Morgunblaðið - 09.07.1999, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 09.07.1999, Blaðsíða 10
10 FÖSTUDAGUR 9. JÚLÍ 1999 MORGUNBLAÐIÐ ____________FRÉTTIR_________ Fugl í hreyfil Atlanta- þotu í flugtaki FUGL lenti í einum hreyfli Boeing 747-200 þotu Atlanta í flugtaki frá Keflavíkurflugvelli í gærmorgun og varð hún að snúa strax við þar sem flugmenn urðu að drepa á hreyflinum en breiðþotan hefur íjúra hreyfla. Skipta verður um hreyfll og var annarri breiðþotu Atlanta flogið frá Englandi síðdeg- is í gær til að sækja farþegana í Keflavík sem ætluðu til London. Atvikið varð nánast í flugtakinu og segir Hafþúr Hafsteinsson, flugrekstrarstjúri Atlanta, að flug- mennirnir hafi strax gert sér grein fyrir að fugl fúr gegnum ytri hreyfilinn á vinstri væng og drepið á honum. Vélinni var snúið til lendingar og segir Hafþúr Ijúst að skipta verði um hreyfil þar sem skemmdir hafí orðið á blöðum og hugsanlega hluta túrbínunnar. Flugmenn tilkynntu farþegum hvers kyns var og segir Hafþúr enga hættu hafa verið á ferðum enda geti þessar þotur haldið áfram flugtaki og klifri þútt einn hreyfill stöðvist. Þota Atlanta, Júhannes R. Snorrason, lagði af stað áleiðis til London kl. 7 í gærmorgun með 441 farþega. Tristar-þota Atlanta var fengin frá Englandi í gær til að fljúga farþegunum til London en þar sem hún tekur færri far- þega, eða 362, fengu nokkrir far með síðdegisvél Flugleiða til London. Farþegum var boðið að borða og þeim sem það vildu var ekið til Reykjavíkur meðan beðið var brottfarar og erlendum far- þegum var boðið að dvelja á húteli í Keflavík á meðan. Skipt um hreyfil í Lúxemborg Boeing-þotunni var flogið til Lúxemborgar síðdegis í gær þar sem skipta átti um hreyfil. Car- golux annast viðhald á Boeing- breiðþotum Atlanta og segir Haf- þúr varahreyfíl geymdan þar. Bjúst hann við að þotan yrði tilbú- in til flugs á ný síðar í dag. Hann sagði félagið tryggt fyrir úhöppum sem þessum, þ.e. viðgerðinni á hreyflinum sem skemmdist en nokkuð kostnaður hlytist af rask- inu sem yrði á fluginu. Hann segir að atvik sem þetta séu fátíð en reynt er eftir megni að hreinsa fugla af fiugvallarsvæðinu. Farþegar Atlanta biðu í rólegheitum í Leifsstöð eftir næstu ferð ÞEIR Tryggvi Þráinsson (t.h.) og Friðrik Sigfússon túku lífinu með stakri rú og var næst á dagskrá hjá þeim að fá sér í svanginn. Morgimblaðio/Golli ÞAÐ getur tekið nokkra stund að afgreiða rúmlega fjögur hundruð nzmanns sem koma úvænt í mat, en farþegar stúðu þolinmúðir í röðinni. Við verslum kannski minna FARÞEGAR Atlanta sem bíða urðu í Flugstöð Leifs Eiríkssonar í gær eftir annarri þotu í stað þeirr- ar sem flytja átti þá til Stanstead við London fengu ýmsan viður- gjörning á meðan og virtust ekki una hag sínum mjög illa þrátt fyrir töfina. Hafsteinn Árnason, stöðvar- stjóri Atlanta í Keflavík, sagði alla leggjast á eitt um að leysa úr þess- um vanda en auk starfsmanna Atl- anta voru það m.a. starfsmenn Flugleiða, en nokkrir farþeganna fengu far með Flugleiðaþotu til London. „Ég sat í flugstjórnarklefanum og vissi því hvað var að gerast, fann smá högg og flugmennimir áttuðu sig strax á því hvað var að gerast,“ sagði Tryggvi Þráinsson, en hann hefur nýlega lokið at- vinnuflugprófi og sótt um starf hjá Flugleiðum. „Flugmennirnir brugðust hárrétt við eftir því sem ég hef lært, sýndu eðlileg og ákveðin viðbrögð, héldu flugtakinu áfram en lentu síðan strax aftur,“ sagði Tryggvi einnig. Flugstjóri var Jón Grímsson, flugmaður Ingólfur Einarsson og Ljótur Ingason vai- flugvélstjóri. Félagi hans, Friðrik Sigfússon rafvirki, sagðist ekki hafa fundið neitt þar sem hann sat í farþega- rýminu en sagði flugmennina hafa tilkynnt strax hvað hefði gerst og af hverju lenda yrði á ný. Þeir Tryggvi og Friðrik voru ásamt fleiri félögum sínum og stórum hópi farþega á leið til að fylgjast með Formúlu-kappakstrinum í Sil- verstone og sögðu að við þessu væri ekkert að gera. „Það er ekk- ert hægt að kenna flugfélaginu eða neinum öðrum um þetta og töfin hefur svo sem ekki önnur áhrif en þau að við verslum kannski minna og hún verður þá bara ódýrari fyr- ir vikið,“ sögðu félagarnir. Kunna viðbrögðin Tryggvi sagði flugmennina hafa látið þotuna klifra í 2.500 feta hæð, tekið síðan hring út á flóann og lent á ný. „Mér fannst þetta flott gert hjá þeim enda era flugmenn þjálfaðir í viðbrögðum sem þessum og eiga að kunna þau. Það er hins vegar sem betur fer ekki oft sem þeir þurfa á þessari hæfni að halda.