Morgunblaðið - 07.07.1999, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 07.07.1999, Blaðsíða 41
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 7. JÚLÍ 1999 41 w HESTAR KIRKJUSTARF Gæðingakeppni fjdrðung-smótsins TORFI reið Nökkva eins og herforingi og sigraði verðskuldað í barnaflokki. THELMA háði harða rimmu á Sópran í úrslitum unglinga en marði sigurinn á ásetunni. Létt hjá Laufa í tölti og B-flokki MorgunblaðiðA'aldimar Kristinsson SPENNAN var heldur meiri í A-flokknum en B-flokknum þótt sigur Skarar frá Eyrarbakka væri öruggur þegar upp var staðið, sigurvegarinn Skör og Dam'ei lengst til vinstri en næst koma Gróði og Sigurður, Blika og Ragn- heiður, Stefhir og Bergur, Brúnblesi og Vignir, Ringó og Sigurður, Perla og Marietta og Punktur og Ragnar. VERÐLAUNAHAFAR unglingaflokks, frá vinstri Hafdís og Höldur, Einar og Freydís, Helga og Gauti, Auður og Hnokki, Ingibjörg og Gletta, Valgeir og Úði, Eyrún og Stígandi og Eva og Gletta. ÞEIR voru léttir dagarnir hjá gæð- ingnum Laufa og Hans F. Kjerúlf, fyrirfram var þeim eignaður sigur- inn í B-flokki og tölti og allt fór það eftir, nánast formsatriði að mæta og ríða skammlaust. Að vísu brást stökkið í forkeppni B-flokks er Laufi fór á krossstökki en aðeins einn dóm- aranna tók á málinu og gaf 5,5 í ein- kunn eins og reglur segja til um en hinir gáfu 8,0 og þaðan af hærra. Að öðru leyti dansaði Lauli eins og engill í gegnum mótið, en hann kom einnig fram í ræktunarhópssýningu Kolluleirubúsins þar sem sá kunni kappi Ragnar Hinriksson var við stjómvölinn. Mikið var um það rætt hvort Laufi hafi fengið einkunnir við hæfi fyrir til dæmis hægt tölt. Lands- ráðunauturinn Ágúst Sigurðsson hafði á orði að í kynbótadómi hefði Laufi fengið 10,0 fyrir hægt tölt eins og hann sýndi það þessa daga. Þá þótti lítill munur á þeim hæsta og lægsta í hægatölti í úrslitum tölt- keppninnar. Þar fékk keppandi sem var ekki með heila brú í atriðinu frá 5,5 upp í 6,5 meðan Laufi og Hans fengu tæplega 9,0. Þóttu dómarai- vera úti að aka á þessari stundu. En það voru Freyfaxamenn sem áttu B-flokkinn, hlutu bæði gullið og silfrið, en þar var að verki Fönix og Guðrún Ásdís, bæði frá Tjamarlandi. Daníel Jónsson og Glúmur frá Reykjavík færðu Homfirðingum bronsið. í A-flokki var þessu öfugt farið þar sem Hornfirðingur var með þrjá efstu eftir forkeppni en hélt tveimur efstu sætum í úrslitum. Skör frá Eyrar- bakka hélt efsta sætinu nokkuð ör- ugglega og Gróði frá Grænuhlíð öðm sætinu. Dam'el Jónsson sat Skör en Sigurður Sigurðarson sat Gróða. Ragnheiður Samúelsdóttir mætti ásamt Bliku frá Glúmsstöðum tvíelfd til leiks og unnu þær sig upp úr sjötta sæti í það þriðja. Það vekur at- hygli að meirihluti hrossanna sem var í úrslitum sá fyrst dagsins ljós í fjórðungnum og sýnir kannski að ekki þarf að sækja mikið í önnur hér- uð jjegar kaupa á góð hross. I yngri flokkunum vom Freyfaxa- menn heldur atkvæðamefri vom með sigurvegara í ungmenna- og ung- lingaflokki. í barnaflokki sigraði Torfi Þ. Sigurðsson frá Haga í Hornafirði glæsilega á Nökkva frá Miðskeri eftir spennandi keppni við Guðbjörgu Arn- ardóttur, Freyfaxa, sem keppti á Þymirós frá Egilsstöðum. TVær stúlkur úr Freyfaxa, þær Thelma Benediktsdóttir á Sópran frá Skarði og Guðbjörg Anna Bergs- dóttir á Hugari frá Ketilsstöðum, börðust um sigurinn í unglingaflokki og hafði sú fyrrnefnda betur, en litlu munaði. Hjördís Klara Hjartardóttir úr Hornfirðingi sem keppti á Hamri frá Haga náði bronsinu. Á Austurlandi er alltaf mikil keppni á milli félaganna og þá eink- um milli Freyfaxa og Hornftrðings. Freyfaxamenn komu 16 keppendum í úrslit, unnu 3 gull, 4 silfur og 1 brons. Hornfirðingar komu 15 kepp- endum í úrslit, unnu 2 gull, 1 silfur og tvö brons. Blær á Neskaupstað kom 7 keppendum