Morgunblaðið - 07.07.1999, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 07.07.1999, Blaðsíða 12
12 MIÐVIKUDAGUR 7. JÚLÍ 1999 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Forstjóri Landssímans á fundi hjá ungum framsóknarmönnum Eðlilegft að verð á farsíma- þjónustu lækki Morgunblaðið/Jóra FJÖLMENNI var á fundi hjá ungum framsóknarmönnum. Þórólfur Árnason (í ræðustól) gagnrýndi Þórarin V. Þórarinsson (lengst t.h) fyrir það hvernig Landssíminn hefði staðið að samkeppni í farsímaþjónustu. Rúna og Snerpa í landsliðið RUNA Einarsdóttir tryggði stöðu sína í baráttunni um sæti í íslenska landsliðinu sem keppir á heims- meistaramótinu í sumar á þýska meistaramótinu sem haldið var um helgina. Að sögn Sigurðar Sæ- mundssonar landsliðseinvalds sem fylgdist með mótinu var Rúna efst á Snerpu frá Dalsmynni í töltinu eftir forkeppni en missti undan skeifu á yfírferðinni. Að sögn Sig- urðar var hún efst bæði í hæga- töltinu og eins hraðabreytingum og telur hann að sigurinn hefði getað Ient á hvorn veginn sem var. Eftir að hafa misst skeifuna hætti Rúna keppni og hafnaði því í 6. sæti en Jolly Schrenk á Ofeigi sigraði. Að loknu mótinu var þýska landsliðið endanlega valið og er það skipað eftirtöldum knöpum og hestum: Tölt og fjórgangur, Irene Reber á Kappa frá Alftagerði, Jolly Schrenk og Ófeigur, Walter Feldmann og Bjarki frá Aldeng- hoor. I fimmgangi, Tanja Gund- lach og Geysir frá Hvolsvelli, Kar- ly Zingsheim með annaðhvort Feyki frá Rinkscheid eða Fána frá Hafsteinsstöðum og Jens Fuchtenschnieder með Reyk frá Kringlu en hann varð Þýskalands- meistari í fimmgangi eftir að hafa lent í B- úrslitum og unnið sig upp í A-úrslit þar sem hann vann einnig. „ÞAÐ er ekkert dularfullt við það að Landssíminn er ekki að og mun ekki lækka verð á almennri talsímaþjón- ustu, verð sem í dag er 1,57 kr. á mínútu. Ástæðan er sú að það ber öllum sérfræðingum á þessu sviði saman um að verð á farsímaþjón- ustu, sem í dag er 12-20 kr. hver mínúta, mun lækka og verða svipað, jafnvel lægra, en verð í fastlínukerf- unum,“ sagði Þórarinn V. Þórarins- son, forstjóri Landssímans hf., á fundi sem ungir framsóknarmenn efndu til í gær um samkeppni á fjar- skiptamarkaði. Þórarinn sagði að ástæðan fyrir verðlækkun á farsímaþjónustu væri sú að notkun á þjónustunni væri mjög mikil og nýtingin afar góð. Farsímavæðingin hefði gengið miklu hraðar fyrir sig en nokkurn hefði órað fyrir. Á sínum tíma hefðu marg- ir fjárfestar skoðað þann möguleika að hefja rekstur farsímakerfis hér á landi. Allir nema Tal hf. hefðu horfið frá því vegna þess að menn hefðu ekki talið það arðbært. Þetta hefði falið í sér mikið vanmat á þróuninni. Skráðir farsímanotendur hjá Lands- símanum væru um 100 þúsund í dag. I síðasta mánuði einum hefðu um fimm þúsund nýir farsímaeigendur bæst við. Þórólfur Árnason, forstjóri Tals hf., sagði að rúmlega 20 þúsund far- símaeigendur nýttu sér þjónustu Tals. Markaðsstarf fyrirtækisins hefði gengið vel og betur en reiknað hefði verið með í rekstraráætlunum. Farsímakerfi Tals næði nú til 80% landsins en í rekstrarleyfi hefði þess verið krafist að slíkri útbreiðslu yrði náð í síðasta lagi árið 2002. Tal krefur samgöngu- ráðherra um svör Þórólfur gagnrýndi Landssímann harðlega fyrir verðlagningu á far- símaþjónustu. Þessi þjónusta hefði ekki farið að lækka fyrr en Tal hóf starfsemi og síðan hefði verðið lækk- að um 20-75%. Það væri ekki tilvilj- un að Landssíminn kysi að lækka eingöngu verð á farsímaþjónustu en héldi óbreyttu verði á allri annarri þjónustu. Veruleg aukning hefði orð- ið í annarri starfsemi Landssímans og þar ætti einnig að vera svigrúm til verðlækkana. Hann sagði brýnt að efla Samkeppnisstofnun og Póst- og