Morgunblaðið - 07.07.1999, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 07.07.1999, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 7. JÚLÍ 1999 15 AKUREYRI jvLiAKA leitsaotnr og ísiensRi nunaurinn smaii leggja sig oii tram við steinasöluna og láta góða veðrið ekkert trufla sig. ISINN er góður þegar sólin skín. Það fannst Haraldi Inga Hrannarssyni. KRISTJÁN Loftur Helgason klappar kanínunni Stjörnu sem lygnir aftur augunum og dreymir kam'nudrauma. Samningur um veitingasölu Veisluþjónust- an leitar álits lögfræðings SIGURÐUR Líndal Arnfinnsson hjá Veisluþjónustunni hefur leitað til lögfræðings og bíður álits hans á samningi þeim sem sóknárnefnd Akureyrarkirkju hefur gert við Bautann um yeitingaþjónustu í safn- aðarheimili Akureyrarkirkju og tók gildi um nýliðin mánaðamót. Þá er fyrirhugað að safna undirskriftum meðal þeiiTa sem standa fyrir veit- ingaþjónustu í bænum og mótmæla gjörningnum. Sigurður og fleiri veitingamenn eru ósáttir við það að samið var við ákveðið veitingahús án þess að þeim væri gefinn kostur á að bjóða í verk- efnið. Markmið sóknarnefndar með breytingum á fyrirkomulagi veit- ingaþjónustu í safnaðarheimilinu er að skera niður kostnað en nú þarf sóknarnefnd ekki að hafa starfsfólk á sínum vegum til að annast t.d. erfi- drykkjur eða veislur sem haldnar eru í salnum. Fyrirtæki Sigurðar heíúr annast um 70-80% allra erfidrykkja sem fram fara í safnaðarheimilinu og hef- ur hann lýst yfir óánægju sinni með að hafa ekki fengið tækifæri til að bjóða í verkefnið þegar ákveðið var að breyta fyrirkomulaginu. „Eg veit að þremur fulltrúum úr sóknamefnd var falið að ræða við fyrirtæki á þessu sviði um málið en það var aldrei talað við nema fulltrúa eins, þ.e. Bautans. Hæpið að kostnaður lækki Þá segir Sigurður það hæpið að með þessu sé verið að skera niður kostnað. Fyrir 200 manna erfi- drykkju hafi sóknin áður fengið um 74 þúsund krónur, þ.e. innheimtar voru 370 krónur fyrh- manninn, en eftir að breytingar voru gerðar fái sóknin nú 15 þúsund krónur fyrir leigu á sal og veitingaaðstöðu. Eftir sem áður þurfi sóknin að hafa starfs- fólk á sínum snærum til að sjá um þrif á salnum. „Þetta eru ákaflega undirleg vinnubrögð og við munum ekki láta staðar numið heldur knýja á um að sanngjamar breytingar verði gerð- ar. Þetta er reyndar ekki í fyrsta skipti sem ég verð var við skrýtin vinnubrögð þarna. Síðasta haust vora upplýsingar um verð á minni þjónustu strokuð út af auglýsingu frá mínu fyrirtæki og mér tjáð að það hefði verið gert af því að Bautinn vildi ekki hafa verð í þessum auglýs- ingum,“ sagði Sigurður. Krakkar, kanínur, sól og ís HRÍSEY er sumarleyfisparadís í augum margra. Yíst er að á sumrin flykkjast brottfluttir Hríseyingar út í ey til að eyða sumrinu á fornum slóðum. Krakkarnir í Hrísey njóta þess frelsis sem lítið þorpssamfélag hefur upp á að bjóða. Á leikskólanum Smábæ var Hersteinn Bjarki Heimisson, tveggja ára, að leika sér við ról- urnar. Hann var fremur feiminn og vildi helst að blaðamaður og ljósmyndari héldu sig í öruggri fjarlægð. Haraldur Ingi Hrannarsson var að sleikja ísinn sinn úti á tröppum heima hjá afa sínum. Haraldur er eitt af sumarbörnum Hríseyjar, þegar sumarið kemur á kreik er Haraldur mættur út í ey til sumardvalar og að sögn afa hans þá fínnst Haraldi gaman að geta hjólað út um allt óhræddur og laus við bflaumferð. Krakkarnir í Hrísey fara snemma að gera út á ferðamenn. Við eitt húsið gaf á að líta skilti sem sagði steinasala. Þar réði ríkjum Klara Teitsdóttir. Hún sagði að steinarnir seldust ágæt- lega og sagði að systkini hennar væru meðeigendur í fyrirtækinu. Á steinana var búið að teikna andlit og á suma þeirra var skrif- Morgunblaðið/Ásdís HERSTEINN Bjarki Heimisson virðir ljósmyndarann fyrir sér úr öruggri fjarla-gð. að Hrísey og voru þeir vafalaust ætlaðir sem minjagripir eftir stutta dvöl í eynni á Eyjafírðin- um. Við eitt húsið var dýralífíð fjölbreyttara en oft gengur og gerist. Þar mátti sjá kríuunga í fóstri, kaninur, hænur og endur. Kristján Loftur Helgason sýndi ljósmyndara Morgunblaðsins eina kanínuna sem heitir Stjarna. Pollamót Þórs og Flugfélags Islands Helga hljóp í skarðið POLLAMÓT Þórs og Flugfélags Islands fór fram á félagssvæði Þórs við Skarðshh'ð um helgina og hafa aldrei jafn mörg lið tek- ið þátt í ellefu ára sögu þessa móts, eða 65. Á mótinu um helg- ina hljóp Helga Eiríksdóttir í skarðið þegar fátt var orðið um varamenn í liði Víðis í Garði, en þetta er í annað sinn sem kona kemur inn á Pollamóti. Áður hefur Þórunn Sigurðardóttir tekið sér stöðu í marki eins liðs- ins. Helga er ekki ókunnug íþróttinni, hefur lengi leikið knattspyrnu og lét sitt ekki eftir liggja þegar meiðsl fóru að hrjá hennar menn. Hún sýndi fína takta á vellinum og hafði gaman af, en á myndinni má sjá hana og mann hennar, Björgvin Björgvinsson. Léltur og nicðfærilcgiir incð innbygg’ðuni prcntara Les allar tegundir greiöslukorta sem notuö eru á Islandi Er með lesara fyrir Hlíðasmára 10 Kópavogi Sími 544 5060 Fax 544 5061 snjallkort og segulrandarkort Hraðvirkur hljóðlátur prentari
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.