Morgunblaðið - 09.07.1999, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 09.07.1999, Blaðsíða 14
14 FÖSTUDAGUR 9. JÚLÍ 1999 MORGUNBLAÐIÐ __________________________FRÉTTIR Formaður VSÍ um launakönnun VR Leiðir ekki í ljós ný sannindi FORMAÐUR Vinnuveitendasam- bands íslands, Ólafur Baldur Ólafs- son, segir að nýgerð launakönnun Verslunarmannafélags Reykjavíkur leiði ekki í ljós nein ný sannindi, þótt hún leiði í ljós nýjar tölur um laun félagsmanna VR. I könnuninni er m.a. komist að þeirri niðurstöðu að stærstur hluti félagsmanna VR fái laun sem miðast ekki við launataxta. Ólafur segir að löngum hafi verið vitað að launafólk fái greitt umfram taxta og vegna þess að laun hafi hækkað og kaupmáttur aukist með batnandi efnahagsástandi séu því nýjar launatölur að sjást í könnun- inni. Áhrif góðs árferðis og spenna á vinnumarkaði endurspeglist þá jafnan í því að launaskrið eigi sér stað, þó mismunandi eftir fyrirtækj- um og starfsgreinum. í könnuninni, sem Félagsvísinda- stofnun HI vann fyrir VR, kemur m.a. fram að félagsmenn VR eru að meðaltali með 163 þúsund krónur í dagvinnulaun á mánuði og 183 þús- und krónur í heildarlaun. Einungis 10% svarenda fengu greidd laun eftir launataxta VR. í inngangi að könnuninni kemur m.a. fram hjá Magnúsi L. Sveinssyni, formanni VR, að stór hluti félagsmanna semji persónulega um launagreiðslur um- fram launataxta. Ennfremur segir þar að könnunin ætti þannig að stuðla að því að færa launataxta að raunverulegum launum. Stefnum ekki að því að halda niðri launum „Stefna VSI er ekki sú að halda niðri launum í landinu, heldur að kjarasamningar geti veitt þá kaup- máttaraukningu sem ekki raskar jafnvæginu í efnahagslífinu og fyrir- tækin geta staðið undir,“ segir Olaf- ur. „í síðustu kjarasamningum varð samkomulag um svokallaðan fyrir- tækjaþátt samninga, þar sem skil- greindir voru ýmsir þættir sem gátu orðið grunnur að sérstöku við- bótarsamkomulagi milli fyrirtækja og starfsmanna. Samkomulagið gat falið í sér nýja nálgun við útfærslu vinnunnar sem leiddi tii hagkvæmni sem kæmi báðum til góða. Kjara- samningar mynda lágmarksgrunn fyrir launin og þróun þeirra á samn- ingsstigum og nokkurs konar ör- yggisnet. Pað er leitast við það í kjarasamningum að stuðla að stöð- ugleika og eðlilegum vexti í efna- hagslífinu og síðan verður hin end- anlega launamyndun til í fyrirtækj- unum í formlegum og óformlegum launakerfum í samræmi við verð- mætasköpun þeirra og ræðst af möguleikum þeÚTa og aðstæðum á hverjum tíma,“ segir Ölafur. JÓHANNES Nordal tók við heiðursskjalinu úr hendi Ólafs ísleifsson- ar. Á myndinni sjást jafnframt frú Dóra Nordal og frú Sigríður Snæv- arr, sendiherra, sem var veislusljóri í afmælisfagnaðinum. Heiðursfélagi DR. JÓHANNES Nordal hefur verið kjörinn heiðursfélagi LSE- félagsins á Islandi en tilnefning hciðursfélaga fór fram í tilefni af 15 ára afmæli félagsins. I af- mælishófi nýlega afhenti Ólafur Isleifsson, formaður LSE-félags- ins á Islandi, dr. Jóhannesi Nordal skjal til staðfestingar kjöri hans sem heiðursfélaga. Segir í heið- ursskjali að félagið vilji votta dr. Jóhannesi Nordal virðingu og þakklæti fyrir brautryðjendastörf í þágu félagsins við að treysta LSE-félagsins bönd milli LSE og fyrrverandi nemenda skólans hér á landi. LSE-félagið á Islandi er félag fyrrverandi nemenda London School of Economics and Political Science í Lundúnum. Félagið var stofnað 1983 og var fyrsti formað- ur þess dr. Jóhannes Nordal seðlabankastjóri. I tilefni af 15 ára afmæii félagsins bauð félagið prófessor Anthony Giddens, rekt- or London School of Economics and Political Science að koma hingað til lands. í P I s Islensk bílafram- leiðsla LJÓSMYNDARI Morgunblaðs- ins átti leið um Biskupstungur í vikunni og áði við bæinn Aust- urhlið. Þar rakst hann á frænd- urna Pálmar Orn Guðmundsson og Níels Magnús Magnússon, þar sem þeir óku tryllitæki miklu. Níels er heimamaður, en Pálmar er Reykvíkingur í heim- sókn hjá afa sinum og ömmu á nálægum bæ. Á bakvið frænd- urna