Morgunblaðið - 07.07.1999, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 07.07.1999, Blaðsíða 2
2 MIÐVIKUDAGUR 7. JÚLÍ 1999 MORGUNBLAÐIÐ - FRÉTTIR 600 þús. stolið úr skjalatösku TÆPLEGA sex hundruð þús- und krónum var stolið úr skjala- tösku á veitingastaðnum Kaffi Amsterdam laust fyrir klukkan 17 í gær. Tveir aðilar eru grun- aðir um verknaðinn, en þeir höfðu ekki verið teknir höndum um miðnætti í gær. Skjalataskan var í eigu eig- anda veitingastaðarins og voru í henni um 300 þúsund krónur í reiðufé og annað eins í ávísun- um. Hún stóð á borði í eldhúsi staðarins, samkvæmt upplýsing- um frá lögreglunni í Reykjavík, og virðist sem tveir gestir stað- arins hafi rekið augun í hana og þeim tekist að teygja sig í hana áður en þeir höfðu sig á brott. Lögreglan í Reykjavík grunar tvo einstaklinga um þjófnaðinn og var þeirra leitað í gærkvöldi en þeir höfðu ekki fundist um miðnætti. 130-140 útlendingar eru án vinnu á Vestfjörðum AF UM 230-240 manns sem misst hafa vinnu hjá Rauða hemum á Vestfjörðum eru um 130-140 erlent verkafólk. Pétur Sigurðsson, formaður verkalýðsfélagsins Baldurs á ísafirði, sagði að fiskvinnslufyrirtæki í öðrum landsfjórðungum hefðu spurst fyrir um hvort hægt væri að fá þetta fólk í vinnu, en fólkið hefði fram til þessa haldið í von um að fá áframhaldandi vinnu á Vest- fjörðum. Heiða Gestsdóttir, hjá Vinnumálastofnun, sagði að fáeinir erlendir verkamenn, sem unnið hefðu hjá Rauða hemum, hefðu fengið vinnu hjá öðmm vinnuveitendum á Vestfjörðum. Flestir væm þó enn atvinnulausir. Útlendingnnum boðin vinna annars staðar Pétur Sigurðsson sagði að atvinnuleyfi útlend- inganna væru bundin við þennan tiltekna vinnu- veitanda. Félagsmálaráðuneytið gæti afturkallað atvinnuleyfin og gert nýjan ráðningarsamning við annan vinnuveitanda. Hann sagði fólkið vera búið að bíða í 8 vikur eftir launum og svöram um áframhaldandi vinnu og biði enn. Sífellt væri ver- ið að segja við þá sem misst hefðu vinnuna að það væri að rætast úr en ekkert gerðist. Hann sagði að ástandið væri slæmt á Þingeyri, en það væri líklega síst betra á Bíldudal. I Bolungarvík væri staðan önnur því að þar væri atvinnulífið fjöl- breyttara og önnur fiskvinnslufyrirtæki starfandi sem hugsanlega gætu bætt við sig starfsfólki. A Tálknafirði hefði ekki verið fiskvinnsla í gangi, en fyrirtækið hefði nýtt öflugar frystigeymslur sem þar væru. Vélstjórar sem þar unnu hefðu því misst vinnuna. Pétur sagði að það skipti Vestfirðinga miklu máli að starfsemi hæfist á ný í fiskvinnsluhúsum Rauða hersins og erlenda verkafólkið fengi þar áfram vinnu. Margt af þessu fólki hefði búið í talsverðan tíma á Vestfjörðum og ætti þar jafn- vel húseignir. Ef þetta fólk færi í burt yrði erfið- ara að hefja starfsemi aftur í fiskvinnsluhúsunum og þar með væri staða íslendinganna sem þarna hafa starfað verri. Pétur sagði að erlenda verkafólkið vildi vera áfram á fslandi. Það væri búið að leggja í ákveð- inn kostnað við að koma hingað og vildi ekki fara heim með tvær hendur tómar. Hann sagði að í viðræðum við félagsmálaráðherra hefði komið fram að félagsmálaráðuneytið myndi leitast við aðstoða þetta erlenda verkafólk til að komast heim ef allt færi á versta veg. Það lægi fyrir að vinnuveitandinn myndi aldrei geta greitt ferða- kostnaðinn. Allir útlendingar sem starfað hafa á Vestfjörð- um em skráðir búsettir þar. Ef þeir hverfa þaðan fækkar Vestfirðingum sem því nemur. Tölur um íbúafjölda í landsfjórðungnum breytast því um- talsvert verði atvinnulífinu ekki komið í gang á ný á Þingeyri og Bíldudal. ■ Úthlutun/4 ■ Pólverjarnir/10 ElljFnai fnSl inal jnrfl.í lllr'r’l ji| Morgunblaðið/Jón Svavarsson Framkvæmdir í Lækjargötu ---------------------- Vörur Kringlunnar geymdar í 100 ár UM 20 fermetra geymsla verður hluti af nýbyggingu bílageymslu verslunarmiðstöðvarinnar Kringl- unnar. Hlutverk hennar næstu 50- 100 árin verður nokkuð sérstakt, en það er að geyma hluti úr verslunum Kringlunnar til minja um samfélagið árið 1999. Á næstunni verður hafist handa við að safna ýmsum hlutum sem seldir em í verslunum Kringlunnar. Kristinn E. Hrafnsson myndlistar- maður og Steve Christer arkitekt hafa í sameiningu hannað allt um- hverfi nýju Kringlunnar og em hug- myndasmiðir geymslunnar. „Ki-ingl- an er markaðstorg og hraðbraut