Morgunblaðið - 09.07.1999, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 09.07.1999, Blaðsíða 45
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR FÖSTUDAGUR 9. JÚLÍ 1999 45 ■' I 4 var stórt í sniðum. Kannski áttuðu sig ekki allir á því vegna þess að Erla var hógvær að eðlisfari og ekki þeirrar gerðar að baða sig í sviðs- ljósi, hún kaus að vinna góðu verkin sín í kyrrþey. Það vakti athygli hversu gott og innilegt samband var innan fjölskyldunnar, allt líf Erlu snerist um ástvinina hennar sem hún bar á höndum sér alla tíð, fyrst og síðast í hlutverki gefandans. Sagt er að augu manna séu spegill sálarinn- ar. Að horfa í tindrandi fallegu bi-únu augun hennar Erlu var ævin- týri líkast, blæbrigðin voru með ólík- indum og eftirtektarvert var hversu spurul þau voru oft á tíðum rétt eins og hjá litlu barni. Eftir stórhátíðir jóla og áramóta tók við enn ein stórhátíðin sem var 8. janúar, afmælisdagurinn hennar Erlu, sem hún hélt ávallt upp á með mikilli reisn. Minnisstæður verður síðasti afmælisdagurinn hennar en þá fluttu barnabörnin ömmu sinni fallega kveðju og Erla mín klikkaði ekki fremur en venjulega þar sem hún stóð álengdar, feimin, rjóð og undirleit rétt eins og unglingsstúlka á leið á fyrsta stefnumót. A ættar- mótunum okkar var engu líkara en að unglingsstúlka væri á ferð, kyn- slóðabil fannst ekki í orðabókinni hennar. Hér ska! staðar numið, mér er ekki grunlaust um að Erlu mislíki að um sig verði skrifað langt mál. Hún hefur nú lagt upp í ferðalagið sem bíður okkar allra, hún á þar stefnu- mót við vininn sinn sem hún tregaði alla tíð og heimkomunni þarf hún ekki að kvíða. Við Magga þökkum henni öll þau yndislegu ár sem við áttum með henni og vottum Arndísi, Hildi og Óla ásamt mökum, börnum og ástvinum öllum okkar dýpstu samúð. Vertu kært kvödd og Guði falin. Ólafur Ág. Þorsteinsson. Þær eru margar minningarnar, sem streyma upp í hugann þegar ég kveð gamla vinkonu. Erlu Haralds- dóttur kynntist ég fyrst í 6. bekk Miðbæjarbarnaskólans. Síðan áttum við samleið í Gagnfræðaskóla Reykvíkinga. Við vorum sex vinkon- ur sem héldum mest saman og erum við Inga nú einar eftir af þeim hópi. Reykjavík var lítil borg á þessum tíma, foreldrar okkar þekktust og fylgdust með okkur, glöddust með okkur á góðum stundum og heimili þeirra stóðu okkur opin. Erla var dugleg og kjarkmikil telpa, en ekki varkár að sama skapi eins og þegar hún hoppaði af vegg beint ofan í gróðurreit í garðinum að Laufásvegi 33. Þá skarst hún illa á fæti og er mér nær að halda, að fót- urinn hafi aldrei orðið jafngóður. Erla var lagleg kona með móbrún augu, dökkt hár, glaðleg á svip og samsvaraði sér vel. Hún var manna kátust í góðum hópi. Alltaf var hún vel klædd enda smekkvis eins og hún átti kyn til. Faðir hennar, Har- aldur Árnason kaupmaður, rak fal- legustu verslunina í Reykjavík. Hún var samviskusöm og mátti ekki vamm sitt vita. Erla lauk gagnfræðaprófi en fór ekki í langskólanám. Síðar dvaldi hún bæði í Danmörku og á Englandi. Gísli Ólafsson læknir var skólabróðir okkar í gagnfræðaskól- anum og þá voru þau Erla „á föstu“ eins og unglingarnir í dag orða það. Síðar lágu leiðir þeirra saman eftir að Gísli var orðinn læknir og giftust þau. Þau dvöldu svo í Ameríku þar sem Gísli lauk framhaldsnámi. Eftir heimkomuna bjuggu þau fyrst að Laufásvegi 33, en fluttu síð- ar í Miðtún 90 þar sem heimili þeirra stóð síðan. Þau eignuðust þrjú börn, átta barnabörn og eitt barnabarnabarn. Heimilið og fjöl- skyldan stóðu Erlu næst. Hún var ánægðust ef fólk var í kringum hana en leiddist að vera ein. Ekki var hún fyrir að láta á sér bera, en eins og börn hennar segja þá var mamma alltaf fyrst að aðstoða ef eitthvað bjátaði á. Erla fór ekki