Morgunblaðið - 07.07.1999, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 07.07.1999, Blaðsíða 29
28 MIÐVIKUDAGUR 7. JÚLÍ 1999 MORGUNBLAÐIÐ + MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 7. JÚLÍ 1999 29 - JMffStutlWtyifeife STOFNAÐ 1913 ÚTGEFANDI FRAMKVÆMDASTJÓRI RITSTJÓRAR Árvakur hf., Reykjavík. Hallgrímur B. Geirsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. TRAUST A NORÐUR- ÍRLANDI ÞRÁTT fyrir að fresturinn sem Tony Blair, forsætis- ráðherra Bretlands, gaf deiluaðilum á Norður-ír- landi til að fínna lausn á deilunni um fyrirkomulag heimastjórnar, hafi runnið út fyrir viku ríkir enn mikil óvissa um þróun mála. Blair og Bertie Ahern, forsætis- ráðherra írlands, lögðu fram tillögur til lausnar á föstu- dag og hafa fulltrúar sambandssinna og Sinn Féin fengið frest fram í lok næstu viku til að ganga að þeim. Enn rík- ir þó mikil óvissa um hver afstaða sambandssinna verður að lokum, þrátt fyrir það fyrirheit Blair að þeir hafi í raun engu að tapa. Hefur hann lýst því yfir að ef Sinn Féin standi ekki við skuldbindingar sínar samkvæmt samkomulaginu verði flokknum meinuð aðild að heima- stjórninni og sambandssinnum gert kleift að mynda stjórn upp á eigin spýtur. Eftir hið sögulega samkomulag er náðist á föstudag- inn langa á síðasta ári og samþykkt var með yfírgnæf- andi meirihluta í þjóðaratkvæðagreiðslum á Norður-ír- landi og írlandi, hefur gengið erfíðlega að hnika málum áfram. Fyrst og fremst strandar myndun heimastjórnar á því að sambandssinnar telja sig ekki hafa nægilegar trygg- ingar fyrir því að Irski lýðveldisherinn afhendi vopn sín líkt og samið hefur verið um. Þessi afstaða sambandssinna er að mörgu leyti skilj- anleg. Saga Norður-írlands er blóði drifín og mörkuð grimmdarverkum á báða bóga. Það ríkir ekki traust á milli leiðtoga kaþólikka og mótmælenda. I augum utan- aðkomandi eru deilumálin á Norður-írlandi aftur á móti oft illskiljanleg og erfitt að átta sig á því hatri og skorti á umburðarlyndi er komið hefur í veg fyrir friðsamlega sambúð kaþólikka og mótmælenda. Hvernig stendur á því að í norðurhluta Evrópu, innan Evrópusambandsins, skuli enn vera að finna svæði þar sem menn drepa hver annan af trúarástæðum? Fá deilumál í heiminum hafa reynst eins flókin og illleysanleg og þau á Norður-ír- landi. Sjaldan hefur lausn hins vegar verið jafnnærri. Við lausn deilumála af þessu tagi, þar sem vinna verð- ur bug á gamalgrónu hatri, kemur yfírleitt að þeim punkti að menn verða að leggja deilumálin til hliðar og treysta því að staðið verði við gefin loforð. Slíkt traust gerði leiðtogum ísraela og Palestínumanna kleift að ná samkomulagi og hvíta minnihlutanum í Suður-Afríku að afhenda hinum svarta meirihluta völdin. Sambandssinnar á Norður-írlandi eru nú í svipuðum sporum. Næsta skref veltur á þeim og ljóst er að fari friðarumleitanir út um þúfur verður þeim kennt um. Fulltrúar Sinn Féin gætu sagt sem svo að þeir hefðu staðið við sitt þó svo að engin vopn hefðu verið afhent. Ákveði sambandssinnar hins vegar að nýta þetta ein- staka tækifæri til að koma á friði, treysta loforðum um afvopnun IRA og ganga til samstarfs um myndun heima- stjórnar, er komið að Sinn Féin og IRA að standa við stóru orðin. Þá munu augu allra beinast að þeim og ljóst er að gífurlegum þrýstingi verður beitt af hálfu stjórn- valda á írlandi og í Bretlandi og Bandaríkjunum. For- sætisráðherrar Bretlands og írlands hafa lagt sig alla