Morgunblaðið - 07.07.1999, Blaðsíða 38
MORGUNBLAÐIÐ
4
38 MIÐVIKUDAGUR 7. JÚLÍ 1999
MINNINGAR
VIÐAR ÞÓR ÓMARSSON
~j| frændi okkar, hann Viðar Þór. Fyrir
okkur skín sólin ekki eins skært og
áður, geislar hennar eru færri.
Fyrir átta árum kættist fjöl-
skyldan yfir því að loksins yrðu Om-
ar og Jói feður. Beðið var með mik-
illi eftirvæntingu eftir frumburðun-
um og mikið spáð í kynið. Er við
hittumst nokkrir fjölskyldumeðlimir
í sumarbústað á Laugarvatni fóru
fram hinar ýmsu tilraunir á Heiðu
og Möggu til að fínna út kynið.
Bömin áttu að fæðast með rúmlega
mánaðar millibili, en Viðar Þór var
svo rólegur og Geir svo ákafur að
w koma í heiminn að aldursmunurinn
varð aðeins um þrjár vikur.
Viðar Þór var elstur í röð fimm
frændsystkina sem fæddust á fimm
mánaða tímabili. Þegar allur hópur-
inn hittist var kátt í bæ, sérstaklejga
minnumst við jólaboðanna í As-
kirkju, en Viðar Þór var mikið jóla-
barn. Síðasta sumar kom í ljós að
þeir frændur stunduðu báðir knatt-
spyrnu. Er við fylgdum Geir á
knattspyrnumót upp á Akranes
fannst okkur við sjá Viðar Þór
skjótast þar hjá, en þá vissum við
ekki að hann var búinn að æfa með
IBV allt sumarið og var markmaður
hjá þeim. Seinna hittum við hann í
skólanum þar sem liðin þeirra
__sváfu. Þegar Viðar Þór ærslaðist
'þar með vinum sínum fannst manni
taktar hans minna á Ómar þegar
mikið gekk á á nesinu fyrir
nokkrum árum. En þeir feðgar áttu
það sameiginlegt að vera miklir
graliarar.
Elsku Heiða og Ómar, ykkar
missir er mikill og því viljum við
votta ykkur okkar dýpstu samúð.
Við biðjum Guð að styrkja ykkur í
sorginni.
Jóhann og Margrét.
Við enim sest niður til að minnast
hans Viðars Þórs, okkar yndislega
frænda. Það er langt frá því að vera
auðvelt og orðin eru fátækleg á
stundu sem þessari.
Við vorum harmi slegin þegar það
var hringt í okkur hingað til Banda-
ríkjanna og okkur færðar þær frétt-
ir að Viðar litli væri dáinn. Sam-
stundis flugu í gegnum hugann
minningar um þennan yndislega
dreng sem allir dáðu.
Minningin um Viðar Þór er svo
falleg og hlý. Hann var svo blíður
drengur og um leið svo fullur af lífi.
Myndin í huga okkar er Viðar Þór í
gula og svarta ÍA-gallanum sínum,
^með Ijósa hárið og fallega brosið
sem fylgdi honum alltaf.
Það er ekki auðvelt að horfast í
augu við raunveruleikann og þá
staðreynd að nú þurfum við að halda
áfram að lifa okkar daglega lífi án
elsku Viðars.
Við vitum að Viðar okkar er nú á
himnum því Jesús segir um börnin
„að slíkra er himnaríki". En hvað
með okkur sem söknum hans svo
sárt og þráum ekkert heitar en að fá
að sjá Viðar Þór á ný? Við eigum þá
von að eiga eilíft líf á himnum með
honum. Jesús kom í heiminn, dó á
krossinum og sigraði mátt dauðans
til þess að við öll gætum átt þessa
von.
Stundum gerast hlutir hér á jörð-
ínni sem við skiljum ekki, en þá er
svo gott að geta leitað til Jesú, til
hans sem þráir að hjálpa okkur í
gegnum hvern dag sem við lifum.
Elsku fjölskylda. Sjálf getum við
lítið sagt við ykkur en okkur langar
að gefa ykkur vers úr Biblíunni því
við höfum lært og upplifað að þaðan
kemur öll okkar hjálp og hughreyst-
ing, sama hvað kann að mæta okkur
í lífinu.
Jesús segir: „Komið til mín, allir
þeir sem erfiði hafið og þungar
byrðar og ég mun veita yður hvíld.“
Elsku Ómar, Heiða og aðrir að-
standendur. Við elskum ykkur og
biðjum almáttugan Guð að styrkja
ykkur og hugga í þessari miklu sorg.
