Morgunblaðið - 07.07.1999, Blaðsíða 44
1 •’ 44 MIÐVIKUDAGUR 7. JÚLÍ 1999
MORGUNBLAÐIÐ
Dýraglens
Þetta hlýtur að vera ímyndun mín!
Ljóska
Ferdinand
HEY, CUUCK, D0
YOU EVERTHINK
AP0UTC0LLE6E?
WELL, NOT
REALLY..
TMERE'5 YOUR PRðBLEM.
YOUR LIFE DOESN'T
HAVE ANY OIRECTION..
Heyrðu, Kalli, hugsarðu
einhvern tímann um
framhaldsskólann?
Ja, eiginlega
ekki..
Þarna liggur þinn
vandi.. þú stefnir
ekki að neinu í lífinu..
A LIFE 5H0ULD
BE PLANNED
LIKE INNIN6
BY INNIN6..
Lífið ætti að vera
skipulagt eins og
lota eftir lotu..
I TRIEDTHAT..
THE VI5ITOR5
ARE 5TILL
AT BAT„
Ég reyndi það..
gestirnir eru
ennþá að
BREF
TIL BLAÐSINS
Kringlunni 1 103 Reykjavík • Sími 569 1100 • Sfmbréf 569 1329
Osýnilega
stríðið
Frá Þórdísi B. Sigurþórsdóttur:
FYRIR skömmu beindist athygli
Vesturlandabúa og annarra þjóða
að stríðinu á Balkanskaga. Um
svipað leyti voru þó háð mörg önn-
ur stríð i heiminum, þar á meðal í
írak. í augum margra lauk
Persaflóastríðinu árið 1991, þegar
Bandaríkjaher hrakti burt her
íraka sem ráðist hafði inn í olíurík-
ið Kúveit. Með innrásinni í Kúveit
gerði Saddam Hussein leiðtogi
Iraks sig líklegan til að ná undir
sig einu helsta olíusvæði heims.
Bandaríkjaher kom þó íbúum Kú-
veit til aðstoðar og yfirbugaði her
Saddams Husseins á fáeinum vik-
um. Kúveit varð því fljótlega
frjálst ríki á ný. Síðan eru liðin 8
ár og lítið hefur verið í fréttum um
írak nema kannski öðru hverju
þegar við heyrum að Bandaríkja-
her hafi varpað þar sprengjum.
Þess má geta að lífsgæði í írak allt
til ársins 1990 voru svipuð og t.d. í
Grikklandi. Heilbrigðis- og
menntamál í írak stóðust alþjóð-
legan samanburð og voru með því
sem best gerðist á Persaflóasvæð-
inu. En hvernig skyldi lífið og til-
veran vera í Irak nú þegar Banda-
ríkjaher er búinn að kasta þar nið-
ur um 90 þúsund tonnum af
sprengjum?
I dag eru lífsgæðin í Irak sam-
bærileg við þau sem eru í Afríku-
ríkinu Súdan, einu fátækasta ríki
heims. Arið 1990 var sett við-
skiptabann á írak að hluta til
vegna þess að Saddam Hussein
leyfði ekki vopnaeftirlit í Irak.