fram til að sættir megi nást og Bill Clinton Bandaríkja- forseti hefur komið að málinu með virkum hætti. Niður- staðan er sú að samkomulag hefur náðst um flest deilu- mál og fyrirkomulag heimastjórnar. Einungis vopn IRA standa í vegi fyrir næsta skrefi. Auðvitað eru sambandssinnar að taka áhættu með því að treysta á afvopnun IRA og ljóst að hið pólitíska svig- rúm David Trimble, leiðtoga þeirra, er mjög lítið. Hann er að miklu leyti í pólitískri gíslingu afla, sem ekki vilja neinar málamiðlanir við Sinn Féin, hinn pólitíska arm IRA. Það væri hins vegar sorglegt ef þau öfl fengju að ráða ferðinni. Áhættan við það að hafna samkomulaginu út af skammtímasjónarmiðum er mun meiri en áhættan við það að láta reyna á traustið. Eigi sambúð kaþólikka og mótmælenda á Norður-írlandi að byggjast á sátt og samlyndi í framtíðinni verður fyrr eða síðar að taka þetta skref. Hinn kosturinn er áframhald átaka, sprengjutilræða, morða og ofbeldis. Einsetning grunnskóla misjafnlega á vegi stödd Grunnskólar landsins skulu vera einsetnir í árslok 2002. Til að svo megi verða hefur víða þurft að stækka skóla og bæta við stofum. Jóhannes Tómasson ræddi við nokkra sveitar- stjórnarmenn til að hlera hvernig gengur að koma þessu í kring. ENN er nokkuð í land með að grunnskólar í Hafnarfírði verði einsetnir. Morgunblaðið/RAX EINSETNING grunnskóla landsins, sem grunnskóla- lög gera ráð fyrir, er mis- jafnlega langt komin. All- mörg sveitarfélög hafa lokið henni, sum hver fyrir nokkrum árum, en hjá öðrum er enn langt í land og ljóst að einsetningu verður ekki komið á fyrr en eftir tvö til þrjú ár. Á það helst við stærri bæi og Reykjavík. Einsetn- ingu skóla á að vera lokið í árslok 2002 en nokkrir fulltrúar bæjarfélaga sem Morgunblaðið ræddi við segja að þörf verði á að gefinn verði árs frest- ur til viðbótar. Með samkomulagi ríkis og sveitar- félaga um kostnaðar- og tekjutil- færslu vegna flutnings grunnskóla frá því í mars 1996 var lögum um tekjustofna sveitarfélaga breytt á þann veg að útsvarshlutfall var hækkað til að mæta þeim kostnaði sem hlaust af flutningi grunnskóla til sveitarfélaga. Til að tryggja frekar framgang laganna um einsetningu grunnskóla leggur ríkissjóður fram 265 milljónir króna árin 1997 til 2001. Við það er bætt 135 milljóna króna framlagi Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga til lánasjóðs sveitarfélaga í sex ár þannig að heildarráðstöfunarfé í þessu skyni nemur 2.135 ______________ milljónum króna. Þetta fjármagn má veita til að greiða allt að 20% af stað- alkostnaði við grunnskóla- byggingar í sveitarfélög- um með yfir 2.000 íbúa. Sum bæjarfé- lög verða ekki tilbúin á tíl- settum tíma grunnskóla, þar af um 940 milljónum í viðbyggingar eldri skóla. Sigrún Magnúsdóttir segir að ein- setning grunnskólanna sé spennandi verkefni og gefi möguleika á því að samræma loks vinnudag nemenda og foreldra. Gert sé ráð fyrir kennslu til 14 eða 14.30 en þá geti tekið við önn- ur vinna nemenda eða tómstunda- starf. „Þetta er skref í þá átt að breyta samfélaginu og þá getur fólk treyst því að börnin sæki skólann á ákveðnum tíma. Með lengingu skóla- dags og samfelldu skólastarfi verður stigið stórt skref í rétta átt í því að skapa enn betra skólastarf og fjöl- skyldulíf." Á Akureyri hefur einsetning verið fyrir hendi síðustu þrjú árin en þar eru sex almennir grunnskólar með alls 2.400 nemendum. Nokkrir skólar búa þó enn við bráðabirgðahúsnæði