Morgunblaðið - 09.07.1999, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 09.07.1999, Blaðsíða 44
", 44 FÖSTUDAGUR 9. JÚLÍ1999 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR + Erla Haralds- dóttir fæddist 8. janúar 1919 í Reykjavík og lést á Landspítalanum að- faranótt 1. júlí síð- astliðinn. Foreldrar hennar voru Har- aldur Árnason, f. 14.11. 1886, d. 8.10. 1949, kaupmaður í Reykjavík, og Arn- dís Bartels, f. 15.10. ‘ 1886, d. 16.1. 1950. Systkini _ Erlu voru: 1) Árni, f. 29.12. 1912, d. 10.5. 1988. 2) Jóhanna Vilhelmína, f. 16.7. 1914. 3) Kristín, f. 16.1. 1917. 4) Björn, f. 24.9. 1926, d. 8.10. 1987. Erla giftist Gísla Ólafssyni lækni, f. 20.7. 1918, d. 17.3. 1984, hinn 5. maí 1945. Foreldr- ar hans voru Ólafur Ágúst Gíslason, f. 19.8. 1888, d.21.2. 1971, stórkaupmaður í Reykja- vík og Ágústa Áróra Þorsteins- dóttir, f. 6.8. 1884, d. 13.3. 1953. Börn Erlu og Gísla eru: 1) Arn- dís, f. 13.9. 1946, Iæknaritari. Maki Sigurbjartur Kjartansson, rafvélavirki. Börn þeirra: a) Erla, f. 25.6. 1972. Dóttir henn- ar er Sunna Baldvinsdóttir, f. 19.6. 1997. b) Kjartan, f. 19.2. 1975. Unnusta hans; Nanna Dísa Sveinsdóttir. c) Hildur Rut, Elsku hjartans amma mín Erla. Allar mínar minningar um þig sem koma upp í huga minn þessa daga eru svo margar og fallegar að erfitt er að velja nokkrar til að setja -J á blað því allar eru þær mér svo kærar. Við vitum það báðar að þú varst ekki mikið fyrir loíræður um sjálfa þig og því ætla ég ekki að hafa þetta langt fyrir þig. Þú gafst mér svo yndislegar minn- ingar frá æsku minni, unglingsárum og nú fullorðinsárum. í 27 ár fékk ég að hafa þig hjá mér og njóta um- hyggju þinnar og síðast en ekki síst vináttu, því þú varst ekki bara amma mín heldur líka vinkona þó að nokk- ur ár skilji okkur að. Þú varst mikill trúnaðarvinur og hægt var að segja þér allt og var það þá bara okkar á milli. Hjá þér var auðvelt að leita ráða og biðja um hjálp því alltaf varst þú til staðar, ekki bara fyrir 4 mig heldur líka alla aðra. Setningin ^ „ég hef ekki tíma“ var ekki til í þín- um orðaforða eins og allir sem þig þekktu vita. Það verður erfitt að taka upp símtólið og heyra þig ekki segja „hæja pæja, hvað ertu að gera?“ því þú fylgdist alltaf vel með því sem var að gerast í mínu lífi. Þegar Sunna dóttir mín fæddist fyrir tveimur árum fékkst þú þitt fyrsta langömmubarn og það var ekki að spyrja að því. Við hana var dekrað, leikið og varst þú einstaklega þolin- móð við hana. Þær voru yndislegar stundimar sem þið Sunna áttuð sam- an síðastliðna þrjá mánuði meðan þú bjóst hjá okkur. Þið púsluðuð, lituð- uð, flettuð bókum og blöðum, ^ bjugguð til hús úr spilum, lékuð í bóndabænum og borðuðuð ís. Alltaf varstu tilbúin að leika með henni bæði úti og inni og hafa auga með henni ef ég skrapp aðeins í burtu og naut hún samveru ykkar ekki síður en þú og veit ég með vissu að hún var litli sólargeislinn þinn. Sumarbú- staðurinn þinn á Þingvöllum var þér mjög kær, og hlakkaðir þú alltaf til að geta eytt miklum tímum þar á sumrin og þar áttum við okkar bestu stundir. Elsku amma mín, ég á þér svo margt að þakka að ég kem ekki orð- jj.um að því en geymi allt í huga mín- ’ um og hjarta um alla framtíð. Sofðu rótt, sofóu rótt, Nó er svartasta nótt Sjáðu sóleyjarvönd, Geymd hann sofandi í hönd, Púmuntvaknameðsól, Guð mun vitja um þitt ból, Þúmuntvaknameðsól, Guð mun vitja um þitt ból. f. 1.10. 1980. Unnusti; Jóhannes Hauksson. 