Morgunblaðið - 09.07.1999, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 09.07.1999, Blaðsíða 41
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 9. JÚLÍ 1999 41 HESTAR " HRYSSUR, sex vetra og eldri, að lokinni verðlaunaveitingu: Frá vinstri talið Örn Bergs- son, eigandi efstu hryssunnar Þrumu sem Kristinn Guðnason, formaður Félags hrossa- bænda, sýndi; þá Eir og Þórður, Freyja og Hans, Hugsjón og Bergur, Kjalvör og Freyja og Hrund og Lisa Rosell. HÓPURINN frá Kollaleiru var valinn besti ræktunarhópurinn af þeim fímm sem þarna komu fram: Frá vinstri talið Stefán á Kröflu, Hafdís á Höldi, Hans á Þirni, Ragnheiður á Krumma og Ragnar á Laufa. Kynbótasýning fjórðungsmótsins Þrjár hryssur meö háar tölur HROSSARÆKTARMENN á Aust- urlandi hafa ekki byggt ræktun sína á miklum fjölda hrossa en eins og sagan sýnir best hafa ávallt komið góð hross úr fjórðungnum og oft og tíðum hross í fremstu röð á landsvísu. Nýafstaðin kynbótasýning endur- speglar vel þessa stöðu fjórðungsins og má segja að útkoman nú sé mjög svipuð og var á tveimur undangengn- um fjórðungsmótum. Ekki var um neinar afkvæmasýningar að ræða að þessu sinni en fyrir dóm komu sex stóðhestar og þrjátíu hryssur. Þrír stóðhestar náðu einkunn yfir 8,00 og þar af var einn fjögurra vetra hestur, Frakkur frá Nýjabæ, sem hlaut með- al annars 9,0 iyrir tölt. Vakti töltið í hestinum sérstaka athygli mótsgesta þar sem hann fór um á þessu lyfting- argóða og taktörugga tölti í öll skipt- in sem hann kom fram. Þess má geta að í þriðjudagsblaðinu voru birtar sundurliðaðar einkunnir allra efstu hrossanna sem verðlaun hlutu. Þar kemur fram að hann hlýtur 8 fyrir bæði sköpulag og hæfileika. Frakkur er undan Gusti frá Hóli II, sem er að skila mjög efnilegum hrossum, og Kötlu frá Báreksstöðum sem var undan Feng frá Laugarvatni. Hinir hestarnir sem náðu yfír 8,00 heita báðir Óðinn, annar frá Reyðarfírði og hinn frá Sauðhaga, báðir undan hest> um fæddum í fjórðungnum. Reyðar- fjarðarhesturinn er undan Kjarld frá Egilsstöðum en hinn undan Hrannari frá Höskuldsstöðum sem fékk tvær níur, fyrir fótagerð og brokk; hafði fengið sömu einkunn fyrir vilja en var lækkaður á mótinu. Tvær efstu hryssumar í sex vetra og eldri flokknum voru með háar töl- ur. Þruma frá Hofi I var næsthæst eftir forskoðun, hækkaði sig nokkuð fyrir hæfileika. Hún fékk meðal ann- ars 9 fyrir stökk og 8,5 fyrir töit, brokk, skeið og vilja og alls 8,44 fyrir hæfileika. Fyrir sköpulag fékk hún 8,10 og þar af 9 fyrir fótagerð. Eir frá 8,00 í einkunn á mótinu en það gerði ein fjögurra vetra hryssan - og það rækilega. Þar er um að ræða Snilld frá Ketilsstöðum sem er undan Gusti frá Hóli II og gæðingshryssunni Hugmynd frá Ketilsstöðum. Hún hækkaði sig verulega fyrir hæfileika frá forskoðun, úr 7,64 í 8,24. Hún hafði fengið 7,0 fyrir tölt en fékk á mótinu 8,5, þá hækkaði hún úr 8,0 í 8,5 fyrir brokk, úr 7,5 í 8,0 fyrir skeið og stökk. Fyrir sköpulag fékk hún 8,08. Verður fróðlegt að sjá þessa hryssu á næsta ári, komi hún þá fram. Óneitanlega minnti hún mikið á móður sína, sérstaklega á skeiði. Gera má ráð fyrir að þær hryssur sem hér eru nefndar eigi alla mögu- leika á að komast á landsmót á næsta ári og gætu þær hugsanlega blandað sér í baráttuna á toppnum. Ef skoðað er hvaða stóðhestar eiga flest afkvæmi meðal kynbótahrossa eru fjórir jafnir með þrjú afkvæmi: Hrannar frá Höskuldsstöðum, Kjark- ur frá Egilsstöðum, Gustur frá Hóli II og Oddur frá Selfossi. Ef hinsveg- ar gæðingunum er bætt inn í breytist dæmið aðeins. þá er Otur frá Sauðár- króki með flest afkvæmi, eða fimm, en jafnir með fjögur afkvæmi eru Stígur frá Kjartansstöðum, Kjarkur ' frá Egilsstöðum og Máni frá Ketils- stöðum. Af þessari samantekt má sjá að stóðhestar fæddir á Austurlandi eru notaðir á sínum heimavelli og þeir skila ágætum hrossum í bland. Kynbótasýning fjórðungsmótsins staðfestir að hrossarækt þar eystra er