en stefnt er að því að á skólaárinu 2002 til 2003 verði allir skólarnir komnir í varanlegt húsnæði. Vandinn er í dag leystur bæði með lausum kennslustofum og leiguhúsnæði. Framkvæmdir hafa verið í gangi við Síðuskóla en þeim á að ljúka í haust, við Lundaskóla standa fram- kvæmdir yfir sem Ijúka á skólaárið 2000 til 2001 og nokkru síðar lýkur stækkun Odd- eyrarskóla. Nýjasti skól- inn er Giljaskóli sem nú er einsetinn en ljóst er að stækka verður skólann á næstu árum eftir því sem Kostnaður yfir 7 milljarðar í Reykjavfk Af þrjátíu grunnskólum Reykja- víkurborgar á eftir að koma einsetn- ingu í gagnið í tíu skólum. Fyrir utan þessa tölu eru fjórir skólar í bygg- ingu sem teknir verða í gagnið á næstu árum að meðtöldu bráða- birgðahúsnæði á Korpúlfsstöðum. Einsetningu skólanna í Reykjavík átti að ljúka árið 2001 en ljóst er nú að svo verður ekki fyrr en í árslok 2002 eins og lög gera ráð fyrir. Sig- rún Magnúsdóttir, formaður fræðslu- ráðs Reykjavíkur, segir það meðal annars stafa af því að verkefnið sé umfangsmeira en ráð var fyrir gert og kostnaðarsamara. Ymsar forsend- ur hafi breyst og margt reynst dýr- ara í framkvæmd en séð varð fyrir þremur árum. Árin 1999 til 2002 er gert ráð fyrir um 5 milljarða kostnaði við stækkun skóla og nýbyggingar og hefur þá verið dregW'Ttá framlag úr jöfnunarsjóði vegna stofnfram- kvæmda. Borgin hefur þegar varið yfir tveimur milljörðum til þessa verkefnis að sögn Sigrúnar. Á þessu ári ráðgerir borgin að verja um 960 milljónum króna í fram- kvæmdir og eru rúmar 700 milljónir vegna stækkunar og breytinga á eldri skólum. Á næsta ári er kostnað- urinn ráðgerður 1.288 milljónir þar af 860 milljónir vegna einsetningar, 1.294 milljónir árið 2001 og þá fer rúmur milljarður í framkvæmdir við eldri skóla og árið 2002 ver borgin 1.488 milljónum í nýbyggingar allra nemendum fjölgar í skólahverfinu. Fjárfestingar í skólahúsnæði hafa síðustu árin numið kringum 100 millj- ónum króna árlega og verður heildar- fjárfesting vegna einsetningar nærri einn milljarður króna. Einsetningu víða lokið Lokið er einsetningu grunnskóla í Kópavogi og segir Björn Þorsteins- son, hjá fræðslu- og menningarsviði bæjarins, að í haust sé þriðji veturinn Grunnskólarnir í Reykjavík iSl Yfirlit yfir stöðu skólanna í aðalatriðum og áætlanir um breytingar á næstu árum Tvísetnir skólar Tími sem áætl. er að tvisetning standi Skóli || 1999 | | 2000 || 2001 || 2002 || Austurbæjarskóli Núverandi húsn. þolir ekki fjölgun nem. Álftamýrarskóti Tvísetinn Veröur einsettur áriö 2001. Árbæjarskóli Áætl. aö Ijúka viöbyggingu áriö 2002. Ártúnsskóli Tvísetinn Áætl. að Ijúka framkvæmdum áriö 2002. Breiðagerðisskóii Áætl. að Ijúka framkvæmdum áriö 2000. Breiðholtsskóli Framkv. vegna einsetningar er lokiö. Engjaskóli Framkv. vegna einsetningar er lokiö. Fellaskóli Tvísetinn Veröur einsettur árið 1999. Foldaskóli Tvísetinn Verður einsettur áriö 2002. Fossvogsskóli Áætl. aö Ijúka viðbyggingu árið 1999. Grandaskóli Framkv. vegna einsetningar er iokið. Hagaskóli Hamraskóli Framkv. vegna einsetningar er lokið. Háteigsskóli Áætl. aö Ijúka framkvæmdum áriö 2000. Hlíðaskóli Tvísetinn Veröur einsettur áriö 2002. Hólabrekkuskóli Tvísetinn Veröur einsettur áriö 2002. Húsaskóli Framkv. vegna einsetningar er lokið. Hvassaleitisskóli Tvísetinn Veröur einsettur áriö 2000. Klébergsskóli Áætl. aö Ijúka viöbyggingu áriö 2001. Langholtsskóli Áætl. aö Ijúka framkvæmdum