Morgunblaðið - 09.07.1999, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 09.07.1999, Blaðsíða 24
24 FÖSTUDAGUR 9. JÚLÍ 1999 ERLENT MORGUNBLAÐIÐ VERIÐ > * LIU vill samning um tvískráningu skipa „Sparar peninga og fyrirhöfn“ STJÓRN Landssambands íslenskra útvegsmanna hefur óskað þess að ís- lensk stjórnvöld geri samning við Eistland, Lettland, Litháen og Rússland og tvískráningu fískiskipa í kjölfar samnings Islendinga, Rússa og Norðmanna um veiðar í Barents- hafí. Átæðan fyrir að stjórnarmenn LÍÚ telja mikilvægt að gengið verð- ur í þessa samninga er vegna þess mikla kostnaðar sem hlýst af fyrir íslenskar útgerðir að nýta veiðirétt- indi þessara þjóða. „Við erum að skrá fjölmörg skip til Eystrasaltsríkjanna og Kýpur með miklum tilkostnaði. Það þarf að flytja öll veð af skipunum og sinna alls konar skriffinsku sem tekur mikinn tíma og kostar peninga," seg- ir Kristján Ragnarson, formaður LIÚ. „Þessi lönd, sem við viljum semja við, hafa gert samninga við Rússa um svokallaðan fískifána sem þau geta notað í þeirra lögsögu en verið með skipin skráð áfram á sitt heimaland.“ Gæti skapað aukin veiðiréttindi Kristján segir að samningur um tvískráningu spari ekki einungis pen- inga og fyrirhöfn. „Þetta eykur einnig möguleika íslenskra útgerða til að nýta veiðiheimildir þessara þjóða og það gæti skapað ný verkefni. Þessi ríki hafa miklar veiðiheimildir en hvorki skip né búnað til að nýta þær. Það höfum við hins vegar og þess vegna myndi samningur af þessu tagi koma sér vel fyrir öll aðildarríki." Kristján sér engin vandkvæði á að gera samning um tvískráningu fiski- skipa og undrast á seinagangi í sam- gönguráðuneytinu en ekki hefur enn borist svar við erindinu, en það var sent í lok apríl. „Ef Kýpur getur gert svona samning við Rússland þá hljótum við að geta gert það líka,“ sagði Kristján. Morgunblaðið/Ólafur Jens Sigurðsson UPPLÝSINGAR um fommannavör settar upp í Rifi. Á myndinni má sjá Sæmund Kristjánsson, verkstjóra hjá Snæfellsbæ, og Elvar Lárus- son sem gegnir sumarstörfum fyrir bæjarfélagið. Minnismerki reist í Rifshöfn Hcllissandur. Morgunblaðið. NÚ ER unnið að því að styrkja og lengja sjóvarnargarðinn í Rifi. Við slíkar framkvæmdir verður ekki bæði sleppt og haldið. Áður en varn- argarðurinn var lengdur í Rifí var reist minnismerki með upplýsingum um forna fornmannavör í Rifí. Stendur það skammt frá Björns- steini, þar sem Björn Þorleifsson hirðstjóri var veginn. Það er virð- ingarvert þegar bæjaryfírvöld sýna slíkum málum skilning og afmá ekki með öllu fornar minjar sem kunna að hafa ómetanlegt fróðleiksgildi fyrir síðari tíma kynslóðir. I Islenskum sjávarháttum eftir Lúðvík Kristjánsson segir svo: ,Ár- ið 1932 þegar ég kom fyrst í Rif á Snæfellsnesi, var vörin þar orðin mikið skemmd, en eigi að síður mátti sjá þar greinilega djúp kjal- för. Vör sú í Rifi, sem áður var minnst á, var þrautalending í sunn- anátt og þegar ekki var drægt eða sjávarfall í ósinn - sagt er auðsjáan- legt að vörin sé fornmannaverk og sjáist þar víða djúp kjalför í hlunna- steinum." Sá merki formaður, Þorleifur Þor- leifsson á Hallbjarnareyri, sem gerði út í Rifi réðist í það að grjótryðja vörina um 1840. Er fróðlegt að vita hvernig menn fóru að þessu; því til þess voru notaðar svokallaðar skrápsilar. Hákarlsskrápur var rist- ur í lengjur og úr þeim brugðinn poki - skrápsilapoki - og tindserkur- inn látinn snúa