2) Drengur, fæddur andvana í febrúar 1950. 3) Hildur, f. 11.2. 1951, leik- skólastjóri. Maki Frímann Frímanns- son, rafeindavirki. Börn þeirra: a) Anna Rún, f. 30.3. 1976. Sambýlismað- ur; Magnús Krist- jánsson. b) Frímann Örn, f. 11.5. 1982. 4) Ólafur Ágiíst,, f. 16.11. 1952, íþróttakennari. Maki; Erna Jónsdóttir, íþrótta- kennari. Börn þeirra: a) Brynja Rós, f. 23.10 1987. b) Þórdís, f. 21.10. 1989. c) Gísli, f. 2.10. 1994. Erla lauk gagnfræðaprófi frá Gagnfræðakóla Reykjavíkur. Erla og Gísli bjuggu í Banda- rílqunum á árunum 1946-1948 þar sem Gísli stundaði fram- haldsnám f læknisfræði. Eftir dvölina erlendis bjuggu þau um hríð á Egilsstöðum þar sem Gísli var við læknisstörf en fluttust síðan aftur til Reykjavíkur árið 1949. Erla var alla tíð heima- vinnandi húsmóðir. Erla verður jarðsungin frá Háteigskirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 13.30. Góða nótt, góða nótt! Vertu gott bam og hljótt Meðan yfir er húm, Situr engill við rúm. Sofðu vært, sofðu rótt, Eigðu sælustu nótt, Sofðuvært,sofðurótt, Eigðu sælustu nótt. (Jón Sig. frá Kaldaðamesi.) Með þessum ljóðlínum kveð ég þig, elsku amma mín, þær minna mig alltaf á þig og þær ófáu nætur sem ég gisti hjá þér og afa Gísla sem heldur þér nú í faðmi sér. Megi allir englarnir á himninum vaka yfir þér. Þín Erla. Góði guð ég þakka þér að þú vakir yfir mér Gæt þú mín og geym í nótt Svo ég geti sofið rótt. (G.Ó.) Með þessari bæn og nokkrum orðum langar mig til þess að kveðja elsku bestu ömmu mína, hana Erlu, en þetta er einmitt hiuti úr hennar uppáhaldsbæn. Það er svo sárt og erfitt að hugsa þá hugsun til enda að ég komi ekki til með að sjá hana aftur eða heyra í henni hinum megin á lín- unni: „Hæja Pæja, hvað ertu að gera?“ Það eru svo ótal margar minn- ingar sem streyma um huga minn þessa dagana að erfitt er að velja úr hvað setja á niður á blað. Amma var án efa ein besta kona sem ég hef kynnst og liggur við að ég hálf- skammist mín fyrir að hafa ekki kunnað að meta það betur. Amma var mjög stór hluti af lífi mínu og er ekki hægt að lýsa þeim tómleika sem hún skilur eftir í hjarta mínu enda tók hún þátt í öliu sem ég tók mér fyrir hend- ur, spurði hvað væri að gerast og sagðist ekki vera að forvitnast heldur langaði sig bara að fyigjast með. Amma var ekki bara amma mín held- ur var hún líka einn af mínum bestu vinum, það var hægt að segja henni allt og aldrei hneykslaðist hún og alitaf var hægt að treysta því að það sem maður sagði henni færi ekki iengra ef þess var óskað. Þegar ég var lítil dvaldi ég oft mánuðum saman hjá ömmu og viidi heist ekki fara heim enda var það ekkert skrítið því hún amma ofdekraði mann hreinlega, hún vildi allt fyrir alla gera. Það var sama hvað var, öllu fékk maður að ráða og alltaf hafði amma nægan tíma. Bamabömin gengu nánast fyrir öllu. Minnist ég þess sérstaklega að ef bönnuð mynd var í sjónvarpinu þá bað ég ömmu að koma upp í rúm með mér því það væri hvort sem er bönn- uð mynd í sjónvarpinu og amma horfði aldrei á ógeðslegar myndir. Þá kom amma alitaf og söng mig í svefn en oft var þó spurning um hvor okkar væri að svæfa hverja, það vom því margar bænir og mörg lög sem ég lærði af henni. Alltaf var fínn matur borinn á borð hjá ömmu og fengum við bamabömin ávallt að ráða mat- seðlinum. Ef ég gisti hjá ömmu þá var sko dekrað, sængin hituð á ofnin- um meðan ég var í baði, þangað fékk ég bakka fullan af nammi, að baðinu loknu fékk