á að þessi þjónusta væri til staðar og jafnframt að venja sig á að nota hana. Hún sagði að verkefnið hefði verið vel kynnt í fjölmiðlum. Boðið verður upp á þessar ferðir út ágústmánuð, en að sögn Lflju hefur ekki verið tekin ákvörðun um framhald- ið. Farið verður yfir verkefnið og tekin ákvörðun um hvort og þá hvemig staðið verður að slikum ferðum í framtíð- inni. Bflastæðin við Háskól- ann verða notuð í vetur af nemendum skólans og því óvíst hvort þau henti til lengri tíma litið. Sjálfboðaliðar á vepm Rauða krossins pakka matvælum í bflskúr í Mosfellsbæ I vináttutengslum við bæ í Albaníu Mosfellsbær UM næstu helgi verður fólki boðið að kaupa kassa fyllta matvælum í Nóatúni í Mos- fellsbæ. Kassamir verða send- ir til Delvina, sem er 5.000 manna bær í Albaníu, en deild Rauða krossins í Kjósarsýslu vinnur að því að koma á vin- áttutengslum við nýstofnaða deild þar. Nokkrir sjálfboða- liðar úr deildinni í Kjósarsýslu hafa komið sér upp bæki- stöðvum í bílskúr hjónanna Unnar Karlsdóttur og Úlfs Ragnarssonar í Mosfellsbæ og nýta lausar stundir til að pakka matvælum í kassa. Lára Sigurðardóttir vann rösklega við að koma hveiti, sykri, hrísgrjónum, geri og pasta fyrir í kössunum ásamt húsfreyjunni á bænum þegar blaðamann Morgunblaðsins bar þar að garði. Þær upp- lýstu að hver kassi innihéldi 12 kíló af matvælum en þau voru valin í samráði við aðal- skrifstofu Rauða kross ís- lands. 2.000 kassar verða fyllt- ir og seldir á 1.000 krónur hver. Piltar úr Klébergsskóla sáu um að stafla kössunum og bera í sendibíl sem flutti þá í Nóatún, enda bílskúrinn við það að fyllast. Öm Ragnarsson flutti kass- ana á milli staða, en segja má að upphafið að samstarfi deild- anna í Kjósarsýslu og Delvina í Albaníu megi rekja til hans. Árið 1995 flutti Öm námsgögn til skólabama í Delvina, en ferðin var liður í vinaskóla- verkefni á vegum Evrópuráðs- ins. í fyrra fór hann aðra ferð með sams konar farm til Al- baníu og þá var Úlfur Ragn- arsson með í for. Úlfur hefur tekið virkan þátt í starfi Rauða krossins, var til að mynda um skeið sendifulltrúi í Afríku, en starfar nú með deildinni í Kjósarsýslu. Þeir félagar fundu nýstofnaða deild Rauða krossins í Del- vina og hófu undirbúning að vináttusambandi milli deild- anna tveggja. Nýlega barst hjálparbeiðni frá albönsku deildinni vegna stríðsins í Kosovo. 2.000 flótta- menn eru nú í bænum og búa við mikla neyð. Þetta er kveikjan að umsátursástand- inu sem ríkir í bílskúr hjón- anna í Mosfellsbæ. Verkefnið stefnir að sögn í að verða stærsta einstaka verkefni sem Rauða kross- deild á borð við Kjósardeildina hefur staðið að. Auk matvæl- anna sendir deildin hreinlætis- vörur til Delvina; bleyjur og fleira sem skortur er á. Sjálf- boðaliðarnir í bflskúmum segj- ast hafa fengið feiknagóðar viðtökur hjá heildsölum sem hafi selt þeim vörur á bestu mögulegu kjörum. Þá hafi Nóatúnsmenn reynst afar lið- legir. Byrjað verður að selja mat- vælakassana við verslun Nóa- túns í Mosfellsbæ að kvöldi föstudags og haldið áfram alla helgina. Morgunblaðið/Halldór Kolbeins UNNUR Karlsdóttir og Lára Sigurðardóttir komu matvælunum hratt og örugglega fyrir f kössunum. Á myndinni til vinstri er Öm Ragnarsson með mat- vælakassa og starfandi fólk í baksýn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.