áriö 2002. Laugalækjarskóli Áætl. aö Ijúka framkvæmdum áriö 2002. Lauganesskóli Áætl. aö Ijúka framkvæmdum áriö 2002. Melaskóli Tvísetinn Veröur einsettur árið 1999. Réttarholtsskóli Rimaskóli Áætl. að Ijúka byggingu skólans áriö 1999. Selásskóli Tvísetinn Veröur einsettur áriö 2001. Seljaskóli Áætl. aö Ijúka framkvæmdum áriö 2002. Vesturbæjarskóli Tvísetinn Veröur einsettur áriö 1999. Vogaskóli Áætl. aö Ijúka framkvæmdum áriö 2002. Ölduselsskóli Framkv. vegna einsetningar er lokiö. ALLS munu framkvæmdir við einsetningu skóla í Reylgavík og bygg- ingu nýrra skóla kosta yfir sjö milljarða króna á sex árum. sem skólar séu einsetnir. Átta grunn- skólar eru í Kópavogi með alls 3.200 nemendum. Björn segir að bæjaryfir- völd hafi sett sér markmið um ein- setningu áður en lög kváðu á um hana og því sé staðan þetta góð. Stækka þurfti elstu skól- ana, Kópavogsskóila og Digranesskóla, en að sögn Björns verður að byggja hraðar upp nýjasta skólann, Lindaskóla. Dagur nemenda og foreldra fari saman Sex gi-unnskólar eru í Hafnarfirði með um 3.300 nemendum. Magnús Baldursson, hjá skólaskrifstofu Hafn- arfjarðar, segir að markmið um ein- setningu náist ekki fyrir árslok 2002 hjá bænum. Magnús segir einnig ljóst að sum sveitarfélög muni þurfa lengri tíma og meira fé til þessa verkefnis en samið var um í fyrstu. Tveir grunn- skólanna verða einsettir næsta haust en Magnús segir að trúlega verði ekki allir skólarnir einsettir fyrr en haustið Mæta verður aukinni kennaraþörf „ÞEGAR einsetningin verður kom- in á og skólayfirvöld geta einbeitt sér að því að byggja upp innra starf skólans sjáum við ekkert nema kosti við hana. En á þessari spýtu hangir annars vegar að ekki hafa verið gerðar ráðstafanir til að mæta aukinni kennaraþörf sem ein- setningunni fylgir og hins vegar að með henni gefst kennurum í mörg- um tilvikum ekki kostur á nema hlutastarfi," segir Jónína Bjart- marz, formaður samtakanna Heim- ili og skóli, er hún var spurð hvaða áhrif einsetning skóia gæti haft i för með sér. „Krafa okkar er sú að einn bekk- ur sé fullt starf en með því skapast m.a. nauðsynlegt svigrúm til að sinna samstarfi við foreldra. Því má heldur ekki gleyma að það er verið að einsetja grunnskólann við misjafnar aðstæður. Sums staðar er nyög þröngt um nemendur og kennara, sem afleiðing af þessu og annars staðar vantar fyrir vikið t.d. aðstöðu til að kenna tilteknar skyldubundnar greinar, svo sem heimilisfræði og sund, a.m.k. næst kennsla 1 þeim grcinum víða ekki inn í samfellda stundatöfiu." Jónína segir að ekki sé endilega samasemmerki milli samfellds skóladags og einsetningar skóla. Samfelldur skóladagur ráðist af aðstöðu hvers skóla um sig s.s. til íþrótta- og sundkennslu. Víða er jafnframt unnið að því að nýta skóiann að loknum hefðbundnum skóladegi til tónlistarkennslu og ýmiss tómstunda- og íþróttastarfs og ná þannig samfelldum vinnu- degi nemenda, en það er einn hagnaðurinn af einsetningu grunnskólans. „Markmiðið er það að vinnudag- ur barnanna sé samfelldur sem bæði þjónar hagsmunum barnanna og fjölskyldunnar." Bjartari tíð þegar uppbyggingu lýkur Jónína segir engar ráðstafanir hafa verið gerðar af hálfu ríkis- valdsins til að mæta aukinni kenn- araþörf vegna einsetningar og ljölgunar kennslustunda en ljóst sé að fjölga þurfi kennaranemum og stórefla kennaramenntun. Að óbreyttu rúma Kennaraháskólinn + - og kennaradeild Háskólans á Akur- eyri ekki þann fjölda nemenda