Morgunblaðið - 09.07.1999, Blaðsíða 50

Morgunblaðið - 09.07.1999, Blaðsíða 50
MORGUNBLAÐIÐ r50 FÖSTUDAGUR 9. JÚLÍ 1999 MINNINGAR FRÉTTIR + Laufey Eysteins- dótt.ir fæddist í Tjarnarkoti í Aust- ur-Landeyjum 22. desember 1912, en ólst upp í Stóru-Hild- isey í Austur-Land- eyjum. Hún iést 4. júlí síðastliðinn á Hjúkrunarheimilinu Sunnuhlíð þar sem hún dvaldi síðustu tvö árin sem hún lifði. Laufey var dóttir hjónanna Elín- ar Jóhannsdóttur og Eysteins Gunnars- sonar, sem bjuggu þá í Stóru- Hildisey. Móðir Laufeyjar, Elín Jóhannsdóttir, húsmóðir, fæddist 30. ágúst 1875 í Tjarnarkoti í Austur-Landeyjum, d. 11. októ- ber 1956 í Reykjavík. Faðir Lauf- eyjar, Eysteinn Gunnarsson, bóndi og sjómaður, fæddist 14. júlí 1874 á Kraga í Oddahverfi á Rangárvölium , d. 23. nóvember 1958 í Reykjavík. Systkini Lauf- eyjar í aldursröð eru: Ásta Þór- anna, f. 19. maí 1903, d. 25. júlí 1908, Guð- björg, f. 3. júní 1904, d. 11. nóvember 1973, Jóhanna, f. 18. febrúar 1906, d. 5. júní 1993, Jóhann Eysteinn, f. 23. febrúar 1907, d. 21. febrúar 1998, Sólveig Þóranna, f. 20. ágúst 1908, d. 11. maí 1994, og Kristinn, f. 5. júlí 1915. Laufey giftist 13. september 1936 Karii Þórarni Bóassyni, bif- vélavirkja, f. 25. októ- ber 1913, frá Grund, Reyðarfirði, en hann lést 10. júní 1951. Þau eignuðust fimm börn, en tvö misstu þau í fæðingu. Núiifandi börn Lauf- eyjar í aldursröð: 1) Oddgeir Hauk- ur, f. 19. júlí 1936, brúarsmiður hjá Vegagerð ríkisins. Hann var kvæntur Sigríði Magnúsdóttur, frá Grund í Eyjafírði, f. 20. febrúar 1942. Þau slitu samvistum. Þau eiga eina dóttur. 2) Marinó Bóas, f. 25. október 1941, slökkviiiðsmaður þjá Flugmálastjórn, kvæntur Sig- fríð Elínu Sigfúsdóttur, skrif- stofumanni í Reykjavík, f. 8. ágúst 1939, og eiga þau fjögur böm, eina dóttur og þrjá syni. 3) Iris, f. 6. febrúar 1947, sjúkraliði og húsmóðir, gift Guðmundi Har- aldssyni, útgerðarmanni, f. 16. apríl 1943, og eignuðust þau sjö böm. Tvö misstu þau. Á lífi em þrír synir og tvær dætur. Lan- gömmuböm Laufeyjar em alls 15 á lífi. Árið 1944 fluttust Laufey og Karl frá Reyðarfirði til Reykja- víkur og byggðu sér hús í Kópa- vogi við Kársnesbraut 8 sem nú er Marbakkabraut 9. Eftir að Laufey missti eiginmann sinn, Karl Þórarin, vann hún sem ráðs- kona hjá Vegagerð rikisins á sumrin. Hún var líka a.m.k. tvö sumur í sfldarvinnu og var þá með Irisi dóttur sína með sér. Lengst vann hún hjá fyrirtækinu Málningu h.f. í Kópavogi, alls 22 ár. Hún tók að sér ýmis önnur störf til að drýgja tekjumar, svo sem húshjálp, hreingemingar o.fl. Þau héldu heimili saman Laufey og Haukur, eldri sonur hennar. Utför Laufeyjar fer fram frá Fossvogskirlqu í dag og hefst at- höfnin kiukkan 15. LAUFEY EYSTEINSDÓTTIR Elsku amma mín. Núna ertu farin t úr okkar heimi yfir í þann næsta og loksins fékkstu hvfld. Bara ef ég hefði vitað það þarna um daginn að þetta væri okkar síðasta stund sam- an, bara ef. Þú varst alltaf svo góð, elsku amma mín, og blíð og þrátt fyrir að þú byggir ekki lengur heima hjá þér varstu alltaf svo glöð. Núna hrannast minningarnar upp í huga mínum um allar þær stundir sem við áttum saman. Manstu þegar þú varst að passa mig þegar ég var nýflutt til Reykjavíkur og mamma var í námi? Ég man að ég vaknaði og v sólin skein úti; það var sumar. Ég stóð upp og hljóp inn í herbergið þar sem þú varst. Þar lagðist ég hjá þér og faðmaði þig góðan dag. Ég man að mér leið svo vel. Svo iastu fyrir mig sögu; boðskapur sögunnar var sá að það batnar alltaf allt á endan- um. Eftir lesturinn fórum við upp og þú fléttaðir