Morgunblaðið - 07.07.1999, Blaðsíða 50

Morgunblaðið - 07.07.1999, Blaðsíða 50
50 MIÐVIKUDAGUR 7. JÚLÍ 1999 MORGUNBLAÐIÐ FOLK I FRETTUM Forvitnilegar bækur | PENGUIN BOOKS The Uncollected Sherlock Holmes SIR ARTHUR CONAN DOYLE Kókaínfíkill- inn tilgerð- arlegi The Uncollected Sherlock Holmes, safn smáverka, leikrita og ritgerða eftir Arthur Conan Doyle um leynilögreglumanninn Sherlock Holmes. Penguin gefur út 1983, 400 bls. Kostaði 5,99 pund, um 650 kr., í Lundúnum. Frægasti leynilögreglumaður allra tíma er Sherlock Holmes, sem naut svo mikillar hylli á sinni tíð að aðrir rithöfundar samtíma honum lentu í miklum vandræðum með söguhetjur sínar. Fræg er sagan af því hvernig Holmes varð til er höfundur hans, Arthur Con- an Doyle, fór að skrifa sögur sér til skemmtunar þar sem hann beið eftir sjúklingum nýútskrifaður læknir. Raunveruleg saga Holmes er ekki svo rómantísk, en allt á sér þetta þó stoð í raunveruleikanum. Inngangur The Uncollected Sherlock Holmes, sem nær yflr 146 síður, er veigamikil ástæða fyrir Holmes-vini að komast yfir hana því þar er vel farið í saumana á tilurð Holmes, raktar sögur af Joseph Bell, lækni og kennara sem Doyle byggði Holmes á, aukin- heldur sem sögumar eru settar í samhengi við tímann sem þær voru ritaðar á. Meðal annars eru í innganginum leiddar líkur að því hveijar séu fyrirmyndirnar að Watson og frú Hudson, sem hefur lengi vafist fyrir mönnum.. I bókinni er sitthvað úr smiðju Doyles sem ekki hefur áður verið gefið út í aðgengilegu formi, sögu- brot, gamansamur útúrsnúningur Doyles á eigin verkum, tvö leikrit um Holmes og nokkrar ritgerðir. Sérstaklega er gaman að lesa frá- sögn hans sjálfs af tilurð Holmes og það hvernig Holmes ýtti smám saman öllu öðru til hliðar; verk sem hann taldi merkilegri og veigameiri nutu minni athygli en sögur af leynilögreglumanni sem skrifaðar voru eftir pöntun. I sögunum er að finna allskyns ónákvæmni og klúður, en það er allt aukaatriði því Holmes er mál- ið, kókaínfíkillinn tilgerðarlegi sem þarf ekki annað en nusa af ösku til að vita hvaðan hún er, hver reykti, hvemig hann var til fara, hvað hann starfaði og hvar hann er að finna þá stundina. Lengi má velta sér upp úr vangaveltum um Holmes, enda ýmsu ósvarað: Hvemig stendur á því að Watson er meiddur á öxl í fyrstu sögunni en síðar em meiðsl- in komin niður í löppina á honum? Hvað varð um frú Watson? Af hverju kom frú Warren í stað frú Hudson? Af hverju er Watson alltaf að telja upp heiti sagna sem ekki má segja? Ekkert af þessu er tekið fyrir í bókinni sem hér er til umfjöllunar, en þó fjölmargt fróð- legt fyrir Holmes-fíkla og fær bestu meðmæli. Árni Matthíasson RITHOFUNDURINN MARIO PUZO Þar sem tryggðin er ofar öllu Mario Puzo, höfundur Guðföðurins eða „The Godfather“, lést 2. júlí síðastliðinn. Sunna Ósk Logadóttir leit yf- ir ævi hans og ritstörf sem oft á tíðum hafa tengst mafíunni og skipulögðum glæpum í Bandaríkjunum. MARIO Puzo fæddist árið 1921 í hverfi í New York sem kallast Eldhús heljar og ólst þar upp. Foreldrar hans voru fátækir, ítalskir innflyljendur sem freist- uðu þess að öðlast betra líf í landi tækifæranna. I síðari heimsstyijöldinni var Puzo hvaddur í herinn og er stríðinu Iauk fór hann að skrifa sögur í karlablöð. En metnaður hans var meiri en svo að hann gæti vel við unað í því starfi og auk þess var ekki mikið upp úr því að hafa. Því tók hann til við að skrifa sína fyrstu skáldsögu, „The Dark Arena“ sem kom út árið 1955. Hún var byggð á raunverulegri upplifun hans frá stríðsárunum í Evrópu og hlaut ágætis dóma gagnrýnenda. Næsta bók Puzos, „The Fort- unate Pilgrim“ var sjálfsævi- sagnaleg og fjallaði um fjöl- skyldu hans og baráttu hennar