sem nauðsynlegur er. Nefnd um mat á kennaraþörf í grunnskólum komst að þeirri niðurstöðu skólaárið 1999-2000 að það vanti 593 rétt- indakennara í 423 stöðugildi. „Formaður fræðsluráðs Reykja- víkur varpaði því fram þegar verk- fall kennara stóð siðast fyrir dyrum að ef veija þyrfti meira fjármagni í laun kennara og aðra rekstrarliði skólanna gæti þurft að seinka ein- setningu. Af þessu m.a. má vera ljóst að ýmsar úrbætur bíða þess að einsetningunni sé lokið og fjár- magni til ýmissa annarra úrbóta. En við lítum fram á bjartari tíð þegar uppbyggingunni er lokið.“ 2004. Á þessum árum verður alls ná- lægt 5 milljörðum króna varið til skólabygginga, þ.e. bæði stækkunar og til nýrra skóla. Helmingur grunnskóla í Reykjanes- _________ bæ er nú einsettur og verða þeir allir einsettir frá haustinu 2000. Grunn- skólarnir eru fjórir. Ellert Eiríksson bæjarstjóri seg- ir að ákveðið hafi verið að .....■■■■ hrinda einsetningunni í framkvæmd á sem stystum tíma, best sé ef skólarnir búi allir við sömu að- stöðu, annars geti komið fram óá- nægja og metingur. Hann segir að bærinn hafi varið um 500 milljónum til stækkunar og breytinga eldri skól- anna og síðan hafi verið reistur nýr skóli, Heiðaskóli, sem kostað hafi tæp- lega 900 milljónir króna þegar allt sé talið, íþróttahús og sundlaug. Lokið er einsetningu grunnskóla í Garðabæ en þeir eru þrír með um 1.300 nemendum. Ingimundur Sigur- pálsson bæjarstjóri segir að Flata- skóli og Hofsstaðaskóli, þar sem eru 1. til 6. bekkur, hafi verið einsettir á sama tíma í fyrra en Garðaskóli, þar sem eldri bekkirnir eru, hafi verið ein- settur í mörg ár. Ekki heppilegt að fresta Á fulltrúaráðsfundi Sambands ís- lenskra sveitarfélaga sl. vor var sam- þykkt bókun um að stjórnvöld fram- lengdu frestinn til einsetningar. Nefndu nokkrir sveitarstjórnarmenn að sum sveitarfélög næðu ekki að Ijúka þessu verkefni á tilskildum tima. Aðrir segja að þetta megi ekki taka lengri tíma, annars komi upp mismun- un. Sigrún Magnúsdóttir segir að sl£k mismunun milli skóla sé ekki heppileg og því muni Reykjavfkurborg leggja allt kapp á að Ijúka við einsetninguna á réttum tíma. Þá verði unnt að fara að grunnskólalögum með samfelldum skóladegi og segir hún það verða mikla samfélagslega breytingu þegar vinnudagur barna og foreldra geti að mestu leyti farið saman. Hillary Clinton líkleg til að bjóða sig fram til öldungadeildar Reuters HILLARY Clinton skilaði í gær inn gögnum er gera henni kleiff að hefja fjáröflun fyrir framboð til öldungadeildarinnar fyrir New York-ríki. Stofnar nefnd til að hefja, fjáröflun Allt bendir nú til þess að Hillary Clinton muni sækjast eftir sæti í öldungadeild Bandaríkjaþings fyrir New York-ríki í þing- kosningunum á næsta ári. Andstæðingar hennar í Repúblikanaflokknum eru þegar farnir að beina spjótum sínum að henni, einkum á þeim forsendum að hún hafí aldrei búið eða starfað í ríkinu. HILLARY Glinton, forsetafrú Bandaríkjanna, tók í gær stærsta skrefið til þessa í átt til framboðs til sætis í öldungadeild- inni fyrir Demókrataflokkinn í New York-ríki, er hún skilaði inn gögnum til kjörstjórnar, sem gera henni laga- lega kleift að setja á laggirnar undir- búningsnefnd til að hefja fjáröflun fyr- ir kosningabaráttuna. I dag mun Hill- ary svo hefja fjögurra daga ferð um miðhluta New York-ríkis, en talsmað- ur hennar sagði í gær að hún myndi verja sumrinu í að heimsækja íbúa ríkisins og hlusta á hvað