Morgunblaðið - 07.07.1999, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 07.07.1999, Blaðsíða 46
46 MIÐVIKUDAGUR 7. JÚLÍ 1999 I DAG MORGUNBLAÐIÐ Matur og matargerð Islenskar sumartertur Hér eru tvær uppskriftir af sumartert- um sem Kristín Gestsdóttir bakaði í 15 ára afmæli nöfnu sinnar 5. júlí sl. VIÐ viljum léttar tertur í sum- arhitanum og loksins er hann kominn. Með léttum tertum á ég við að notað sé lítið smjör, súkkulaði og rjómi, og að botn- amir séu smjörlausir og léttir og með ávöxtum eða berjum. Að visu útiloka ég ekki rjómann en set oft fituminni mjólkurvörur saman við. Ávextir og ber eru girnileg og mikið skraut á tert- um. Svo má líka tína sum þeirra blóma sem vaxa allt um kring og skreyta terturnar með; mörg þeirra eru æt, svo sem lamba- gras og fjólur. Eg gekk hér út á holtið kl. 8 að morgni sunnu- dagsins 4. júlí. Enginn bíll var í sjónmáli og ekkert heyrðist nema söngur fuglanna. Eg sá þar mjög fagra, háa, kúpta og fagurbleika lambagrasþúfu, hví- líkt listaverk. Ég ætla mér ekki að skapa það listaverk í köku, enda ekki í mannlegu valdi að skapa listaverk náttúrunnar. Ég réðist á lambagrasþúfu sem ekki var jafn falleg og tíndi nokkur blóm aff henni. Ég hafði bakað tvo svampbotna og keypt bæði íslensk jarðarber og útlend stór bláber. I hrifningarvímu skreytti ég kökurnar; aðra með þrílitum fjólum og kallaði hana Fjóluna fríðu. Á henni voru bláberin. Hina nefndi ég Lambagrasið ljúfa. Á hana fóru hin íslensku fagurrauðu jarðarber og smá og fíngerð dísæt lambagrasblóm. I báðar þessar kökur var notað skyr - og hvað er íslenskara en skyr? Botnarnir, 2 stk. ____________8 egg____________ __________320 g sykur________ 220 g hveiti 1. Hitið bakaraofn í 190iC, blást- ursofn í 175iC. 1. Þeytið eggin með sykri þar til þau eru Ijós og létt. 2. Sigtið hveitið út í og blandið varlega saman við. 3. Smyrjið tvö springform, 23-25 sm í þvermál. Skiptið deiginu í formin og bakið í miðjum ofni í 15-20 mínútur. Takið úr ofninum, hvolfið formunum á grind en losið botn- ana ekki úr, þeir detta ekki úr formunum. Kælið og losið úr. Fylling í kökurnar 2 pk. Toro-hlaup (einn sítrónuhlaup og annar jarðarberjahlaup) Heldur minna en ein stór dós bló- berja- og önnur af jarðarberjaskyri. 2 egg (eitt í hvora tegund skyrs) 3 Vidl rjómi '/2 askja blóber og ’/2 askja jarðarber 1 msk. flórsykur 1. I pakkanum með hlaupduftinu eru 10 msk. af dufti. Takið frá 3 msk. úr hvorum pakka og setjið í tvær skálar. Setjið það sem eftir er af duftinu í aðrar tvær skálar og hellið 2 dl af sjóðandi í vatni í hvora skál. Látið leysast vel upp en kælið síðan þar til þetta er við að stífha en má ekki vera orðið stíft. 2. Skerið um helming jarðar- berjanna í litla bita og bláberin í tvennt. Blandið berjunum ekki saman. Sigtið 1 msk. af ílórsykri yfir og látið standa í 15 mín. 3. Þeytið rjómann. Takið frá 1 dl af skyri úr hvorri dós, en hrærið hitt sitt í hvoru lagi með eggi. Setjið 2/3 rjómans út í blá- berjaskyrið en 1/3 í jarðarberja- skyrið. Bláberjaskyr er búið til úr undanrennu en jarðarberja- skyr er rjómaskyr. Lesið á um- búðir. Setjið síðan hálfstíft hlaupið sína tegundina í hvora skál og loks jarðarberjabitana og sundurskorin bláberin hvort í sína skál. Blandið vel saman og kælið þar til allt er orðið nokkuð stíft. 4. Kljúfið tertubotnana og setj- ið skyrfyllinguna í hvora tertu. Setjið í kæliskáp þar til allt er orðið vel stíft. í . K J ' Skreytingin: ’/2 askja blóber _______og ’/2 askjo jarðarber___ hlaupduftið sem tekið var fró 1 'Adl sjóðandi vatn í hvora skól með hlaupdufti 1 -2 pelar rjómi nokkrar fjólur og lambagrasblóm (mó sleppg) 1. K^júfið jarðarberin en hafið bláberin heil. Raðið þétt ofan á hvora tertu. 2. Leysið hlaupduftið upp, kælið að mestu en ausið síðan varlega yfir berin með skeið. Lát- ið stífna í kæliskáp. 