Morgunblaðið - 07.07.1999, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 07.07.1999, Blaðsíða 8
8 MIÐVIKUDAGUR 7. JÚLÍ 1999 MORG UNBLAÐIÐ FRETTBR Viðskiptaráðherra r^Niðurstað- - . Athngasemdarlanst upp an flíPmir metoröastigaim Málefiii Lindar komu til umræðu á Alþingi vorið 1996 með fyrir- B __ ® t/vrA j A spum Astu Ragnheiðar Jóhann- TVl £l”r»lr esdóttur um „600-700 milljóna IV króna tap“ Lindar. OG hvað hefur þér tekist að sóa mörgum milljörðum af almannafé án þess að vera gómaður? ERU ÞEIR AÐ FA’ANN? Mok í Langá Það er allur gangur á veiðiskapnum þessa dagaria, vatn er minnkandi í blíðviðrinu og laxinn fer þá að taka illa. Einna best gengur í Langá á Mýrum þessa dagana, enda hefur hún vatnsmiðlun og laxinn gengur af krafti. „Það er mok þessa dag- ana, þetta eru 19 til 35 laxar á dag að undanfömu og við erum núna komnir með um 230 laxa á land. Þetta er glæsilegasta opnun á vertíð sem ég man eftir síðan metsumarið 1978. Það er svo mikill lax að ganga núna að menn tala um að Breiðan og Strengimir séu óveiðandi fyrir laxi, svo ör er fiskurinn og hraðinn á honum mikill!" sagði Ingvi Hrafn Jónsson, leigutaki Langár í samtali í gærdag. Ingvi hafði enn fremur orð á því, sem margir aðrir hafa sagt áður í sumar, að smálaxinn sem er að ganga virðist vera óvenju sællegur eftir dvölina í hafinu. „Þetta em 5 til 7 punda boltar, spikfeitir og fal- legir,“ sagði Ingvi. Aður höfðu menn talið tveggja ára fiskinn einnig með vænsta móti þótt menn hefðu viljað sjá meira af honum. Tíu efstu árnar 1) Þverá/Kjarrá 810 2) Norðurá 625 3) Blanda 400 4) Grímsá 379 5) Laxá í Kjós 320 6) Langá 230 7) Víðidalsá 180 8) Miðfjarðará 124 9-10) Laxá í Aðaldal 120 9-10) Vatnsdalsá 120 Rétt er að taka fram, að allar töl- umar miðast við hádegi í gær. Töl- ur úr Blöndu og Laxá í Aðaldal em OG HJÖll fást í sportvöruverslunum um allt land cSféznéeAoea*e DREIFINGARAÐILI I.GUÐMUNDSSON ehf. Sími: 533-1999, Fax: 533-1995 Kristján Ólafsson með 16 punda lax úr Þingnesstrengjum í Grímsá. áætlanir kunnugra manna, en í báð- um ám er skráning á fleiri stöðum en einum. Þá koma hér aftur upp vangaveltumar um hvort telja eigi Rangámar tvær saman eða sitt í hvom lagi. Aðstandendur hafa gjaman viljað telja fram eina heild- artölu í veiðinni, en staðreyndin er sú, að þær hafa hvor sinn rekstrar- aðilann og eiga fátt annað sameigin- legt en að renna saman áður en þær sameinast hafinu. Væm þær taldar saman væri heildartalan 190 laxar sem dygði í 7.sætið. Þær höfðu í gær gefið 95 laxa hvor um sig og veiði verið vaxandi síðustu daga. Aðrar tölur Fleiri tölur komu fram er leitað var eftir lista tíu efstu ána. Þannig höfðu veiðst 73 laxar í Hofsá og 44 í Selá. I báðum er nánast eingöngu um stórlax að ræða, 10 til 17 punda, en annars staðar er farið að bera á smálaxi í veiðinni. Laxá í Dölum hafði gefið 58 laxa og þar hefur veiði verið léleg síð- ustu daga. Holl sem lauk veiðum á hádegi mánudags veiddi aðeins fjóra laxa og hollið sem nú er að störfum var með aðeins einn lax eft- ir fyrsta daginn. Áin er mjög vatns- lítil og fer minnkandi. Minjavörður Vesturlands og Vestfjarða Draumsýnin er að koma upp breiðfírsku safni Iþjóðminjalögum frá árinu 1989 er landinu skipt í minjasvæði. Á hverju svæði er minja- vörður sem hefur umsjón með menningarminjum og fomleifavörslu, skrán- ingu og eftirliti fomgripa og gamalla bygginga. Nýlega var Magnús Að- alsteinn Sigurðsson ráð- inn minjavörður fyrir Vesturland og Vestfírði. „Á Austurlandi hefur verið starfandi minja- vörður um nokkurt skeið og það þótti tímabært að ráða minjavörð fyrir Vesturland og Vestfirði til að samræma safna- stefnu á svæðinu. Það má líka segja að minjavemd sé nauðsyniegur þáttur af náttúmnefnd." Magnús segist hafa verið að heimsækja söfn Magnús Aðalsteinn Sigurðsson og kynna sig og er