Morgunblaðið - 09.07.1999, Blaðsíða 68

Morgunblaðið - 09.07.1999, Blaðsíða 68
KOSTABÓK með vaxtaþrepum BliNADAUHANKINN www.bi.is MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLAN1,103 REYKJAVIK, SÍMI5691100, SÍMBRÉF 5691181 PÓSTHÓLF 3040, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI1 FÖSTUDAGUR 9. JÚLÍ 1999 VERÐ í LAUSASÖLU 150 KR. MEÐ VSK LÍÚ vill tvískrá skip STJÓRN Landssambands ís- lenskra útvegsmanna hefur óskað þess að íslensk stjórn- völd geri samning við Eist- land, Lettland, Litháen og Rússland um tvískráningu fískiskipa í kjölfar samnings Islendinga, Rússa og Norð- manna um veiðar í Barents- hafi. Ástæðan fyrir að stjóm- armenn LÍÚ telja mikilvægt að gengið verði í þessa samn- inga er sá mikli kostnaður sem hlýst af því fyrir íslenskar útgerðir að nýta veiðiréttindi þessara þjóða. Kristján Ragn- arsson, formaður LIÚ, segist engin vandkvæði sjá á því að gera samning um tvískrán- ingu fiskiskipa og undrast seinagang í samgönguráðu- neytinu en ekki hefur enn borist svar við erindinu, sem var sent í lok aprfl. ■ Sparar/24 Borgarstjóra líst vel á tillögri að ráðstefnu- og tónlistarmiðstöð Samfelld bygging þar sem Faxaskáli er nú Á FUNDI miðborgarstjórnar Reykjavíkur í gær voru lagðar fram hugmyndir um byggingu ráðstefnumiðstöðvar, tónlistarhúss og hótels í einni samfelldri byggingu, þar sem Faxaskáli stendur nú, við Reykjavikurhöfn. Hugmyndinni var vísað til samstarfsnefndar menntamálaráðuneytis og Reykjavíkurborgar vegna nýrrar tónlist- ar- og ráðstefnumiðstöðvar. Tveir í gæsluvarðhald Grunaðir um w rán í mynd- bandaleigu HÉRAÐSDÓMUR Reykjavíkur úr- skurðaði í gærkvöld tvo menn í gæsluvarðhald að kröfu lögreglunn- ar í Reykjavík, til 15. júlí nk. Menn- irnir eru grunaðir um að hafa átt að- ild að ráni í myndbandaleigunni Grillvideo í Ofanleiti í fyrrinótt. Þar rændu þrír ungir menn tösku með 50-60 þúsund krónum af verslunar- eigandanum rétt fyrir lokun. Þetta er tíunda ránið sem framið hefur verið í söluturni, verslun eða myndbandaleigu á þessu ári. Taskan ^kom í leitirnar í gærkvöld. Nokkru eftir ránið í fyrrinótt var bifreið, sem átti við lýsingu verslun- areigandans á ökutæki ræningjanna, stöðvuð á Reykjanesbrautinni. í bif- reiðinni voru tveir menn og stúlka og voru mennimir tveir færðir á lög- reglustöð. Skömmu síðar var þriðji maðurinn handtekinn en _ hann reyndist ekki tengjast málinu. I gær- kvöld var síðan maður, sem eftirlýst- ur hafði verið vegna málsins, hand- tekinn og með honum stúlka. Henni var sleppt að lokinni skýrslutöku. Annar mannanna, sem úrskurðaðir . Joru í gæsluvarðhald, á að baki af- ' brotaferil í Stokkhólmi og hefur m.a. hlotið tvo dóma fyrir líkamsárás, tolla- og fíkniefnalagabrot og þjófnað. Rannsókn lögreglunnar beinist m.a. að því að kanna hvort hugsanleg tengsl séu á milli ránsins og annars ráns sem framið var í söluturni á Óð- ^mstorgi hinn 21. júní sl. ■ Flest ránin/12 Morgunblaðið/RAX Ahyggjulausar kýr? MÖRGUM vefst tunga um tönn þegar beygja ber orðið kýr. Þess- ar kýr hafa þó að öllum líkindum ekki leitt hugann að því vanda- máli, enda ku andlegt Iíf þeirra vera af skornum skammti. Til- vera þeirra snýst um að láta sér líða vel og gera það sem kýr gera best, bíta gras og líta á mannfólkið tómum augum. Eða hvað? Hvað vitum við svosem hvað kýr hugsa? 40.000 fermetrar að stærð Samkvæmt heimildum Morgun- blaðsins yrði byggingin 40.000 fer- metrar að stærð, 60.000 með bíla- stæðum, og segir Ingibjörg Sólrún Gísladóttir borgarstjóri að sér lítist vel á tillöguna. Of snemmt sé þó að fullyrða að hún verði framkvæmd, enda sé töluverð málsmeðferð eft- ir. „Að sjálfsögðu yrði að huga að því hvernig hægt væri að bæta hafnaryfirvöldum upp þennan plássmissi, auk þess sem tillagan er aðeins ein af mörgum," segir hún, „en mér finnst hugmyndin spennandi og að mörgu leyti held ég að hún sé raunsæ.