Morgunblaðið - 09.07.1999, Síða 20

Morgunblaðið - 09.07.1999, Síða 20
20 FÖSTUDAGUR 9. JÚLÍ 1999 MORGUNBLAÐIÐ LANDIÐ I i 1 . ■V*.. w& |{: ^ fflm Morgunblaðið/Karl Sigurgeirsson VIÐ endastöð fjallaskokksins í Kirlguhvammi. Með þeim fyrstu voru Guðmundur Jónsson, Haukur Friðriksson og Jóm'na Signrðardóttir. Fjallaskokk í Húnaþingi vestra Hvammstanga - Einn liður Bjart- ra nátta í Húnaþingi vestra, var að efna tii fjallaskokks. Rúmlega sjötíu manns tóku þátt í skokk- inu, allt frá skólabömum til mið- aldra fólks. Farið var með hópferðabifreið frá Hvammstanga að Grund í Vesturhópi. Þaðan var gengið, skokkað og þeir hörðustu hlupu, þvert vestur yfír Vatnsnessfjallið og komið niður í Kirkjuhvamm. Vegalengdin er um 12 kílómetrar. í Kirkjuhvammi voru þátttakend- ur skráðir og einnig veittar viður- kenningar. Veðrið lék við hvum sinn fingur, bjart og stillt og töl- uðu sumir um að fullheitt hefði verið. Fjallaskokkið var á vegum björgunarsveitanna í héraðinu og Ungmennasambands V-Hún. A fjallinu vom aðstoðarmenn úr björgunarsveitunum, en allt gekk samkvæmt áætlun. í Kirkju- hvammi var öllum boðið upp á grillaðar pylsur og svaladrykki. Húnavatnsprófastsdæmi Vel heppnuð kristnitökuhátíð við Gullstein og á Blönduósi Blönduósi - Kristnitökuhátið í Húnavatnsprófastsdæmi var haldið á sunnudaginn. Hátíðin hófst á minningarstund við Gull- stein fyrir hádegið og var síðan framhaldið með hátíðarmessu í Blönduóskirkju og hátíðardag- skrá í íþróttahúsinu á Blönduósi eftir hádegið. Við Gullstein, sem er í landi Kringlu í Torfalækjarhreppi, er minnisvarði um fyrstu kristni- boðana, þá Þorvald víðförla og Friðrik biskup, var haldin minn- ingarstund að viðstöddu íjöl- menni. Sigurður Guðmundsson, fyrrverandi vfgslubiskup, flutti ávarp og biskup íslands, herra Karl Sigurbjörnsson, ski'rði sveinbarn frá Skagaströnd sem fékk nafnið Birkir Freyr. Hún- vetnsk börn sungu nokkur lög og söngflokkur flutti verk eftir Hjálmar H. Ragnarsson. Herra Karl Sigurbjörnsson, biskup fs- lands, prédikaði í hátíðarmessu í Blönduóskirkju og prestar Húna- vatnsprófastsdæmisins þjónuðu fyrir altari. Að lokinni messu var hátíðar- dagskrá í íþróttahúsinu á Blönduósi hvar ræður fluttu þeir Jón Torfason sagnfræðingur, séra Guðmundur Þorsteinsson og séra Ágúst Sigurðsson. Um söng á háti'ðinni sáu kirkjukórar úr prófastsdæminu undir stjórn org- anistanna. KARL Sigurbjörnsson skírði sveinbarn frá Skagaströnd sem fékk nafnið Birkir Freyr. Morgunblaðið/Jón Sigurðsson SÖNGFLOKKUR flutti verk eftir Hjáhnar H. Ragnarsson. Skorað á íbúa Aðaldælahrepps að endurbyggja og laga Hraunsrétt Laxamýri - „Lifi Hraunsrétt“ var yfirskrift fundar sem haldinn var í Ýdölum nýlega þar sem skorað var á íbúa Aðaldælahrepps að endur- byggja og lagfæra Hraunsrétt þannig að hún geti áfram verið skilarétt sveitarinnar. Forsaga málsins er sú að í vor samþykkti meirihluti fjáreigenda í Aðaldal í atkvæðagreiðslu að byggja nýja rétt á nýjum stað og leggja þar með Hraunsrétt niður. Hraunsrétt í Aðaldal var byggð upp úr 1830 og er hlaðin úr hraun- grjóti. Vegna aldurs hennar og stærðar er hún mjög merkileg en hleðslur hennar hafa víða riðlast og margir hafa viljað halda því fram að fjárheld sé hún ekki lengur. Á fundinum kom fram að verði byggð ný rétt þá verði engin Hraunsrétt til og með árunum muni hún hverfa í sinu. Enginn leggi það á sig að hlaða upp rétt sem ekki er notuð. Þá kom fram að réttin hafi á margan hátt verið tákn sveitarinnar í nær 170 ár og Hraunsréttardeginum hafi jafnan fylgt gleði og eftirvænting. Þá kom einnig fram að minja- stjóri Þjóðminjasafns íslands hefur skrifað oddvita Aðaldælahrepps þar sem lögð er áhersla á að Hraunsrétt verði áfram notuð þar sem hún hafi menningarsögulegt gildi frá sjónarmiði þjóðminjavörsl- unnar. Vegghleðslur beri að varð- veita og leggja skuli áherslu á að viðhalda