Morgunblaðið - 09.07.1999, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 09.07.1999, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ LANDIÐ FÖSTUDAGUR 9. JÚLÍ 1999 21 Formleg stofnun landbúnaðarháskólans á Hvanneyri Hátíðarsamkoma í tilefni af formlegri stofnun skólans FRÁ hátíðarsamkomunni á Hvanneyri. Morgunblaðið/Davíð Pétursson Grund - Hátíðarsamkoma var hald- in á Hvanneyri sl. sunnudag í tilefni 110 ára afmælis Bændaskólans á Hvanneyri og stofnunar Landbún- aðarháskóla á Hvanneyri. Fjöl- menni var á staðnum og fjölbreytt dagskrá. Kynnir og stjórnandi var Guðrún Bjarnadóttir, búfræðikandidat frá Guðrúnarstöðum. Sveinn Hall- grímsson, fyrrverandi skólastjóri, flutti stórfróðlegt erindi um sögu Hvanneyrar frá 1889. Næst talaði landbúnaðarráðherra og Hvanneyr- ingurinn Guðni Agústsson. I máli hans kom fram, að fyrsti maðurinn sem lagði til að stofnað yrði til bún- aðarskóla á íslandi var Jón Sigurðs- son forseti, en árið 1849 skrifaði hann grein og lagði þar til að stofn- aðir yrðu gagnfræða- og búnaðar- skólar sem útskrifuðu nemendur eftir fjögurra ára nám. Síðan rakti ráðherrann hvernig gekk að koma frumvarpi fyrirrennara síns, Guð- mundar Bjarnasonar, um landbún- aðarháskóla í gegnum þingið síðast- liðinn vetur en frumvarpið varð að lögum í mars síðastliðnum. I því máli var engin stjórnarandstaða. Að lokum kallaði hann til sín Magnús B. Jónsson og afhenti honum skip- unarbréf sem fyrsta rektor Land- búnaðarháskólans á Hvanneyri. Nýskipaður rektor tók næst til máls og sagði meðal annars: „Vel- komin til þessarar hátíðarstundar. Við komum hér saman og fögnum merkum áfanga í skólasögu Hvann- eyrar. I eitthundrað og tíu ár hefur Hvanneyri verið vettvangur mennt- unar á sviði landbúnaðar og í dag er nýjum áfanga fagnað. Landbúnað- arháskóli á Hvanneyri er formlega viðurkenndur. Þessi staðfesting hef- ur margvíslega skírskotun og þýð- ingu. Skírskotun til fortíðar og þess starfs sem unnið hefur verið í nafni búvísindadeildar á Hvanneyri, skírskotun til nútíðar og þeirra verkefna sem unnið er að á fjöl- mörgum vígstöðvum íslensks land- búnaðar, en ekki síst skírskotun til framtíðar, því í henni felst sú viður- kenning, að í framtíðinni skipi land- búnaður veigamikinn sess og verði eins og um aldir einn af landstólp- um íslensks samfélags.“ Og niður- lagsorð Magnúsar voru þessi: „Með stofnun Landbúnaðarhá- skóla á Hvanneyri eru gefín skýr skilaboð og okkur lagðar ríkar skyldur á herðar. Við munum freista þess af fremsta megni að tryggja framgang markmiða lag- anna og skila hlutverkinu þannig, að til heilla horfí fyrir íslenskan land- búnað og íslenska þjóð. Megi verk okkar eigi hljóta síðri dóm.“ Næstur kvaddi sér til hljóðs Ari Teitsson, formaður Bændasamtaka íslands. Hann var nemandi búvís- indadeildar á Hvanneyri á árunum í kringum 1970 og taldi sig þá vera að nema á háskólastigi og fullyrti, að Guðmundur Jónsson hefði einnig haft þann skilning. Athöfnin þennan dag væri því endanleg og opinber staðfesting á háskólanáminu. Ari undirstrikaði einnig að háskólinn á Hvanneyri væri atvinnutengdur skóli en ekki akademískur. Hann heyrir undir landbúnaðarráðherra og mun þjóna þeirri atvinnugrein öðrum fremur, og á því mikið undir því að sú atvinnugrein blómstri. Þorsteinn Tómasson, forstjóri RALA, óskaði eftir góðu samstarfí RALA og Landbúnaðarháskólans. Minntist hann forystu Guðmundar Jónssonar í skólamálum landbúnað- arins. Fyrir hönd fjölskyldu Krist- jáns Ólafssonar húsgagnasmíða- meistara færði hann Landbúnaðar- háskólanum gjöf, olíumálverk, sem Kristján málaði af Hvanneyrarstað árið 1920, þegar skólastjórabústað- urinn var í smíðum. Kristján Ólafs- son andaðist 1995, þá 102 ára gam- all. A milli ræðuhalda sungu einsöng og tvísöng þau Snorri Hjálmarsson og Dagný Sigurðardóttir við undir- leik Susunnu Budai. Einnig var gestum skemmt með harmonikku- leik Hvanneyringanna Grétars Geirssonar og Guðmundar Samúels- sonar. Að lokum sté á pall Hvann- eyringurinn Jóhannes Kristjánsson og fór með gamanmál, sem veislu- gestir kunnu vel að meta. Lokaat- riði hátíðardagsskrár var þegar 12 dansarar sýndu þjóðdansa undir stjórn Jófríðar Leifsdóttur. i'jyui zr in.il Hitari ísskápur Qaskútur með gasi 75 amp. rafgeymir Þriggja hellna eldavél Borðkrókur Skápar Rúm o.m.fl. innifalið í verði: Qeymsla yfir veturinn til 2ja ára. Stórt rúmgóð fellihýsi Viking Legend 2467 Danssalur á hjólum og svefnpláss fyrir sex Innifalið í þess Kynning og sýning Afgreiðslutími Tilboðsverð r. 850.0 Raunverð kr. 1.098.000 m Virka daga og laugardaga kl 11-19 sunnudaga kl. 13-17 Qerio verosamanbur j Netsalan ehf. Garðatorgi 3 • Garðabæ Sími 565 6241
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.