Morgunblaðið - 09.07.1999, Blaðsíða 55

Morgunblaðið - 09.07.1999, Blaðsíða 55
MORGUNBLAÐIÐ BREF TIL BLAÐSINS FÖSTUDAGUR 9. JÚLÍ 1999 55 Ö, þér ung’ling'afjöld og Islands fullorðnu synir Frá Alberti Jensen: UNGMENNI í framhaldsskóla var spurt af móður sinni hvaða stjórnmálaflokk hann ætlaði að kjósa. Sjálfstæðisflokkinn var svarið. Móðirin undraðist hve fljótt var svarað og eins og af öfgafullri trú- girni. Hún vildi vita af hverju og hann svaraði því til að flestir ætluðu að gera slíkt. Hún kvaðst ekki kjósa flokk sem eyðilegði landið og ímynd þess útávið og ætíð ynni á móti þeim verst settu. Pað er þitt vanndamál, svaraði sonurinn sem hún enn basl- aðist við að sjá fyrir af sínum fátæk- legu launum. Hann var hróðugur og taldi sig góðan því hann ynni fyrir mestu af sínu eyðslufé. Þegar ég hugsa til þessa unga manns sem ef- laust á marga sína líka, kemur í hug- ann að hann veitir brautargengi þeim sem hika ekki við að stór- skemma landið hans fyrir skamm- vinnan gróða. Engum hugsandi manni er sama um landið sitt, heldur ekki þessum unga manni. Hann veit bara ekki betur, hefur sjaldan eða aldrei litið í blöð til annars en að lesa skrítlusíður og veit hvorki haus né sporð á stjórnmálum og hver er hans vinur á því sviði. Hann lætur fljóta með straumnum, það er ábyrgðar- minnst og þægilegt. Hann hugsar ekki fram á veginn því hann verður aldrei gamall finnst honum, allt slíkt er svo fjarri og óraunverulegt. Það er svo notalegt að vera við og í sýnd- arveruleikanum, fölskum glæsileika. Það þarf ekki merkilegan áróður til að véla unglinga og ungmenni yfir- leitt. Ef hægt er að sýna þeim glæsi- lega umgjörð án þess að koma upp um ókræsilegt innihaldið er eftirleik- urinn auðveldur. Það var þannig sem Sjálfstæðisflokkurinn vann stórsigur með foringja sinn í fararbroddi, en hann var vandanum vaxinn og sagði nokkur innihaldslaus orð sem hann endurtók í sífellu á bestu tímum sjónvarps. Áróður hans var ekki flókinn og því kærkominn þeim sem finnst stjómmál leiðinleg og sér óviðkomandi en hjá hinum hugsandi sáði hann ótta um framtíðina ef hann fengi ekki að ráða. Nú þegar krumlur kolkrabbanns eru að lokast um þjóðarsál íslend- inga, blómstrar græðgin og hrífur jafnvel ágætasta fólk með sér, sem flest fer illa út úr slíku bæði andlega og líkamlega. Hvað hefur útgerðarmaðurinn sem nýlega fékk fé sitt út, að gera við milljarðinn (sinn)? Fyrir þessa peninga gæti ríkið verið með hjúkr- unarfræðing á launum í þúsund ár. Það þarf meira en meðalgræðgi til að láta sér líða vel með slíkan kost á meðan til dæmis fólk í umönnun á stofnunum og heimahúsum er að sligast af löngum vinnutíma og þræl- dómi fyrir 8 til 900 þúsund krónur á ári og ég tala nú ekki um gamalt fólk og fatlað. Ágæta unglingafjöld, bara að ég gæti komið þeirri vitneskju til ykkar og skýrt alvöru þess að á alþingi ís- lendinga er meirihluti fyrir að hafna umhverfismati á Eyjabökkum og ná- grenni. Að fara í virkjunarglapræði slíkt án rækilegrar athugunar er nánast hryðjuverk gagnvart íslensku landi, fólkinu sem þar býr og eigin- lega heiminum öllum. Það er ekki björguleg byrjun hjá nýjum um- hverfisráðherra að hafna umsvifa- laust að hinn minnsti skilningur sé viðhafður gagnvart landi, þjóð og komandi kynslóðum í svo hrikalegri aðför að ósnortnum víðáttum hálend- isins. „Landsvirkjun segir okkur að það sé í lagi að sökkva Eyjabökkum enda er það forsenda fyrir álveri og Eyja- bakkar eru ekki okkar vandamál," segir aðstoðarforstjóri Columbia Ventures, James Hensel. Greinilegt er að annarleg sjónarmið ráða nú í mikilvægustu málefnum okkar ís- lendinga og virðast engin skynsam- leg rök komast þar að. En það er ljós í myrkrinu og þar kemur fyrrver- andi forseti okkar að. Nú sem áður fylkir hún liði gegn skammsýnum eyðileggingaröflum. Vigdís Finn- bogadóttir á þakkir og virðingu skildar og tapi hún í málinu, tapar öll þjóðin. ALBERTJENSEN Háaleitisbraut 129, Reykjavík. MÁLGAGN STANGVEIÐIMANNA JUNÍ1999 VERÐ KR. 699 5 "960691' 260006 GSM SIMAR FRÁ ERICSSON Tveir fjölhæfir á tilboði <5) c CTh) O O CÐ co fT) O 00 CD fJTy <T> (£> CT) L. A1ÖÍ06 J Ericsson Aioi8s GSM 900/1800 simi • Þyngd: 163 gr. • Ending rafhlöðu 85 klst. i bið eða 4 klst. í tali • Hægt að skipta um lit á framhlið • Grafískurskjár • Hægt að búa til mismunandi hringitóna • Hringir sjálfvirkt í númer semvarátali Tilboðsverð 14.980,- ERICSSON Ericsson Ti8s GSM 900/1800 simi • Þyngd: i46gr. • Stærð:i05X49X24mm • Ending rafhlöðu 100 klst. í bið eða 4klst. itali • Virkur flipi • Úthringingar með raddskipun • Titrari • Grafískur skjár Einn lítm og léttur % Tilboðsverð 29.980, Dreifikerfi Símans nær til gs% landsmanna <S£px PÓSTURINN SÍMINN WWW.SIMI.IS Ármúli 27 • Kringlan • Landssímahúsið v/ Austurvöll • Síminn Internet ísafjörður • Sauðárkrókur • Akureyri • Egilsstaðir • Selfoss • Reykjanesbær og á afgreiðslustöðum íslandspósts
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.