varhluta af sorgum lífsins. Foreldra sína missti hún langt um aldur fram, með stuttu millibili, og Gísli lést snögglega á besta aldri. Við Erla áttum það til að fíflast eins og krakkar. Og hvað er betra en geyma barnið í sjálfum sér? Það gerði Erla. Eg og börn mín sendum börnum Erlu og fjölskyldum þeirra innilegar samúðarkveðjur, þau geta nú þakkað fyrir að hafa átt svo góða móður. Systrum hennar, Jóhönnu og Kristínu, votta ég samúð mína, svo og öðrum aðstandendum. Blessuð sé minning Erlu Haralds- dóttur. Sigfríður Nieljóníusdóttir. Núna þegar náttúran skartar sínu fegursta bærast vonir og væntingar í hjörtum okkar. Við horfum björtum augum til framtíðar og lífíð verður allt léttara. Þá hættir manni oft til að gleyma öllu andstreymi og að sorgin gæti komið fyrirvaralaust. Þannig var það á fallegu og björtu sumarkveldi að Amdís vinkona min tilkynnti mér lát móður sinnar. Mig setti hljóða. Það er einhver tómleika- kennd sem sækir á hugann þegar vinir manns hverfa héðan. Dauðinn kemur oft fyrirvaralítið. Þannig var það með Erlu. Það er sárt að þurfa að sjá á eftir kærum vini yfir móð- una miklu, en ljúfar minningar um liðnar samverustundh' hlýja okkur um hjartarætur. Fyrir um 40 árum átti ég því láni að fagna að kynnast Erlu og Gísla og börnum þeirra. Þau tóku mér af slíkri hlýju að mér leið strax vel í ná- vist þeirra. Það var alltaf gott að koma á fallega heimilið þeirra í Mið- túninu og þaðan á ég margar góðar minningar. A skólaárum okkar Arn- dísar var alltaf eitthvð skemmtilegt að gerast og Erla tók þátt í því með okkur. Hvort sem um var að ræða bíó- eða ballferðir eða bara eitthvað sem okkur datt í hug beið hún okkar með eitthvert góðgæti og sátum við oft og spjölluðum fram eftir nóttu. Hún tók þátt í öllu sem við gerðum og gaf okkur góð ráð þegar á þurfti að halda. Okkar leyndarmál voru vel geymd hjá henni. Ég minnist þess líka þegar við vinkonurnar, svolítið ærslafullar á stundum, stilltum allt á hæsta þegar við hlustuðum á „goðin“ okkar, Bítlana. Við sungum og döns- uðum undir háværri músíkinni og Erla mátti umbera þennan ærsla- gang okkar. Svona eftir á að hyggja höfum við áreiðanlega verið alveg að æra hana, en hún hafði bara gaman af þessu og sagði þetta tilheyra okk- ar kynslóð. Við höfum oft minnst á þessi skemmtilegu ár og hlegið mik- ið. Erla var heimavinnandi húsmóðir. Hún annaðist heimili sitt og fjöl- skyldu af mikilli alúð. Hún var heil- steypt kona, glaðlynd og jákvæð, umburðarlynd og umhyggjusöm. A gleðistundu var hún kátust allra og fannst gaman að hafa líf og fjör í kringum sig. Börn hennar, tengda- börn, barnabörn og barnabarna- barnið voru sólargeislarnir í lífi hennar, sem hún umvafði ást og um- hyggju. Það eru forréttindi að hafa kynnst slíkri konu og fyrir það er ég þakklát. Sár er söknuðurinn hjá ættingjum og vinum en sárastur þó hjá fjöl- skyldunni sem hefur söknuðinn nú sem forunaut. Þegar tíminn hefur mildað sárasta tregann mun standa eftir minningin um góða konu sem fékk að halda reisn sinni til hinstu stundar. Elsku Arndís, Hildur, Ólafur og fjölskyldur ykkar, ég og fjölskylda mín vottum ykkur okkar dýpstu samúð og megi algóður Guð styrkja ykkur og styðja í þeirri miklu sorg sem þið nú líðið. Sem kona hún lifði í trú og tryggð; það tregandi sorg skal gjalda. Við ævinnar lok ber ást og dyggð sinn ávöxtinn þúsundfalda, og Ijós þeirra skín í þjartans hryggð svo hátt yfir myrkrið kalda. (Einar Ben.) Jónfna. HENRIK LUND + Henrik fæddist landi 5. mars Hann lést í mörku hinn 2._ júlí sfðastliðinn. títför hans fer fram í dag, föstudaginn 9. júlí, í Nakskov á Lálandi. „Traditioner skal holdes.