“ Ingibjörg segir að ekki hafi legið fyrir kostnaðaráætlun á fundinum. „Við erum að tala um umtalsverða fjárfestingu en líta ber á það að margir taka þátt í henni auk borg- arinnar, jafnt ríki sem almennir fjárfestar. Verkefnið er því alls ekki aðeins fjármagnað með al- mannafé," segir Ingibjörg Sólrún. Tillögunni var, sem fyrr segir, vlsað til samstarfsnefndar mennta- málaráðuneytis og Reykjavíkur- borgar, en gert er ráð fyrir að hún taki upp viðræður við væntanlega rekstraraðila. Nefndin á einnig að setja fram hugmyndir um kostnað- arskiptingu og hvernig staðið skuli að fjárfestingu og framkvæmdum. Ákvörðun með haustinu Ingibjörg Sólrún segir að tillög- ur fram að þessu hafi miðast við að láta hluta Faxaskála standa áfram en þessi hugmynd gerir ráð fyrir að hann verði alveg fjarlægður. „Þetta er mál sem hafnaryfirvöld verða að skoða sérstaklega," segir hún. Aðspurð hvenær ákvörðunar sé að vænta í málinu segir Ingibjörg að afmörkun lóðarinnar verði að liggja fyrir með haustinu, og þar með hvaða tillaga verði unnin áfram. Skip í eigii falsfyr- irtækis kyrrsett SYSLUMAÐURINN í Reykjavík hefur orðið við beiðni efnahags- brotadeildar ríkislögreglustjóra um að kyrrsetja skip í eigu fyrir- tækis sérfræðings á virðisauka- skattsdeild Skattstofu Reykja- ness til greiðslu skaðabóta, sekta og sakarkostnaðar. Skipið, Sæ- björg ST 5, sem er 70 tonn að stærð, liggur í Daníelsslipp, en umræddur sérfræðingur hefur setið í gæsluvarðhaldi í viku og rennur varðhaldið út klukkan 16 í dag, föstudag. Ekki er ljóst hvort krafist verði framlengingar á gæsluvarðhaldinu. Maðurinn hef- ur játað að hafa dregið sér tæpar 11 milljónir króna á 14 mánaða tímabili með því að færa tölur um viðskipti umrædds fyrirtækis, sem var í reynd ekki með neina starfsemi. Island leggur fram tillögu í Alþjóðaviðskiptastofnuninni í Genf Ríkisstyrkir í sjávar- útvegi verði afnumdir FASTAFULLTRÚI íslands hjá Alþjóðavið- skiptastofnuninni í Genf, Benedikt Jónsson sendiherra, flutti í gær tillögu í aðalráði AI- þjóðaviðskiptastofnunarinnar um afnám ríkis- styrkja í sjávarútvegi. Halldór Ásgrímsson, ut- anríkisráðherra, segir að íslendingar hafi talað máli þessarar hugmyndar lengi, ekki síst sein- ustu tvö ár. Víða vaxandi hljómgrunnur „Við höfum fundið vaxandi hljómgrunn sein- ustu misseri hjá mörgum ríkjum. Við teljum þessa styrki aðalástæðu fyrir ofveiði og því teljum við að draga myndi verulega úr ofnýt- ingu fiskistofna ef styrkirnir verða afnumdir," segir Halldór. „Það myndi stuðla að betri við- gangi stofna og þar með betri efnahagslegri af- komu í sjávarútvegi." Tillagan kveður á um að í fyrirhugaðri lotu viðskiptaviðræðna á vettvangi Álþjóðaviðskipta- stofnunarinnar samþykki aðildarríki að afnema ríkisstyrki sem leiða til ofveiði í ljósi þess að þeir feli í sér hömlur í viðskiptum, stuðli að óskynsamlegri nýtingu fiskistofna og rjúfi sjálf- bæra þróun þeirra. Reynt að koma á dagskrá Tilgangurinn með tillögunni er að koma mál- inu á dagskrá næsta ráðherrafundar Alþjóðvið- skiptastofnunarinnar sem haldinn verður í Seattle í lok þessa árs. Takist það munu viðræður um afnám ríkis- styrkja í sjávarútvegi verða eitt af viðfangsefn- um næstu lotu viðskiptaviðræðna, en gert er ráð fyrir að ráðherrafundurinn samþykki að hleypa henni af stokkunum í upphafi næsta árs, að því er segir í fréttatilkynningu frá utanríkisráðu- neytinu. Islensk stjórnvöld hafa unnið að þessu máli síðustu mánuði í náinni samvinnu við á annan tug ríkja sem aðild eiga að Alþjóðaviðskipta- stofnuninni. Meðal ríkja sem lýst hafa yfir stuðningi við tillögu íslands eru Ástralía, Árg- entína, Bandaríkin, Brasilía, Chile, Filipseyjar, Kanada, Noregur, Nýja Sjáland, Perú og Ta- íland. Þá nýtur málefnið stuðnings Marokkó og Egyptalands. ESB með ríkisstyrki í sjávarútvegi Halldór segir að hann hafi þá trú að smám saman takist að vinna þessu sjónarmiði svo mik- ið fylgi að það verði ofaná. Hann kveðst ekki vilja nefna sérstaklega þau ríki sem staðið hafa í vegi þessarar hugmyndar, en hins vegar liggi ljóst fyrir að ýmsar þjóðir hafi beitt sér fyrir ríkisstuðningi í sjávarútvegi. „Evrópusamband- ið hefur sérstaklega beitt sér fyrir ríkisstuðn- ingi í sjárvarútvegi, miðað við þann góða efna- hag sem þar er, og ríkisstuðningur er mjög mik- ill þar,“ segir Halldór.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.