þeirri verkmenningu sem vegghleðslum fylgir. Hraunsrétt stendur í skjólgóð- um hraunkrika í miðjum Áðaldal og er almenningurinn með tví- hlöðnum hraungrýtisvegg og 1800 fermetrar að stærð. Hún var á sín- um tíma önnur stærsta skilarétt á Norðurlandi en sauðfé hefur fækkað mikið í Þingeyjarsýslu þannig að mun færra fé kemur á réttina. Að undanförnu hefur safnast töluvert fjármagn til þess að end- urgera réttina og er um að ræða bæði erfðafé og frjáls framlög. Þessir peningar eru bundnir við Hraunsrétt en verða ekki notaðir í nýja rétt. Fylgst með LEIKSKÓLABÖRN á Siglufirði ásamt foreldrum og starfsfólki Leikskála fjölmenntu í' árlega svejtaferð á dögunum. Ábúendur á Helgustöðum í Fljótum tóku vel á móti góðum gestum og fengu börnin m.a. að sjá dýrin, húsakynni þeirra og hinar ýmsu búvélar. Skemmtileg- ast var þó að fá innsýn í gang náttúrunnar er þau fylgdust með sveitalífinu þegar lömbin komu í heiminn. Sá stóri atburður vakti óneitanlega undrun yngstu kynslóðarinnar og ekki var laust við hneykslun- artón er þriggja ára dama sagði frá því er „kindin skítti lambinu og sleikti það svo“. Börnin fengu einnig að fara á hestbak, halda á lömbum, klappa heimilishundinum og gæða sér á gómsætu nesti úti í náttúrunni. Um 300 kaþólikkar á VestQörðum Kaþólsk kapella vígð á fsafírði ísafirði - Kaþólski biskupinn á íslandi, herra Jóhannes Gijes- sen, vígði sl. sunnudag kaþólska kapellu að Mjaliargötu 9 á Isa- firði og söng þar messu. Kaþ- ólskir menn búsettir á Vest- fjörðum munu vera um 300 tals- ins eða um 3,5% af íbúafjöldan- um. Þeir eru hér hlutfallslega miklu fleiri en í öðrum lands- hlutum, flestir Pólverjar á norð- ursvæði Vestfjarða. Biskup sagði það mikilvægt að kaþólskir ættu sér kapellu hér vestra. Undanfarin ár hefur kaþólskur prestur þjónað bæði á Isafirði og annars staðar á landsbyggðinni. Með tilkomu kapellunnar við Mjallargötu kemur annar kaþólskur prestur til starfa sérstaklega á Isafirði. Á ÞRIÐJA hundrað manns var við vígsluathöfnina í Vatnaskógi. Vígsla svefnskála í Vatnaskógi Morgunblaðið/pþ ÓLAFUR Sverrisson, formaður Skógar- manna, Ársæll Aðalbergsson, framkvæmda- stjóri, Sigurður Pétursson, varaformaður og Ólafur Jóhannsson, formaður KFUM, við vígslu svefnskálans. Borgarfirði - Nýr svefnskáli var vígður í sumarbúðunum í Vatnaskógi í Svínadal í síðustu viku. Hér er um að ræða 380 fermetra hús með rými fyrir 60 stráka alls, og var önnur álm- an tekin í notkun þá strax, fyrir 30 drengi. Verður lokið við seinni álmuna á næsta ári - en um 6,5 milljónir vantar til þess að ljúka verk- inu endanlega. Leysir þetta nýja hús af gam- alt og úr sér gengið hús, sem notað var sem starfs- mannahús við byggingu Búrfells- virkjunar. Hófst athöfnin með því, að Sig- urður Pétursson, varaformaður Skógarmanna, bauð gesti vel- komna, en eitthvað á þriðja hund- rað manns var við vígsluna - þar af hundrað sumarbúðadrengir, sem voru í 5. flokki. Sungu piltarnir „Drottinn lít þinn drengjaskara". Þá svipti Kristín Guðmundsdótt- ir, fyrrverandi ráðskona, burt dulu sem sveipað hafði verið yfir skjöld, og opinberaði þar með nafn hins nýja skála. Hlaut hann nafnið Birkiskáli. I framhaldi helgaði og blessaði húsnæðið Ólafur Jóhanns- son formaður KFUM og viðstaddir fóru með Faðirvorið. I lokin klippti einn af sumarbúða- drengjunum á borða, og húsið var opnað til sýnis fyrir gesti. Bera her- bergin nöfn sveitabæjanna, sem næst eru við Vatnaskóg. Að endingu var viðstöddum boðið til veitinga í íþróttahúsinu. Stjórnandi samkom- unnar var Jóhann Þorsteinsson. Fjöldi manna hefur komið að byggingu Birkiskálans, og sagði Ársæll Aðalbergsson, fram- kvæmdastjóri Skógarmanna, að ótal sjálfboðaliðar hefðu komið að verkinu á hinum ýmsu byggingar- stigum, og mætti þakka þeirri sjálf- boðavinnu lágan byggingarkostnað.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.