í góðu lagi. Hún skilar góðum toppum og eitt hafa Austlendingar fram yfir til dæmis Sunnlendinga; þeir gæta hófsemdar í hrossaeign. Morgunblaðið/Valdimar Kristinsson FRAKKUR frá Mýnesi var einn athyglisverðasti töltarinn í röðum kyn- bótahrossa, aðeins fjögra vetra gamall. Knapi er Hans F. Kjerúlf. EIR FRÁ Fljótsbakka hlaut hæstu hæfileikaeinkunn allra kynbóta- hrossa mótsins: Knapi er Þórður Þorgeirsson. Fljótsbakka var hæst hrossa á mót- inu fyrir hæfíleika, fékk 8,51, en hún er undan Otri frá Sauðárkróki og með fallegri afkvæmum undan hon- um sem komið hafa fram, er með 8 fyrir öll atriði sköpulags. Hún fær 9 fyrir stökk og vilja, hafði í forskoðun fengið 9,5 fyrir stökk. Þá fékk hún 8,5 fyrir tölt, brokk og fegurð í reið. Engin fimm vetra hryssa náði yfir WfiHf \ ■ J pKW i ' ■ yft Sgýúllsjl : J 181 - uli ggg HH| L ■, H| « . ðÍ_JH Morgunblaðið/Valdimar Kristinsson EFTIR sigurinn flykktust vinir og kunningjar til Torfa og samfögnuðu honum og Nökkva inniiega. TORFI lét sig ekki muna um að járna heilan hest. Var erfíður viðureignar en nú fer vel á með okkur „Ég byrjaði að ríða Nökkva í vor en hann hefur verið í eigu föður míns í fjögur ár. Hann hefur verið erfiður viðureignar, alltaf spenntur og harður og ákaflega naskur á að finna hvort knapinn hefði undirtökin eða ekki,“ segir Torfi Þorsteinn Sigurðsson, sigurvegari í barnaflokki á fjórðungsmótinu á Stekkhólma, um hestinn Nökkva frá Miðskeri sem hann keppti á. „Ég prófaði hann í fyrsta skipti í fyrra og varð þá alveg rosalega hræddur þótt hann ryki ekki með mig. Hann hefur aldrei náð að rjúka með mig og núna fer vel á með okkur“ heldur Torfi áfram. „Sigurinn kom mér verulega á óvart því ég hafði orðið í öðru sæti í forkeppni á mótinu heima í segir sigurvegarinn í barnaflokki, Torfi Þor- steinn Sigurðsson Hornafirði en ég reyndi að gera eins vei og ég gat og það dugði.“ Torfi sagðist vera búinn að skrá sig á íslandsmótið um næstu helgi en sagðist ekki myndu mæta með Nökkva heldur fá hest lánaðan en vissi þó ekki hvort hægt yrði að keppa á hestinum. „Ég byrjaði í hestamennskunni í fyrra en það hafa alltaf verið til hestar heima og núna eru þeir í kringum 25 svo það er nóg að gera við að stússa í kringum þá. Ég er aðeins farinn að temja með pabba og fer þá á bak trippunum meðan hann hringteymir þau,“ segir Torfi sem er 12 ára en verður 13 ára síðar á árinu. Hann segist einnig vera farinn að fikta við járningar og fór meðal annars á járninganámskeið í vetur. „Ég er nokkuð viss um að ég muni stunda hestamennsku í framtíðinni en er ekkert farinn að ákveða hvort ég geri þetta að atvinnu minni,“ segfr þessi efnilegi reiðmaður sem stóð sig með mikilli prýði á fjórðungsmótinu. HESTAR/FOLK ■ MÁNI Ketilsstöðum sem nú er 25 vetra á von á afkvæmi á næstu dögum með hryssunni Ör frá Ketilsstöðum sem nú er 28 vetra. ■ HUGMYND frá Ketilsstöðum sá mikli gæðingur er einmitt undan þessum hrossum og bíða menn nú spenntir og velta fyrir sér hvort á Ieiðinni sé systurbetr- ungur. ■ ÞORKELL Bjarnason fyrrver- andi hrossaræktarráðunautur var ásamt eiginkonu sinni Ester Guðmundsdóttir heiðursgestur mótsins og flutti hann stutt er- indi á sunnudeginum. ■ HANS F. Kjerúlf var með flest hross í keppni á íjórðungsmót- ( inu; fjórtán. Bergur Jónsson fylg- ir fast á hæla hans með þrettán hross. ■ HANS var með tvö hross í B- flokki gæðinga og eitt í A-fokki. Þá var hann með Ijóra stóðhesta og sjö hryssur. ■ BERGUR var hinsvegar með níu hryssur í kynbótadómi, tvo gæðinga í A-flokki og einn í B- flokki. ■ MARIETTAMaissen var eini knapinn sem lagði upp í hópreið fjórðungsmótsins án hjálms, en sambýlismaður hennar Pétur Behrens var fljótur að bæta úr því og hljóp hið snarasta með hjálminn til hennar. ■ HÓPREIÐ mótsins er því Ifk- lega sú fyrsta sem farin er á Qórðungsmóti þar sem allir knapar eru með Iijálm á liöfði. *
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.