hárið mitt og klæddir mig í fot. Seinna sama dag eða um hádegið eldaðir þú fyrir okkur há- degismat, og ég man alltaf eftir steikta fiskinum og kartöflunum sem þú hitaðir upp. Ég man svo vel eftir veðrinu þenn- an dag, það var svo gott og Ésjan var svo falleg í birtunni. I sambandi við þessa sögu sem þú last fyrir mig fyrir tíu árum þá er ég viss um að boðskapur hennar er al- veg réttur. Alltaf mun gleðin taka sig upp á ný eftir erfiðleika en aðal- málið er að vera sterkur. Ut af þessu veit ég að núna ert þú hjá afa. Loks- ins eftir 48 ára aðskilnað, og hvað get ég sagt nema að ég er innilega hamingjusöm fyrir ykkar hönd að biðin er öll á enda. Eg fann það oft hve sárt þú saknaðir hans, og stund- um var eins og þú værir annars hug- ar að hugsa um hann en sagðir svo: „Brúnu augun voru svo falleg.“ Ég fæ tár í augun við tilhugsunina um hamingjuna sem ríkir hjá ykkur núna. Ég veit líka að einhvern tím- ann munum við hittast aftur og þá munum við báðar vera glaðar og • ánægðar. Kannski verður þá eins veðiu- og um daginn þama fyrir tíu árum eða svo. Alltaf var svo auðvelt að gleðja þig. Manstu til dæmis núna um jólin þegar ég spilaði fyrir þig á flautuna? Ánægjan skein úr andliti þínu þessi seinustu jól þín hérna á jarðríki. Einnig var um það sama að ræða á áttræðisafmæli þínu fyrir nokkrum árum. Svo fyrir tveimur árum varstu færð yfir á hjúkrunarheimilið. Það voru erfiðir tímar fyrir þig en skjótt jafnaðir þú þig og tókst fyrri gleði þína upp. Manni fannst það undar- ‘ legt hve ánægð þú gast verið eftir allt saman, en ég verð bara að segja hve gott það var að sjá þig alltaf svona brosandi og gömlu augun ljómuðu svo ef maður rétt kíkti í heimsókn. Þú vildir líka alltaf að allir í kring- um þig væru ánægðir og liði vel og . þú passaðir vel að allir sem kæmu í Mieimsókn, jafnvel starfsfólk hjúkr- unarheimilisins, fengju að minnsta kosti einn mola í munninn. Svo fékk maður iðulega nokkra í nesti. Ef maður hafði ekki lyst þá sagðirðu: „Æi, gerðu það. Fyrir mig“ og mað- ur gat ekki staðist biðjandi augun. Mér fannst alltaf svo gott að geta tekið í höndina þína og við skoðuðum hendur hvor annarrar gaumgæfi- lega; ég velti því fyrir mér hve mikið þú hefur gengið í gegnum en þú aft- ur á móti hve ungar mínar væru og sléttar. Bara ef ég hefði vitað það seinast þegar við hittumst að meira yrði það ekki í bili. Ég hefði viljað segja þér hve innilega mér þykir vænt um þig, elsku amma mín. Ef þú vissir það ekki þá segi ég þér það nú. Elsku amma Laufey, góða ferð og við sjáumst síðar, þín dótturdóttir, Lilja Hrönn. Elsku amma, nú ertu loksins kom- in til Guðs. Ég veit þú varst lengi bú- in að hlakka til að hitta afa, sem þú varst greinilega svo ástfangin af og talaðir svo oft um, og börnin ykkar tvö, dreng og stúlku sem þið misstuð í fæðingu. Þú varst svo tilfinninga- rík, elsku amma mín. Það var sama hvort um var að ræða gleði eða sorg þá komu tár í grænu fallegu augun þín. Mér fannst oft erfitt að horfa upp á þig gráta og vildi hlífa þér, en þú vildir alltaf ræða málin og mikið er ég glöð að við gerðum það, því við það kynntist ég þér enn betur og tengdist þér sterkari böndum. Þegar ég missti börnin mín tvö fyrir þrem- ur árum, skildir þú mig svo vel. Þú rifjaðir upp þegar þú misstir börnin þín fyrir 50-60 árum og ég sá að þú syrgðir þau enn. Þetta var svo sterkt í minningu þinni, þegar þú horfðir á litlu fallegu börnin þín, en þau voru dáin. Þegar við Jóhann komum og heimsóttum þig með Bjarna Dag ný- fæddan grést þú af gleði yfir litlu dúkkunni, eins og