Jón Indriði og Anna.
Hinir fögru og björtu geislar sól-
^irinnar skína nú hátt á himni. En
"Abrátt fyrir það er myrkur í huga
mér, vegna þess að litli fallegi sólar-
geislinn, hann Viðar Þór, er horfinn
á braut.
Það er erfitt að kveðja þig, elsku
litli vinur, en mig langar að minn-
ast þín í örfáum orðum. Hún er
mér enn í fersku minni, nóttin sem
þú fæddist í heiminn. Pabbi þinn
hringdi og sagði okkur stoltur frá
fæðingu þinni. Já, þarna varst þú
kominn, þú sem áttir eftir að verða
augasteinn okkar sem vorum svo
heppin að fá að kynnast þér, þá
sérstaklega foreldra þinna og
hennar Gógóar ömmu þinnar. Þín
blíða lund heillaði allt og alla, fal-
lega brosið þitt lýsti upp hvers-
dagsleikann. Þú heillaðir mig al-
gjörlega, þú varst svo yndislegt
barn, enda vildi ég ólm fá að passa
þig hvenær sem færi gafst. Þær
stundir urðu ófáar að við löbbuðum
um Ólafsvíkina á góðum degi. Mér
hefur alltaf fundist ég eiga svolítið
í þér, þar sem ég umgekkst þig
svona mikið og á engin systkini
sjálf. Eg fann alltaf lítinn bróður í
þér, sem ég hafði gaman af að vera
með. Eftir að við fluttum bæði til
Reykjavíkur notuðum við stundum
daginn og fórum í bíó eða húsdýra-
garðinn, þeim stundum með þér
gleymi ég aldrei.
Þegar sorgin kemur yfir mann, þá
hugsar maður oft til baka. Ég man
eftir kvöldunum í Kleifarselinu, þeg-
ar ég var að passa þig og kominn
var háttatími. Þá lögðumst við upp í
rúm og hlustuðum á spólur sem ég
hafði eitt sinn tekið upp fyrir þig. Þú
kunnir þær allar utan að, jafnt Dýr-
in í Hálsaskógi sem Emil í Kattholti.
Þú varst svo blíður strákur, fullur af
orku og gleði sem kom hvað gleggst
fram í fótboltaáhuga þínum; já, fót-
boltinn var þér í blóð borinn eins og
öðrum karlmönnum í ættinni þinni.
Þú sparkaðir á fullu og hrópaðir:
,Áfram ÍA!!“
Að undanförnu hef ég því miður
hitt þig lítið. Þú stækkaðir svo
hratt, þú varst í blóma lífsins, nýbú-
inn að hefja þína skólagöngu, kynn-
ast lífinu, nýjum vinum, búinn að
eignast litla systur, hana Guð-
björgu, sem þú varst svo góður við.
En svo skyndilega í hörmulegu slysi
slokknaði lífsljósið þitt skæra; það
fyllir mann mikilli sorg. Maður fer
að spyrja sig spurninga. Hvers
vegna varst þú tekinn svona skyndi-
lega frá okkur? Þú sem áttir allt líf-
ið framundan. Hann sem öllu ræður
á háum himni er sá eini sem veit
svarið, og ef til vill fáum við að vita
það á okkar síðasta degi hér á jörð,
en þar til þá, virðist þetta vera
óskiljanlegt. Maður verður svo bitur
þegar maður hugsar til þess sem
maður ætlaði að gera með þér en
hafði ekki enn gert, skyndilega er
það um seinan, því þú ert genginn
veg hins órannsakanlega. Ég veit að
þar verður tekið vel á móti þér, því
þeir deyja víst ungir sem guðimir
elska mest. Englarnir eru heppnir
að fá að njóta nærvem þinnar. Þeir
ætla þér greinilega stórt hlutverk á
himnum uppi, þar sem þú varst tek-
inn í burtu frá öllum þeim sem þyk-
ir svo óendanlega vænt um þig. Þótt
þú sért ekki á meðal okkar lengur,
þá verður þú alltaf í huga mér. Ég
mun alltaf eiga góðar og fallegar
minningar um ljúfan lítinn dreng,
sem hvarf frá okkur allt of fljótt.
Minningarnar um þig mun ég
geyma djúpt í hjarta mér.
Elsku Viðar minn, takk fyrir að fá
að kynnast þér, elsku litli engillinn
minn. Guð geymi þig, litli vinur.
Elsku Ómar og Heiða, missir ykk-
ar er mikill, góður guð veiti ykkur
styrk í hinni miklu sorg ykkar.