“ Þannig var stundum upphafið á bréfunum til mín frá honum Henrik. Það er að segja þeim bréfum sem komu til mín í maí hvert ár. Og í þessum bréfum voru þurrkaðar bláar animonur, þær fyrstu sem höfðu spi'ungið út í garð- inum hans. Þessi látlausu blóm voru send um langan veg til að gleðja mig og minna mig á ljóð Kaj Munks: „Du lille animone - hvor er din skaber stor.“ En hann vissi hvílíkt dálæti ég hafði á skáldprestinum danska enda hafði hann þýtt leikrit eftir mig um þann mann. Þær voru svo indælar „tradisjón- irnar“ sem við Henrik komum okkur upp en í tæp 30 ár var ég svo lánsöm að eiga hann fyrir vin. Það æfintýri hófst með því að ég var í söngtímum hjá systur hans, Göggu Lund. En hún kenndi hér við Tónlistarskólann í mörg ár og var Reykvíkingum kunn, bæði sem þjóðlagasöngkona og frábær kennari. Éf svo bar við að ég var síðasti nemandinn þann dag komum við Gagga okkur fyrir í litlu kaffistofunni og röbbuðum. Hún sagði mér frá bróður sínum. yHenrik dreymir um að komast til Islands“ sagði Gagga. „Hann var aðeins átta ára gamall þegar foreldrar okkar fluttu aftur til Danmerkur. En hér í Reykjavík erum við systkinin fædd.“ Faðir þeirra Michael Lund apó- tekari kom hingað til landsins ný- kvæntur með sína ungu brúði árið 1899 og settust þau að í hjarta Reykjavíkur við sjálfan Austurvöll en þar var Reykjavíkurapótek til húsa sem Landsímahúsið stendur nú. Börn apótekarahjónanna voru þrjú: Engel (Gagga), Henrik og Lisa. Þau voru látin sofa miðdegislúrinn sinn í barnavagni sem staðsettur var undir Alþingishúsinu. „Það getur verið ástæðan fyrir þeirri ofurást sem við öll höfum fengið á þessu landi“ sagði Gagga hlæjandi. „Hen- rik hefur sagt mér að í draumum sín- um sé hann svo oft staddur á Is- landi.“ Samt hafði bróðirinn ekki komið hingað síðan hann var 19 ára; þá fékk hann í stúdentsgjöf að fá að ferðast til síns heittelskaða lands og dvelja sumarlangt hjá móðursystur sinni sem var Georgia Björnsson, kona Sveins Björnssonar, þáverandi Persónuleg, alhliða útfararþjónusta. Áratöng reynsla. Sverrir Olsen, útfararstjóri Sverrir Einarsson, útfararstjóri Útfararstofa Islands SuðurhUð 35 ♦ Sími 581 3300 Þegar andlát ber að höndum Útfararstofan annast meginhluta allra útfara á höfuSborgarsvæóinu. Þar starfa nú 15 manns við útfararþjónustu og kistuframleiöslu. Alútleg þjónusta sem byggir á langri reynslu Útfararstofa Kirkjugarðanna ehf. ^(L _ „ Vesturhlíð 2 - Fossvogi - Sími 551 1266 forseta. Ég spurði kennar- ann minn hversvegna í ósköpunum hún væri ekki búin að bjóða þess- um bróður sínum að koma til íslands. „Hvernig get ég það?“ Spurði Gagga. „Ég bý í einu herbergi með að- gang að eldhúsi.“ Það yrði einum of þröngt fyrir þau hjónin að sofa í flatsæng á gólfinu hjá mér.“ „Þau geta verið hjá mér - nóg pláss,“ sagði ég staffírug enda nýfráskilin svo eitthvað hafði rýmkast um í íbúðinni. Og svo komu þau Henrik og hans indæla kona, Kimes. Og hvílíkt sum- ar við áttum saman! „Líttu á Hen- rik“ sagði Gagga stundum á ferða- lagi okkar um landið. „Hann er svo „idjotiskur“ þegar hann er svona hamingjusamur. Einhver þúfa á Holtavörðuheiðinni verður að dýr- mætu undri bara af því hún er ís- lensk. Svo var hann að reyna að sannfæra Kimes um að Þingvellir væru nafli veraldarinnar.“ Hún bað bróður sinn um að hætta að haga sér eins og kjáni og segja sér heldur eitthvað sem hann gæti fundið að ís- landi og íslendingum, ekki gæti þetta allt verið alveg svona dásam- legt. Henrik setti hljóðan, hugsaði sig um og sagði síðan að það eina sem hann gæti fundið að landi og þjóð væri hvað kaffið væri þunnt á hótelunum. Enda gekk hann alltaf með umslag fullt af Neskaffi sem hann laumaði útí bollana okkar með þeim ummælum að ekkert væri jafn sorglegt og þunnt kaffi. Hann Henrik talaði íslensku og það svo óvenju skemmtilega ís- lensku. Það var nokkurskonar sam- bland af götustrákamáli frá aldamót- unum sem hafði geymst í minni hans frá æskuárunum og gerði hann svo yndislega flámælskan; svo hjálpaði ást hans og aðdáun á íslenskum ljóð- um til við að gera orðaforða hans á ástkæra ylhýra málinu mjög fjöl- breytilegan. „Gunna, þetta er veg- legur ís“ sagði hann einhvemtíma við mig. „Hvaðan hefur þú þetta orð?