inn. Bönd voru fest í silarnar, grjótinu komið fyrir í pok- unum og grjótið síðan dregið uppúr vörinni. Þorleifur var síðar fenginn til að hreinsa hina nafnfrægu Kefla- víkurvör og beitti hann sér fyrir því að stofnaður var svokallaður „varar- sjóður“ til að standa straum af kostnaði við hreinsun varanna. Eftir þessar grjóthreinsanir urðu varirnar langtum tryggari og öruggari varir til lendingar og hafa vafalaust forðað mörgum bátnum frá grandi. íslensk skip á makrflveiðar Fimm skip SJÁVARÚTVEGSRÁÐUNEYTIÐ hefur úthlutað fimm skipum veiðileyfí á makríl og síld í færeyskri lögsögu. Alls er um að ræða 1300 tonn af mak- ríl og 2000 tonn af svokallaðri Hjaltlandssfld. Skipin eru þau sömu og fengu úthlutað leyfunum í fyrra. Þau eru Antares VE, Elliði GK, Sig- hvatur Bjamason VE, Jóna Eðvalds SF og Bjami Ólafsson AK. Öll þessi skip em búin búnaði til sjókælingar en hann er afar mikilvægur ef einhver verðmæti á að gera úr makrflnum. íslensk skip hafa veitt úr þessum fengu leyfí stofnum síðastliðin ár en gengið frem- ur illa. Allur makrílkvótinn náðist fyr- ir tveimur áram en nánast ekkert veiddist í fyrra. íslendingar hafa aldrei veitt Hjaltlandssfldina, hún hef- ur verið uppnefnd „pappírsfiskur" vegna þess að menn telja að Færey- ingar hafi prangað henni inn á Islend- inga í stað þess að fá veiðiheimildir innan lögsögunnar. Reiknað er með að veiðileyfin taki gildi um miðjan júlí. Sóknarmark er á kvótunum þannig að skipin verða að keppa innbyrðis um að ná sem mestum afla upp úr sjó. Eldsvoði um borð í norskri ferju í fyrrinótt DRÁTTARBÁTAR aðstoða norsku ferjuna „Prinsesse Ragnhild" eftir að áhafnarmeðlimum og sænskum björgunarliðsmönnum hafði tekizt að ráða niðurlögum eldsins um borð. Yfír 1.300 manns bjargað frá borði Bruni í norskri ferju > -s Noregur ^Ósló f | 1 Svíþjóö Eftir að eldur brauzt út í vélarrými ferjunnar „Prinsesse Ragnhild“ var 1.167 faiþegum og flestum úr 172 manna áhöfn bjargaö frá borði. Björgunarlið frá Svíþjóð, Danmörku og Noregi: * 20 skip og bátar • 9 björgunarþyrlur Eldurinn slökktur og allir far- þegar komnir í land skömmu fyrir kl. 6 að morgni fimmtu- dags að staðartíma. Norður- sjór 100 SV^autaborg Kaupmanna- höfn Eldur kom upp í vélarrými um kl. 2:13 að nóttu Staðreyndir um „Prinsesse Ragnhild“ Lengd: 205,25 metrar Breidd: 26,60 metrar Hámarksfarþegafjöldi (í skemmri ferðum): Eigin þyngd: 3.826 iestir 1.900 farþegar Gautaborg, Stokkhólmi. AP, Reuters. YFIR þrettán hundrað manns var að- faranótt gærdagsins bjargað frá borði norsku ferjunnar „Prinsesse Ragnhild", þegar eldur hafði komið upp í skipinu er það var statt undan vesturströnd Svíþjóðar, skammt frá Gautaborg. Ferian var á leið frá Kiel í Þýzkalandi til Oslóar, með 1.167 far- þega og 172 manna áhöfn innanborðs. SjúkralJís í Gautaborg vora sett í viðbragðsstöðu til að veita lyrstu hjálp og áfallahjálp, en sem betur fer gerðist þess ekki þörf. Engin alvar- leg meiðsl urðu á fólki, að sögn björg- unarliðsmanna. Einn þeirra sagði einungis fjóra hafa þurft á aðhlynn- ingu á sjúkrahúsi að halda, vegna vægrar reykeitrunar. Síðar var til- kynnt að 73 ára gömul norsk kona, sem hafði verið farþegi á skipinu, hefði látizt á sjúkrahúsi. Banamein hennar var hjartabilun. Yfírvegun og skipulag Önnur ferja lagðist upp að Pr- insesse Ragnhild skömmu eftir að braninn kom upp í vélarrými skips- ins, um kl. tvö um nóttina að staðar- tíma, og