Morgunblaðið - 09.07.1999, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 09.07.1999, Blaðsíða 42
42 FÖSTUDAGUR 9. JÚLÍ1999 MORGUNBLAÐIÐ ÁRNI SIGURJÓNSSON + Árni Siguijóns- son, fyrrverandi aðstoðarmaður bankastjórnar Landsbankans, fæddist í Reykjavík 22. febrúar 1916. Hann lést á Sjúkra- húsi Reykjavíkur 2. júlí síðastliðinn. Foreldrar Árna voru Sigurjón Jóns- son, f. 27.6. 1882, d. 19.11. 1957, bóksali í Reykjavík, og kona hans, Guðlaug Ragnhildur Árna- dóttir, f. 4.5. 1891, d. 21.11. 1947. Systkini Árna eru: Gunn- ar Sigurjónsson cand theol, f. 4.9. 1913, d. 19.11. 1980, kvænt- ur Vilborgu Jóhannesdóttur, f. 3.2. 1924, og eiga þau sex börn; Þorbjörg Hólmfríður Sigurjóns- dóttir, f. 12.4.1918, gift Friðriki Vigfússyni, fyrrv. forstjóra, f. 4.7. 1913, og eiga þau tvær dætur; Jóna Sig- uijónsdóttir, f. 14.7. 1920, gift Jóni Árna Sigurðssyni, f. 30.12. 1917, d. 22.11. 1988, presti í Grindavík, og eru börn þeirra þrjú; Svanlaug Siguijóns- dóttir, f. 20.6. 1923, gift Heiðari Haralds- syni verslunarsljóra og eiga þau tvö böm. Árni var ókvæntur og barnlaus. Arni hóf störf í Landsbanka íslands að loknu skyldunámi og námi í Kvöldskóla KFUM í ársbyijun 1931, fyrst sem sendisveinn og síðar í ýmsum deildum: veðdeild, verðbréfadeild, afurðalánadeild og siðast sem aðstoðarmaður bankastjórnar. Árni var jafnframt fram- kvæmdasljóri Eftirlaunasjóðs MINNINGAR starfsmanna Landsbankans og Seðlabankans um tuttugu og fiinm ára skeið og fulltrúi sjóð- félaga í sljórn sjóðsins. Árni var virkur félagi í KFUM frá unga aldri og hafði lengi forystu í tónlistarmálum félagsins. Hann sat um árabil í sljórn KFUM og var formaður félagsins í nokkur ár. Hann var einnig heiðursfélagi í KFUM. f Vatnaskógi var hann m.a. for- maður Skógarmanna KFUM í tuttugu og flmm ár. Árið 1982 var hann sæmdur riddara- krossi Hinnar íslensku fálka- orðu fyrir störf sín að æsku- lýðsmálum. Árni var mikill söngmaður og söng m.a. með karlakór KFUM og Fóstbræðr- um. Hann var einn af stofnfé- Iögum Gídeon-hreyfingarinnar á fslandi og var hvatamaður að byggingu Friðrikskapellu í Reykjavík. Þá var hann í hópi kristniboðsvina sem standa að starfínu í Eþíópíu og Kenýu á vegum Sambands íslenskra kristniboðsfélaga. títför Árna fer fram frá Hall- grímskirlyu í dag og hefst at- höfnin klukkan 15. Okkur systkinin langar að minn- ast Arna Siguijónssonar, föðurbróð- ur okkar, eða Adda frænda, eins og við kölluðum hann. Við nutum > þeirra forréttinda að eiga hann að á sérstakan hátt allt frá blautu bams- beini. Þegar við vorum að alast upp bjuggu hann og Bjami Eyjólfsson, fóstbróðir hans, í sama húsi og við á Þórsgötu 4. Eftir að þeir fluttu á Laugarásveg 1 var sambandið áfram náið og gott. Við minnumst ótal góðra og ánægjulegra stunda. Sérstakan sess í minningunni skipa jólin. Þeir bjuggu stórfjölskyldunni jólaboð um margra ára skeið, þar sem Addi stóð m.a. fyrir söng og r spilaði undir á orgelið sitt, bæði jóla- sálma og létt jólalög. Addi var sérlega handlaginn maður og tók sér ýmislegt fyrir hendur. Margt af því var í þágu starfsins í KFUM. Stundum var baðið á eíri hæðinni á Þórsgötu 4 undirlagt af gifsmerkjum sem hann var að steypa handa drengjunum í deildarstarfinu til að mála. Hann fékk okkur oft með sér til hjálpar við hluti sem hann glímdi við og skorti sjaldan ráð. Okkur er sér- staklega minnisstætt þegar hann þurfti að flytja orgelið sitt af efri hæðinni í húsinu