Morgunblaðið - 09.07.1999, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 09.07.1999, Blaðsíða 20
20 FÖSTUDAGUR 9. JÚLÍ 1999 MORGUNBLAÐIÐ LANDIÐ I i 1 . ■V*.. w& |{: ^ fflm Morgunblaðið/Karl Sigurgeirsson VIÐ endastöð fjallaskokksins í Kirlguhvammi. Með þeim fyrstu voru Guðmundur Jónsson, Haukur Friðriksson og Jóm'na Signrðardóttir. Fjallaskokk í Húnaþingi vestra Hvammstanga - Einn liður Bjart- ra nátta í Húnaþingi vestra, var að efna tii fjallaskokks. Rúmlega sjötíu manns tóku þátt í skokk- inu, allt frá skólabömum til mið- aldra fólks. Farið var með hópferðabifreið frá Hvammstanga að Grund í Vesturhópi. Þaðan var gengið, skokkað og þeir hörðustu hlupu, þvert vestur yfír Vatnsnessfjallið og komið niður í Kirkjuhvamm. Vegalengdin er um 12 kílómetrar. í Kirkjuhvammi voru þátttakend- ur skráðir og einnig veittar viður- kenningar. Veðrið lék við hvum sinn fingur, bjart og stillt og töl- uðu sumir um að fullheitt hefði verið. Fjallaskokkið var á vegum björgunarsveitanna í héraðinu og Ungmennasambands V-Hún. A fjallinu vom aðstoðarmenn úr björgunarsveitunum, en allt gekk samkvæmt áætlun. í Kirkju- hvammi var öllum boðið upp á grillaðar pylsur og svaladrykki. Húnavatnsprófastsdæmi Vel heppnuð kristnitökuhátíð við Gullstein og á Blönduósi Blönduósi - Kristnitökuhátið í Húnavatnsprófastsdæmi var haldið á sunnudaginn. Hátíðin hófst á minningarstund við Gull- stein fyrir hádegið og var síðan framhaldið með hátíðarmessu í Blönduóskirkju og hátíðardag- skrá í íþróttahúsinu á Blönduósi eftir hádegið. Við Gullstein, sem er í landi Kringlu í Torfalækjarhreppi, er minnisvarði um fyrstu kristni- boðana, þá Þorvald víðförla og Friðrik biskup, var haldin minn- ingarstund að viðstöddu íjöl- menni. Sigurður Guðmundsson, fyrrverandi vfgslubiskup, flutti ávarp og biskup íslands, herra Karl Sigurbjörnsson, ski'rði sveinbarn frá Skagaströnd sem fékk nafnið Birkir Freyr. Hún- vetnsk börn sungu nokkur lög og söngflokkur flutti verk eftir Hjálmar H. Ragnarsson. Herra Karl Sigurbjörnsson, biskup fs- lands, prédikaði í hátíðarmessu í Blönduóskirkju og prestar Húna- vatnsprófastsdæmisins þjónuðu fyrir altari. Að lokinni messu var hátíðar- dagskrá í íþróttahúsinu á Blönduósi hvar ræður fluttu þeir Jón Torfason sagnfræðingur, séra Guðmundur Þorsteinsson og séra Ágúst Sigurðsson. Um söng á háti'ðinni sáu kirkjukórar úr prófastsdæminu undir stjórn org- anistanna. KARL Sigurbjörnsson skírði sveinbarn frá Skagaströnd sem fékk nafnið Birkir Freyr. Morgunblaðið/Jón Sigurðsson SÖNGFLOKKUR flutti verk eftir Hjáhnar H. Ragnarsson. Skorað á íbúa Aðaldælahrepps að endurbyggja og laga Hraunsrétt Laxamýri - „Lifi Hraunsrétt“ var yfirskrift fundar sem haldinn var í Ýdölum nýlega þar sem skorað var á íbúa Aðaldælahrepps að endur- byggja og lagfæra Hraunsrétt þannig að hún geti áfram verið skilarétt sveitarinnar. Forsaga málsins er sú að í vor samþykkti meirihluti fjáreigenda í Aðaldal í atkvæðagreiðslu að byggja nýja rétt á nýjum stað og leggja þar með Hraunsrétt niður. Hraunsrétt í Aðaldal var byggð upp úr 1830 og er hlaðin úr hraun- grjóti. Vegna aldurs hennar og stærðar er hún mjög merkileg en hleðslur hennar hafa víða riðlast og margir hafa viljað halda því fram að fjárheld sé hún ekki lengur. Á fundinum kom fram að verði byggð ný rétt þá verði engin Hraunsrétt til og með árunum muni hún hverfa í sinu. Enginn leggi það á sig að hlaða upp rétt sem ekki er notuð. Þá kom fram að réttin hafi á margan hátt verið tákn sveitarinnar í nær 170 ár og Hraunsréttardeginum hafi jafnan fylgt gleði og eftirvænting. Þá kom einnig fram að minja- stjóri Þjóðminjasafns íslands hefur skrifað oddvita Aðaldælahrepps þar sem lögð er áhersla á að Hraunsrétt verði áfram notuð þar sem hún hafi menningarsögulegt gildi frá sjónarmiði þjóðminjavörsl- unnar. Vegghleðslur beri að varð- veita og leggja skuli áherslu