Viðskiptabannið á Irak hefur vak-
ið óhug margra þar sem áætlað er
að 1,5-1,7 miUjónir manna hafi lát-
ist í kjölfar bannsins, 60% þeirra
börn. í orðsins fyllstu merkingu
hrynur fólkið þar niður af hungri,
niðurgangi, kóleru og þeim sjúk-
dómum er þekkjast, helst í vanþró-
uðum löndum. I Irak er vart að
finna hreint drykkjarvatn þar sem
sprengjur eyðilögðu allt þjónustu-
kerfi og menguðu vatnsból. Ekki
bætir úr skák að svo til engin lyf
eru til í landinu. Læknar og annað
hjúkrunarfólk stendur lamað
gagnvart ófremdarástandinu sem
þar ríkir. Varla er að finna hefð-
bundin verkjalyf til að draga úr
þjáningum hinna sjúku og deyj-
andi. Um 25% af börnum á skóla-
aldri ganga alls ekki í skóla og um
70% bamshafandi kvenna þjást af
blóðleysi. Árið 1996 var komið á
verkefni í Irak sem nefnt hefur
verið Olía fyrir mat og byggist á
því að írökum er leyft að selja
ákveðið magn af olíu til að þeir
geti keypt mat og lyf. Verkefnið
hefur þó lítið hjálpað og sam-
kvæmt Philippe Heffnick, tals-
manni Sameinuðu þjóðanna, hafa
peningarnir aðeins dugað fyrir
hrísgrjónum, hveiti, sykri og
linsubaunum, en ekki lyfjum. (Sa-
meinuðu þjóðirnar hafa eftirlit
með að peningunum sé eingöngu
eytt í mat og lyf.) En jjessu er
ekki lokið enn því íbúar Iraks eru
einnig fyrstir þjóða til að horfast í
augu við afleiðingar svokallaðra
„DU“-vopna (depleted uranium,
sneytt úran) sem Bandaríkjaher
notaði fyrst í Persaflóastríðinu.
(Sneytt úran er afgangsefni sem
verður til þegar verið er að auðga
úran til notkunar í kjarnavopn og
kjarnorkuver. Bandaríski herinn
notar sneytt úran í sprengjuodda
til að sprengjukúlur komist betur í
gegnum brynvarnir. Ef sprengju-
kúla úr sneyddu úrani fer í gegn-
um stál brennur úranið og sendir
eitrað geislavirkt úran-ildi út í
andrúmsloftið sem ryk og reyk.
Þegar menn anda rykinu að sér og
taka það inn í líkamann verður
það hættulegt heilsu þeirra og
lífi.) Allt að 800 tonnum af þessum
geislavirka úrgangi hefur verið
dreift yfir írak. Arið 1994 tóku
hvítblæði og fæðingargallar á afar
háu stigi að gera vart við sig með-
al barna í Irak og skildu læknar
hvorki upp né niður í þeim van-
skapnaði sem fyrir augu bar. í
fyrstu var fyrirbærið ekki rakið til
sneydds úrans þar sem fáir höfðu
svo mikið sem hugmynd um að
þessi vopn hefðu verið notuð í
Persaflóastríðinu. Rannsóknir
hafa sýnt að vanskapanir barna í
Irak annars vegar og barna
bandarískra hermanna sem urðu
fyrir úranmengun í Persaflóa-
stríðinu hins vegar, eru af sama
toga. Dr. Helen Caldicott er ein
þeirra Bandaríkjamanna sem
helgað hefur líf sitt baráttunni
gegn kjarnorkuvopnum og þar
með töldum vopnum sem inni-
halda kjarnorkuúrgang. Hún kall-
ar stríðið í írak „eins konar kjarn-
orkustríð" vegna þess gífurlega
magns af geislavirkum kjarnorku-
úrgangi sem hefur verið dreift
þar. Bandaríkjaher notaði einnig
vopn með sneyddu úrani í Bosníu
árið 1995 og í Serbíu og
Kosovohéraði árið 1999. Ekkert
lát er á framleiðslu þessara vopna
í Bandaríkjunum og enn eru þar
til a.m.k. 500 hundruð þúsund
tonn af sneyddu úrani.
Að lokum er rétt að taka fram að
ég er ekki að draga úr ruddaskap
einræðisherranna Saddams
Husseins og Slobodans Milosevie -
en spyrja má hvort þetta sé eina
leiðin til að leysa alþjóðadeilur sem
þessar og hversu líkleg jafn illa
haldin þjóð og írakar sé til að
reyna að steypa leiðtoga sinum af
stóli?
• (Byggt m-a- a skýrslum Sameinuðu
þjóðanna, dr. Helen Caldicott læknis og
annarra sem beita sér gegn notkun þessara
vopna og fyrir því að viðskiptabanninu á
frak verði aflétt.)
ÞÓRDÍS B. SIGURÞÓRSDÓTTIR
viðskiptafræðingur,
58-E Massolo
Dr. Pleasant Hill, CA 94523
Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga-
safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt til að ráðstafa efninu þaðan, hvort
sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni
til birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi.