Morgunblaðið - 09.07.1999, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 09.07.1999, Blaðsíða 30
30 FÖSTUDAGUR 9. JÚLÍ 1999 MORGUNBLAÐIÐ LISTIR REIÐHJÓLIÐ sem Sigurður Filippusson smíðaði. Tækja- minjasafn í miklum vexti Höfn - Eitt af því sem er til af- þreyingar fyrir ferðamenn sem koma til Hornafjarðar er að skoða Byggðasafnið. Byggðasafn Austur-Skaftafellssýslu er til húsa í elsta húsi bæjarins, Gömlubúð, og er fyrsta húsið á vinstri hönd þegar inn í bæinn er komið. I Gömlubúð er fjölbreytt safn muna ásamt allsérstöku náttúrugripasafni. Meðal merkilegra muna má nefna muni úr eigu Þórbergs Þórðarsonar, t.d. allsérstæð biek- bytta sem nemendur Iðnskólans í Reykjavík gáfu honum eftir að Bréf til Láru kom út. Þar eru einnig munir sem sagðir eru vera úr gullskipinu, „Het Vapen Von Amsterdam", sem strandaði 1667 á Skeiðarársandi. Náttúrugripa- safnið er að stórum hluta byggt upp af Hálfdáni Björnssyni á Kvískerjum. Þar má m.a. sjá allt íslenska eggjasafnið, mikið af _ skordýrum, fuglum og fleiru. í kjallara er búið að setja upp smiðju og heimili Sigurðar Fil- ippussonar (Eldsmiðurinn) frá Hólabrekku á Mýrum. Hann var mikill hagleikssmiður og eru á safninu margir smíðisgripir eftir hann. Safnið er einnig niðri við bryggju, þar er sjóminjasafn í Pakkhúsi og gömul verbúð í Miklagarði. Sá hluti safnsins sem er í mest- um vexti er tækjaminjasafnið. Það er byggt upp af gömlum bíl- um og landbúnaðartækjum, aðal- lega hestatælqum. Nú í vor hefur safnið fengið mikið af gripum í tækjasafnið, m.a. Land Rover, ár- gerð 1962, sem er í góðu ástandi. Sigurður Jóhannsson frá Hnappavöllum í Öræfum keypti þcnnan bíl árið 1966 og hefur átt hann siðan. Einnig má sjá Citroen Mehari, árgerð 1974, sem var í eigu Hálfdáns Björns- sonar frá Kvískerjum. Sá bíll er í góðu ástandi en yfirbyggingin á honum er öll úr plasti. Fyrir var Willis-jeppi frá 1947, nýlega upp- gerður og í góðu ástandi og Bombardier-snjóbfll frá árinu 1972 sem Jöklarannsóknarfélag- ið hefur átt frá upphafi, en hefur ekki verið afhentur safninu formlega. Þetta er fyrsti hlutur á jöklasafn sem fyrirhugað er að rísi á Höfn í framtíðinni. f land- búnaðarhlutanum eru gamlar dráttarvélar m.a. Massey Fergu- son frá árinu 1958 úr eigu Sig- urðar Filippussonar. Sigurður setti hús á vélina sem smíðað var hjá KÁ á Selfossi, en hann Iagaði húsið að sinum þörfum. Ymiskonar hestaverkfæri eru í safninu, þar eru merkilegust, sax- herfi og rótherfi Lúðvíks. Lúðvík Jónsson var fæddur 1887 í Árna- nesi í Nesjum og dó 86 ára gam- all 1974. Lúðvík lauk búfræði- prófi frá Eiðum 1911, gekk í ýmsa landbúnaðarskóla erlendis fram til ársins 1919. Hann var ráðunautur Búnaðarfélags fs- lands á Austurlandi í 4 ár. Lúð- víksherfin komu fram um 1923 og voru í notkun fram undir miðja öldina og vöktu þau mikla athygli á sínum ti'ma. Margt skemmtilegi-a hluta er til viðbótar í safninu og má þar nefna reiðhjól sem Sigurður Fil- ippusson smíðaði. Þetta er senni- legast eitt fyrsta gírahjólið hér á landi og ef til vill fyrsta fslenska gírahjólið. Sumartónleikar í Stykkishólmskirkju Islensk og spænsk verk ÞRIÐJU tónleikarnir í árlegri sum- artónleikaröð í Stykkishólmskirkju verða haldnir sunnudaginn 11. júlí kl. 17. Nú er röðin komin að Guð- rúnu Jóhönnu Jónsdóttur sópran og Guðríði St. Sigurðardóttur píanó- leikara. Á efnisskrá tónleikanna eru ein- göngu íslensk og spænsk verk. Þetta eru verk eftir íslensku tón- skáldin Pál Isólfsson, Sigvalda Kaldalóns, Sigfús Einarsson og Jón Þórarinsson auk verka eftir Manuel de Falla, Jesus Guridi, Xa- vier Montsalvatge og Joaquin Tur- ina. Guðnín Jóhanna Jónsdóttir lauk. píanókennaraprófi frá Tónskóla Sigursveins D. Kristinssonar og einsöngvaraprófí frá Söngskólanum í Reykjavík. Framhaldsnám stund- aði Guðrún við Trinity College of Music og lauk þaðan Postgraduate Diploma með hæstu einkunn. Síðan 1997 hefur Guðrún numið og starfað við The Mayer-Lismann Opera Centre og söng meðal annars hlut- GUÐRÚN Jóhanna GUÐRÍÐUR St. Jónsdóttir Sigurðardóttir verk Govemess í The Tum of the Screw eftir Britten. Guðríður St. Sigurðardóttir pí- anóleikari lauk einleikaraprófi frá Tónlistarskólanum í Reykjavík 1978. Á árunum 1978-1980 stundaði hún nám við The University of Michigan og lauk þaðan meistara- prófí í píanóleik (Master of Music). Guðríður sótti einkatíma í píanóleik hjá Gúnter Ludwig, prófessor við Tónlistarháskólann í Köln 1984-1985, og hefur auk þess sótt fjölmörg námskeið. Orgeltónleikar í Hallgrímskirkj u ÞYSKI organistinn Gúnter Eu- mann heldur tónleika í Hallgríms- kirkju sunnudaginn 11. júlí kl. 20.30. Tónleikar þessir em sjöttu tónleikar Kirkjulistahátíðar 1999. Á efnisskránni em Prelúdía og fúga í C-dúr eftir Johann Sebasti- an Bach, Koma drottningarinnar af Saba úr oratóríunni Solomon eftir Georg Friedrich Hándel, Fantasía í A-dúr eftir César Franck, Átta stutt verk eftir Sigfrid Karg-Elert, Söngur um frið úr Níu verkum eft- ir Jean Langlais og Toccata russica eftir Georgi Alexander Muschel. Gúnter Eumann stundaði nám í kirkjutónlist, stærðfræði og heim- speki í Köln. Hann starfar sem yf- irmaður orgel- og klukknaspils- deildar Evangelísku kirkjunnar í Rínarlöndum auk þess sem hann Giinter Eumann kennir stærðfræði og tónlist í menntaskóla. Hann hefur unnið við vesturþýska útvarpið í Köln auk þess sem hann hefur komið fram sem organisti víða um lönd. TÖLVUTÆKAR ORÐABÆKUR MARGMIÐLm Orðabækur TÖLVUORÐABÆKUR Tölvuorðabækur Máls og menningar og Alnets, ensk-íslensk og dönsk-is- lensk. Gefnar út hvor í sínu lagi á geisladiskum. Með hvorri orðabók fylgir bæklingur með leiðbeiningum um uppsetningu og notkun, en á um- búðum eru líka leiðbeiningar. Mál og menning gefur út 1999. Verð um 6.000 kr. hvor. SVONEFND Tölvuorðabók Máls og menningar og Alnets á sér nokkra sögu, því talsvert er síðan fyrst kom út orðabók á disklingi sem nú er orðin að veglegri geisla- disksútgáfu. Orðum í bókinni hefur og fjölgað smám saman og notagildi hugbúnaðar aukist, en uppflettiorð eru nú um 45.000 í hvorri bók fyrir sig. Nafngiftin tölvuorðabók hefur villt fyrir mörgum, því ekki er um að ræða orðabók yfir tölvumál eins og margur heldur, heldur orðabæk- ur í tölvutæku formi, sem settar eru inn á tölvu og síðan notaðar þar. Því hefur iðulega verið spáð að dreifing efnis í tölvutæku formi eigi eftir að draga úr útgáfu bóka á pappír og víst er það líklegt, sér- staklega þegar fræðiefni og hand- bækur er annars vegar. Það þykir mörgum hið versta mál, en óþarft er að bindast pappímum tilfinn- ingaböndum, innihaldið skiptir vit- anlega höfuðmáli og notagildi þess. Þannig er mun handhægara að hafa orðabók við hendina inni á tölvunni þegar verið er að vinna texta og þarf að fletta upp. Gefur augaleið hagræðið fyrir til að mynda skóla- nemendur að geta flett upp orðum til að kanna stafsetningu eða leita eftir þýðingu, ekki síður en til að mynda fyrir blaðamenn sem glíma iðulega við erlendan texta. Á stundum gráta menn að ung- menni séu hætt að lesa og sitja þá fastir í trjákvoðunni, því færa má rök að því að ungmenni lesi meira nú en oft áður, því Netið er textamiðill fyrst og fremst. Á móti kemur að þó íslenskar vefsíður skipti þúsundum eru síður á ensku um 100 milljónir. Þar kemur orðabókin einnig að góð- um notum, því hægt er að búa svo um hnútana að leitarglugginn sé fastur á skjánum, þ.e. hverfi ekki á bak við til að mynda vafragluggann, og einfalt að merkja orð, smella á lesa og sjá um leið hvað það þýðir. í framhaldi af þessu er ástæða til að hvetja höfunda og útgefendur bókar- innar að h'ta til annarra tungumála, því það gerðist í upphafi þessa árs að Netnotendur urðu flehn utan Banda- ríkjanna en innan þeirra. Gott væri til að mynda að hafa stuðning við að lesa þýskar vefsíður eða spænskar og vonandi á sá möguleiki eftir að bætast við síðar. Hægt er að láta hugbúnaðinn lesa texta í ritvinnsluforritinu Word frá Microsoft á skjánum, enskan eða ís- lenskan, en ekki hentar hún vel til þess, að minnsta kosti ekki framan af, því þó lestrarorðasafnið sé gott að vöxtum vantar í það orðmyndir og ýmislegt tölvumál svo dæmi séu tekin. Það má þó „kenna“ forritinu, því ef það rekst á orð sem það ekki kannast við gefst kostur á að bæta því í safnið og þannig býr hver not- andi sér til orðasafn sem hentar sérstaklega fyrir hans iðju og áhugasvið. Auðvelt er að glósa í orðabókun- um með því að smella á hnapp þeg- ar búið er að velja orð og safnast glósumar þá saman í stafrófsröð með skýringum í skrána sem er bráðhandhægt. Einnig er vert að geta um ýmsilegt ítarefni, til að mynda er í dönsku orðabókinni listi yfir sterkar og óreglulegar danskar sagnir og í þeirri ensku listi yfir tákn og heiti þeirra svo dæmi séu tekin. Orðabækurnar voru settar upp hvor á eftir annarri á 450 MHZ pentium II tölvu með 128 MB minni, en ekki krefjast þær svo öfl- ugra tóla, dugir að hafa 486-tölvu með 8 MB innra minni og 20 MB laus á hörðum disk. Ekki er eins og gert hafi vérið ráð fyrir því að fullu að báða bækumar séu settar upp á sömu tölvuna, því sé glósað í einu málinu og síðan í hinu þarf notandi að gæta að því að nefna glósuskjölin sérstaklega því annars lenda glós- urnar í sama skjali. Annars er gott að halda utan um glósuskjöl, því í Aðgerðavalmynd er að finna liðinn „Glósuskjal" sem gerir kleift að iylgjast með safninu. Upp kom smávægilegt vandamál þegar skipt var ört á milli hjálpar- skráa og þurfti að finna þær fyrir forritið, en virtist tUviljun því ekki tókst að framkalla villuna aftur. Orðabækurnar ganga vel með Word 97 og eins vel með Word 2000. Það er þó galli að ekki sé hægt að láta orðabókina lesa hreinan texta, því ekki vUja allir nota Word þó þeir séu sjálfsagt ílestir. Einnig hefði mátt gefa orðabækurnar út fyrir fleiri stýrikerfi, til að mynda MacOS, sem er býsna algengt innan skólakerfisins, eða Linux, sem á eft- ir að verða býsna algengt, ekki síst þar sem búið er að íslenska KDE- notendaskilin og menn bræða með sér að íslenska stýrikerfið sjálft. Uppsetning á hugbúnaðinum var sáraeinföld og valmyndir á íslensku. Notandi þarf aðeins að svara ein- földustu spumingum, það á meðal um hvort hann vilji nota hugbúnað- inn í Word, en sé því svarað játandi birtist á „tools“ valmyndinni í Word sá möguleiki að láta hugbúnaðinn lesa textann yfir, á ensku eða ís- lensku, en einnig er hægt að ræsa orðabókina sérstaklega í valmynd- inni. Eini ljóður á uppsetningunni er á köflum klúðurslegt orðalag, til að mynda „vUtu gera skráningu". Einnig hljómar afkáralega spurn- ingin hvort notandi sé „með Inter- netið“; er ekki rpál að linni notkun á þessu orðskrípi? Tölvuorðabækur Máls og menn- ingar og Alnets em afskaplega vel gerður hugbúnaður, þægUegar í notkun og handhægar. Fjölmargir mörguleikar aðrir em tU staðar í hugbúnaðinum sem ekki em tíund- aðir hér, tU að mynda óvissuleit (fuzzy), framburðarleit, ýmisleg þjónusta á Netinu og beygingar- upplýsingar um einstök orð, og þó hann sé heldur dýr að mínu mati fær hann bestu meðmæli. Árni Matthíasson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.