þeir hafa að segja. Núverandi öldungadeildarþingmað- ur demókrata í New York er Daniel Patrick Moynihan, en hann gefur ekki kost á sér til endurkjörs. Moynihan er sagður styðja framboð Hillary og ekki er búist við að hún mæti samkeppni úr röðum demókrata. Hillary bíður þó væntanlega harður slagur við sterkasta frambjóðanda repúblikana, Rudolph Giuliani, borgarstjóra í New York. Giuliani stofnaði undirbúnings- nefnd fyrir framboð sitt í apríl og hef- ur þegar safnað nær þremur milljón- um dollara (um 220 milljónum ísl. kr.) í kosningasjóð sinn. Fulltrúadeildar- þingmennirnir Rick Lazio og Peter T. King hafa einnig gefið til kynna að þeir hafi augastað á sæti í öldunga- deildinni fyrir Repúblikanaflokkinn. New York-borg hefur lengi verið vígi demókrata, en talið er að Giuliani eigi vísan stuðning í úthverfunum og í sýslunum norður af borginni, þar sem repúblikanar eiga meira fylgi að fagna. Skoðanakannanir benda til að mjótt verði á munum í kosningunum, en í þeirri nýjustu hefur Hillary 46% fylgi en Giuliani 44%. Utanbæjarmanneskja Það sem helst háir Hillary er að hún hefur aldrei búið eða starfað í New York, og eru Giuliani og félagar í Repúblikanaflokknum þegar farnir að nota það gegn henni. Giuliani er auð- vitað öllum hnútum kunnugur sem borgarstjóri New York, og Lazio stát- ar af því að vera þar borinn og barn- fæddur. Að sögn stuðningsmanna Hillary er hún nú að leita sér að húsi rétt utan við New York, og hún hefur þegar leigt sér skrifstofuhúsnæði í borginni. Þá þykja fjölmiðlar í New York vera óvægnari við stjómmálamenn en víðast hvar, og víst er að þeir munu þjarma meir að Hillary en hún á að venjast frá Washington. Giuliani er hins vegar þrautþjálfaður í að fást við fréttahaukana. En forsetafrúin þykir á hinn bóginn hafa ótvíræða kosti til að bera sem vinna upp á móti þessum vanköntum og gera hana að afar álitlegum fram- bjóðanda. Hún hefur fyrir margt . löngu sýnt fram á gáfur og góða hæfi- leika í ræðumennsku og rökræðum, og þykir hafa mikinn sannfæringarkraft. Hillary hefur einnig ómetanlegt for- skot sem felst í því að hvert manns- barn veit hver hún er, og hún ætti að eiga auðvelt með að beita vel smurðri fjáröflunarvél Demókrataflokksins fyrir sig. Þrautreynd í kosningabaráttu En stjórnmálaskýrendur leggja áherslu á að eigi Hillary að eiga mögu- leika á að sigra, verði hún að stíga út úr hlutverki forsetafrúarinnar og mynda tengsl við íbúa New York-ríkis sem hver annar frambjóðandi. Ferðir hennar um ríkið í sumar munu þjóna þeim tilgangi. Næstu daga mun hún - heimsækja bæina Binghamton, Cooperstown, Syracuse, Utica og rík- ishöfuðborgina Álbany, en ferðin hefst á táknrænan hátt á búgarði Moyni- hans í Oneonta. Gefi Hillary kost á sér í kosningun- um á næsta ári, verður hún fyrsta for- setafrú Bandaríkjanna sem sækist eftir opinberu embætti. Hún hefur aldrei boðið sig fram í kosningum fyrr, en er auðvitað þrautreynd á þessu sviði, sem helsti stuðningsmaður og ráðgjafi eig- inmanns síns í baráttu hans fyrir kjöri til embættis ríkisstjóra í Arkansas og síðar forseta Bandaríkjanna. Þá bjó 4 hún raunar þegar að reynslu sem sjálf- boðaliði við forsetaframboð Georges McGoverns árið 1972. Þó fyrirsjánlegt sé að baráttan við Rudolph Giuliani verði hörð, ætti Hillary Clinton að eiga meiri mögu- leika en flestir aðrir á að vinna sigur á hinum vinsæla borgarstjóra í New York.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.