Morgunblaðið - 07.07.1999, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 07.07.1999, Blaðsíða 4
4 MIÐVIKUDAGUR 7. JÚLÍ 1999 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR * Islendingar aðstoða við rann- sókn stríðs- glæpa ÍSLENSKIR sérfræðingar verða sendir til Kosovo, til að aðstoða við rannsókn á meintum stríðsglæpum í Kosovo. Stefnt er að því að senda utan þrjá sérfræðinga á vegum ís- lensku kennslanefndarinnar, rétt- arlækni, réttartannlækni og lög- reglumann. Að sögn Sólveigar Pétursdóttur dómsmálaráðherra, fór Interpol fram á aðstoð svonefndra kennsla- nefnda eða ID-nefnda, sem starfa í aðildarlöndum Interpol, við rann- sókn alþjóðadómstóls stríðsglæpa í löndum Júgóslavíu fyrrverandi. Interpol óskar eftir aðstoð sem felst í því að bera kennsl á fórnar- lömb stríðsins í Kosovo en for- gangsatriði rannsóknarinnar eru atriði sem nefnd eru í ákærunni á hendur Milosevic og nánustu sam- starfsmanna hans. 55 til 60 sérfræðingar til Kosovo Náið samstarf er á milli kennsla- nefnda á Norðurlöndum og var ákveðið á fundum þeirra í byrjun júní að Norðurlöndin myndu senda á milli 55 og 60 sérfræðinga til Kosovo. Að sögn ráðherra hefur ekki ver- ið gengið frá kostnaðarhlið málsins enn. Skipulag aðstoðarinnar er á vegum ríkislögreglustjóra sem fór fram á það við dómsmálaráðherra að orðið yrði við beiðni Interpol og var beiðnin samþykkt á fundi ríkis- stjórnar í gærmorgun. Launakönnun Yerslunarmannafélags Reykjavíkur fyrir árið í ár Stærstur hluti fær laun sem miðast ekki við launataxta STARFSMENN VR eru að meðal- tali með 161 þúsund kr. í dagvinnu- laun á mánuði og 183 þúsund kr. í heildarlaun. Meðallaun karla, 213 þúsund, eru tæplega 30% hærri en meðallaun kvenna, sem eru 164 þúsund. Þetta kemur fram í launa- könnun sem Félagsvísindastofnun H.I. vann fyrir VR í mars 1999 en niðurstöður hennar voru kynntar í gær. Lægstu laun í stórmörkuðum í könnuninni kemur einnig fram að einungis tæplega 10% svarenda fá greidd laun eftir launataxta VR. Um fjórðungur fær laun sem taka mið af taxta, en 64% svarenda fá laun án viðmiðunar við taxta. í inngangi launakönnunarinnar segir Magnús L. Sveinsson, for- maður VR, að markmið hennar sé að fá sem gleggsta mynd af raun- verulegum launagreiðslum til fé- lagsmanna VR. Þannig geti félags- menn séð hvað greitt er fyrir sam- bærileg störf, enda semji stór hluti félagsmanna VR persónulega um launagreiðslur umfram launataxta. Ennfremur segir þar að könnunin ætti þannig að stuðla að því að færa launataxta að raunverulegum launum. Sé litið á laun eftir starfsstéttum kemur í ljós að háttsettir stjórn- endur hafa að jafnaði hæstu launin, um 287 þúsund kr. í heildarlaun á mánuði. Lægstu laun hafa þeir sem vinna við afgreiðslu á kassa, 119 þúsund kr. á mánuði að meðaltali í heildarlaun. Launagreining eftir atvinnu- greinum sýnir hæst laun í smásölu með tölvur og skrifstofubúnað, eða um 242 þúsund á mánuði að jafn- aði. Lægstu laun eru í stórmörkuð- um, 131 þúsund kr. heildarlaun að meðaltali. Þar af er sölufólk og af- greiðslufólk á kassá með lægstu launin, 105 og 106 þúsund kr. í heildarlaun. Vinnutími VR-félaga er að jafn- aði um 45 klukkustundir á viku. Vinnutími þeirra sem eru í fullu starfi er lengstur í matvöruversl- unum, 51 klst. á viku. Við gerð könnunarinnar voru spumingalistar sendir til allra fé- lagsmanna VR, rúmlega 12 þúsund manns. Alls bárust 3.877 svör, eða frá 30% félagsmanna. Við úrvinnslu könnunarinnar vom notuð 73% svaranna sem bánast, alls 2.828, en ófullnægjandi svör og svör þeirra sem vinna minna en 70% vinnu voru tekin út í launagreiningunni. Morgunblaðið/Björn Blöndal Bílbeltanotkun könnuð í öllum landshlutum SEX umferðaröryggisfulltrúar sem starfa í öllum landshlutum framkvæma um þessar mundir könnun á bílbeltanotkun í sam- ráði