Kæm vinir, ég votta ykkur mína
dýpstu samúð. Ég votta einnig Gó-
gó, Guggu, Halla, Fiffa, Magneu og
öðram aðstandendum mína dýpstu
samúð. Guð veri með ykkur öllum.
Hafdís Björk Stefánsddttir.
Það var stolt móðir sem sýndi
frænku sinni frumburðinn sinn fyr-
ir hartnær átta árum. Við hjónin
áttum því láni að fagna að fá að
fylgjast með litla frænda vegna ná-
lægðar við Þórhall afa. Og ekki síst
eftir að við fluttum í Lautasmárann
síðastliðinn vetur. Þegar fór að
vora fóra drengirnir að huga að
vörubílaútgerðinni. Allt var þetta í
smáum stíl enda þeir ekki háir í
loftinu. Það voru ófá sandhlössin
sem voru færð á milli lóða framan
við stofugluggann hjá okkur. Og
umsvifin jukust því brátt bættust
við gröfur og einn daginn sýndu
þeir mér rafdrifna gröfu, mikið
þarfaþing að þeirra áliti. Eins var
talsvert fyrir því haft að útskýra
fyrir mér nauðsyn þess að vera með
„alvöra“ tæki þegar verið væri í
vörubílaútgerð. Síðasta sandhlassið
var svo flutt laugardaginn 26. júní
og skömmu seinna fréttum við af
hinu hörmulega slysi. Nú standa
bílarnir á svölunum verkefnalausir
þar sem eigandinn er horfinn úr
þessu jarðlífi. Eftir stendur minn-
ingin um lítinn ljóshærðan dreng
sem var allra hugljúfi. Það var
erfitt að útskýra fyrir litlu frænku
að Viðar væri dáinn og fyrst á eftir
var mikið um hann spurt. Ég held
samt að besta útskýringin hafi
fengist þegar litlu börnin þyrptust
um Heiðu og umföðmuðu hana.
Elsku Heiða mín, við biðjum þess
að góður Guð styrki þig og varðveiti
drenginn þinn.
Hrefna og Karl.
Þegar þú fluttir í Smárahverfið
fyrir einu ári, þá átti ég engan vin,
þá komst þú í bekkinn minn. Við
urðum strax bestu vinir, og vildum
gera allt saman. Sofa saman, vera í
eins fötum. Einu sinni þegar
mamma var að fara að kaupa á mig
skó, þá kom mamma þín og sagði, ég
verð að koma með því Viðar verður
að fá alveg eins skó. Mamma þín er
svo góð, hún var alltaf að gera svo
margt skemmtilegt með okkur. Við
fóram í Bláfjöll, við fórum út á
Reykjanes og tíndum egg sem við
svo seldum. Við keyptum okkur
tjald og mamma þín ætlaði með okk-
ur til Ölafsvíkur til ömmu þinnar, 2.
júh'. Við ætluðum að taka tjaldið
með og allt hitt dótið sem við vorum
búnir að taka til. Saman fóram við á
alla leiki með Breiðabliki á Kópa-
vogsvelli, okkur var alveg sama
hvort það voru kallar eða konur að
spila fótbolta, við voram þarna eins
og tveir litlir Pallar, einir í heimin-
um sem kölluðu: Áfram Breiðablik!
f júní þegar þú varst hjá Ómari
pabba þínum í Vestmannaeyjum, þá
leiddist mér svo mikið. Ég var alltaf
að telja dagana þangað til þú kæmir
heim. Þegar þú varst búinn að vera í
21 dag kom mamma þín og spurði
mig hvort ég vildi koma með til Þor-
lákshafnar að taka á móti þér. Rosa-
lega var ég glaður, því þú varst að
koma heim. Þú sagðir við mig: ,Ant-
on, næst þegar ég fer til pabba þá
mátt þú koma með, því við eram
bestu vinir.“
Svo átti ég næstum því heima hjá
þér næstu fimm daga og nætur.
Við vildum ekki fara að sofa strax
á kvöldin, bara tala og tala í stóra
rúminu þínu. Við meira að segja töl-
uðum um Guð. Ég verð að segja við
Guð að hann lætur ekki besta vin
manns deyja, það er ekki rétt. Á
kvöldin þegar ég er kominn upp í
rúm þá fer ég að gráta því ég sakna
þín svo mikið. Ég vil hafa sængina
mína þversum, því þannig höfðum
við hana þegar við sváfum saman.