á að viðhalda þeirri verkmenningu sem vegghleðslum fylgir. Hraunsrétt stendur í skjólgóð- um hraunkrika í miðjum Áðaldal og er almenningurinn með tví- hlöðnum hraungrýtisvegg og 1800 fermetrar að stærð. Hún var á sín- um tíma önnur stærsta skilarétt á Norðurlandi en sauðfé hefur fækkað mikið í Þingeyjarsýslu þannig að mun færra fé kemur á réttina. Að undanförnu hefur safnast töluvert fjármagn til þess að end- urgera réttina og er um að ræða bæði erfðafé og frjáls framlög. Þessir peningar eru bundnir við Hraunsrétt en verða ekki notaðir í nýja rétt. Fylgst með LEIKSKÓLABÖRN á Siglufirði ásamt foreldrum og starfsfólki Leikskála fjölmenntu í' árlega svejtaferð á dögunum. Ábúendur á Helgustöðum í Fljótum tóku vel á móti góðum gestum og fengu börnin m.a. að sjá dýrin, húsakynni þeirra og hinar ýmsu búvélar. Skemmtileg- ast var þó að fá innsýn í gang náttúrunnar er þau fylgdust með sveitalífinu þegar lömbin komu í heiminn. Sá stóri atburður vakti óneitanlega undrun yngstu kynslóðarinnar og ekki var laust við hneykslun- artón er þriggja ára dama sagði frá því er „kindin skítti lambinu og sleikti það svo“. Börnin fengu einnig að fara á hestbak, halda á lömbum, klappa heimilishundinum og gæða sér á gómsætu nesti úti í náttúrunni. Um 300 kaþólikkar á VestQörðum Kaþólsk kapella vígð á fsafírði ísafirði - Kaþólski biskupinn á íslandi, herra Jóhannes Gijes- sen, vígði sl. sunnudag kaþólska kapellu að Mjaliargötu 9 á Isa- firði og söng þar messu. Kaþ- ólskir menn búsettir á Vest- fjörðum munu vera um 300 tals- ins eða um 3,5% af íbúafjöldan- um. Þeir eru hér hlutfallslega miklu fleiri en í öðrum lands- hlutum, flestir Pólverjar á norð- ursvæði Vestfjarða. Biskup sagði það mikilvægt að kaþólskir ættu sér kapellu hér vestra. Undanfarin ár hefur kaþólskur prestur þjónað bæði á Isafirði og annars staðar á landsbyggðinni. Með tilkomu kapellunnar við Mjallargötu kemur annar kaþólskur prestur til starfa sérstaklega á Isafirði. Á ÞRIÐJA hundrað manns var við vígsluathöfnina í Vatnaskógi. Vígsla svefnskála í Vatnaskógi Morgunblaðið/pþ ÓLAFUR Sverrisson, formaður Skógar- manna, Ársæll Aðalbergsson, framkvæmda- stjóri, Sigurður Pétursson, varaformaður og Ólafur Jóhannsson, formaður KFUM, við vígslu svefnskálans. Borgarfirði - Nýr svefnskáli var vígður í sumarbúðunum í Vatnaskógi í Svínadal í síðustu viku. Hér er um að ræða 380 fermetra hús með rými fyrir 60 stráka alls, og var önnur álm- an tekin í notkun þá strax, fyrir 30 drengi. Verður lokið við seinni álmuna á næsta ári - en um 6,5 milljónir vantar til þess að ljúka verk- inu endanlega. Leysir þetta nýja hús af gam- alt og úr sér gengið hús, sem notað var sem starfs- mannahús við byggingu Búrfells- virkjunar. Hófst athöfnin með því, að Sig- urður Pétursson, varaformaður Skógarmanna, bauð gesti vel- komna, en eitthvað á þriðja hund- rað manns var við vígsluna - þar af hundrað sumarbúðadrengir, sem voru í 5. flokki. Sungu piltarnir „Drottinn lít þinn drengjaskara". Þá svipti Kristín Guðmundsdótt- ir, fyrrverandi ráðskona, burt dulu sem sveipað hafði verið yfir skjöld, og opinberaði þar með nafn hins nýja skála. Hlaut hann nafnið Birkiskáli. I framhaldi helgaði og blessaði húsnæðið Ólafur Jóhanns- son formaður KFUM og viðstaddir fóru með Faðirvorið. I lokin klippti einn af sumarbúða- drengjunum á borða, og húsið var opnað til sýnis fyrir gesti. Bera her- bergin nöfn sveitabæjanna, sem næst eru við Vatnaskóg. Að endingu var viðstöddum boðið til veitinga í íþróttahúsinu. Stjórnandi samkom- unnar var Jóhann Þorsteinsson. Fjöldi manna hefur komið að byggingu Birkiskálans, og sagði Ársæll Aðalbergsson, fram- kvæmdastjóri Skógarmanna, að ótal sjálfboðaliðar hefðu komið að verkinu á hinum ýmsu byggingar- stigum, og mætti þakka þeirri sjálf- boðavinnu lágan byggingarkostnað.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.