ákvörðun var tekin um að senda út neyðarkall og rýma skipið. Um 500 farþegar fóra þá strax frá borði. Um 20 skip og bátar þustu að vettvangi eftir að neyðarkallið var gefíð út og fluttu allt fólkið í land. Sjö þyrlur, frá Svíþjóð, Noregi og Danmörku, tóku þátt í að ferja fólkið frá borði. I herstöð sænska hersins við Gautaborg var í skyndi komið upp neyðarmóttökustöð fyrir farþegana. Þar var fólkið allt skipulega skráð, svo að ganga mætti úr skugga um að allir hefðu náðst frá borði. Á vegum björgunarliðsins var boðið upp á símaþjónustu, sem aðstandendur far- þeganna og blaðamenn gátu hringt í til að leita upplýsinga. Björgunarmenn og farþegar bára lof á áhöfn ferjunnar fyrir þá góðu ög yfirveguðu stjórn sem hún hafði á ástandinu. .Áhöfnin á heiður skilinn,“ sagði farþeginn Unni Sprensen í samtali við norsku fréttastofuna NTB. „Henni tókst að halda fólki rólegu. Það heyrðist ekki einu sinni barns- grátur.“ „Það brauzt aldrei út nein skelf- ing,“ hafði sænska fréttastofan TT eftir hinni sjötugu Marit Stakvik- Jprgensen frá Ósló. „Sumir [farþeg- arj héldu til að byrja með að um æf- ingu væri að ræða, en þegar þeim var gert að setja á sig björgunarbeltin og fundu reykjarlykt gerðu þeir sér grein fyrir að það var alvara á ferð- um.“ Annar farþegi, Knut Gran frá Nor- egi, sagði í samtali við norska ríkisút- varpið NRK: „Ég fann reykjarlykt í klefanum - þá voru neyðarflauturnar þeyttar - og það var bara um að gera að flýta sér í fötin og grípa það nauð- synlegasta með sér.“ Eldsvoðinn stöðvaður á nokkrum tfmum Til allrar hamingju var stilltur sjór og blíðviðri. Innan nokkurra klukku- stunda hafði tekizt að ráða niðurlög- um eldsins og allir farþegamir - norskir ferðamenn að mestu - sem og flestir úr áhöfninni komnir í land. Birger Knutsson hjá sænsku sigl- ingamálastjórninni tjáði Reuters að hið stillta veður hefði gert gæfumun- inn, það hefði auðveldað björgunar- starfíð mjög. Color Line-ferjufyrirtækið, sem á Prinsesse Ragnhild, ætlaði í gær að senda önnur skip eftir hinum strönd- uðu ferðalöngum. Bruninn um borð í Prinsesse Ragnhild rifjaði upp skelfilegar minningar um eldsvoða sem varð á sömu slóðum í apnl 1990. Þá fórast 159 manns um borð í ferjunni Scand- inavian Star, sem hafði verið á leið frá Danmörku til Noregs. Estoniu- slysið, sem í september 1994 varð 852 að aldurtila, er íbúum á svæðinu einnig í fersku minni, og slær því skiljanlega óhug á fólk þegar fregnir berast af neyðarkalli frá fullskipaðri ferju eins og gerðist í fyrrinótt. Utgáfa bönnuð Teheran. Reuters. ÍHALDSSAMIR klerkar í írönsku stjórninni hafa notfært sér nýlega samþykkt þingsins á auknum höftum á fjölmiðla og komið höggi á Mohammad Khatami, forseta iandsins, með því að banna útgáfu dagblaðs sem átti þátt í því að hann komst til valda á skömmum tíma. Sérstakur klerkadómstóll bannaði á miðvikudag um ótil- tekinn tíma útgáfu Salam, mál- gagns vinstrisinnaðra klerka, eftir að það greindi í smáatrið- um frá því sem það sagði vera leynilega áætlun hai’ðlínu- manna um að múlbinda um- bótasinnaða fjölmiðla. Dómstóllinn sagði blaðið hafa brotið íslamskar grandvallar- reglur, ógnað þjóðaröryggi og traflað almenningsálitið. Að sögn starfsmanna blaðsins var ritstjóri þess handtekinn. Rit- stjórinn segir allt verða gert til að hnekkja banninu; það sé ekki í samræmi við nein lög.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.