Morgunblaðið - 07.07.1999, Blaðsíða 18
18 MIÐVIKUDAGUR 7. JÚLÍ 1999
MORGUNBLAÐIÐ
Englandsbanki selur 25 tonn af gulli
Gullverð lækkar
London. Reuters.
ENGLANDSBANKI hefur selt 25
tonn af gulli á 261,2 dollara únsuna.
í kjölfarið lækkaði gullverð niður í
257,6 dollara á únsu, það lægsta í
tvo áratugi. Vonast hafði ver-
ið til þess að uppboð
Englandsbanka nú
myndi hækka gull-
verðið í 265 dollara.
Uppboðið fór fram í
gær og bárust tilboð í
4.174.400 únsur, eða 5,2
sinnum það magn sem í boði
var. Nettóhagnaður bankans
varð 210 milljónir dollara, eða
rúmir 15,5 milljarðar króna.
Salan er liður í aðgerðum Eng-
landsbanka til að minnka gull-
birgðir úr 715 tonnum í 300 tonn á
næstu árum. Síðan Bretlands-
stjóm tilkynnti um söluáformin í
maí sl., hefur gullverð í heiminum
lækkað um 30 dollara á únsu.
Englandsbanki vill aukið
jafnvægi og dreifða áhættu
Öllum boðum yfir 261,2 dollara
var tekið en úthlutað var til þeirra
sem buðu 261,2 dollurum. í til-
kynningu frá bankanum segir að
804.000 únsum hafi verið úthlutað
á þann hátt, en 803.600 únsur seld-
ar þeim sem buðu hærra.
Englandsbanki ætlar með söl-
unni að auka jafnvægi í sjóðum
bankans og leggja áherslu á
að eiga dollara, evrur og
jen í stað gullbirgð-
anna. Ætlunin er
að halda fimm
uppboð þar til
í mars 2000. Á
hverju uppboði
verða 25 tonn af gulli
seld. Næsta uppboð verður 21.
september næstkomandi.
Fleiri hyggjast
selja gull
Svisslendingar era einnig að
undirbúa hugsanlega gullsölu frá
og með næsta ári, þar sem stefnt
er að því að selja 1.300 tonn. Al-
þjóðagjaldeyrissjóðurinn ætlar
einnig að selja 10 milljónir únsa af
104 milljóna únsa gullbirgðum til
að létta á skuldabyrðum fátækra
ríkja.
Nánari upplýsingar: Verkefnastjóri sími 5632318,
www.reykjavik.is,www.reykjavik2000.is,
www.reykjavik.is,www.ys.is
Hafir þú áhuga á að taka þátt í hverfishátíð
Grafarvogsbúa, eftir hádegi sunnudaginn
11. júlí, með því að skemmta, selja, sýna
eða hverju því sem til hugar kemur hafðu
þá samband við Miðgarð í síma 587 9400
eða verkefnisstjóra í síma 563 2318.
Sýnum hvað býr í Grafarvorgsbúum!
Allt í beinni á Bylggunni!
Reykjavlkiirborg
bióffKWol * [/hxœxzí
S RPA
uttf þátt, taktu ».<
# r#/ O q
9 öoda sketo^
REyKJAVIK
í SPARIFÖTIN
Grafarvogsbúi!
viltu skemmta
þér og öðrum?
VIÐSKIPTI
Baugur hf, og Bananasalan hf. í samstarf
Markmiðið að bjóða betri
vöru og lægra verð
BAUGUR hf. og Bananasalan hf.
hafa stofnað hlutafélag um inn-
kaup og dreifingu á ávöxtum og
grænmeti í verslunum Baugs. Hið
nýja fyrirtæki nefnist Ávaxtahúsið
hf. og er hlutafé í fyrirtækinu 20
milljónir. Ávaxtahúsið er
helmingaskiptafélag Baugs og
Bananasölunnar en fyrirtækin
hafa lengi rekið svipaða starfsemi
hvort í sínu lagi, Baugur undir
nafninu Aðföng - Nýtt og ferskt.
Fram kemur í tilkynningu til
Verðbréfaþings Islands að sam-
vinna fyrirtækjanna muni leiða til
hagræðis á flestum sviðum rekstr-
arins.
