Morgunblaðið - 07.07.1999, Page 13

Morgunblaðið - 07.07.1999, Page 13
MORGUNBLAÐIÐ FRETTIR MIÐVIKUDAGUR 7. JÚLÍ 1999 13 Snjóflóðavarnir á Bolungarvík Bæjarstjórnin velur tvo kosti Rannsóknir á Geysi í biðstöðu ENGIN ákvörðun hefur verið tek- in um frekari rannsóknir á Geysi í Haukadal, að sögn Ingimars Sig- urðsson skrifstofustjóra í umhverf- isráðuneytinu. „Pað þarf að tryggja fjármuni til rannsókna ef ætlunin er að fara út í þær. Þeir fjármunir liggja ekki á lausu og það er spurning hvað rík- isstjórnin vill gera í þessum mál- um.“ Ingimar segir að verið sé að vinna úr niðurstöðum Geysisnefnd- ar sem skipuð var fyrir tveimur ár- um og lauk störfum í byrjun þessa árs. „Það er spurning hvað Náttúru- verndarstofnun leggur áherslu á, það er af svo mörgu að taka. Við höfum litið á Geysi sem eitt af ein- kennum landsins gagnvart heimin- um og að það þurfi að taka á þessu máli sérstaklega. En það er af mörgu að taka í náttúruverndar- málum og það er spurning á hvað verður lögð áhersla." Ami Bragason, forstöðumaður Náttúruvemdar ríkisins segir í frétt Morgunblaðsins sl. föstudag að hann vonist til að Orkustofnun taki málið inn á sína rannsóknará- ætlun. Að sögn Ingimars tengjast rannsóknir Orkustofnunar ekki beinlínis rannsóknum á Geysi, Orkustofnun stundi rannsóknir á þessu svæði með nýtingu í huga en ánægjulegt væri ef hægt væri að tengja saman rannsóknir á Geysi og rannsóknir Orkustofnunar. -------------------- Alþjóðleg danskeppni á Italíu Islenska töluð á verðlauna- pallinum ÞAÐ var töluð íslenska á verð- launapallinum í Alassio á Italíu sl. laugardag, en þar fór fram keppni í enskum valsi í flokknum, Ungling- ar II, í opinni alþjóðlegri danskeppni. Par frá Moldavíu var þar í fyrsta sæti. í öðm sæti vom þau Hilmir Jensson og Ragnheiður Eiríksdóttir og í því þriðja Grétar Ali Khan og Jóhanna Berta Bem- burg. í fjórða sæti var par frá Dan- mörku, Micki Chow og Asta Sig- valdadóttir. Asta flutti til Dan- merkur fyrir ári síðan og hefur gengið mjþg vel í dansinum að und- anförnu. Asta og Micki em tvöfald- ir Danmerkurmeistarar. í keppni í 10 dönsum sem fór fram sl. föstudag náðu Hilmir og Ragnheiður 6. sæti og Grétar Ali og Jóhanna Berta 14. sæti. Þrjá- tíu pör tóku þátt í þessari keppni og voru sigurvegararnir frá Úkra- ínu. Ármúla 29 - Rvk. Sími 588 4699 V/efsiða: www.oba.is BÆJARSTJÓRN Bolungarvíkur hefur samþykkt tillögu til stjórnar Ofanflóðasjóðs um að athuga nánar tvær af þeim átta leiðum til snjó- flóðavama, sem kynntar vom á borgarafundi 21. júní. Ólafur Krist- jánsson bæjarstjóri sagði að full samstaða hefði verið innan bæjar- stjómar um tillöguna. „Tillagan verður send Ofanflóða- sjóði og ef hann tekur jákvætt í til- löguna verður gengið tii samninga við þá um áframhaldið," sagði Ólaf- m-. „Síðan verður rætt um þetta við þingmenn Vestfirðinga og viðkom- andi ráðuneyti og stofnanir eftir því sem nauðsyn krefur og þimfa þykir.“ Bæjarstjómin samþykkti að gerð- ur yrði samanburður á svokölluðum varnarkosti 3 (rás ofan byggðar) og varnarkosti 4 (sambland leiðigarðs og þvergarðs), en varnarkostirnir átta vora allir kynntir í Morgunblað- inu 24. júní. Áætlað er að framkvæmdir hefjist árið 2001, en aðspurður hvort þetta mál myndi fá sérstaka flýtimeðferð, sagði Ólafur: „Ég hygg að það sé ekki hægt að svara þessu nema vita um áform þeirra sveitarfélaga sem hafa verið framar í röðinni, en að sjálfsögðu munum við fara fram á að þessu verði hraðað eins og kostur er, en við viljum ekki gera það á kostnað öryggis annarra sveitarfé- laga.“ A I í&paiB mrnim 1 «w» % ISHI * BM TIÐNIN skv. könnun breska 1 timaritsins Wbat^Car? | ! i nr - MHSUBISHISPACE STAR GLX kostar L 1-495.000 MITSUBISHI ■i niikhtm nwtuni! Lougnvegur 1 ? s f m i heimasíi wwvu.hekla.is ii <> k l.» @hekla.ls

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.