á Þórsgötunni og ekki var hægt að komast með það niður stiga innandyra. Fór hann þá ' með orgelið út á svalir og brá um það köðlum og rétti okkur unglings- piltum. Síðan fór hann ofan og reisti stiga við húsið og tók orgelið á herð- ar sér í stiganum og sagði okkur að láta síga. Eitthvað hefur vegfarend- um og nágrönnum litist illa á ráða- bruggið þvi fljótlega dreif að menn sem komu til hjálpar þannig að org- elið komst heilt tfl jarðar. Addi var gæddur mörgum hæfi- leikum sem fjölskyldan naut góðs af. Oft lék hann á hljóðfæri undir söng þegar fjölskyldan kom saman. Eins var gott að leita ráða hjá hon- um um söng og tónlist. Við ýmis tækifæri átti hann það til að setja ^ saman smellnar vísur um einstaka fjölskyldumeðlimi og kom þá gjarnan í ljós góð kímnigáfa hans. Addi var ætíð hlýr og traustur frændi sem var ávallt reiðubúinn að leggja lið og leiðbeina. Þess vegna var gott að leita til hans með ýmis mál. Hann var einstaklega ró- lyndur og hógvær og hafði alltaf góð áhrif á okkur. Addi átti trausta og einlæga trú á Jesúm Krist sem frelsara sinn. Það sáum við í allri hans framgöngu og hann hafði sterk og mótandi áhrif á _ trú okkar. Við erum Guði þakklát ^ íyrir að hafa átt Adda að frænda og fyrir allt það sem hann var okkur og fjölskyldum okkar. Við biðjum Guð um að blessa minningu hans og gefa okkur að geta líkt eftir trú hans og trúfesti. Gunnar Jóhannes, Sigurjón, Ragnar, Guðlaugur, v Ragnhildur og Bjarni. Genginn er góður Guðsmaður, Árni Sigurjónsson, þjónninn trúi með mörgu talenturnar, sem hann ávaxtaði með elju og kærleika. Seint verða fullmetin störf hans í víngarði Drottins, og tíminn mun best leiða í ljós hve víða hann mark- aði „umhverfisvæn11 spor, því í fót- spor hans spratt friður og blessun hvar sem hann fór. Aragrúi drengja og unglinga nutu starfa hans í Vatnaskógi, þar sem hann var ekki einungis leiðtogi, heldur félagi og vinur. Mörgum okkar finnst sem við höfum gengið á helgri jörð í fylgd með Áma á þess- um slóðum, svo vel lét honum að vitna fyrir okkur um Jesú Kiist og laða fram löngun í ungum hjörtum eftir því að verða lærisveinar hans. Með sama hætti fengum við í unglingadeild KFUM við Amt- mannsstíg að njóta hæfileika Árna og hjartahlýju. Auk félagsfund- anna var hann óþreytandi að kalla okkur „drengina sína“ saman, m.a. í föndurhóp sem hann nefndi Gull og gips. Þar framleiddum við merki KFUM og KFUK, Skógar- manna og merki knattspyrnufélaga í Reykjavík. Ekki var þetta gert i hagnaðarskyni, heldur íyrst og fremst til að efla tengslin og halda hópinn. Hér kom vel fram hve fjöl- hæfur Árni var og handlaginn. Og ekki var fótafimin minni, sem við drengimir nutum óspart með sí- ungum fyrirliða okkar á gömlum sparkvelli í Fossvoginum. Líklega var þessi völlur leifar af hermanna- kampi frá stríðsárunum. En aldrei skildu svo leiðir að ekki væri sest niður í grasi gróna laut í flæðar- málinu og Ami stfllti strengina við íhugun Guðs orðs og bæn. Dýr- mætar stundir og ógleymanlegar. Fjölmargir þessara drengja hafa gegnum árin haldið tryggð við Arna og sumir urðum við síðar nánir samstarfsmenn hans. Æskuheimfli Áma á Þórsgötu 4 var ávallt opið og þangað lögðu leið sína bæði ungir og gamlir. Árni var afar „músíkalskur" maður og söng- elskur, spilaði mest á orgel og píanó, en kunni sitt hvað íyrir sér á önnur hljóðfæri. Á kristilegum mótum í Vatnaskógi og biblíunámskeiðum í gamla daga, var hann vökumaður