í úrslit og náði einn þeirra í brons. Goði á Fáskrúðs- ftrði kom 4 keppendum í úrslit og náði einn þeirra bronsi. Geisli á Breiðdalsvík kom 1 keppanda í úrslit sem ekki blandaði sér í toppbarátt- una. Félagar í Glófaxa frá Vopnafirði létu sér nægja að taka þátt í hópreið- inni og blönduðu sér ekki í keppnina. Safnaðarstarf Dúmkirkjan. Hádegisbænir kl. 12.10 í safnaðarheimilinu. Orgelleikur á undan. Léttur málsverður á eftir. f Háteigskirkja. Kvöldbænir og fyrirbænir kl. 18. Seltjarnameskirkja. Kyrrðarstund kl. 12. Söngur, altarisganga, fyrirbænir. Léttur hádegisverður í safnaðarheimilinu. Fella- og Hólakirkja. Helgistund í Gerðubergi á fimmtudögum kl. 10.30. Seljakirkja. Fyrirbænir og íhugun kl. 18. Beðið fyrir sjúkum, allir velkomnir. Tekið á móti fyrirbænaefnum í kirkjunni og í síma 567 0110. ----------------- Gildistími inneignar í Frelsi lengdur tímabundið LANDSSÍMINN hefur ákveðið að lengja tímabundið gildistíma inneign- ar GSM-notenda, sem keypt hafa fyr- irframgreidda áskrift, svokallað Frelsi. Vanalega gildir inneign í sex mánuði frá því að greitt er inn á frelsiskort. Nú hefur hins vegar verið ákveðið að inneign allra viðskiptavina sem fylla á frelsiskort frá 1. júlí fram til 24. ágúst nk. muni gilda til 25. febr- ‘ úar á næsta ári, segir í fréttatilkynn- ingu frá Landssímanum. ,Ástæða þessa er að vegna villu í hugbúnaði frá Ericsson hefur Málsvari, talvél sem gefur frelsisnot- endum upplýsingar um gildistíma inn- eignar þeirra, byrjað að gefa upp rangar dagsetningar. Talvélin gefur nú upp gildistíma upp á rúmlega fjóra mánuði þegar fyllt hefur verið á kort- ið, í stað sex mánaða. Hugbúnaðurinn, sem stýrir talvél- inni, er ekki 2000-samhæfður. Nýr hugbúnaður frá . Ericsson, sem er 2000-samhæfður, berst mun seinna frá framleiðandanum en stefnt hefur verið að og mun uppfærslu hugbúnað- arins ekki ljúka fyrr en 24. ágúst. Nýja hugbúnaðinum munu fylgja ýmsar nýjungar í þjónustu við frelsis- notendur, t.d. mun Málsvari þá tala þijú erlend tungumál (dönsku, ensku og þýsku), auk íslensku. Jafnframt verður boðið upp á að tengjast þjón- ustuveri Símans frá Málsvai-a og al- mennum upplýsingum um Frelsi verður bætt inn á talvélina,“ segir ennfremm-. ----------------- Gengið úr Gröf- - inni að Gróttu HAFNARGÖNGUHÓPURINN stendur fyrir gönguferð í kvöld, miðvikudagskvöld, frá Hafnarhús- inu að vestanverðu kl. 20. Farið verður með höfninni og ströndinni út að Snoppu við Gróttu. Komið við á Valhúsahæðinni. Val um að ganga til baka eða fara með SVR. Allir velkomnir. Auglýsing um tillögu að deiliskipulagi sumarhúsa- byggðar í Haukabrekkulandi, Dalabyggð Sveitarstjórn Dalabyggðar auglýsir hér með tillögu að deiliskipulagi sumarhúsabyggðar í landi Haukabrekku í Stóra-Langadal, skv. 25. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997. Skipulagsuppdráttur ásamt greinargerð eru til sýnis á skrifstofu Dalabyggðar að Miðbraut 11 í Búðardal frá 7. júlí 1999 til 7. ágúst 1999. Þeim, sem telja sig eiga hagsmuna að gæta, er hér með gefinn kostur á að gera athuga- semdir við tillöguna. Athugasemdum skal skila til skrifstofu Dalabyggðarfyrir 21. ágúst 1999 og skulu þær vera skriflegar. Þeir sem ekki gera athugasemdir innan tilskilins frests teljast samþykkir tillögunni. Sveitarstjóri Dalabyggðar. Lokað vegna sumarleyfa Skrifstofa og verslun í Reykjavík verða lokuð frá og með 12. júlí til 9. ágúst vegna sumarleyfa. SALA VARNARLIÐSEIGNA UMSÝSLUSTOFNUN VARNARMÁLA - FÉLAGSLÍF Hörgshlíð 12. Boðun fagnaðarerindisins. Bænastund í kvöld kl. 20.00. éSAMBAND ÍSLENZKRA ,^/KRISTNIBOÐSFÉLAGA Háaleitisbraut 58. Samkoma í kvöld kl. 20.30. Birna G. Jónsdóttir og Guðlaug- ur Gíslason tala. Allir hjartanlega velkomnir. sik.torg.is mbl.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.