Jón Ásgeir Jóhannesson, for-
stjóri Baugs, segir að samstarfið
feli í sér að starfsemi Aðfanga -
Nýs og fersks verði færð undir hið
nýja félag, en ekki sé um samein-
ingu Baugs og Bananasölunnar að
ræða. Bananasalan mun því halda
áfram að vera til sem sjálfstætt fé-
BÆJARYFIRVÖLD í Hafnarfirði
hafa samþykkt að draga sig út úr
Aflvaka, að því er fram kemur í árs-
skýrslu félagsins. Framtíðarsýn fé-
lagsins byggist á því að það njóti
enn um sinn rekstrarframlaga frá
Reykjavíkurborg og að hlutafé
verði aukið, s.s. með þátttöku nýrra
eigenda.
Að sögn Páls Guðjónssonar,
framkvæmdastjóra Aílvaka, er
þetta mál enn á umræðustigi og
ekkert hægt að fullyrða um
þátttöku nýrra eigenda á árinu.
Hann segir slíkt aftur á móti mjög
æskilegt til að styrkja félagið.
„Þrátt fyrir aukið áhættufjármagn
í landinu, má segja að Aflvaki sé
eina félagið sem sinnir fjárfesting-
um í lægri kantinum, á bilinu 3-5
milljónir króna, og allt niður í 1-2
milljónir,“ segir Páll.
Áflvaki hf. hefur starfað að ný-
sköpun og að því að styrkja at-
vinnulíf á höfuðborgarsvæðinu frá
árinu 1993. Félagið hefur lagt fé í
svokölluð sprotafyrirtæki og haft
að markmiði að efla nýsköpun í at-
vinnulífi á höfuðborgarsvæðinu.
Aðaleigendur Aflvaka eru Reykja-
víkurborg sem á 30,9% og Hafnar-
fjarðarbær með 21,62% eignarhlut.
Áuk þess á Orkuveita Reykjavíkur
17,22% og Lífeyrissjóður verslun-
armanna 10,13%.
Minni hagnaður
en árið á undan
Hagnaður Aflvaka árið 1998 var
3.567.791 kr. eftir skatta, sem er
rúmum 3 milljónum minni hagnað-
ur en frá fyrra ári þegar hagnaður-
inn var 6.737.255 kr. Páll segir
skýringuna þá að á árinu 1997 hafi
félagið selt hlutabréf fyrir 10 millj-
ónir en engin slík sala hafi verið á
árinu 1998. Eignir fyrirtækisins
voru samtals 192.887.881 kr., fasta-
fjármunir 101.422.108 kr. og veltu-
fjármunir 91.456.773 kr. Eigið fé
fyrirtækisins var 164.330.090 kr. í
lok árs 1998 og skuldir samtals
28.557.791 kr. Skuldir og eigið fé
var samtals 192.887.881 kr.
Starfsemi Aflvaka er fjármögnuð
lag. „Það skref sem verið er að
stíga hér er fyrst og fremst hugsað
til að tryggja neytendum betri
með tvennum hætti. Annars vegar
með hlutafé frá eigendum sem er
notað óskert til fjárfestinga í ný-
sköpunarverkefnum. Hins vegar
eru árleg rekstrarframlög frá sveit-
arfélögunum tveimur sem m.a.
mæta kostnaði við úttektar-, rann-
sóknar- og könnunarverkefni sem
félagið vinnur að hverju sinni.
Hlutaféð er að nafnverði
148.010.000 kr. en fyrir liggur
heimild til stjórnar um að auka það
í 250 milljónir króna.
Sprotafyrirtæki sem hafa
vaxið og dafnað
Aflvaki hefur lagt fé í fyrirtæki á
fyrstu stigum þróunar þeirra, þ.e.
að koma hugmynd á framkvæmda-
stig og að koma vöru á markað.
Þetta tímabil varir í allt að fimm ár,
eins og fram kemur í ársskýrslunni.
Aflvaki á nú hlutabréf í ýmsum fyr-
irtækjum, s.s. Vaka-Fiskeldiskerfi
hf., en Aflvaki fjárfesti í fyrirtæk-
inu árið 1995 þegar starfsmenn
voru 5 en þeir eru nú 25. Aflvaki
fjárfesti í Sandi-ÍMÚR hf. árið
1994 þegar starfsmenn voru 5 og
eru þeir nú 21.
Að sögn Páls hjá Aflvaka er ætl-
unin að selja bréf Aflvaka í þessum
fyrirtækjum, auk Taugagreiningar
hf., þegar hagstæð tímasetning og
aðstæður fyrir Aflvaka og verkefni
á vegum fyrirtækisins skapast. Páll
segir tímasetningu lykilatriði en
stundum þurfi að leita að fjárfest-
um. Aflvaki hefur nú selt hlutabréf
sín í ýmsum fyrirtækjum eins og
Una hf. og Brunnum hf. sem bæði
starfa á sviði sjávarútvegs og hefur
vegnað vel.