“ Annar stór hópur farþega stefndi á tónleika hjá Celiné Dion á sunnudagskvöld. í hópi þeirra voru þær Ragnheiður Laufdal Erlings- dóttir og Tinna Dögg Ragnarsdótt- ir. „Við fundum ekkert og vissum ekki að slökkt hefði verið á einum hreyfli eða nokkuð farið úrskeiðis fyrr en flugmaðurinn sagði farþeg- unum frá því sem gerst hafði nokkru eftir flugtakið og vélin varð að lenda aftur,“ sögðu þær og voru sallarólegar. „Það er náttúrlega verst að missa daginn í búðunum því við verðum ekki komnar út fyrr en eftir kvöldmat." Þær kváðust hafa tekið því rólega eftir að inn í flugstöðina kom aftur, dottað og litið aftur í verslanir. Eftir að farþegar voru komnir frá borði bauð Atlanta hópnum uppá morgunverð og síðar hádegis- verð. Hafsteinn Arnason sagði það þó nokkuð mikið mál að bregðast við í aðstæðum sem þessum. Fljót- lega varð ljóst að önnur þota Atl- anta, Tristar, sem var í Englandi var á lausu og var henni flogið til Islands til að fara með farþegana út aftur. För hennar hingað tO lands seinkaði nokkuð en hún átti upphaflega að halda héðan klukkan 16 en ekki varð af brottför fyrr en kl. 19. Var það m.a. vegna þess að lengri tíma tók en ráðgert var að koma áhöfn í veg fyrir vélina í Englandi. Sú þota tók hins vegar færri farþega eða 362 af þeim 441 sem hin breiðþotan tekur og fékkst far með þotu Flugleiða sem átti að halda af stað kl. 16. „Við þurftum 79 sæti hjá Flugleiðum og það voru 79 sæti laus í vélinni til London þannig að þetta gekk upp. Það má því segja að í þessum aðstæðum hafí hlutirnir gengið vel fyrir sig, allir lögðust á eitt tO að leysa úr málinu eins og menn gera þegar svona kemur upp,“ sagði Hafsteinn og vísaði þar bæði til starfsmanna Atlanta og Flugleiða í Keflavík. Þotan í gagnið á ný í dag Búið var að taka allan farangur úr Boeing þotunni undir hádegi og síðan þurfti að raða töskum með réttum farþegum á vélarnar tvær sem fluttu hópinn til London. Haf- steinn sagði ekki unnt að seinka heimför hópsins sem ráðgerð er á mánudagsmorgun samkvæmt áætlun enda á þotan að fara í flug MARGIR farþeganna voru á leið á túnleika hjá Celine Dion eins og þær Ragnheiður Laufdal Erlingsdúttir og Tinna Dögg Ragnarsdúttir. Þær ætluðu að fara annan hring í búðunum. með sólarlandafarþega frá íslandi um hádegi á mánudag. „Þetta gat heldur ekki gerst á heppilegri degi því vélin er ekki bókuð í flug á morgun," sagði Haf- steinn að lokum í gær en hann og starfslið hans var önnum kafið við að greiða götu farþega sem bíða urðu fram undir kvöld í Leifsstöð. Þotan sem fékk fugl í hreyfilinn hélt tO Lúxemborgar og var henni flogið á þremur hreyflum þangað. Hélt hún af stað um kl. 14 eftir at- hugun á hreyflinum. Flugmenn í þeirri ferð voru hinir sömu og fljúga áttu tO London. Sveinn Zoéga aðstoðarflugrekstrarstjóri sagði vélina væntanlega verða til- búna í kvöld og gæti hún þá tekið verkefni ef upp kæmi á morgun. Hún á að fljúga eina ferð mOli Ir- lands og Portúgals á sunnudag og vera komin til London á mánudags- morgni tO að flytja hingað heim flesta þá farþega sem hugðust halda með henni út í gærmorgun. Framkvæmdir fyrir 450 millj- ónir króna UNNIÐ er að lagfæringu á E- álmu Borgarspítalans. Verið er að endursteina álmuna að utan og verða gluggar og gler end- urnýjuð. Þetta er fyrsti áfangi í lagfæringu alls hússins að utan. Áætlað er að íramkvæmdirnar taki þrjú til fjögur ár og kosti um 450 mdljónir. Þetta kemur fi-am í Spítalapóstinum, blaði Sjúkrahúss Reykjavíkur. í blaðinu er haft er eftir Gísla Hermannssyni, forstöðu- manni rekstrar- og viðhalds- deildar SHR að húsið hafi legið undir skemmdum í mörg ár, allt of litlu fé hafi verið eytt í viðhald en nú hafí sérstök fjár- veiting fengist til framkvæmd- anna.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.