sem þeytti morgunlúðurinn, og á kvöldvökum sungum við oft „Þegar Drottins lúður hljómar og þá dagur fer í hönd, Þegar dýrðarmorgunn ljómar eilífðar..." Þá var rökrétt að sjá Áma fyrir mér með lúðurinn og velta fyrir sér hvort það yrði eittr hvað þessu líkt þegar dagur Drott- ins lynni upp á morgni eflífðarinnar. Þar sem þessi skrif um Árna em mest á persónulegum nótum látum við aðra um að tíunda afrek hans innan kristilegu félaganna eða á öðmm starfsvettvangi. Hæst ber hann án efa sem formann Skógar- manna og stjórnarmann í KFUM um áratugaskeið, og eins er óhugs- andi að láta ógetið framlags hans í félögunum til söngmála, bæði sem kórstjóra og einsöngvara. „Sæll og glaður ef þú ert, syngdu, syngdu. Glaður eins og söngfugl sért, syng af hjarta syng. Góðra söngva gleðimál, gleður marga dapra sál. Leyfðu Guði’ í sérhvert sinn söng að nota þinn.“ Og einmitt það gerði Ámi fús og glaður, eins og allt annað sem hann var beðinn um. Hann kunni skil á ótrúlegustu hlutum og virtist leik- inn í að leysa hvers manns vanda. Þá var sama í hvaða spomm hann stóð; við dagleg störf í Landsbank- anum, gamla fjölritann í KFUM, eða takandi til hendi við önnur verkefni. Einn er sá söngur sem í hugum okkar margra er söngurinn hans Áma, sem hann söng trúlega oftar en nokkurn annan. Mynd hans er ógleymanleg þar sem hann stóð í alkunnri hógværð sinni og söng þýðri bassaraust: Má ég segja þér hve sælt er líf með Jesú? Hann er sonur Guðs, en kaus þó harmastig. Þótt hann ætti himins dýrð og dásemd ríka, vildi’ hann deyja hér á jörðu fyrir þig. Kór: Sjáðu kærleik Guðs í Kristi Jesú, sem er kominn til að frelsa oss, og við krossinn hans er frið og skjól að fmna, frelsi, líf og sæluhnoss. Ég má segja þér, að sælt er líf með Jesú, og hann sendi mig að kalla þig til sín. Hann vill leiða þig úr lífsins myrkradölum, inn í landið, þar sem náðarsólin skín. Enginn vinur hefur verið mér sem Jesús. Allar vonir mínar bind ég því við hann. Þegar sverfur að mér synd og dauðans ótti, veit ég samt, að hann er trúr og heitt mér ann. (Magnús Runólfsson) Kristniboð meðal heiðingja var Áma mikið hjartans mál, sem hann studdi heflshugar. í Árna samein- uðust bestu eiginleikar systranna Mörtu og Maríu í Betaníu, því hann átti fórnarlund vinnuglöðu Mörtu og hugarfar kyrrlátu Maríu, sem mat samfélagið við Jesú ofar öllu. Við fótskör frelsara síns bar Árni fram bæn og beiðni fyrir mönnum og málefnum, og rík erum við sem fengum að njóta þess. Þegar við heimsóttum Árna á Borgarspítalann skömmu fyrir andlát hans var hann farinn að kröftum, en yfír honum hvíldi frið- ur og birta. Úr glugga sjúkrastof- unnar blasti Fossvogurinn við, þar sem hann sparkaði bolta með drengjunum forðum. Bros færðist yfir andlitið þegar rifjaðar vom upp minningar frá þeim tíma. Líf Árna allt var vitnisburður um þann Drottin sem hann þjónaði, og er við kvöddum kom sterkt fram í hug; ann vers úr Davíðssálmum (4,9): „í friði leggst ég til hvíldar og sofna, því að þú, Drottinn, lætur mig búa óhultan í náðum.“ Við kveðjum kæran vin með virðingu og þökk og sendum ætt- ingjum hans innilegar samúðar- kveðjur. Gísli og Katrín. Hringið klukkum himna. Heilagt dýrðarlag. Svelli nú og sigurhljóðin löng. Frelsuð sála fagnar Frelsi sínu’ í dag. Takið bræður undir englasöng. (Friðrik Friðriksson.) Nú er genginn góður drengur og vinur kær, saddur lífdaga eftir erf- iða sjúkdómsraun. „Drengir em góðir menn og batnandi,“ sögðu for- feðumir. Hjá þeim hefði hinn látni vinur án efa fengið umsögnina „drengur góður“. Séra Friðrik lagði út af þessum orðum þannig: „Drengi nefndu forðum fróðir, frjálsa menn, er reyndust góðir og af gæðum uxu og dáð ...