þessa dagana að koma á minjaráði en í því eru yfirmenn viðurkenndra byggða- safna. Hann segir að alls séu sex byggðasöfn á Vesturlandi og á Vestfjörðum og síðan nokkur sér- söfti. Þar á meðal er Flugminja- safnið að Hnjóti sem hann segir að sé mjög sérstakt og eina flug- minjasafnið á Islandi. „Egill Ólafsson byxjaði að safna að sér munum í Flugminja- safnið árið 1985 og safngripurinn sem honum áskotnaðist var gamla flugstöðin frá Patreksfirði. Nú er hann búinn að reisa grind að flugskýlinu sem stóð inni í Vatnagörðum og er með eina gamla rússneska flugvél. Síðan era þama ótal tæki sem tengjast flugi. Að Hnjóti er líka stórt og mikið byggðasafti.“ - Hvaða sérsöfn eru á þessum slóðum? „Það er til dæmis Búvélasafn á Hvanneyri, Sjþmannagarðurinn á Hellissandi, Ósvör við Bolung- arvík er mjög sérstætt safn um sjávarhætti og á Hrafnseyri er minningasafn Jóns Sigurðsson- ar.“ - Stendur ekki til að gera þjóð- garð á Snæfellsnesi? „Jú, á vestanverðu Snæfells- nesi stendur til að gera þjóðgarð. Þar í kring er búið að merkja mjög skemmtilegar gönguleiðir. Þar er einnig að finna merkar menningarminjar eins og Ber- serkjahraun sem er rétt hjá Bjamarhöfti. Þar er til dæmis friðlýst dys og sagan segir að þar hvíli tveir berserkir sem raddu stíginn í hrauninu.“ Magnús segir að Irsku búðim- ar séu rétt vestan við Gufuskála og uppgröftur sé á dagskrá þar í sumar. „Þar er Irski ------------------ brannur sem er mjög Eina flug- sérstakur og fræg minjasafnið fiskibirgi sem sumir ^ Islandi vilja halda fram að séu _ leifar frá íram.“ ►Magnús Aðalsteinn Sigurðs- son er fæddur í Reykjavík árið 1964. Að loknu stúdentsprófí bjó hann í Grikklandi um hríð og stundaði nám í grísku. Magnús lauk BA-prófi í sagn- fræði með landafræði sem aukagrein árið 1993 og árið 1996 útskrifaðist hann með M.litt gráðu í sjávarfomleifa- fræði frá St. Andrew-háskól- anum í Skotlandi. Magnús stundaði nám í For- vörsluskóíanum í Danmörku og hóf síðan störf sem minja- vörður Vesturlands og Vest- fjarða í apríl á þessu ári. Sambýliskona hans er Ragnheiður Valdimarsdóttir forvörður. Breiðafirði vora mjög sérstakir og það era til ýmsir merkir mim- ir sem myndu sóma sér vel á breiðfirsku safni eins og gamlir bátar með breiðfirsku lagi og teinæringur. Aðalsteinn í Látram hefur boðið fram þrjá báta ef komið verður á fót breiðfirsku safni. Ymsir munir úr eyjunum á Breiðafirði hafa verið að dreifast um Dalina og era líka á Hnjóti. Það væri gaman að hafa þetta allt á einum stað.“ Magnús segir að starf sitt sé að töluverðu leyti fólgið í eftirliti. „Nú má ekki samþykkja deiliskipulag nema fomleifa- skráning hafi farið fram áður.“ Þá sinnir Magnús eftirlitsstarfi með gömlum byggingum fyrir Húsfriðunamefnd ríkisins en mildð er af gömlum byggingum á þessum slóðum. Magnús segir að í Ólafsdal sé til dæmis fyrsti bændaskóli landsins sem verið er að gera upp um þess- ar mundir. - Hvemig leggst starfið í þig? „Það leggst mjög vel í mig. Eg er alinn - Er ekki verið að grafa upp á fleiri stöðum á Vesturlandi eða Vestfjörðum? „Jú, á Eiríksstöðum í Dölum hefur staðið yfir uppgröftur á vegum Þjóðminjasafnsins og stendur til að reisa þar tilgátu- skála. Þá er einnig verið að grafa upp í Reykholti.“ - Hvað er framundan hjá nýráðnum minjaverði? „Draumsýnin er að koma upp breiðfírsku safni en í dag er ekk- ert slíkt safn til. Lifnaðarhættir á upp á mölinni og er mjög ánægð- ur með að vera kominn á lands- byggðina. Vesturland og Vest- firðir búa yfir mikilli náttúrafeg- urð og menningarsögu.“ Nú ert þú sjávarfomleifafræð- ingur. Nýtist þér menntunin í þessu starfi? „Tvímælalaust. Sjávarfom- leifafræðin hefur mikið með sjáv- arhætti almennt að gera. Það má segja að saga þessa landshlutar markist af þróuninni í sjávarút- vegi.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.