fyrir betra lífi. Bókin kom út ár- ið 1964 og fékk lof gagn- rýnenda en seldist hins vegar aðeins í örfáum eintökum. Það reitti Puzo til reiði því hann hafði fyrir stórri íjölskyldu að sjá. Hann ákvað á þeirri stundu að reyna að skrifa sögu sem al- menningur jafnt sem gagn- rýnendur hefðu gaman af að lesa. Fæðing Guðföðurins títgefandinn lét hann hafa fyrirframgreiðslu og stuttu seinna fæddist hugmyndin að sögunni um mafíufjölskylduna Corleone sem flutti til Banda- ríkjanna frá Sikiley og hóf að spinna vef skipulagðra glæpa. Bókin hlaut nafnið „The God- father“, eða Guðfaðirinn og kom út árið 1969. „Guðfaðirinn er ekki eins góð og tvær fyrstu bækur mínar. Ég samdi hana af því að mig vantaði peninga," sagði Puzo mörgum árum síðar. „Eg hefði viljað skrifa hana bet- ur.“ Strax frá fyrsta degi rann bókin út eins og heitar lummur og hefur selst í meira en 21 milljón eintaka. Fljótlega fóru kvikmyndaframleiðendur að sýna sögunni áhuga og fóru þess á leit við Puzo að hann gerði handritið. „Ég neitaði því í byijun. En svo þegar mér var gerð grein fyrir þeim peningum sem í boði voru þá ákvað ég að taka verkefnið að mér.“ Leik- stjórinn Francis Ford Coppola var fenginn til að leikstýra myndunum og þeir Puzo gerðu handritin í sameiningu. Vildi Marlon Brando Myndirnar um Corleone-fjöl- skylduna urðu þijár og eru álitnar sfgild meistaraverk. Marlon Brando fór með hlut- FYRSTA myndin um Guðföðurinn var gerð árið 1972. Hér ræðast Frank Puglia og Marlon Brando við í einu atriðinu. ina „Fourth K“ sem Ijallar um nýkjörinn forseta Bandaríkj- anna og hryðjuverkamenn sem gera honum lífið leitt. Sú saga rann ekki jafn ljúflega niður í lesendur eins og Puzo hafði vonast til og árið 1996 hvarf hann aftur til mafíunnar með bókinni „The Last Don“. Eftir henni voru gerðir vinsælir sjón- varpsþættir sem m.a. Kirstie Alley lék í. Var Puzo í mafíunni? Marga var farið að undra hversu vel Puzo virtist þekkja mafíuna og ekki spillti fyrir gróusögunum um að hann væri ættaður frá ítah'u. Hann sagðist hins vegar engin tengsl hafa við hana og fullyrti að allar þær upplýsingar sem hann notaði í bókum sínum væru fengnar af bókasafninu. „Hvenær ætti ég að hafa tíma til að vera í mafí- unni?“ spurði hann undrandi í viðtali árið 1996. „Ég svalt heilu hungri áður en ég gaf út Guð- föðurinn. Ef ég hefði verið í mafíunni hefði ég þénað mikla peninga og hefði ekki þurft að skrifa bók.“ Puzo dró upp róm- anti'ska mynd af mafíufjölskyld- um í bókum sínum þar sem tryggðin var ofar öllu. Hann var eitt sinn inntur eftir því hvort hann vildi heldur vera í mafí- unni en að streða við skriftir. „Ég er ánægður með að vera rithöfundur en það er erfitt starf. Enginn þráir erfitt starf,“ svaraði hann. Þekktir menn úr sjálfri mafí- unni höfðu ýmislegt að segja um sögur Puzos. Sammy „naut“ Gravano sem starfaði fyrir hina alræmdu Gambino-ijölskyldu sagðist hafa verið orðlaus eftir að hann sá fyrstu myndina. „Ég gekk stjarfur út úr kvikmynda- húsinu," rifaði hann upp síðar. „Kannski var þetta skáldskapur en fyrir mér var þetta raun- veruleikinn." Puzo lést úr hjartabilun á heimili sínu í Long Island en hann hafði um nokkurt skeið verið veikur fyrir hjarta og gengist undir aðgerð af þeim sökum. Er hann lést hafði hann nýlokið við gerð nýjustu bókar sinnar, „Omerta“, sem fjallar eins og margar fyrri bóka hans um mafíufjölskyldu. Sú bók kemur út að ári. Puzo lætur eft- ir sig fimm börn og níu barna- börn. RITHOFUNDURINN Mario Puzo gaf ekki viðtöl fyrr en 20 árum eftir að hann skrifaði Guðföðurinn. verk guðföðurins, höfuð fjöl- skyldunnar, sem var reiðubúinn að ganga nyög langt fyrir sitt fólk. „Eg hafði lítið með leikara- valið að gera. Francis sá um það. Reyndar var búið að orða annan leikara við hlutverk Don Corleone og þá skrifaði ég Mar- lon Brando bréf,“ sagði Puzo. „Hann svaraði um hæl en kvik- myndaverið vildi hann ekki. Francis þurfti að tala þá til áður en þeir samþykktu hann.