Morgunblaðið - 07.07.1999, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 07.07.1999, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 7. JÚLÍ1999 25 ______LISTIR_____ Sviflétt ljóð BÆKUR Lj óðabók SVIF eftir Þórarin Torfason. Bókaútgáfan Ylur 1999 - 75 bls. SVIF er heiti á nýrri ljóðabók eftir Þórarin Torfason. Eins og nafn hennar gefur til kynna er hér um að ræða sviflétt ljóð: fáorð, hljóð- lát og einföld að gerð. Ljóðin bera vissri fágun merki en skortir afl og spennu til að verða að einhverju meira en svifi. Bók sinni skiptir Þór- arinn í tíu nafngreinda kafla sem hver um sig inniheldur tvö til tíu ljóð. Líklega hefði hann mátt fækka þessum kafla- skiptingum því yrkisefn- in og meðferð ljóðmálsins eru með svo líkum hætti. Samspil náttúrumynda og mannlegra tilfinninga setur sterkan svip á yrk- isefnið enda eru ljóðin hvort tveggja í senn skráning eða athugun á því sem fyrir augu ber og því sem ljóðmæl- andinn finnur fyrir: hlutlæg mynd sem varpar ljósi á huglægt ástand: Tyllum okkur í mjúkt grasið Hlustum á niðinn er berst langt að Horfum i sólina Finnum geisla hennar bræða okkur Hér er orðunum raðað saman á afar hógværan hátt og fátt sem kemur á óvart enda notar höfundur orð og myndir með afar venju- bundnum hætti. Hann sækir stund- um í forða eldra skáldamáls en án mikillar úrvinnslu eða írónískrar afstöðu til ljóðmálsins. Þótt upplif- un hans sé ljóðræn og falleg verður hún hvorki nýstárleg né óvænt. Þegar á heildina er litið tekst Þórarni þokkalega að koma hugsunum sínum á blað í þessari ljóðabók. Helsti styrkur þessara ljóða felst í þeirri hlýju og mildi sem stafar af þeim. Á hinn bóginn mætti hann vinna meira og betur með tungumálið og mynd- málið og talsverðrar naumhyggju gætir í sparsemi orða. Fyrir vikið öðlast þessi ljóð minna vægi en efni standa til. Þau eru léttvæg eins og svif, falleg og nett á meðan augnablikið varir. Jón Özur Snorraon Handboltinn á Netinu vfj) mbl.is _ALLTA/= £!TTH\SAÐ ISIÝTT Þórarinn Torfason Hornsófatilboð Einlit áklceði JVleð óhreinindavörn ehf. SUÐURLANDSBRAUT 22 - Sími 553 6011 / 553 7100 Bjkðrleikir eru engir venjulegir leikir I hverjum leik er barift upp á /if og dau&a til fi&uftu minútu Litlu lidin ná oft ðd gerð hinum ftærri lifid leitt og engin leið er ðd bókð örugg Crslit fyrirfrðm, beff vegna œttu ðllir ðd fkellð férá bikðrleikinð - með Cocð-Colð. fftirtðldir leikir fðrð fram i 8 lidð iirflitum Cocð'Colð bikðrf kðrlð findri ~ IBV Mi&vikuddginn 7. jili, findrðvelli kl. ?0:00, Vikingur ~ IA Midvikúdaginn 7. júli, Ldugarddlfvelli kI. 20:15 • Breidðblik - Valur nmmtudaginn 8. jiili, Kópavogsvelli kI. 20:00. • ftjðrnan - KR Fimmludaginn 8. júli, ftjörnuvelli kl. 20:00.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.