sést að verið er að mal- bika síðasta kafla vegarins til Geysis. Morgunblaðið/Einar Falur Ruglað saman við Bónusbíla VEGNA fréttar um sakfellingu íyrrum framkvæmdastjóra Bónus- bfla í Héraðsdómi Reykjavíkur, vill rekstraraðili Bónusbflaleigunnar, Kleppsvegi 150, koma því á fram- færi að Bónusbflar hf. tengjast ekki Bónusbflaleigunni. Hafi nafn- gift beggja aðila því miður valdið nokkrum misskilningi þar sem nöfn fyrirtækjanna líkjast hvort öðru. Bónusbflaleigan var stofnuð árið 1986 af Einari Eiríkssyni og síðan yfirtekin af núverandi rekstraraðil- um, þeim Ágústi Sigurðssyni og Helgu Sigurjónsdóttur ái'ið 1992, sem starfrækt hafa bflaleiguna síð- an. I 480 síður fullar af skáíasöngvum og öðrum sðhgvum með nótum og gítargripum. Bókin er í vasabókarbroti og með hlífðarkápu Tiivalin fyrir allt söngelskt fólk. \^M í iMMtoMöíffls iöO©[fí7SÉ[fS]QÉ ®d)o D Starfsmannaskipti hjá Hjartavernd STARFSMANNASKIPTI hafa átt sér stað hjá rannsóknarstöð Hjarta- vemdar, Lágmúla 9. Dr. Nikulás Sigfússon, íráfarandi yfirlæknir, lét af störfum sem yfirlæknir 1. júní sl. Nikulás hefur verið yfirlæknir Hjartavemdar í rúm 30 ár. Nikulás var yfirlæknir MONICA- skráningar svokallaðrar. MONICA- annsókn Hjartavemdar er hóprann- sókn Alþjóðaheilbrigðisstofnunai'. Is- lendingar hafa verið þátttakendur í MONICA-rannsókninni frá 1981. Hún er stærsta faraldsfræðilega rannsókn sem gerð hefúr verið. Með MONICA-rannsókninni hefur Hjartavemd safnað upplýsingum um tíðni kransæðastíflu meðal íslend- inga á aldrinum 25-74 ára, áhættu- þætti hjarta- og æðasjúkdóma og meðferð. Niðurstöður rannsókna Hjarta- verndar hafa nýst í aðrar rannsóknir sem Hjartavemd hefur unnið í sam- staríi við aðra aðila. Velunnarar styrkja starfsemina með þátttöku sinni í happdrætti Hjartavemdar einu sinni á ári sem er eina skipu- lagða fjáröflun samtakanna. For- maður Hjartaverndar er Gunnar Sigurðsson læknir. Framkvæmda- stjóri er Hjördís Kröyer. Forstöðulæknir Hjartaverndar frá 1. júní sl. er Vilmundur Guðnason, Uggi Áströs læknir og erfðafræðingur. Vilmund- ur fæddist í Reykjavík áinð 1954. Hann lauk bæði embættisprófi í læknisfræði og BS-prófi (vísinda- gráðu) frá Háskóla íslands 1985. Ár- ið 1995 lauk hann doktorsprófi í erfðafræði frá Lundúnaháskóla. Vil- mundur hefur verið forstöðulæknir Rannsóknai'stofu Hjartavemdai' í Sameindaerfðafræði frá 1995. Hann hefúr stjómað og tekið þátt í fjölda alþjóðlegra erfðafræðirannsókna sem og á Islandi, einkum í sambandi við hjarta- og æðasjúkdóma. Hann hefur verið höfundur eða meðhöfund- ur fjölda tímaritsgreina og bókakafla sem birst hafa í alþjóðlegum vísinda- ritum sem fjalla um læknavísindi. Þá hefur hann flutt fyrirlestra á þessu sviði í flestum heimsálfum. Hann er jafnframt heiðurslektor við Lund- únaháskóla. Eiginkona hans er Guð- rún Nielsen og eiga þau þrjú böm. Yfirlæknir MONICA-skráningar frá 1. júní er Uggi Agnarsson læknii'. Uggi Agnarsson fæddist í Reykjavík 1949. Hann lauk embættisprófi í læknisfræði frá Háskóla Islands árið 1976. Sérfræðinámi og sérfræðiprófi í lyflækningum lauk hann frá Há- skólanum í Connecticut í Bandaiíkj- unum árið 1982 og sérfræðinámi í hjartasjúkdómum ásamt sérfræði- prófi (American Board of Cardi- ology) árið 1985. Hann hefur verið fé- lagi í European Society of cardiology frá 1997. Hann hefur starfað hjá rannsóknarstofu Hjartaverndai' frá 1986. Hann starfar auk þess á Sjúkrahúsi Akraness og hjai-tadeild Landspítalans. Eiginkona hans er Margrét Guðnadóttir og eiga þau 3 börn. Fræðslufulltrúi Hjartaverndar frá 1. maí er Ástrós Sverrisdóttir hjúkr- unarfræðingur. Ástrós fæddist í Reykjavík 1965. Hún lauk BS-prófi í hjúkrunarfræðum frá Háskóla Is- lands árið 1991. Hún hefur starfað á Hjartadeild Landspítalans. Hún er formaður Umsjónarfélags einhverfra og hefur starfað á skrifstofu félagsins. Hjarta- vemd er með heimasíðu þar sem er að finna ýmiss konar fræðslu og upp- lýsingar á þessu sviði. Vefslóðin er www.hjarta.is. 1
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.