við Slysavamafélag Islands. Niðurstöður könnunar umferðar- öryggisfulltrúa Suðumesja voru birtar í Morgunblaðinu í gær og leiddu þær í ljós að um 54% öku- manna vom án bílbelta í Grinda- vík og 44% í Sandgerði. Sams konar kannanir em nú í fram- kvæmd í öðmm landshlutum, að sögn Sigurðar Helgasonar, upp- lýsingafulltrúa Umferðarráðs. í könnuninni á Suðurnesjum kom einnig í ljós að bílbelta- notkun var mun meiri, eða um 75%, þegar umferð út úr bæn- um var skoðuð. Að sögn Sigurð- ar er það þekkt vandamál að ökumenn í litlum þorpum spenni ekki beltin þegar þeir aka innanbæjar og sérstaklega eigi það við um atvinnubílstjóra og ökumenn fyrirtækjabíla. Segir hann að kannanir umferð- aröryggisfulltrúa muni leiða í ljós ástandið í hverjum lands- hluta fyrir sig. Kvenskátar fagna Vigdísi VIGDIS Finnbogadóttir, fyrrverandi forseti íslands, fékk í gær afhentan blómvönd frá ungum kvenskátum þegar hún kom til landsins frá ír- landi. Þar sat hún 30. heimsþing WAGGGS, heimssamtaka kvenskáta, og veitti viðtöku viðurkenningu samtakanna fyrir stuðning við skátahreyfinguna í nútíð og fortíð og í heiðursskyni fyrir árangur sinn við kynningu á réttindum kvenna og fleiri atriði sem snerta stöðu kvenna í nútíma-þjóðfélagi. Tryggingabanki á Netinu TRYGGINGAFELAGIÐ Sjóvá- Almennar opnaði fyrsta íslenska tryggingabankann á Netinu um síðust helgi. Helstu nýjungar tryggingabankans eru þær að nú geta viðskiptavinir félagsins séð yfirlit yfir öll viðskipti sín hvort sem er í formi vátryggingateg- unda, afborgana skuldabréfa eða dreifingu iðgjalda og að auki leit- að tilboða í vátryggingar heimilis- ins. Að sögn Huga Hreiðarssonar, kynningarfulltrúa Sjóvár-Al- mennra, er fyrirtækið að fylgja þróuninni eins og hún hefur verið undanfarið í Evrópu þar sem sí- fellt meiri samskipti tryggingafé- laga og viðskiptavina fara fram á Netinu. Enn ein nýjung með trygginga- bankanum er að nú geta viðskipta- vinir tilkynnt um tjón á Netinu. Hugi segir að með því móti eigi tjónþolar að geta komið upplýsing- um á mun skjótari hátt til úr- vinnslu og stytta þannig af- greiðslutíma eins og mögulegt væri. Hugi segir að mesta hagræðing- in í tryggingabankanum fyrir við- skiptavini felist í bættu upplýs- ingaflæði. „Með þessu móti getur fólk séð hvað það er með tryggt og af hverju iðgjöldin samanstanda. Þannig þarf það ekki að koma fólki á óvart þegar það lendir í tjóni að ákveðnir hlutir, til dæmis innan veggja heimilisins, voru ekki tryggðir," segir Hugi. Svipað á döfinni hjá öðrum tryggingafyrirtækjum Önnur tryggingafyrirtæki hyggjast bjóða upp á svipaða þjón- ustu áður en langt um líður. Að sögn Gunnars Felixsonar, for- stjóra Tryggingamiðstöðvarinnar, verður stefnt að því að bjóða upp á svipaða þjónustu á vefsíðu Trygg- ingamiðstöðvarinnar. „Það er stöðugt verið að betrumbæta vef- inn og við stefnum á að bjóða upp á þessa þjónustu í framtíðinni." Heiður Björnsdóttir, markaðs- stjóri VÍS, segir aðgengi viðskipta- vina að þjónustu sífellt vera að aukast og aðNetið sé hluti af því. „Við stefnum á að bjóða upp á svipaða þjónustu á Netinu og Sjó- vá-Almennar með haustinu. Það er alltaf að verða auðveldara og auð- veldara að eiga viðskipti og þar kemur m.a. Netið við sögu. Við höfum einnig lagt áherslu á við- skipti í gegnum síma og opnað svo- kallað þjónustuver þar sem fólk getur átt tryggingaviðskipti í gegnum síma.