Kannski átt þú, Viðar, besti vinur
minn, eina stjömu uppi á himninum
hjá Guði, og ert búinn að kveikja á
kerti sem lýsir niður til mín,
mömmu þinnar, Fiffa og Ómars
pabba þíns.
Ég ætla alltaf að gá upp í himin-
inn og sjá stjörnugluggann þinn, þá
veit ég að þú ert að horfa á mig. Ég
ætla líka að kveikja á kerti í glugg-
anum mínum svo þú sjáir minn
glugga.
Leiddu mína litlu hendi,
ljúfi Jesú þér ég sendi
bæn frá mínu brjósti, sjáðu,
blíði Jesú, að mér gáðu.
(Ásm. Eiríkss)
Guð geymi þig, elsku besti vinur
minn.
Þinn
Anton Orn.
Elsku Viðar okkar. Það er mjög
sárt að vita til þess að þú komir ekki
aftur til Vestmannaeyja, þú, þessi
fjöragi strákur, sem varst mættur
eldsnemma út á morgnana með bolt-
ann undir hendinni og ljómaðir af
gleði.
Elsku Viðar, við söknum þín sárt.
Við viljum senda til þín Ijóð frá okk-
ur systranum.
Nú legg ég augun aftur,
ó, Guð, þinn náðarkraftur
min veri vöm í nótt.
Æ, virzt mig að þér taka,
mér yfir láttu vaka
þinn engil, svo ég sofi rótt.
(S. Egilsson.)
Guðlaug Amþrúður, Birna Dögg
og Guðný Ósk Guðmundsdætur.
Það er erfitt að kveðja og skilja
hversu stutt við fengum að hafa Við-
ar hjá okkur og útskýra fyrir dóttur
minni að hann sé dáinn og góður guð
og englar gæti hans.
Þegar ég hugsa til hans kemur
fram minning um hæglátan og prúð-
an dreng sem ávallt var snyrtilegur
til fara.
Elsku Heiða mín, Ómar og Gógó,
þú sem varst svo natin við hann, og
allir aðstandendur, við biðjum góðan
guð að gæta ykkar og styrkja í ykk-
ar miklu sorg.
Eftir lifir minningin um góðan
dreng.
Hvífólnarjurtinfríða
og fellir blóm svo skjótt?
Hví sveipar barnið blíða
svo brátt hin dimma nótt?
Hví verður von og yndi
svo varpað niður í gröf?
Hví berst svo burt í skyndi
hin besta lífsins gjöf?
(Bjöm Halldórsson.)
Bergljót Þórðardóttir,
Ema Leifsdóttir.
Margs er að minnast,
margt er hér að þakka.
Guði sé lof fyrir liðna tíð.
Margs er að minnast,
margs er að sakna.
Guð þerri tregatárin stríð.
(V. Briem.)
Elsku Viðar okkar, ekki óraði
okkur fyrir því er við kvöddum þig
síðast að það yrði okkar síðasti
kveðjukoss. Lund þín var svo hlý og
góð þótt þú gætir verið algjört fiðr-
ildi á meðal vina. Þú naust þín vel í
sveitinni með okkur í sumarbú-
staðnum, alltaf á ferðinni hvort sem
var úti á vatni eða að veifa á bátnum
eða í leikjum við dóttur okkar,
Telmu. Nú hefur dóttir okkar misst
kæran vin; söknuður hennar er mik-
Hl.
Elsku Heiða og Fiffi, við vitum að
ykkar missir er mikill. Megi Guð
styrkja ykkur í ykkar sorg. Einnig
vottum við ættingjum og vinum Við-
ars litla okkar dýpstu samúð.
Far þú í friði,
friður Guðs þig blessi,
hafðu þökk fyrir aUt og allt.
Gekkst þú með Guði,
Guð þér nú fylgi,
hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt.
(V. Briem.)
Kveðja,
Aðalheiður (Heiða),
Birgir (Biggi) og börn.
Kveðja til vinar
Láttu nú Ijósið þitt
loga við rúmið mitt,
hafðu þar sess og sæti,
signaði Jesú mæti.
Vertu yfir og aflt um kring
með eilífri blessun þinni,
sitji Guðs englar saman í hring
sænginniyfirminni.
(Sig. Jónss.)
Þín
Telma Ýr.
Elsku Viðar Þór.
Þú varst besti vinur minn þegar
við vorum saman í leikskólanum
Suðurborg. Þú varst líka mjög fal-
legur drengur. Takk fyrir að vera
góður við mig. Ég sakna þín en þú
ert núna hjá Guði sem elskar alla.
Kveðja, þín vinkona
Arna Osp Thorarensen.