þú kallaðir hann. Núna talar hann oft um langömmu Laufeyju og rúsínurnar sem hann fékk þegar hann kom til þín. Síðast þegar hann kom í heimsókn til þín sat hann uppi í rúmi hjá þér og borð- aði rúsínur, svo var hann farinn að tína þær upp í þig líka, svo þér fannst nóg um og sagðir: „Æi, mig langar ekkert í þetta“, en lést það þó eftir honum. Þegar afi dó varst þú aðeins 38 ára, einstæð móðir með þrjú börn, mamma mín yngst, aðeins fjögurra ára. Mamma sagði mér einu sinni hve sárt það var að fara með þér í kirkjugarðinn þar sem þú fórst að hágráta yfir leiðinu hans afa. Ég fæ alveg kökk í hálsinn ef ég reyni að setja mig í þín spor. Þú varst alltaf svo góð við mig og reyndar alla sem þú kynntist. Það var svo gaman þeg- ar þú komst í heimsókn þegar ég var lítil og bjó á Akureyri. Þá biðum við systkinin spennt eftir að flugvélin lenti og hlupum á móti þér þegar þú komst út úr henni og kysstum þig alltaf beint á munninn. Við gátum svo setið í fanginu á þér heilu tím- ana, það var bara eitthvað svo gott að vera hjá þér. Þegar við komum svo í Kópavoginn í heimsókn til þín, áttir þú alltaf eitthvað gott uppi í skáp sem þú gafst okkur, ég man að maður var varla búinn með molann þegar þú vildir endilega að maður fengi sér meira og það var ekki hægt að neita þér, þú vildir vera svo góð við okkur. Fyrir sjö árum fórum við með þér, ég, Lilja Hrönn systir mín, mamma og pabbi í bíltúr í Austur- Landeyjamar, þar sem þú varst fædd og uppalin. Þar sýndir þú okk- ur hvar Krosshjáleiga, bærinn sem þú fæddist í, stóð, við skoðuðum kirkjuna þar sem þú varst fermd og fórum heim að bænum Stóru-Hildis- ey þar sem þú ólst upp. Þetta var skemmtileg ferð og eftirminnileg. Núna er ég svo þakklát fyrir það hvað þú áttir góða daga síðasta árið þitt. Þú varst alltaf svo glöð og bros- andi og vel til höfð og heklaðir barnakjóla af kappi og leista í stfl. Þakka þér fyrir kjólinn sem þú hekl- aðir á litla barnið mitt, sem á að fæð- ast eftir mánuð. Þú varst svo viss um að það yrði stelpa. Þakka þér allar góðu stundirnar sem við áttum sam- an. M Guð míns lífs, ég loka augum mínum í líknarmildum fóðurörmum þínum og hvíli sætt þó hverfi sólin bjarta, ég halla mér að þínu fóðurhjarta. (Matt. Joch.) Þín dótturdóttir, Laufey Guðmundsdóttir. Elsku amma. í dag langar okkur systkinin að kveðja þig og minnast þín með nokkrum orðum. Það eru margar og góðar minningar sem við eigum frá þeim árum er við vorum börn og amma í Kópavogi, eins og við kölluðum þig, tók á móti okkur á Kársnesbrautinni. Alltaf var gott og gaman að koma til þín í litla húsið sem umlukið var fallegum garði sem bar þér fallegt vitni um atorku og smekkófsi. Amma okkar var dugleg kona og féll sjaldan verk úr hendi. Hún var sönn hetja hvunndagsins. Hún varð snemma ekkja með þrjú börn, vann verksmiðjuvinnu og hélt heimili ásamt börnum sínum. Hannyrðir styttu henni stundir er hún komst á sín efri ár. Prjónaði hún þá bæði og heklaði af stakri snilld. Hún lét gott af sér leiða til barna og barnabarna með visku sinni og skynsemi. Lan- gömmubörnin fengu líka að njóta hennar og minnast hennar fyrir margt, því hún var með afbrigðum barngóð og gladdist ætíð mikið þeg- ar nýr meðlimur bættist í fjölskyld- una. Elsku amma, við kveðjum þig og minnumst þín með hlýju í hjarta. Við söknum þín mikið. Megi guð varð- veita þig. Hanna, Karl Þórarinn, Ólafur og Sigfús og fjölskyldur. Breytingar á dýra- garðinum í Slakka OPNUNARTÍMA Dýragarðsins í Slakka hefur verið breytt í júlí og er hann opinn frá kl. 13-20 alla daga fram yfir