“ Þannig var hinn stöðug- lyndi Ami. Hann kom í þennan heim nær 6 ámm á undan mér. Við vomm báðir Þórsgötu-menn, hann inn- fæddur á nr. 4, en ég innfluttur á nr. 9, þar sem ég fann minn elskaða lífs- förunaut, Ingu, sem frá mér var kölluð fyrir nær sex áram. Mikill samgangur og einlæg vinátta var á milli systranna þriggja á nr. 4 og systranna tveggja á nr. 9 svo og frænkunnar á nr. 6. Þessi góða og glaða vinátta var varanleg og fékk m.a. mikla útrás í hinni „ljúfu söng- list“, því stúlkumar fimm á nr. 4 og 9, svo og vinkona góð í næstu götu, með frábæra sópranrödd, þær mynduðu sönghóp, sem lengi söng „heilög dýrðarlög" saman til mikfll- ar gleði og unaðar fyrir fjölmarga. Seinna stækkaði þessi hópur og varð að stóram kvennakór, sem söng um árabfl með hrífandi hætti „Drottins dýrðar ljóð“ í miklum söfnuði. - Bræðumir tveir á nr. 4, Ámi og Gunnar, og fóstbróðirinn, Bjami, vom aflir „fullh- af músik“ - og lifandi kristmni trú - og höfðu góðar söngi-addir, ekki síst Ámi. Það er því ríkjandi mikfl og góð sönggleði á fyrri tíð þarna neðst við götu hins heiðna Þórs sem eflaust hefui' hrifist með - og líklega tekið sinnaskiptum. Hver veit. Ferill okkar Árna varð merki- lega líkur. Barnungir urðum við séra Friðriks drengir í KFUM, nutum samvista við hann og mótuð- umst af honum og samverkamönn- um hans. Eftir nám í barnaskóla og kvöldskóla KFUM vomm við kall- aðir til starfa sem sendlar. Árni hjá Landsbankanum og ég hjá SÍS - hér heima og erlendis - þar sem við störfuðum báðir „með stöðuglyndi" í hálfa öld, þar sem við nutum stöðugt trausts í vaxandi ábyrgðar- störfum. Athyglisvert, að okkur, þessum „séra Friðriks-drengjum" var um langt árabil m.a. trúað fyrir lífeyrissparnaði samstarfsmanna okkar. Og hinn þiðji, Einar Th. Magnússon, vinur okkar og félagi hjá Eimskip, naut sama trúnaðar þar. Stjómendur stofnana og fyrir- tækja þessa tímaskeiðs virðast hafa litið á fleira en langskólagöngur og prófgráður er þeir kölluðu menn til ábyrgðarstarfa. Traustið á uppeld- isáhrifunum hjá séra Friðriki og KFUM hefur greinilega vegið þungt í þá daga. í hinu kristna samfélagi áttum við Arni langa og farsæla samleið. Tfl er ljósmynd - tekin á stríðsárunum síð- ari - af sveitastjóranum í yngstu defldunum í KFUM hér í Reykjavík með stjómendum defldanna. Hressandi er nú að virða fyrir sér þetta „hörkulið" dáðríkra drengja. Margir hafa þegar verið kallaðir heim, kærir vinir og bræður, þ.á.m. Ámi, sem í blóma lífsins er þama á myndinni í fremstu röð. Og í fremstu röð var hann meðal foringja í þessu drengjastarfi. Svo var hann og í sumarbúðastarfinu í Vatna- skógi, þar sem hann í aldarfjórðung var stjóri en þar áttu þau frábært samstarf, hann og ráðskonan, Krist- ín Guðsmundsdóttir (Skógar-Stína), en í mikilli ráðdeild og útsjónarsemi búnaðist þeim eins og best mátti verða. Á stríðsáranum sat ég um tíma í stjóm Skógarmanna með Áma o.fl. undii- stjóm hins farsæla Ástráðs Sigursteindórssonar, guð- fræðings og skólastjóra. Við stríðs- lok hvarf ég til starfa erlendis í sjö ár samtals á tveim tímabflum. Þá missti ég af samfélagi og samstarfi við þessa vini mína og bræður, en eignaðist þar aðra sömu gerðar, sem