fjarskiptastofnun til að tryggja eðlilega samkeppni á fjarskipta- markaði. Skýrsla Samkeppnisstofnunar um samkeppni á fjarskiptamarkaði kom til umræðu á fundinum. „Samgönguráðherra viðhafði mjög óljós ummæli á Alþingi um hvort hann ætlaði yfirleitt að fara að til- mælum samkeppnisráðs. Af því til- efni sendi Tal bréf í síðustu viku til samgönguráðherra þar sem krafist er skýrra svara um eftir hvaða áætl- un og með hvaða hætti samgöngu- ráðherra ætli að fara að tilmælum Samkeppnisstofnunar. Ef ekki verð- ur farið að tilmælunum er Tali nauð- ugur einn kostur að leita til Eftirlits- stofnunar EFTA,“ sagði Þórólfur. Þórólfur gagnrýndi harðlega að ekki lægju fyrir kostnaðar- og aðr- semisútreikningar á einstökum þátt- um í starfsemi Landssímans. Þessu hefði Landssíminn ekki sinnt og það væri stórhættulegt fyrir fyrirtækið. „Landssímanum er ekki stýrt eins og hlutafélagi með arðsemissjónar- mið heldur eins og pólitískt stýrðri ríkisstofnun. Nýleg dæmi, sem allir þekkja, sanna það.“ Landssíminn gerir kostnaðarútreikninga Þórarinn V. sagði að unnið væri að gerð kostnaðar- og arðsemisútreikn- inga á einstökum þáttum í rekstri Landssímans. Hann sagði að stefnt væri að því að þessari vinnu yrði lok- ið um næstu áramót. Þórarinn sagði að Tal hf. hefði náð miklum árangri á fjarskiptamarkaði og reyndar meiri ái'angri en eigendur þess hefðu vænst í upphafi. Þetta benti ekki til þess að Landssíminn hefði lagt stein í götu fyrirtækisins. Velgengni fyrirtækisins væri fagnað- arefni, einnig fyrir Landssímann, því hann vildi búa við aga samkeppninnar. Þórólfur sagði að Tal hefði náð ár- angri þrátt fyrir aðgerðir Landssím- ans og þrátt fyrir hvemig samkeppni hefði verið á farsímamarkaði. Lands- síminn ætti engan þátt í velgengni Tals. Nokkur umræða varð á fundinum um verðlagningu á símaþjónustu á landsbyggðinni. Eyþór Arnalds, for- stjóri Islandssíma, sagði að sú ákvörðun stjórnvalda að gera landið að einu gjaldsvæði hefði hamlað samkeppni á símamai'kaði. Þórarinn sagði að vöxtur í gagna- flutningum væri mjög mikill hér á landi sem og erlendis. I september á síðasta ári hefðu fjarskipti í heimin- um náð því marki að umsvif gagna- flutninga hefðu orðið meiri en umsvif símtala. Verð á gagnaflutningum hér á landi væri hærra á landsbyggðinni en höfuðborgarsvæðinu og það lægi fyrir að Landssíminn gæti ekki jafn- að þennan mun ef fyrirtækið ætti að geta staðist samkeppni á þessu sviði frá öðrum fyrirtækjum sem ein- göngu sæju sér hag í að starfa á SV- horni landsins. Þetta væri stórt byggðapólitískt mál sem stjórnvöld hlytu að þurfa að fjalla um. Eyþór Arnalds tók undir það sjónarmið að efla þyrfti Fjarskipta- stofnun og Samkeppnisstofnun. Hann sagðist telja það vafasama ákvörðun að láta samgönguráðherra fara með hlutafé ríkisins í Lands- símanum þar sem hann færi einnig með fjarskiptamál og ætti að Lyg&ja að öll fjarskiptafyrirtæki færu að lögum og reglum. Eðlilegra hefði verið að fjármálaráðherra færi með hlutafjárbréfið í Landssíman- um. Eyþór sagði að Islandssími ætti nú í viðræðum við Landssímann um aðgang að grunnkerfi Landssímans. Þessar viðræður væru flóknar og hefðu tekið langan tíma. Hann kvaðst vonast eftir breyttum við- horfum hjá fyrirtækinu með til- komu nýs forstjóra. Morgunblaðið/Valdimar Kristinsson RÚNA Einarsdóttir og Snerpa frá Dalsmynni virðast búnar að gulltryggja sér sæti í íslenska landsliðinu með góðum árangri í tölti og fjórgangi á þýska meistaramótinu. Breytingar og endurbætur á húsnæði lögreglunnar í Reykjavík við Hverfísgötu Starfsaðstaða lög- reglumanna stórbætt STÓRFELLDAR endurbætur hafa verið gerðar á húsnæði lögreglu- stjórans í Reykjavík við Hverfis- götu. Markmið breytinganna er tví- þætt: