Morgunblaðið - 09.07.1999, Blaðsíða 57

Morgunblaðið - 09.07.1999, Blaðsíða 57
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 9. JÚLÍ 1999 5 7 I DAG Árnað heilla OrVÁKA afmæli. Á O V7 morgun, laugardag- inn 10. júlí, verður áttræð Ástríður I. Jónsdóttir, Dal- braut 20 í Reykjavík, áður bóndi á Kaðalsstöðum í Stafholtstungum. Milli kl. 15 og 18 á afmælisdaginn tekur hún á móti gestum á Dalbraut 18-20 í Reykjavík. BRIDS llinsjún (iuðmundiir Páll Arnarson Italska landsliðið undirbjó sig vel fyrir Evrópumótið á Möltu og spilaði meðal ann- ars æfmgaleiki við landslið Svisslendinga og Frakka. Hér er spil frá æfingaleikn- um við Sviss, þar sem Guido Ferraro og Soldano de Falco sýna góð tilþrif í vörninni: Norður A 108743 V K3 ♦ KG4 ♦ D74 Vestur Austur A ])2 A K95 V D962 V 10875 ♦ Á762 ♦ D53 * G109 * Á62 Suður AÁG6 VÁG4 ♦ 1098 AK853 Suður gaf og vakti á veiku grandi, sem varð loka- sögnin. Ferraro kom út með laufgosa, sem sagnhafi tók með kóng heima og spilaði spaðaás og meiri spaða. Ferraro átti slaginn á drottninguna og spilaði nú laufníu, frekar en tíunni, til að sýna styrk í tígli. Sagn- hafi lagði drottninguna á ní- una og de Falco drap með ás. Og spilaði smáum tígli. Ferraro drap og spilaði aft- ur tígli, sem var svínað. de Falco fékk á drottninguna og spilaði litnum áfram. I þessari stöðu er sagn- hafi inni í blindum á tígul- kóng. Hann getur nú tryggt sér sjö slagi með þvi að taka á hjartakóng og spila laufi! Þá lendir vestur inni og verður að spila hjarta upp í ÁG eftir að hafa tekið á frí- tígulinn. En sagnhafi sá ekki þessa leið og spilaði þess í stað spaða á kóng austurs. de Falco átti slag- inn og gat nú komið makker inn á lauftíu til að taka sjö- unda slag varnarinnar á frí- tígul. fT pf ÁRA afmæli. í dag, 4 Álfóstudaginn 9. júlí, verður sjötíu og fimm ára Bjarnfríður Símonsen frá Þingeyri. Eiginmaður hennar var Sveinbjörn Sam- sonarson, hann lést 1975. Bjarnfríður tekur á móti gestum á morgun, laugar- daginn 10. júlí, í Hörpulundi 2 í Garðabæ. /AÁRA afmæli. Sjötug 4 v/er í dag, föstudaginn 9. júlí, Erla TVyggvadóttir, framkvæmdastjóri, Bakka- vör 40, Seltjarnarnesi. Hún tekur á móti gestum í Sunnusal Hótels Sögu milli kl. 18 og 20 í dag. ^/\ÁRA afmæli. Sigurgeir Sigurpálsson, Hraungerði 6 á 4 v/Akureyri, verður sjötugur næstkomandi mánudag, 12. júlí. Eiginkona hans, Eva Aðalsteinsdóttir, varð sjötug 26. apríl síðastliðinn. I tilefni af afmælum sínum taka hjónin á móti gestum í kaffiteríu Iþróttahallarinnar á Akureyri á morgun, laugardaginn 10. júlí, frá kl. 15 til 18. ff 7\ÁRA afmæli. Anna tlV/ Guðmundsdóttir, Reykhúsum ytri, Eyja- fjarðarsveit verður fimm- tug sunnudaginn 11. júh' næstkomandi. Hún og eig- inmaður hennar, Páll Ingv- arsson, bjóða til garðveislu á heimili sínu milli kl. 14 og 17 á afmælisdaginn. Vonast þau til að sjá sem flesta vini og kunningja. A /\ÁRA afmæli. í dag, TXV/fóstudaginn 9. júlí, verður fertug Guðmunda Ingimundardóttir, gjald- kerafulltrúi hjá Spron, Hjallabrekku 33, Kópavogi. Sambýlismaður Guðmundu er Þórarinn B. Guðmunds- son. Guðmunda verður með opið hús í dag frá kl. 11-16 en verður að heiman um kvöldið. Stoingrímur Thorstoinsaon (1831-1913) Brot úr Ijóðinu Sjó- manna söngur LJOÐABROT SJÓMANNA SÖNGUR Heyrið morgunsöng á sænum, sjáið bruna fléy undan hægum byrjarblænum burt fró strönd og ey; sólin skreytir skipa raðir, skín hver þanin voð, söngljóð kveða sjómenn glaðir snjalt á hverri gnoð. Þú, sem fósturfoldu vefur fast að þínum barm, svala landið sveipað hefur silfurbjörtum arm, ægir blái! Snælands sonum sýndu frægðar mynd, heill þér, bregztu’ ei vorum vonum, vertu’oss bjargar lind. Undan stöfnum græðir gránar, gnauða bylgjur hans, fríð við sjónhring fannkrýnd blánar fjallströnd móðurlands; þá er eins og ísland bendi yfir vík og fjörð: Sjómanns líf í Herrans hendi helgast fósturjörð. STJ ÖRJVUSPA eftir Frances llrake KRABBI Afmælisbarn dagsins: Þú hefur góða útgeislun, ert umhyggjusamur og viit hafa jákvæð áhrif á umhverfi þitt. Hrútur _ (21. mars -19. apríl) ríT* Þótt þú sért orðinn leiður á þvi verkefni er þú hófst fyrir löngu skaltu