maður Vicks á bringuna og skreið svo loks undir heita sæng- ina. Einu sinni gekk það meira að segja svo langt að ég fékk að tann- bursta mig uppi í rúmi því ég var svo þreytt að ég nennti ekki fram. Amma var alltaf meira en tilbúin til að taka þátt í leikjum mínum og þau vom ófá skiptin sem hún passaði „bömin mín“ meðan ég skrapp í bæinn. Eins em ógleymanlegar allar sumarbústaða- ferðirnar okkar þar sem þú naust þín svo vel eins og við öll, fórst með mér í göngutúr og kenndir mér nöfnin á öll- um blómunum, eins vissir þú nöfnin á flestum fuglategundunum, það var nú ekki mikið sem hún ekki vissi hún amma. Elsku amma mín, ég á þér svo mik- ið að þakka, allt sem þú hefur kennt mér: lita hægt og rólega, perla, spila, leira og allt fóndrið sem við annað- hvort gerðum saman eða þá þú gerðir og gafst mér; þú varst án efa þoiin- móðasta kona sem ég hef kynnst. Eg á svo miklu fleiri góðar minningar um þig en þær mun ég varðveita vel í hjarta mínu. Elsku amma mín, þakka þér fyrir alit. Hjartagullið þitt, Hildur Rut. Það er erfitt að hugsa til þess að lifa lífinu án þess að amma sé með í myndinni. Alltaf var maður velkom- inn í Miðtúnið sama hve áliðið var, alltaf var tekið á móti manni með þéttu og góðu faðmlagi. Það að faðma mann svona var bara ein leiðin af mörgum sem hún notaði til að sýna manni væntumþykju sína og núna skilur maður til fulls hve dýrmæt þessi faðmiög voru manni í raun. Sambandið milli mín og ömmu var eins og best getur orðið á milli tveggja einstaklinga þótt fimmtíu og sex ár væru á milli okkar. Við töluð- um saman sem jafningjar og það var ekkert sem við ekki gátum talað um og vorum við farin að tala um það að við værum koddi hvort annars þvi þegar umræðan fór á það plan sagði hún svo oft: „Þú mannst það Kjartan minn, þetta er eins og að tala við koddann sinn þetta fer ekkert lengra." Það er ótrulegt hvað ein manneskja getur gefið frá sér mikinn kærleik. Þær voru ófáar stundirnar sem maður eyddi niðri í Miðtúni hjá ömmu og voru jólin okkar tími ef það má orða það svo og er það skrýtin til- finning að hugsa sér þeirra án ömmu því að á hverjum jólum frá því að ég man eftir mér bökuðum við saman smákökur og bjuggum til sælgæti fyrir aðfangadagskvöld. Það var alltaf viss stemning sem myndaðist þegar þessi bakstur fór fram en þá var hátalarinn dreginn inn í eldhús og jólaplata með Bing Crosby sett á fón- inn og bakað langt fram á nótt. Þá var oft mikið sprellað og hlegið og kom það nú einstaka sinnum fyrir að eins og hjá alvöru kokkum bökuðum við vandræði en það kom ekki að sök því það var félagsskapurinn sem skipti máli. Já, þær eru ótrúlega margar og hver öðrum betri, minningarnar sem ég á um þig, elsku amma mín, og þér á ég margt að þakka, þú kenndir mér margt um lífið og tilveruna sem á eft- ir að koma mér að góðum notum um ókomin ár. Elsku amma mín, með þakklæti fyrir allan þann tíma sem þú hefur gefið mér. Þinn Kjartan. Elsku amma mín. Ég trúi því ekki enn að þú sért farin, farin fyrir fullt og allt. Ég hefði aldrei getað trúað því að þetta yrði svona sárt því ég hef ekki aðeins misst ynd- islegustu ömmu sem hægt er að hugsa sér heldur mína bestu vinkonu. Vinkonu sem ég gat treyst fyrir öllu, vinkonu sem alltaf var tilbúin að hlusta og vinkonu sem hneykslaðist aldrei á einu né neinu. Mig langar til að segja þér svo margt því ég á þér svo ótrúlega margt að þakka. Þú varst gullmoli okkar allra, þolinmóð- asta og