notið höfðu þar starfs séra Friðriks á stríðsáranum sex. Á þessum áram okkar hjóna í Danmörku vitjuðu okkar fjölmargir úr gamla, góða vinahópnum heima. Er við snerum heim hið fyrra sinnið, þá var okkur fagnað sérstaklega í stöðvum KFUM og K. Þar var okkur færð að gjöf vegleg bók í skinnbandi, þ.e. Bi- blía það er Heflög ritning, árituð af 43 vinum, er sótt höfðu okkur heim í Höfn. Þar rituðu fyrstir séra Friðrik og Magnús Runólfsson, samstarfs- maður hans. Og þar má einnig lesa nöfnin Bjami Eyjólfsson og Ami Sigurjónsson, er saman komu tfl okkar. Nú yljar sérstaklega að sjá þama hina fögra og karlmannlegu rithönd Ama. Þótt lágvaxinn væri og kyrrlátur, þá var hann alltaf stór, er að var gætt og á reyndi. Aftur vitjuðu þeir félagamir, Ami og Bjami, okkar Ingu á síðari dvalar- tíma okkar í Höfn. Þá fóra þeir í suðurgöngu saman tfl Rómar og færðu okkur fagra gjöf á heimleið- inni. - Enn lágu leiðir okkar Árna saman í Gídeon-félagsskapnum á ís- landi, en við voram meðal 17 stofn- enda 30.8. 1945, en það vora allt KFUM-drengir séra Friðriks, sem fengu köllun til að leggja einnig hönd á þennan plóg í Víngarði Guðs, þótt fyrir værum við flestir með fangið fullt af öðram verkefnum í þeim góða garði. Með Ama eru nú 8 af þessum 17 á „brautu bornir", frá- bærir félagar, sem létu um sig muna í þessu mikilvæga sáðmannsstarfi í Kirkju Krists. Ama var flest til lista lagt. Ein- söngs hans - og tvísöngs með sysL urinni Svönu - nutum við um langt árabfl. Og á fleiri íþóttum kunni hann góð skil, m.a. á knattspymu með Val á yngri árum. Síðar var ég með honum og hópi félaga við bad- mintonleik á vetrartímum. Þar reyndist mér hann nær ósigrandi. Þannig var þessi stfllti og stöðug- lyndi vinur í flestum greinum. Und- anfarin 5-6 ár höfum við flesta morgna vikunnar unnið að uppsetn- ingu hinna nær 100 ára gömlu og verðmætu bókasafna, annars veegar séra Friðriks og hinsvegar KFUM. Er ég spurði þá nefndi Ami að vin- imir hefðu gleymt þessum söfnum, er hinar nýju aðalstöðvar vora hannaðar og því varð að koma þeim fyrir í kjallaragangi (Séra Friðriks- stofu) og í gluggalausum kjallara- geymslum - því miður. I byrjun var nokkur hópur sjálfboðaliða við þetta verkefni, en fækkaði fljótt niður í þijá, en vinur okkar Sverrir Am- kelsson prentari hélt út meðan hefls- an leyfði. Síðustu misserin voram við Árni að verld og áttum góðar stundir saman við þetta gefandi ná- kvæmnisverk, sem undir lokin var m.a. fólgið í tölvuskráningu KFUM- safnsins, en sr. Friðrikssafnið hafði áður kunnáttusamlega verið vélritað upp af samstarfsmanni Áma í bank- anum sem bar hlýjan hug til séra Friðriks. Þessi árin við þetta verk var gott að kynnast enn betur hin- um samviskusama og vandvirka (banka)-manni, Árna. Hann var gætinn og orðvar, en í spjalli okkar á þessu tímabili greindi ég að hon- um var ekki alveg rótt varðandi stefnu og fjármálaumsýslu hinna nýju, yngri stjómenda okkar gamla félags. Eftir beiðni minni gaf hann mér í ljósritum nokkuð af skrifleg- um greinargerðum og ábendingum, sem hann hafði sent hinum ungu stjómarmönnum félagsins á síðari áram. Svo virtist stundum sem „nýi tíminn“ hefði hreint ekki löngun til að vita og íhuga það sem hinir reyndu öldungar höfðu til mála að leggja. Kannski koma sinnaskipti og enn betri tímar með blóm í haga á nýrri öld og árþúsundi? Friðrikskapella við Hlíðarenda
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.