versl- unarmannahelgina en þá er op- ið til kl. 18 fram til 1. septem- ber en þá verður lokað. I vor var hellulagt á svæðinu og er það til mikilla bóta, sér- staklega fyrir fatlaða og fólk með kerrur og vagna að ógleymdum eldri borgurum. Þetta er fimmta árið sem garð- urinn er opinn en miklar breyt- ingar hafa orðið síðan hann var opnaður fyrst. „Tjaldstæði eru í Laugarásn- um og öll þjónusta er til staðar. Kaffistofa er á staðnum með heimabökuðu bakkelsi, pylsum og ís,“ segir í fréttatilkynn- ingu. HÓPURINN sem fer frá íslandi. Frá vinstri: Áskell Harðarson, Bjarni Kristinn Torfason, Stefán Ingi Valdimarsson, Pawel Bartoszek, Guðni Ólafsson, Ingvar Sigurjónsson, Alfreð Kjeld og Geir Agnarsson. Ólympíuleikarnir í stærðfræði að hefjast 40. Ólympíuleikarnir í stærðfræði fara fram í Búkarest, Rúmeníu, dagana 10. til 22. júlí. ísland sendir til keppninnar sex manna sveit sem skipuð er Alfreð Kjeld, Bjama Kristni Torfasyni, Guðna Ölafssyni, Ingvari Sigurjónssyni, Pawel Bar- toszek og Stefáni Inga Valdimars- syni. Þeir eru allir nemendur í Menntaskólanum í Reykjavík. Liðinu til halds og trausts í ferð- inni eru dr. Geir Agnarsson, Raun- vísindastofnun háskólans, og dr. Áskell Harðarson, kennari við Menntaskólann í Reykjavík. Geir verður fulltrúi Islands í dómnefnd kegpninnar en Áskell liðsstjóri. Ólympíuleikamir eru ætlaðir framhaldsskólanemum og er það skilyrði að keppendur séu ekki orðnir tvítugir þegar keppnin fer fram. Búist er við að yfir 80 lönd sendi keppendur og að keppendur verði hátt í 500. Keppnin fer fram á tveimur dögum: hvom daginn fá keppendur þrjár þrautir til að glíma við og hafa 4V4 tíma til að leysa þær. Þrautirnar byggjast á hugtökum úr þeirri stærðfræði sem kennd er í grunnskólum og á fyrstu áram framhaldsskóla. En til að leysa þrautimar er þörf á mikilli kunn- áttu auk hugkvæmni og frumlegrar hugsunar. Islenska liðið hóf æfingar í byrj- un júnímánaðar. Síðan þá hafa liðs- menn verið í skipulegri þjálfun alla virka daga frá morgni til kvölds og auk þess fengið heimadæmi til að glíma við um helgar. Auk Geirs og Askels hafa kennarar við Háskóla Islands og Kennaraháskóla íslands séð um þjálfunina. Stuðningur sveitarfélaga keppenda, Reykjavík- urborgar og Garðabæjar, gerir þeim kleift að helga sig undirbún- ingnum. Félag raungreinakennara og ís- lenska stærðfræðafélagið standa að þátttöku íslands í Ólympíuleikunum í stærðfræði. Ólympíuliðið nýtur stuðnings menntamálaráðuneytis- ins, Seðlabanka Islands og Vátrygg- ingafélags Islands. Hafnarfjarðarbær styður íþróttafólk BÆJARRÁÐ Hafnarfjarðar hefur ákveðið samkvæmt tillögu íþrótta- ráðs að styrkja sérstaklega það íþróttafólk sem á raunhæfa mögu- leika á því að komast á Ólympíuleik- ana í Sidney á næsta ári. Alls nemur styrkupphæðin um 2 milljónum króna og er veitt til íþóttafélagsins FH vegna íþróttafólks í frjálsum íþróttum, Fimleikafélagsins Bjark- ar vegna fimleika og Sundfélags Hafnarfjarðar vegna sundmanna. Styrkimir era bundnir tilteknum íþróttamönnum. Um er að ræða íþróttafólk sem keppist við að ná til- skildu lágmarki eða stefnir að þátt- töku á íþróttamótum erlendis sem tilskilin era tfl þátttöku á Ólympíu- leikum. Þriðjudaginn 6. júlí afhenti bæjarstjórinn í Hafnarfirði, Magn- ús Gunnarsson, þeim Elvu Rut Jónsdóttir, Elínu Sigurðardóttur, Lára H. Bjargardóttur, Ómari S. Friðrikssyni, Hjalta Guðmundssyni, Jóni Ásgrímssyni, Bimu Bjöms- dóttur og Þóreyju Eddu Elísdóttur viljayfirlýsingu bæjaryfirvalda í Hafnarfirði þessa efnis.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.