í hversdagsleikanum tekur maður
lífinu sem sjálfsögðum hlut, í bar-
áttu fyrir veraldlegum gæðum.
Dauðinn á þar ekki sæti. Því var það
sem köld vatnsgusa í andlitið þegai-
mér bárust fréttir af því að hann
Ómar vinur minn hefði misst litla
peyjann sinn í umferðarslysi. Hvers
vegna verða svona slys? Hvers
vegna er ungu fólki, kraftmiklu og
lífsglöðu eins og hann Viðar var,
kippt frá okkur á björtum sumar-
degi? Á því finnst sjálfsagt aldrei
skýring en maður verður að ætla að
þeirra bíði æðra verkefni en þeim
var ætlað í þessari jarðvist. Engin
orð fá lýst þeirri angist sem nístir
sálir þeirra sem næst standa og fátt
er hægt að segja til huggunar harmi
gegn.
Elsku Ómar, Magnea, Heiða og
fjölskyldur. Guð styrki ykkur og
hjálpi í gegnum þá miklu sorg og
söknuð sem lögð hafa verið á herðar
ykkar. Minning um góðan dreng lif-
ir.
Far þú í friði,
friður Guðs þig blessi,
hafðu þökk fyrir allt og allt.
Gekkst þú raeð Guði,
Guð þér nú fylgi,
hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt.
(V. Briem.)
Einar Vals og fjölskylda.
Bilið milli lífs og dauða er óhugn-
anlega stutt, en frammi fyrir þeirri
köldu staðreynd stöndum við þegar
við kveðjum elskulegan vin okkar,
hann Viðar Þór, sem nú er látinn
aðeins á áttunda ári. Fyrstu kynni
okkar af Viðari voru í gegnum son
okkar. Þeir áttu það sameiginlegt
að vera nýfluttir í hverfið við upp-
haf skólagöngunnar. Þeir þróuðu
með sér gott vináttusamband og
urðu fljótt óaðskiljanlegir. Oft bar
það við að þeir kæmu saman heim
að loknum skóla, léttir í lund og
var þá oft mikið glens og grín. Það
var gaman að vera með eitthvað
girnilegt á boðstólum þegar Viðar
var annars vegar, því hann tjáði
manni svo sterkt ef honum fannst
lyktin úr bakaraofninum girnileg
og líkaði honum baksturinn sleikti
hann út um og sagði „nammi,
namm“ fullur þakklætis. Þannig
lífgaði hann upp á hversdagsleik-
ann og gladdi bakarann á heimilinu
heilmikið. Viðar var sérlega glað-
lynt og tilfinninganæmt barn, hann
hafði mikla útgeislun og vann strax
hug okkar með hlýrri framkomu,
örlæti og ljúfmennsku. Nærgætni
hans kom best fram í alúðlegri um-
gengni við litlu dóttur okkar sem
hann kjassaði og knúsaði. Eitt sinn
á góðri stundu sagðist hann ætla að
giftast henni þegar hún yrði stór,
þessum ráðahag vorum við ekki
mótfallin því persónuleiki Viðars,
lundarfarið og góðmennskan gáfu
til kynna að hann yrði gott manns-
efni. Viðar var mikið jólabarn og
hann átti auðvelt með að koma
manni í sannkallað jólaskap þegar
hann fór að valhoppa af gleði við
smákökubaksturinn og uppsetn-
ingu á jólaskreytingum og fyrir
hans tilstilli var heimili hans
skreytt aukalega með fallegum
jólaljósum og jólasveinum. Uppá-
tæki Viðars voru oft kostuleg því
hann vildi ávallt gera hvern dag
skemmtilegan. Einn daginn að
loknum skóla bauð hann syni okkar
í afmælisveislu Dúllu, kanínunnar
sinnar, og sagði að það yrði heil-
mikil veisla og mikið fjör. Ég fór að
velta fyrir mér hvað væri hægt að
gefa kanínu og vegna þess að fyrir-
varinn var lítill hringdi ég í Heiðu,
móður hans, til að fá nánari upplýs-
ingar. Heiða kannaðist nú ekkert
við að Dúlla ætti afmæli, hvað þá
að til stæði að hún héldi henni stór-
veislu, en skilningsrík móðir sem
Heiða er gerði gott úr þessu uppá-
tæki sonar síns og hélt þessa finu
afmælisveislu fyrir Dúllu kanínu,
Viðari til mikillar gleði. Ljóslifandi
fyrir hugskotssjónum sjáum við
Viðar þar sem hann situr á stólnum
sínum í eldhúsinu glaðvær með
4
■