Morgunblaðið - 07.07.1999, Blaðsíða 49

Morgunblaðið - 07.07.1999, Blaðsíða 49
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 7. JÚLÍ 1999 49 FÓLK í FRETTUM ERLENDAR Þóroddur Bjarnason myndlistarmaður fjallar um nýjustu plötu Jamiroquai, Synkronized. Æsir upp dansgenin Hljómsveitin Jamiroquai flytur lög og texta Jay Kays, Toby Smiths og Derrick Mckenzies. Hljómsveitin er skipuð söngvaranum Jay Kay, hljóm- borðsleikaranum Toby Smith, trommuleikaranum Derrick McKenzie, bassaleikaranum Nick Fyffe og gítarleikaranum Simon Katz. Slagverk var í höndum Sola Akingbola og Wallis Buchanan lék á Didgeridoo. HLJÓMSVEITIN Jamiroquai, með söngvarann og aðal laga- og texta- smið sinn, Jay Kay, í broddi fylking- ar, er á þessari nýjustu afurð sinni á hefðbundnum slóðum. Tónlistin hef- ur sterk höfundareinkenni skapara sinna, er gleðirík diskó-fönktónlist sem æsir upp dansgenin í hverjum manni. Þeir sem höfðu gaman af fyrri tveimur plötum þessarar vinsælu hljómsveitar verða ekki fyrir von- brigðum með þessa. Hér er haldið áfram á sömu braut og hvergi slegið af. Jay Kay og félögum ferst það vel úr hendi að búa til góða smelli sem maður getur hlustað á aftur og aft- ur og tónlistin endist lengi og eldist vel. Hún er aldrei beinlínis í tísku heldur verður hún sígild um leið og hún kemur út. Fyrri tvær plötur hljómsveitar- innar, Emergeney on Planet Earth og Travelling Without Moving, inni- héldu smelli eins og Cosmic Girl, Virtual Insanity, When You Gonna Leam og Too Young To Die og þessi plata hefur sinn skammt af slíkum smellum. Þegar hefur fyrsta lag plötunnar, „Canned Heat“, ýtt við fótafimum og notið almennra vinsælda, en þar er sungið um dans- inn sjálfan. Annar smellurinn sem er að finna á disknum er felulagið „Deeper Underground", úr „flopp- inu“ ægilega, skrímslakvikmynd- inni, „Godzilla". Felulag segi ég, því þess er ekki getið á plötuumslagi og kemur manni því þægilega á óvart að heyra það í lok disksins. Af öðrum góðum lögum á diskn- um má nefna hið fönkaða Black Ca- pricom Day, Supersonic, Butterfly og King For A Day. I síðastnefnda laginu er aðeins föndrað við dramatískar stemmningar og er það góður opinber endir á disknum. Það er sem sagt einkenni þessa disks, eins og annarra diska hljóm- sveitarinnar, að hann venst vel og fær að dvelja á spilaranum í drjúga stund eftir að hann er keyptur. Hljóðið á disknum er óaðfinnan- legt og umslagið er vel heppnað. Helst saknaði ég þó að hafa ekki textana þar á prenti en boðskapur- inn í þeim markar svo sem engin tímamót hvort eð er. Dagskráin í hálfan mánuð Meðal efnis í blaðinu er viðtal við Jón Gnarr og Sigurjón Kjartansson úr Tvíhöfða en þeir eru að fara að gefa út geislaplötu sem ber heitið „Komdí fílíng“, viðtal við Arnar Eggert Thoroddsen félagsfræðing sem skrifaði lokaritgerð um hina góókunnu Simpson-fjölskyldu, yfirlit yfir beinar útsendingar frá íþróttaviðburöum, kvikmyndadómar, fræga fólkið og stjörnurnar, krossgáta og fjölmargt annað skemmtilegt efni. Hafóu Dagskrárblað Morgunblaósins alltaf til taks nálægt sjónvarpinu! Þú sérð dagskrá sjónvarps- og útvarpsstöðva næsta hálfa mánuðinn í Dagskrárblaði Morgunblaósins sem kemur út með Morgunblaðinu í dag. Djassað í Montreal NÚ STENDUR yfir árleg djasshátíð í kanadisku borginni Montreal, en hátiðin sem stendur til 17. júlí dregur árlega að sér þúsundir gesta og er búist við að meira en 200 þúsund manns muni verða á hátíð- inni í Montreal í ár. Bandaríska söngkonan Rickie Lee Jones hélt tónleika fyrsta kvöld hátíðarinnar, 2. júlí sl., og þar hefur hún kannski sungið um ástfanginn Chuck E., en það lag var samið um tónlistarmanninn Chuck E. Weiss, vin Tom Waits, en þau þrjú voru miklir vinir og sagt að Waits hefði verið sá sem hefði komið stúlkunni á fram- færi á sinum tfma. Svcfhsóftir í sveitina Action Lane svefhsófamir eru tilvaldir í sumarhústaðinn. Dýnustterðir: Full = 135 x 180 cm. Queen = 150 x 180 cm. Litir: Ljós Rauður Blár Renegate ^73.150r Queen 78.850,- Litir: Ljós Rauður Blár Brúnn Renegate ^78.850,- Full 73.150,- A1exander stSL94.050,- Full 89.300,- Litir: Köflóttur Hartford '80.750,- Queen 86.450,- Mörkiniii 4 • 108 Reykjavík Sími: 533 3500 • l:ax: 533 3510 • www.marco.i Við styÖjum við bakið á þér!
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.