“ Puzo var persónulega hrifnari af fyrstu tveimur myndunum en þeirri þriðju en sagðist vera stoltur af þeim öllum. Fyrir handrit þeirra fékk hann tvenn óskarsverðlaun og einnig fékk Marlon Brando óskar fyrir besta leik í aðalhlutverki. Hróð- ur Puzo sem handritshöfundar fór víða í kjölfarið og var hann fenginn til að skrifa handrit af myndum sem áttu eftir að ná miklum vinsældum. Frægastar eru myndirnar um Ofurmennið en Puzo skrifaði handrit fyrstu tveggja myndanna. Næsta bók Puzo, „Fools Die“ kom út árið 1978, sama ár og eiginkona hans, Erika, lést. Næsta metsölubók kom hins vegar ekki fyrr en árið 1984. Sú hét „The Sicilian“ eða Sikiley- ingurinn og fjallaði líkt og Guð- faðirinn um mafíuíjölskyldu. Sikileyingurinn hentaði ekki til kvikmyndunar þótt leikstjórinn Michael Cimino hefði gert mis- heppnaða tilraun til þess. Puzo virtist hafa fundið töfraupp- skrift að umfjöllunarefni og sögusviði sem lesendur kunnu að meta og gaf árið 1992 út bók- Forvitnilegar bækur Maðurinn með sveiflu- stikuna John Hammond on Record, sjálfsævisaga Johns Hammonds sem hann skrifaði með Irving Town- send. Frumútgáfa 1977, 415 bls. innb. Kostaði 2.500 peseta, um 1.200 kr., á fornsölu í Barcelona. John Henry Hammond yngri er með merkustu mönnum banda- rískrar tónlistarsögu. Hann fædd- ist inn í bandaríska yfirstétt og gat því sinnt tónlist meira og minna alla ævi, ekki sem auðkýfingur, en með nógan bakhjarl til að geta leyft sér að vinna fyrir lág laun að því sem hann helst vildi, tónlist og þá helst djasstónlist. John Hammond fæddist í New York 1910 og þegar hann fór að hlusta á djass var hann tónlist fyr- ir lita Bandaríkjamenn; iðulega var Hammond eini bleiknefjinn á djassbúlum. Hammond er meðal annars frægur fyrir það í djass- sögunni að hafa uppgötvað marga helstu djasstónlistarmenn sögun- ar, og rekur meðal annars hvernig hann kom á framfæri tónlistar- mönnum eins og Count Basie, Teddy Wilson, Billie Holiday, Lionel Hampton, Freddie Green, Charlie Christian, Helen Humes, Arethu Franklin, George Benson, Bob Dylan og Bruce Springsteen. Ymist var það með því að koma viðkomandi í hljóðver eða útvarp eða telja menn á að spila saman eins og þegar hann laumaði Charlie Christian inn í hljómsveit Bennys Goodmans. Tónlistin er eðlOega aðalinntak bókarinnar og margar skemmti- legar frásagnir af sérlunduðum tónlistarmönnum, upptökulotum og tónleikaferðum. Hammond hafði ákveðnar skoðanir á djass- tónlist og fannst sem djassinn hefði lent í blindgötu þegar bíbop- ið varð til. Hann er og ekkert að fara leynt með skoðanir sínar, fannst til að mynda Billie Holiday miklu betri söngkona en Ella Fitz- gerald, Louie Armstrong tók að hans mati ekkert af viti upp eftir 1930 og Duke Ellington var ofmet- inn tónlistarmaður. Hammond lagði sveiflustikuna á allan djass og ef ekki var í tónlistinni sveifla var lítið varið í hana, þess vegna var Basie betri en Ellington til að mynda. Hammond átti það þó til að vera naskur á nýstárlega tón- list, eins og sannast á því að hann var eini maðurinn innan Columbia- útgáfunnar sem hafði trú á Bob Dyan og fékk oft bágt fyrir. John Hammond lést í júní 1987 og var virkur í tónlist fram undir það síðasta; margir tónlistarunn- endur muna eftir myndinni aftan á fyrstu breiðskífu Stevies Rays Vaughans, þar sem Hammond sit- ur með honum í hljóðveri og brosir sinu einkennandi brosi. Árni Matthíasson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.