Aflvaki var stofnaður þegar lægð
var í efnahagslífi þjóðarinnar.
Framboð áhættufjármagns var
takmarkað og hlutabréfamarkaðir
vart teknir til starfa. Markmið Afl-
vaka voru skilgreind við þessar að-
stæður en við breyttar aðstæður
hefur starfsemi félagsins í auknum
mæli miðast við forvarnastarf og
markvissa styrkingu til að draga
úr áhrifum niðursveiflna í hagkerf-
inu.
vöru, á lægra verði,“ sagði Jón Ás-
geir í samtali við Morgunblaðið.
Hann segir að með stofnun Ávaxta-
hússins verði unnt að semja beint
við bændur á Spáni og í Rómönsku-
Ameríku í stað þess að kaupa beint
á ávaxta- og grænmetismörkuðum,
eins og t.d. í Hollandi, og því verði
varan ferskari og ódýrari. Að auki
muni flutnings- og dreifingarkostn-
aður minnka til muna og flutnings-
keðjan frá bónda til búðar styttast.
„Við horfum þar að auki út fyrir
landsteinana og munum selja versl-
unum SMS-keðjunnar í Færeyjum
íslenskt grænmeti sem er fyllilega
sambærilegt við erlenda vöru hvað
varðar verð og gæði.“ Baugur á
sem kunnugt er helmingshlut í
SMS-verslunarkeðjunni í Færeyj-
um.
Einar Þór Sverrisson hefur verið
ráðinn framkvæmdastjóri Ávaxta-
hússins, en hann starfaði áður hjá
Sölufélagi garðyrkjumanna.
Aðföng biðla til ís-
lenskra útflytjenda
Færeyingar
vilja ís-
lenskt
„VTÐ hyggjumst koma á samstarfi
við íslenska framleiðendur og
einnig við íslenska heildsala sem
flytja inn t.d. amerískar vörur um
að flylja út á færeyskan dagvöru-
markað," segir Jón Ólafur
Lindsay, sölustjóri Aðfanga, en í
gær birtist auglýsing í Morgun-
blaðinu frá Aðföngum, innkaupa-
og dreifingarfyrirtæki Baugs hf.,
þar sem orðum var beint til
áhugasamra útflytjenda um hvort
þeir hefðu hug á að koma sínum
vörum til Færeyja. Baugur, eig-
andi Aðfanga, á 50% í SMS-mat-
vörukeðjunni í Færeyjum, en SMS
á og rekur 6 matvöruverslanir í
Færeyjum og er fyrirtækið mark-
aðsleiðandi á sínu sviði, segir í
auglýsingunni.
47.000 manna markaður
„I Færeyjum búa 47.000 manns
og færeyski markaðurinn er því
góð viðbót við þann íslenska fyrir
ísienska framleiðendur og innflytj-
endur,“ segir Jón Ólafur. Hann
segir að eitthvað hafi verið um það
að íslenskir útflytjendur hafi flutt
út vörur til Færeyja, en það hafi
ekki verið með skipulögðum hætti.
„Við hyggjumst hins vegar nota
vöruhús Aðfanga og senda út
gáma með blönduðu innihaldi."
Jón Ólafur segir að Aðföng séu
einnig áhugasöm um að bjóða ís-
lenskum heildsölum að reyna við
útflutning á amerískum vörum til
Færeyja, sem þeir flytji inn til Is-
lands. „Amerískar vörur eru í
raun ekki til á færeyskum mat-
vörumarkaði. Hvað vöruúrval
varðar er færeyski markaðurinn
því dálítið „danskur". Hann er á
sama stigi og íslenski markaður-
inn var fyrir um það bil 15 árum.
Við búumst því við að þar geti
sóknarfæri verið að finna.“
Jón Ólafur minnist á að í'slenskt
lambakjöt sé mjög vinsælt meðal
færeyskra neytenda og vilji þeir
það frekar en ódýrara kjöt sem
fiutt er inn frá Nýja-Sjálandi og
bætir við að Færeyingar séu al-
mennt hliðhollir íslenskum vörum.
„Það má kannski segja að Færey-
ingar „velji íslenskt“,“ segir Jón
Ólafur Lindsay að lokum og bætir
við að Aðföng séu jafnframt tilbúin
að aðstoða við að koma á viðskipta-
samböndum með aðra vöru en mat-
vöru.
Ársskýrsla Aflvaka hf. fyrir árið 1998
Æskilegt að
auka hlutafé
félagsins