Morgunblaðið - 09.07.1999, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 09.07.1999, Blaðsíða 16
16 FÖSTUDAGUR 9. JÚLÍ 1999 MORGUNBLAÐIÐ HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ Góð veiði í veðurblíðunni Hafnarfjöröur Á FIMMTA hundrað barna á aldrinum 6-12 ára tóku þátt í árlegu Hafnarfjarð- armeistaramóti í dorg- veiði, sem haldið var við Flensborgarbryggju á þriðjudaginn. Þátttaka var mjög góð enda lék veðrið við veiðimennina. Veiðin gekk líka vel og fengu flestir eitthvað á öngulinn. Stærsta fiskinn fékk Hálfdán Þór Þorsteinsson sem veiddi 558 g marhnút. Þær tegundir sem krakk- arnir veiddu voru ufsi, smáurriði, skarkoli og mar- hnútur. Aflakló mótsins var Rut Siguijónsdóttir sem krækti í hvorki fleiri né færri en 19 fiska á þeim eina og hálfa tíma sem mótið stóð. Jafnir í öðru sæti urðu Magni Þ. Konráðsson og Ágúst Örn Gunnarsson sem fengu 7 físka hvor. Veiði- búð Lalla gaf þessum efni- legu veiðimönnum viður- kenningar. Strok- ið af Fyssu Reykjavík ÞAÐ er ýmislegt sem þarf að þrífa og snyrta. Fyrr í vikunni var Óm- ar Árnason, starfsmaður Ejöl- skyldu- og hús- dýragarðsins, önnum kafínn við að skrúbba Fyssu svo hún gæti skartað sínu feg- ursta í sólinni. Morgunblaðið/Ásdls Borgarbörn rækta grænmeti og reyta arfa í skólagörðum í Reykjavík Líka brugðið á leik , Morgunblaðið/Erla Skúladóttir ARNDIS Hreiðarsdóttir, Anna María Daníelsdóttir og Þóra Margrét Birgisdóttir eru reiðubúnar að aðstoða börnin í skólagörðunum í Árbæ, sama hvernig viðrar. UM 800 böm á aldrinum átta til tólf ára og ríflega 40 eldri borgarar vinna í Skóla- görðum Reykjavíkur í sum- ar. Anna Rún Hrólfsdóttir, yfirverkstjóri Skólagarð- anna, segir görðunum hafa fjölgað jafnt og þétt á und- anfömum árum. Nýr garður var tekinn í notkun í Gorvík við Strandveg í sumar og em þeir nú átta talsins, víðs veg- ar um borgina. Starfið í skólagörðunum útheimtir tíma, mikilvægt er að leggja rækt við garðinn sinn. Anna segir mikið fram- boð af tómstundastarfi fyrir börnin í borginni sem skóla- garðarnir eigi í samkeppni við. „Skólagarðamir krefjast þess að bömin séu nokkum veginn við yfir sumarið. Þau geta auðvitað farið í sumarfrí eða annað slíkt en þurfa að sinna garðinum tvisvar til þrisvar í viku,“ sagði Anna. Ásókn í skólagarðana hefur verið nokkuð sveiflukennd. I sumar eru aðeins færri böm í görðunum en í fyrra, að sögn Önnu. Hún segir þó yndislegt að 800 borgarböm kjósi að veija sumrinu í að rækta grænmeti og reyta arfa. Starfið í skólagörðunum er ekki eintómt púl. Leikja- dagar eru skipulagðir og ferðir famar. Gleðin sem fylgir góðri uppskem gefur vmnunni líka mikið gildi. Anna segir kuldann sem lék höfuðborgarbúa grátt í bytj- un sumars lítil áhrif hafa á ræktun í görðunum. Hún segir að útlit sé fyrir góða uppskeru í haust. Ekki má gleyma eldri borgurum þegar fjallað er um starfið í skólagörðunum. I sumar rækta rúmlega 40 eldri borgarar reit í görðun- um. „Við byrjum á því að innrita bömin og ef það er laust pláss bjóðum við ellilíf- eyrisþegum að koma,“ sagði Ánna. Allir fá úthlutað 18 fer- metra reit og sömu plöntur, blóm og grænmeti til rækt- unar. Anna segir að reynt sé að skipta út grænmetisteg- undum milli ára. I sumar er blaðlaukur ræktaður í fyrsta skipti í skólagörðun- um. Hann kemur í staðinn fyrir grænkál sem hefur verið óvinsælasta grænmet- ið, að sögn Önnu. Hún segir að börnunum þyki blómkál- ið best og séu yfirleitt hrifn- ust af þeim grænmetisteg- undum sem verða hvað stærstar. Lærdómur og skemmtun í Árbæ Anna María Daníelsdóttir, Amdís Hreiðarsdóttir og Þóra Margrét Birgisdóttir tóku á móti blaðamanni Morgunblaðsins sem heim- sótti skólagarðana í Árbæ í rigningu og roki í gær. Stúlkurnar hafa þann starfa að leiðbeina og fylgjast með 59 bömum sem eiga þar garðreit auk nokkurra eldri borgara. Þær segja lær- dómsríkt og skemmtilegt að vinna í skólagörðunum. „Við gátum varla greint á milli káltegunda þegar við byrj- uðum,“ sögðu stöllurnar. Þær læra hins vegar smátt og smátt og miðla jafnóðum af þekkingu sinni. Börnin í skólagörðunum í Árbæ hafa þegar farið í skipulagða bíóferð og leikja- dagar hafa verið haldnir. Þá gera þau margt sér til skemmtunar, fara í skot- bolta, fela sig í gámum og fleira í þeim dúr. Leiðbein- endurnir sögðu að þótt eldri garðræktendumir hafi ekki enn tekið þátt í leikjunum líki þeim vel að starfa með bömunum. Margt er á döfinni í skóla- görðunum í Árbæ. Fyrir- hugaðar eru ferðir í Viðey og Fjölskyldugarðinn og Árbæjarsafn verður heim- sótt um leið og veður batn- ar. Ákveðið hefur verið að fara í ratleik um Elliðaárdal og baka yöfflur svo fátt eitt sé nefnt. í lok sumars verð- ur svo haldin hátíð til að fagna uppskerunni í görðun- um.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.