annars vegar að bæta veru- lega starfsaðstöðu og starfsum- hverfi lögreglunnar og hins vegar að bæta aðgengi almennings að af- greiðslu í sektadeild og almennri deild embættisins, en þessar deildir sinna helst samskiptum við borgar- ana. Unnið hefur verið að undirbúningi húsnæðisbreytinganna allt frá haustinu 1997 og var ákveðið að hefj- ast fyrst handa við lagfæringar og endurbætur á aðstöðu í sektadeild. Á sama tíma voru gerðar skipulags- breytingar á öllu verkferli varðandi innheimtu sekta og fullnustu dóma sem hefur skilað sér í stórbættum innheimtuárangri embættisins, að þvf er fram kemur í fréttatilkynn- ingu frá dóms- og kirkjumálaráðu- neytinu. Kostnaður við framkvæmdimar nemur 27 milljónum króna og þar við bætast 5 milljónir króna í kostnað vegna húsbúnaðarkaupa. Af hálfu embættis Lögreglustjór- ans í Reykjavík annaðist Geir Jón Þórisson aðstoðaryfirlögregluþjónn eftirlit með framkvæmdum. Þær fólu m.a. í sér að teknir voru niður vegg- ir, herbergi stækkuð og einnig var byggt yfir skyggni yfir innganginum á fangelsi stöðvarinnar. Geir Jón sagði í samtali við Morg- unblaðið í gær, þegar nýja aðstaðan var kynnt fréttamönnum, að hún væri til komin vegna þess að þrengja hefði þurft lítið eitt að almennu deild lögreglunnar, sem hefði verið dreifð- ari í húsnæði lögreglunnar en nú. Hvfldar- og vinnuaðstaða lög- reglumanna rýmkuð „Þá hugsuðum við til þess að um- hverfið þar sem lögreglumenn þurfa bæði betri hvíldar- og vinnuaðstöðu yrði rýmra vegna þess að við leggj- um höfuðáherslu á að lögreglumenn séu sem mest útivinnandi, en geti fengið hér góða aðstöðu þegar þeir koma inn,“ sagði Geir Jón. „Við höfð- um ekki almennilega setustofu og því var tekin sú ákvörðun að gera stóra setustofu, fá ný húsgögn og góðar aðstæður þannig að umhverfið verði afslappað. Lögreglumenn koma oft mjög þreyttir inn á stöð eftir erfið átök og þurfa að geta slappað af.“ Geir Jón sagði ennfrem- ur að lögreglumenn fengju nú einnig góða aðstöðu til skýrslugerðar, þar sem þeir gætu unnið skýrslur í ró- legu umhverfi, sem fyrir bragðið yrðu vandaðri í bættu starfsum- hverfi. „Með þessum breytingum höfum við sameinað almennu deildina og umferðardeildina á gangi almennu deildarinnar sem er til þess að gera okkur tengdari í sambandi við úr- vinnslu verkefna. Með þessum breytingum fær hinn almenni lög- reglumaður, hvort sem hann er í al- mennu deildinni eða umferðardeild- inni, betri aðstöðu til að vinna þá vinnu sem ætlast er til af honum.“ Lögreglustjórinn í Reykjavík, Morgunblaðið/Árni Sæberg GERÐ var stór setustofa í húsnæði lögreglunnar og keypt ný húsgögn til að skapa afslappað umhverfí fyrir lögreglumenn. Frá vinstri: Harald- ur Johannessen ríkislögreglustjóri, Sólveig Pétursdóttir dómsmálaráð- herra og Böðvar Bragason lögreglustjóri. Böðvar Bragason, sagði að sú breyt- ing sem blasti við augum á fyrstu hæð lögreglustöðvarinnar við Hverf- isgötu væri hluti af mun stærra verkefni, sem væribreyting á starf- semi lögreglunnar sem átti sér stað fyrir tveimur árum. „Við tókum yfir meirihlutann af rannsóknarlögreglu ríkisins. Bara þær breytingar kölluðu á umfangs- miklar skipulagsbreytingar og breytingar innanhúss," sagði Böðvar í samtali við Morgunblaðið. „Annarri hæðinni var breytt og hluta af þriðju hæðinni sömuleiðis þannig að það gefur mjmd af því hvað það hafa ver- ið viðamiklar breytingar." Böðvar sagðist vera þeirrar skoð- unar að því betra sem umhverfið væri á vinnustað, því eðlilegra væri að vænta góðs vinnuframlags frá starfsmönnum. „En í þessu tilfelli er ég viss um að nýtt húsnæði lögregl- unnar mun líka hafa jákvæð áhrif á viðskiptavini lögreglunnar,“ sagði hann.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.