3. Þeytið rjómann og sprautið utan á terturnar. Skreytið síðan með fjólum eða lambagrasblóm- um ef ykkur hentar. Það þarf að gera skömmu áður en kökurnar eru bomar fram. VELVAKANÐl Svarað í síma 569 1100 frá 10-13 frá mánudegi til föstudags Hættuakstur HVERJUM manni sem yf- irleitt ekur bifreið hér á landi hlýtui' að vera ljóst að um leið og hann ekur af stað er hann í raun að stefna lffi sínu í vissa hættu. I umferðinni hér á landi ríkir algjört agaleysi. Það virðist t.d. reynast erfitt fyrir allan þorra manna að framkvæma eins auðveld- an hlut og að nota stefnu- ljós, í bæjarakstri sérstak- lega. Notkunin verður að vera almenn til öryggis fyrir ökumenn og þá þarf að hafa í huga að gefa stefnuljós í tæka tíð. Um akstur á þjóðvegum landsins væri hægt að skrifa heila bók. Vegir okkar eru mjög mjóir mið- að við slíka vegi í flestum öðrum löndum, oftast að- eins ein akrein í hvora átt. Vegna þessa má ekki miklu muna til að árekstr- ar eigi sér stað, enda eru dæmin mýmörg og nánast lýst af einhverjum toga á hverjum degi. Maður les í blöðunum um aðgerðir lögreglu við og við, einhvers konar „rassía" gerð og þá teknir nokkrir einstaklingar fyrir hraðakstur og er það gott og blessað. í því sambandi verður maður eiginiega að kasta fram spurningu um hver séu eiginlega hraða- takmörk á vegum landsins. Hver eru þau? Ekki eru margar merkingar um hraða á vegunum til þess að minna fólk á, nokkur skilti eins og t.d. „Hraðann eða lífið“. Ég hygg að reynsla flestra sé að engin hraða- takmörk séu virt. Ef keyrt er t.d. á 100 km hraða myndast strax bílalest á eftir þeim bíl og framúr- akstur hefst. Sá sem þetta ritar hefur ekið bíl í nokkrum löndum, þ.ám. Bandaríkjunum. Ef maður þar í landi dirfist að fara örlítið yfir löglegan hraða sprettur fram lög- regla með sekt sem greið- ast verður á staðnum, hinn kosturinn er að verða kyrrsettur. Nú veit ég auðvitað að hér er ekki nægt lögreglu- lið til þess að framkvæma sh'kar aðgerðir að stað- aldri, en einhvern milliveg mætti ef til vill finna. Það hlýtur að vera ósk, ef ekki krafa, allra landsmanna, þegar litið er til of hárrar tíðni alvarlegra slysa, að þessi mál verði tekin til al- varlegrar athugunar. Óánægður ökumaður. Góð þjónusta á Véla- verkstæði Hjartar MIG langar til að koma á framfæri þakklæti til þeirra á Vélaverkstæði Hjartar Eiríkssonar sf. á Hvammstanga. Við hjónin vorum á leið inn á Siglu- fjörð fimmtudaginn 1. júlí. Þá fór í sundur púströrið á bílnum. Þegar við komum á verkstæðið var tekið mjög vel á móti okkur og gert við bílinn á stundinni. Þar að auki tóku þeir ekki mikið fyrir þjónustuna. G.B. Þjóðaratkvæða- greiðslu um allar ríkiseignir KONA hringdi og segir að hún vilji þjóðaratkvæða- gi-eiðslu um allar ríkiseign- ir sem verið er að selja. Einnig vill hún þjóðarat- kvæðagreiðslu um allar virkjanir á Islandi. Og svona í lokin bendir hún á að þjóðin á fiskikvót- ann og að það mál sé allt í ólestri. Ein sem þykir vænt um landið sitt. Tapað/fundið Gullhringur tapaðist GULLHRINGUR tapað- ist 25.6. sl. við Sjúkrahús Reykjavíkur eða í Kefla- vík. Hann er steinalaus og einn sinnar tegundar. Upplýsingar í síma 4212617. Fundarlaun. Svartur poki tapaðist SVARTUR poki með svefnpokum, dýnu og teppum, tapaðist af þaki bíls á leiðinni úr Þórsmörk þann 4. júlí. Pinnandi vin- samlega hafi samband í síma 6976837. Hvít skyrta tapaðist HVÍT skyrta týndist á Planet Pulse laugardaginn 12. júní. Finnandi hringi í síma 565 2057 eða 698 6235. Medalía fannst SPILAMEDALÍA fannst á rólóvelli nálægt Rauða- gerði. Upplýsingar í síma 5531357 frá kl. 10 á morgnana. Dýrahald Týndur köttur SVARTUR köttur með hvítan blett á hálsinum og í náranum, týndist frá Vatnsenda 30. júní sl. Hann er eyrnamerktur og með rauða ól. Kisa á heima í Selja- hverfi og ratar því senni- lega ekki heim til sín. Ef einhver hefur séð hana er sá hinn sami vinsamlegast beðin að hringja í síma 567 1985. Tveir fresskett- lingar gefíns TVEIR tveggja mánaða kettlingar, fress, fást gef- ins. Sími 555 0061. SKAK Umsjón Margeir Pótursson STAÐAN kom upp á opna Jantar Baltyku mótinu i pólska bænum Rowy í sumar. Leonid Gofstein (2.500), ísrael, hafði hvítt og átti leik gegn Eduard Kolesnik (2.325), Hvíta-Rúss- landi. 