Morgunblaðið - 07.07.1999, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 07.07.1999, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ FRETTIR MIÐVIKUDAGUR 7. JÚLÍ 1999 13 Snjóflóðavarnir á Bolungarvík Bæjarstjórnin velur tvo kosti Rannsóknir á Geysi í biðstöðu ENGIN ákvörðun hefur verið tek- in um frekari rannsóknir á Geysi í Haukadal, að sögn Ingimars Sig- urðsson skrifstofustjóra í umhverf- isráðuneytinu. „Pað þarf að tryggja fjármuni til rannsókna ef ætlunin er að fara út í þær. Þeir fjármunir liggja ekki á lausu og það er spurning hvað rík- isstjórnin vill gera í þessum mál- um.“ Ingimar segir að verið sé að vinna úr niðurstöðum Geysisnefnd- ar sem skipuð var fyrir tveimur ár- um og lauk störfum í byrjun þessa árs. „Það er spurning hvað Náttúru- verndarstofnun leggur áherslu á, það er af svo mörgu að taka. Við höfum litið á Geysi sem eitt af ein- kennum landsins gagnvart heimin- um og að það þurfi að taka á þessu máli sérstaklega. En það er af mörgu að taka í náttúruverndar- málum og það er spurning á hvað verður lögð áhersla." Ami Bragason, forstöðumaður Náttúruvemdar ríkisins segir í frétt Morgunblaðsins sl. föstudag að hann vonist til að Orkustofnun taki málið inn á sína rannsóknará- ætlun. Að sögn Ingimars tengjast rannsóknir Orkustofnunar ekki beinlínis rannsóknum á Geysi, Orkustofnun stundi rannsóknir á þessu svæði með nýtingu í huga en ánægjulegt væri ef hægt væri að tengja saman rannsóknir á Geysi og rannsóknir Orkustofnunar. -------------------- Alþjóðleg danskeppni á Italíu Islenska töluð á verðlauna- pallinum ÞAÐ var töluð íslenska á verð- launapallinum í Alassio á Italíu sl. laugardag, en þar fór fram keppni í enskum valsi í flokknum, Ungling- ar II, í opinni alþjóðlegri danskeppni. Par frá Moldavíu var þar í fyrsta sæti. í öðm sæti vom þau Hilmir Jensson og Ragnheiður Eiríksdóttir og í því þriðja Grétar Ali Khan og Jóhanna Berta Bem- burg. í fjórða sæti var par frá Dan- mörku, Micki Chow og Asta Sig- valdadóttir. Asta flutti til Dan- merkur fyrir ári síðan og hefur gengið mjþg vel í dansinum að und- anförnu. Asta og Micki em tvöfald- ir Danmerkurmeistarar. í keppni í 10 dönsum sem fór fram sl. föstudag náðu Hilmir og Ragnheiður 6. sæti og Grétar Ali og Jóhanna Berta 14. sæti. Þrjá- tíu pör tóku þátt í þessari keppni og voru sigurvegararnir frá Úkra- ínu. Ármúla 29 - Rvk. Sími 588 4699 V/efsiða: www.oba.is BÆJARSTJÓRN Bolungarvíkur hefur samþykkt tillögu til stjórnar Ofanflóðasjóðs um að athuga nánar tvær af þeim átta leiðum til snjó- flóðavama, sem kynntar vom á borgarafundi 21. júní. Ólafur Krist- jánsson bæjarstjóri sagði að full samstaða hefði verið innan bæjar- stjómar um tillöguna. „Tillagan verður send Ofanflóða- sjóði og ef hann tekur jákvætt í til- löguna verður gengið tii samninga við þá um áframhaldið," sagði Ólaf- m-. „Síðan verður rætt um þetta við þingmenn Vestfirðinga og viðkom- andi ráðuneyti og stofnanir eftir því sem nauðsyn krefur og þimfa þykir.“ Bæjarstjómin samþykkti að gerð- ur yrði samanburður á svokölluðum varnarkosti 3 (rás ofan byggðar) og varnarkosti 4 (sambland leiðigarðs og þvergarðs), en varnarkostirnir átta vora allir kynntir í Morgunblað- inu 24. júní. Áætlað er að framkvæmdir hefjist árið 2001, en aðspurður hvort þetta mál myndi fá sérstaka flýtimeðferð, sagði Ólafur: „Ég hygg að það sé ekki hægt að svara þessu nema vita um áform þeirra sveitarfélaga sem hafa verið framar í röðinni, en að sjálfsögðu munum við fara fram á að þessu verði hraðað eins og kostur er, en við viljum ekki gera það á kostnað öryggis annarra sveitarfé- laga.“ A I í&paiB mrnim 1 «w» % ISHI * BM TIÐNIN skv. könnun breska 1 timaritsins Wbat^Car? | ! i nr - MHSUBISHISPACE STAR GLX kostar L 1-495.000 MITSUBISHI ■i niikhtm nwtuni! Lougnvegur 1 ? s f m i heimasíi wwvu.hekla.is ii <> k l.» @hekla.ls
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.