skilningsríkasta persóna sem ég hef kynnst og litið upp til alla mína ævi. Ég á svo yndislegar minningar um þig sem ég kem til með að varð- veita alltaf, minningar sem hlýja mér um hjartarætur og eru mér ómetan- legar. Hjá þér og með þér var alltaf gott að vera því svona varst þú amma, þú geislaðir af umhyggju og ást og alltaf var fjölskyidan þín í fyrirrúmi. Þú varst okkur barnabörnunum ein- staklega góð því alltaf varstu tilbúin til að ýta öllu öðru tii hliðar til að sinna okkur. Toppurinn á tilverunni var að fá að gista hjá þér og fara í heitt freyðibað því eftir smá viðdvöl í baðinu komst þú alltaf með silfruðu laufaskálina fulla af góðgæti og eftir baðið beið mín uppbúið rúm og dúnsængin sem þú hafðir hitað á svefnherbergisofninum svo mér yrði ekki kalt. Ég vildi hvergi annars stað- ar læra undir próf og hertók því alltaf borðstofuna þína yfir próftímann í skólanum. Þér þótti alltaf vænt um það og sast iangt fram á nætur með mér og hlýddir mér yfir námsefnið þvi þú vissir svo margt um alla skap- aða hluti. Enda uppskárum við líka saman vökunætur okkar yfir náms- bókunum þann 19. júní sl. þegar ég útskrifaðist úr Háskólanum. Eg bað um að fá að halda smávegis veislu í Miðtúninu og eins og þér einni var líkt sagðir þú strax að þín væri ánægjan og var þetta vel heppnað kvöld í aila staði. Þú varst svo glæsi- leg eins og alltaf og ljómaðir eins og tíu sólir. Þessi dagur, amma mín, í Miðtúninu er mér dýrmæt minning í stóru safni. Ég veit að nú ertu komin til hans afa Gísla, stóru ástarinnar í lífi þínu, og ykkur líður vel saman. Ég veit líka að þú vissir hvað mér þótti vænt um þig og þykir enn því ég veit að þó svo þú sért komin á annan sælustað þá stendurðu við hlið mér áfram. Ef ég engil raætti velja í það starf að hjá mér dvelja ég velja myndi þig til að leiða og vemda mig. Eg sofna rótt á kvöldin og veit hver hefur völdin já, þú sem þekkir mig ég einatt hugsa um þig. I minningu ég geymi mynd af besta engli í heimi ég bið þú komir fljótt því nú er að koma nótt. Sofðu rótt. (Anna Rún.) AJla leið og aftur tilbaka. Þín Anna Rún. Elsku amma mín. Nú þegar þú ert farin eru svo ótal margar minningar um okkar sam- verustundir sem upp koma í huga mér. Mér fannst svo notalegt að geta komið niður í Miðtún til þín og gist þar hjá þér, þar sem alltaf var dekrað svoleiðis við mann að manni leið oft eins og sjálfum kónginum. Miðtúnið var eins og mitt annað heimili og er tilhugsunin um að að ég eigi aldrei aftur eftir að gista hjá þér nánast óbærileg. Ófáar voru Þingvallaferðir fjöl- skyldunnar í sumarbústaðinn þar sem alltaf var mikið um glens og gaman. Það var sama hvað við barnabörnin gerðum, amma mín, alltaf varst þú til í að vera með okk- ur, hvort sem við vorum að leika okkur úti eða inni. Þegar ég hugsa um samverustundir okkar og allrar fjölskyldunnar er aðfangadagskvöld mér efst í huga. Alla tíð var öll fjöl- skyldan saman á aðfangadagskvöld í Miðtúninu og borðaði þar jólamat- inn. Eftir matinn var farið fram í hol, sest fyrir framan jólatréð þar sem þú last á pakkana og útbýttir þeim eins og jólasveina er siður. Þetta eru mér ógleymanlegar stundir. Vegna þess hversu oft ég dvaldist hjá þér í Miðtúninu eignaðist ég þar góða vini, sem þú sagðir að alltaf væru vel- ERLA HARALDSDÓTTIR komnir í heimsókn til mín inn á þitt heimili sem örugglega ekki allar ömmur hefðu leyft. Þú varst mér meira en bara amma. Þú varst líka minn besti trúnaðarvinur