hlutanna, en geymslan er lítið augnablik í eilífðinni," segir Kristinn um verkefnið. Hann segir að stefnt sé að því að 1.000 hlutir verði geymdir í geymsl- unni en hún verður innsigluð 30. sept- ember nk. og ekki opnuð fyrr en farið verður að huga að því að rífa bygg- inguna. Segir hann að líftími bygg- inga í dag sé um 50-100 ár svo vænt- anlega verði geymslan ekki opnuð íyrr en vel verði komið fram á næstu öld. Enginn mun hafa aðgang að henni íyrr en tekin verður ákvörðun um að opna hana við niðurrif hússins. Samstarfsaðili Kiúnglunnar að verkefninu er Þjóðminjasafnið og segir Kristinn að forsvarsmenn þess hafi tekið hugmyndinni vel enda sé eitt af hlutverkum þess að skrá sam- tímann. Hlutunum verður raðað í geymsluna og þeir skráðir á vegum Þjóðminjasafnsins sem jafnframt mun stofna sérstaka deild í kringum hana. ■ Nýja viðbyggingin/10 Verk hafið á bráðabirgðaleyfí FRAMKVÆMDIR hófust í fyrra- kvöld í grunni lóðarinnar í Lækj- argötu þar sem hús Nýja bíós stóð áður. Leyfí fyrir byggingu húss- ins hefur ekki verið samþykkt af hálfu bygginganefndar Reykja- víkur, en eigendur lóðarinnar, Smáralind ehf., fengu bráða- birgðabyggingaleyfi fyrir tíu dög- um. Pálmi Kristinsson, fram- kvæmdastjóri fyrirtækisins, kveðst gera sér vonir um að byggingaleyfi verði veitt á fundi bygginganefndar Reykjavíkur- borjgar á morgun. A seinasta fundi bygginga- nefndar var afgreiðslu bygginga- leyfis frestað og var það þriðja frestun þess síðan málið kom til kasta nefndarinnar. „Við vildum hækka neðri hæð- ir hússins í því skyni að lofthæð á verslunarhæðum yrði með þeim hætti sem hentaði best, og það var samþykkt í byrjun maí í skipulagsnefnd Reykjavíkur. Um seinustu mánaðamót samþykkti borgarráð afgreiðslu málsins fyrir hönd skipulagsnefndar, sem er reyndar nokkuð sérstakt. Borgarráð hefur óskað eftir því við bygginganefnd að hún hraði afgreiðslu málsins," segir Pálmi. Sjávarútvegsráðherra um demantssfldina í íslensku landhelgiimi Létt að vera vitur eftir á FÆREYSKUM skipum hefur gengið vel við síldveiðar 70 mílur norðaustur af Langanesi undan- fama daga, en það er töluvert inn- an íslensku landhelgislínunnar. Skipin hafa landað á Austfjörðum og hefur Sfldarvinnslan á Nes- kaupstað tekið sfldina til vinnslu. Rannsóknarskipið Ami Friðriks- son kom úr sfldarleiðangri í gær og gáfu kannanir til kynna að töluvert magn væri af stórri sfld innan lög- sögunnar. Freysteinn Bjarnason, útgerðarstjóri Sfldarvinnslunnar, segir að þetta sé mjög gott hráefni og það sé sorglegt að íslensku skip- in geti ekki veitt þessa sfld vegna kvótaleysis. Ami Mathiesen, sjávarútvegsráð- herra, segir að öll áhersla hafí verið lögð á að veiða allan sfldarkvótann í ár en undanfarin ár hefur það ekki tekist. „Það er auðvelt að vera vitur eftir á en við höfðum engar vísbend- ingar um breytingar á göngu- mynstri síldarinnar fyrir þessa ver- tíð og þess vegna var ekki ástæða til þess að breyta úthlutunarreglun- um.“ Freysteinn er ekki á sama máli og Árni og segir að menn hafi vit- að að sfldin væri að ganga lengra inn í lögsöguna með hverju árinu sem líður. „Það var margbúið að benda mönnum í sjávarútvegs- ráðuneytinu á þetta og að mögu- leikar til að vinna síldina til mann- eldis yrðu sífellt meiri. Það var fáránlegt að reglugerð skyldi vera sett um veiðarnar sem þvingar menn til þess að veiða upp kvót- ann á sem stystum tíma án þess að skeyta um hversu mikil verðmæti væri hægt að skapa. Góður mark- aður er fyrir þessa síld og menn sóa miklum verðmætum með þessu háttalagi." íslensku skipin fengu 4 til 5 krónur á kflóið fyrir sfld í bræðslu þegar þau voru á veiðum. Sfldar- vinnslan borgar 12 krónur íyrir kflóið í vinnslu. ■ Vísbendingar/C2 I Sérblöð í dag www.mbl.is VERÐLAUNAKROSSGÁTA ► ÞÆTTIR ÍÞRÓTTIR ► KVIKMYNDIR FÓLK HÁLFUR MÁNUÐUR AF DAGSKRÁ FRÁ MIDVIKUDEGI TIL FIMMTUDAGS. Leikmenn Watford búast til íslandsferðar / B1 Stefán Þórðarson aftur heim á Skagann / B4 4 Sfe)Ult ► í VERINU í dag er m.a. fjallað um sfldar- rannsóknir, makrílveiðar fslendinga við Marokkó, batnandi horfur í sjávarútvegi Perú og niðurstöður seiðarannsókna við Is- land. Auk þess eru í blaðinu hefðbundnar markaðs- og aflaupplýsingar. Úrslit í Shell— Ferrari Classico leik Moggans
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.