“ Spurði ég. „Nú VEGLEG jörð vor áa er“ sagði minn maður og fékk sér annan skammt af ísnum. En virðing hans fyrir ÍSLAND FARSÆLDA FRON var slík að hann tók alltaf út úr sér skrotöfluna og henti henni áður en hann flutti fyrir mig það fagra ljóð Jónasar sem Legsteinar í Lundi v/Nýbýlaveg ■Y 5QLSTEINAK 564 3555 hann auðvitað kunni utanað öll er- indin. „Gvendur Jóns og ég“ var mikil uppháhaldsbók hjá Henrik. Þar segir höfundur frá prakkara- strikum og uppákomum stráka í Reykjavík um aldamótin. Það var svo margt sem vinur minn kannaðist við í þeirri bók frá æskuárum sínum. Eitt sinn skrifaði hann mér og spurði mig á hvaða aldri strákar á íslandi hættu að vera „pottormar" og yrðu bara að venjulegum strákum. Ég svaraði honum um hæl að eigi vissi ég það svo gjörla. Hins vegar þekkti ég einn Dana, virðulegan lögfræðing sem væri kominn hátt á áttræðisald- ur en væri samt ennþá „pottormur“. Ég fékk fljótlega svar frá Henrik Lund þar sem hann upplýsti mig um það að ef það væri hann sem ég ætti við þá skyldi ég vita það að hann hefði aldrei verið „pottormur" í Reykjavík. Hann hefði átt öngul sem hann hefði veitt marhnúta á af ís- landsbryggju, þessvegna hefði hann verið kallaður „heldristrákur" af þeim sem veiddu bara á beygðan títuprjón. „Traditioner skal holdes“ sögðum við hvort við annað á leið okkar út á Snæfellsnes. En það var ein okkar ljúfasta tradisjón að heimsækja Tryggva vin okkar Jónsson á Arnar- stapa. I öllum heimsóknum Henriks til íslands vorum við vön að fara í þessar heimsóknir. Djúp virðing og vinátta hafði myndast milli þessara ólíku manna. Fiskimannsins íslenska og danska lögfræðingsins. Henrik var vanur að bjóða okkur upp á kvöldverð á Búðum og síðan var keyrt yfir að Arnarstapa í bjartri sumarnóttinni og sungið mikið. ís- lenski þjóðsöngurinn var venjulega sunginn af fullri djörfung með tár- votum augum strax og sást yfir að Stapanum. Svo hjöluðu þeir í aftur- sætinu, gömlu mennirnir. Eitt sinn heyrði ég Tryggva bera upp undar- lega spurningu við vin sinn: „Ef þú ættir þess kost, Henrik, að lifa lífi þínu aftur, mundir þú þá þiggja það?“ „Nei“ svaraði Henrik af djúpri sannfæringu. „Ég mundi vilja lifa allt öðru lífi - en með sömu kon- unni.“ Hann Tryggvi á Stapa sagðist vera á sama máli og vinur hans. Báð- ir höfðu þeir misst lífsförunautinn sinn fyrir mörgum árum en falleg var ástarjátningin þeirra sögð þar í helgi næturinnar undir Jökli. Eg er ekkert hissa þótt pottorm- arnir á Islandsbryggju kölluðu hann Henrik „heldristrák“. Því alla tíð var hann eins og aðalsmaður í fasi og framkomu. Ég horfi nú á síðustu bláu animonuna sem mér var send í bréfí þann 24. maí síðastliðinn. Og ég hugsa hvílík forréttindi það eru að hafa átt að vini mann eins og Henrik Lund. Guð blessi minningu hans. Guðrún Ásmundsdóttir. 3lómabú3 m Öai^SsKom v/ Possvogskif'kjugarð Sími: 554 0500 + Okkar kæri, EIÐUR BALDVINSSON, áður til heimilis f Aðalstræti 14, Akureyri, lést á dvalarheimilinu Hlíð miðvikudaginn 7. júlí. Útförin fer fram frá Höfðakapellu fimmtu- daginn 15. júlí kl. 13.30. Aðstandendur. Lokað Skrifstofa Lífeyrissjóðs bankamanna verður lokuð föstudaginn 9. júlí, frá kl. 13.00, vegna útfarar Árna Sigurjónssonar fv. framkvæmdastjóra. Lífeyrissjóður bankamanna, Suðurlandsbraut 24.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.