“ Úthlutunarreglur byggðakvóta að verða tilbúnar hjá Byggðastofnun Samkvæmt reglum, ekki pólitískum ákvörðunum EGILL Jónsson, stjómarformaður Byggðastofnunar, segir að úthlutun byggðakvóta muni fara fram eftir föstum reglum en ekki með „hand- stýringu“. Úthlutunarreglumar verða tilbúnir síðari hluta mánaðar- ins og verður þá fljótlega hafist handa við fyrstu úthlutun. Einar Kr. Guðfinnsson, alþingismaður og stjómarmaður hjá stofnuninni, seg- ir að þá komi Þingeyri og Bíldudal- ur sterklega til greina. Drög að vinnureglum vegna út- hlutunarinnar vora kynnt á stjóm- arfundi Byggðastofnunar á mánu- daginn. Það era starfsmenn þróun- arsviðs stofnunarinnar sem hafa unnið að þeim. Egill og Einar vildu í gær ekki láta uppi efnisatriði regln- anna enda væru þær ekki fullmót- aðar. Erindi hefur borist frá Breiðdals- vík um byggðakvóta og bæjarráð Isafjarðar samþykkti í fyrradag að sækja einnig um. Egill segir að út- hlutunin verði ekki á grundvelli um- sókna. „Það er í raun engin hand- stýring á þessu; þegar upp er staðið sést einfaldlega hverjir falla undir þau markmið og reglur sem ráða út- hlutuninni.“ Bjarki Jóhannesson, forstöðu- maður þróunarsviðs Byggðastofn- unar á Sauðárkróki, stýrir gerð reglnanna en einnig hafa unnið að þeim Guðmundur Guðmundsson, Áskell Heiðar Ásgeirsson og Þórar- inn Sólmundarson, allt starfsmenn Byggðastofnunar á Sauðárkróki. Ekki til notkunar við skulda- skilasamninga Guðmundur segir að þær hug- myndir sem ræddar hafi verið mið- ist við það að úthlutunin verði ekki á pólitískum forsendum, heldur á grandvelli fastmótaðra reglna. „Við stefnum að því að búa til byggðaað- gerð en ekki aðgerð til að nota í skuldaskilasamningum. Við höfum metið ástandið á einstökum stöðum og skoðað hvemig þeir koma út miðað við ákveðna mælikvarða. Það er tiltölulega opið í lögunum hvað eigi að hafa til hliðsjónar. Þar kem- ur aðeins fram að nota eigi kvótann til að styðja byggðarlög sem hafa lent í vandræðum vegna samdráttar í sjávarútvegi. Þá horfa menn á þá mælikvarða sem era til um það, meðal annars um breytingar á árs- verkum í veiðum og vinnslu, um breytingar á kvóta sem er skráður á viðkomandi stað og hugsanlega landanir." Þingeyri og Bfldudalur koma mjög til greina Einar Kr. Guðfínnsson alþingis- maður, sem situr í stjóm Byggða- stofnunar, segir að mörg álitaefni séu uppi varðandi mótun reglnanna en ekki séu þó deilur um þær innan stjórnarinnar. Sjálfur leggur hann mesta áherslu á að byggðakvótan- um verði beitt til að treysta undir- stöður atvinnulífs til langs tíma. Einar segir að ekki sé hægt að fullyrða um það að ákveðnir staðir fái úthlutun en bendir þó á byggðar- lög á Vestfjörðum. „Það sjá allir í hendi sér að staðir eins og Þingeyri og Bíldudalur, þar sem hefur orðið svo gífurlegt kvótatap og atvinnulíf- ið er einhæft, hljóta að koma mjög til greina í þessu sambandi." Hann segist hafa trú á því að byggðakvótinn geti haft veruleg áhrif, þrátt fyrir að aðeins séu 1500 tonn til úthlutunar, einkum ef það verði tryggt í samningum við út- gerðir sem veiði kvótann fyrir byggðimar að þær komi sjálfar með kvóta á móti. Einar segir það persónulega skoðun sína að tryggja verði að kvótinn sem úthlutað verður sé unninn í viðkomandi byggðarlögum. Hann segist sannfærður um að hægt sé að koma því þannig fyrir í úthlutunarreglunum. „Kvótahafinn setur það einfaldlega sem skilyrði, rétt eins og stóra fyrirtækin gera löndunarsamninga við skip og ætl- ast til að landað sé í beinum við- skiptum við þau.“ Úthlutun nú ræður framtíð byggðakvótans Einar segir að áhersla sé lögð á að úthlutunin byggist á gagnsæjum og skýram reglum til að koma í veg fyrir tortryggni. Hann segir að út- hlutunin að þessu sinni muni skerá úr um hvort byggðakvótaleiðinni verði beitt í framtíðinni og því sé mjög mikilvægt að vanda hana. Hann segist vonast til þess að í framtíðinni verði meiri kvóti til út- hlutunar. „Eg geri ráð fyrir að það fari af stað einhverjir spekingar sem segi að þetta skekki samkeppnisstöðu og sé til þess fallið að draga úr hag- kvæmni í sjávarútvegi. Eg blæs á það tal, hér er um 1500 tonn að ræða sem er ætlað að bregðast við vá í einstökum byggðarlögum." r- É :
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.