og gat ég trúað þér fyrir öllu því aldrei hneykslaðist þú á einu eða neinu. Þú kenndir mér margt um lífið og tilver- una og voru margir hlutir sem ég átti eftir að spyrja þig um. Elsku amma mín! Ég þakka guði fyrir allan þann tíma sem við áttum saman, þótt ég hefði viljað að hann hefði verið miklu lengri. En ég hugga mig við það að ég veit að þér líður vel núna hjá afa Gísla og er viss um að einhvern tímann komum við til með að hittast aftur. Guð blessi þig, elsku amma mín. Þinn Frímann Orn Þann 1. júlí myndaðist stórt skarð í fjölskylduna þegar okkrn- voru færðar þær fréttir að hún Erla væri látin. Mín fyrstu kynni af Erlu voru fyrir sjö árum þegar ég fór að vera með Kjartani, dóttursyni hennar. Öllum þótti gott að umgangast hana, börnum jafnt sem fullorðnum, enda streymdi frá henni gleði og hlýja. Það voru ekki ófáar stundirnar sem leiðin lá í Miðtúnið til að rabba, taka í spil eða bara til að skreppa í smá verslunarleiðangur. Elsku Erla, ég veit að þú hefur það gott þar sem þú ert núna og ég vil þakka þér fyrir allar þær góðu stundir sem við áttum saman. Elsku Arndís, Hildur, Ólafur og fjölskyldur, ég veit að þið voruð það mikilvægasta sem hún átti og minn- ingin um elskulega konu mun lifa um ókomin ár. Megi hún hvíla í guðs friði. Þín Nanna Dísa. I dag þegar föðursystir mín verð- ur lögð til hinstu hvíldar kveð ég með trega og söknuði, en með þakk- læti í hjarta fyrir að hafa fengið að kynnast svo góðri konu sem hún ætíð var, og allar þær góðu og eftir- minnilegu stundir sem ég fékk að njóta hjá henni og hennar fjölskyldu. Það var alltaf gott að koma til Erlu og á heimili hennar sem mér er svo kært. Frá því ég man eftir mér varði ég mörgum stundum á heimili þeira Gísla og Erlu í Miðtúni og voru þau mér alltaf svo hlý og góð; mynduðust einnig sterk tengsl mín við börnin þeirra, Arndísi, Hildi og Ólaf og svo börn þeirra. Það voru alltaf afar sterk tengsl milli föður míns og Erlu frænku og hennar fjölskyldu og þegar faðir minn lést var hún ávallt til staðar til að styðja mig og mat ég það mikils og geri enn í dag. Ég er svo lánsam- ur að hafa fengið að njóta samferðar Erlu, visku, hennar og kærleika. Það sem ég er í dag á ég henni að þakka. Með þessum fátæklegu orðum mínum kveð ég elskulegu frænku mína. Það er og verður mér erfitt að koma að heimili hennar í Miðtúni og finna ekki Erlu frænku mína þar, en ég veit hvar hún er og þar líður henni vel. Blessuð sé minning henn- ar sem ég ávallt geymi. Arndís, Hildur, Ólafur og fjöl- skylda, megi góði Guð styrkja ykkur á þessari stundu. Axel B. Björnsson. Hún Erla hans Gísla frænda er kvödd í dag. í mínum uppvexti og ávallt síðan þegar Erla barst í tal var talað um Erlu hans Gísla og það fór ekkert á milli mála við hverja var átt enda var hún hans og hann Gísli var hennar. Við andlát hennar birtist mér sýn yfir gömlu góðu árin þegar samgangur foreldra minna við þau Gísla og Erlu var hvað mestur og þá um leið kynni og vinskapur okkar frændsystkinanna við ærsl og áhyggjuleysi æskuáranna. Við lát föður míns rofnuðu þessi tengsl að hluta, fólk óx úr grasi og stofnaði til fjölskyldu, tókst á við lífsbaráttuna og hver átti nóg með sig. Hin seinni árin hafa kynnin eflst aftur sem bet- ur fer og verður vonandi svo til frambúðar fái undirritaður einhverju um það ráðið. Hún Erla var ekki há kona vexti en allt sem hún tók sér fyrir hendur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.