24. Rxg6! - fxg6 25. Dxg6+ - Hg7 26. De6+ - Hf7 27. Ba2 - De7 28. Dg6+ - Bg7 29. Hfel - Dg5 30. Dxf7+ - Kh8 31. He8+ og svartur gafst upp, því hann er mát í nokkrum leilgum. Úrslit á mótinu urðu: 1. Kovalev; Hvíta-Rússlandi, 7’/2 v. af 9 mögulegum, 2. Tregubov, Rússlandi, 7 v., 3,- 5. Brodski, Úkraínu, Sergei Kasparov, Úkraínu (ekkert skyldur stigahæsta skák- manni heims) og Kastanieda, Rússlandi 6V4 v. HVÍTUR leikur og vinnur. Víkverji skrifar... FERÐIR íslendinga um eigið land eru nauðsynlegar. Gott og blessað er að ferðast tU útlanda og sækjast eftir sól og sumri og til- breytingu. Það ætti hins vegar ekki að útiloka að við kynnumst eigin landi. Við eigum að gera okkur far um að kynnast landinu af eigin raun og frá sem flestum hliðum, með margs konar ferðamáta eftir því sem okkur hentar hverju sinni. Æ meira er nú fjallað um ferðir um Island í fjölmiðlum og umræða er mikil um umhverfismál og náttúru landsins. Þetta ætti að verða tU þess að hvetja okkur tU að kynnast eigin landi. Sumum þykja ýmsar hindranir standa í vegi, svo sem hátt verðlag og erfitt tíðarfar. Það á hins vegar ekki að vera nein af- sökun. Látum ekki smáatriði, sem Víkverji vill kaUa svo, trufla okkur í að fara um landið. Við myndum aldrei hreyfa okkur spönn frá rassi ef við hlustuðum alltaf á veðurspá og það er alveg hægt að sneiða hjá þeim sem selja ferðaþjónustu sína dýrt. xxx LISTASAFN íslands er ekki venjulegur vettvangur tU kynn- ingar á nýjum bfi en það átti sér engu að síður stað í liðinni viku er Porsche-bUaframleiðandinn kynnti bUa sína og nýtt umboð á Islandi, BUabúð Benna. Þetta var að mörgu leyti ákjósanlegur staður og skemmtUegur til þess ama og ekki sakaði fyrir listunnendur að sýning- arsalir voru opnir og hægt að líta á aðra gripi um leið og menn virtu fyrir sér bUana. Það liggur ekki endilega í aug- um uppi að bílar og list fari vel saman en laglegir bílar eru lista- smíð og ekki síst á það einna helst við um gamla sérstaka gripi og handsmíðaða og kannski fágæta bíla eins og Porsche. Trúlega verð- ur Listasafnið ekki daglegur vett- vangur bílakynninga þrátt fyrir þetta fordæmi en minna má á að til er fyrirtæki í Reykjavík sem heitir BUar og list og annast sölu á lista- verkum og bílum. List og bílar geta líklega farið nokkuð vel sam- an. Ur því farið er að fjalla um bUa má minnast á framtak annars bUa- umboðs, Ingvars Helgasonar, sem sendi nýverið landsmönnum frétta- bréf sitt. Þar er fyrirtækið kynnt svo og bfiaframleiðendur sem það hefur umboð fyrir. Fréttabréf sem þetta hafa rutt sér nokkuð tfi rúms og þótt þau komi ekki í stað annarra auglýsinga og hefðbundinna eru þau ágæt tUbreyting og gefa mögu- leika á að kynna starfsmennina, þá sem sjá um aUa þjónustu fyrirtækj- anna. xxx EFTIR umfjöllun um virkjanir og álver á Austurlandi á dögun- um hefur kunningi Víkverja bent á að lítið hafi verið fjallað um arðsemi Fljótsdalsvirkjunar. Fram hefur komið að hagkvæmast sé að virkja stórt og á ákveðinn hátt á þessu svæði en litlar tölur hafa verið lagð- ar fram til að sýna arðsemina og í hverju munurinn á hagkvæmni hinna ýmsu virkjanakosta getur legið. Víkverji getur tekið undir það með kunningjanum að þetta atriði virðist lítið hafa verið uppi á yfir- borðinu. Hver er arðsemin? Er hún eingöngu miðuð við sölu til stóriðju og þá á stóriðjuafslætti? Hversu mikUl er munur á hagkvæmni eða arðsemi helstu kostanna? Væri ekki mögulegt að fá fram slíka umfjöll- un?
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.