halda það út svo þú fáir þá viðurkenningu sem þú átt skilið. Naut (20. apríl - 20. maí) Nú er rétti tíminn til að bregða undir sig betri fætin- um og eiga glaða stund í góðra vina hópi.Komdu fólki á óvart með einhverjum hætti. Tvíburar t ^ (21. maí - 20. júní) nA Gerðu ekki meira úr hlutun- um en nauðsynlegt er og veltu þér ekki upp úr smáat- riðunum. Leggðu þig fram um að sjá málin í víðara sam- hengi. Krabbi (21. júní - 22. júlí) Það er kominn tími til að fagna þeim árangri sem náðst hefur og það skaltu gera með þeim sem hafa stutt þig með ráð og dáð. Ljón (23. júll - 22. ágúst) (w Láttu ekki skapið hlaupa með þig í gönur því þá gæti illa farið. Ef þú ert þreyttur skaltu hvíla þig og koma sjálfum þér í betra jafnvægi. Meyja (23. ágúst - 22. september) (DSL Lífið blasir við þér og þú ert með bros á vör. Láttu það eftir þér að fara í ferðalag eða gera eitthvað fyrir sjálf- an þig. Vog m (23. sept. - 22. október) A Þér tekst að afstýra leiðind- um ef þú beitir lipurð og kurteisi í samskiptum. Þér verður ekkert ágengt í ákveðnu máli ef þú ert of ein- strengingslegur. Sþorðdreki (23. okt. - 21. nóvember) Þú ættir að skella þér á kaffihús eftir vinnu ásamt fé- laga þínum því þið hafið um nóg að spjalla og margt þarf að skipuleggja. Bogmaður (22. nóv. - 21. desember) ííi) Gefðu þér tíma til útiveru því það hressir upp á sálarlífið. Láttu allar óþarfa áhyggjur lönd og leið og einbeittu þér að augnablikinu. Steingeit (22. des. -19. janúar) Þú hefur ríka þörf til að taka áhættu og standa á eigin fót- um. Þú veist líka að nú er rétti tíminn tii þess svo þér er ekkert að vanbúnaði. Vatnsberi (20. janúar -18. febrúar) cáni Þú ert nú fullur af krafti og vilt taka til hendinni. Frum- kvæði þitt hefur jákvæð áhrif á fólkið í kringum þig svo nýttu þér það. Fiskar (19. febrúar - 20. mars) Gefstu ekki upp þótt í móti blási því öll él birtir upp um síðir. Leitaðu stuðnings og brettu svo upp ermarnar og haltu áfram. Stjömuspána & að lesa sem dægradvöl. Spár af þessu tagi eru ekki byggðar á traustum grunni vísindaiegra staðreynda. KIRKJUSTARF Safnaðarstarf Þjóðlagamessa í Hafnar- fjarðarkirkju ÞJÓÐLAGAMESSA verður haldin í Hafnarfjarðarkirkju í tilefni Jóns- messu, sunnudaginn 11. júlí og hefst messan kl. 20.30. Á sunnudaginn mun vísnahópur undir stjóm Amar Amarsonar flytja mess- una. Öm hefui’ tekið þátt í flutningi þjóðlagamessunnar frá upphafi en Að- alheiður Þorsteinsdóttir, sambýlis- kona hans, útsetti tónlistina og heim- færði íyrir hina ísiensku þýðingu. Þjóðlagamessan er byggð á sam- norrænni þjóðlagahefð. Vísan er eitt aðaleinkenni norrænnar alþýðusöng- hefðar. Um öll Norðurlönd em sungnar vísur oft við undirleik harm- onikku eða fiðlu. Vísurnar segja sög- ur af venjulegu fólki og hetjum og tónlistin á sér fornar rætur í dölum og skógum Svíþjóðar, Noregs og Finnlands. í þjóðlagamessunni er vísan og vísnatónlistin gerð að undirstöðu helgihaldsins. Ailir hinir hefðbundnu messuliðir era á sínum stað, en þeir hafa verið endursamdir að hætti vís- unnar. Auk þessa tengjast nýir sálm- ar messunni, sálmar sem byggja á vísnahefðinni. Þjóðlagamessan var íyi’st sungin í Hafnarfjarðarkirkju árið 1996 og hefur verið flutt reglu- lega þar síðan. I vísnahópnum eru Kristín Erna Blöndal og Nanna María Cortes söngkonur, Wilma Young fiðluleikari og Guðmundur Pálsson, bassaleikari og skáti. Prestur er sr. Þórhallur Heimisson en hann þýddi messuna og staðfærði. Allir em velkomnir. Hvítasunnukirkjan Fíladelfía. Ung- lingasamkoma kl. 20.30. Mikill og hress söngur. Allir velkomnfr. saníta® SAN-FKV Fótformað innlegg Ekta leður Innsóli úr mjúku leðri Beygjanlegur sóli Verð frá kr. 3.495, stærðir 36-47, litir hvítt, svart, blátt Danskir barna-, dömu- og herraklossar STEINAR WAAGE SKÓVERSLUN KRINGLAN Kringlunni 8-12 Reykjavík Sími 568 9212 PÓSTSENDUM SAMDÆGURS - 5% STAÐGREIÐSLUAFSLÁTTUR UTSALAN HEFST I DAG Opið 10— 18, laugard. 10—16. IACC Laugavegi 20 JVJOO sími 562 6062. vorum U A II N A I I Ö I. S K V I. I) H LJÓSMYNDIR Núpalind 1 - sími 564 6440 rétt við Smáran!
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.