Morgunblaðið - 11.07.1999, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 11.07.1999, Blaðsíða 1
STOFNAÐ 1913 154. TBL. 87. ARG. SUNNUDAGUR 11. JULI1999 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS Iranska lögreglan fordæmd fyrir hörku Sterk undir- alda í Teheran Teheran. AFP, Reuters. MOHAMMAD Khatami, forseti írans, kallaði öryggisráð sitt tfl neyðarfundar í gær til að ræða um þau átök sem blossað hafa upp undanfarna tvo daga á milli námsmanna í Teheran og ör- yggissveita írönsku lögreglunnar. Mostafa Moin, menntamálaráðherra írans, sagði af sér í gær vegna atburðanna en dagblöð í íran fullyrtu að þrír námsmenn hefðu fallið í átökunum á föstu- dag. Sérlegur talsmaður Ali Khamenei erkiklerks fordæmdi einnig aðgerðir lögreglunnar. PATRICIA Anderson (í miðið) höfðaði mál- ið á hendur General Motors. Til hægri er dóttir hennar, Alisha Parker, en hún hlaut slæm brunasár í slysinu. Umdeildur úrskurður ÚRSKURÐUR kviðdóms í Kaliforníu á fóstu- dagskvöld þess efnis að bflaframleiðandinn General Motors skyldi greiða 4,9 milljarða bandaríkjadala, um 350 milljarða ísl. króna, í skaðabætur til sexmenninga sem hlutu slæm brunasár þegar eldsneytistankur í Chevrolet Malibu-bifreið þeirra sprakk í loft upp eftir að keyrt hafði verið aftan á hann, hefur vakið mikla athygli í Bandaríkjunum. Velta menn því nú fyrir sér hvort upphæðir skaðabótadóma sem ákveðnar eru af kviðdómum séu ekki komnar út í öfgar. General Motors hefur þegar áfrýjað dómnum og reyndar er tahð afar ólíklegt að dómurinn muni standa, sérfræðingar segja sennilegt að upphæðin lækki þegar áfrýjunin verður tekin fyrir eða málsaðilar semji um lægri skaðabæt- ur. Þyrfti General Motors hins vegar að greiða þessa upphæð væri ljóst að fyrirtækið myndi riða til falls. Sækjendur héldu því fram að General Motors hefði lengi vitað að eldsneytistankur Malibu-bifreiðarinnar væri gallaður en ekkert gert í því vegna kostnaðarins, sem það hefði haft í för með sér. Bflaframleiðandinn neitar hins vegar að nokkuð athugavert hafi verið við tankinn og segir orsök slyssins þá að ökumað- urinn, sem keyrði aftan á Anderson-fjölskyld- una, var drukkinn undir stýri. Námsmenn héldu áfram mótmælum sínum í gær, þriðja daginn í röð, gegn banni á útgáfu dagblaðsins SaJam sem beitt hefur sér fyrir umbótum í landinu. Þeir héldu á blóði drifnum klæðnaði og hrópuðu „námsmenn sýnið sam- stöðu, bróðir ykkar var myrtur" og „niður með lögregluna" og neituðu að hverfa af vett- vangi fyrr en búið væri að leysa þá úr haldi sem handteknir voru á föstudag. Vörðu aðgerðir sínar Stjórnendur háskólans í Teheran mótmæltu aðgerðunum einnig harðlega og fóru fram á af- sögn yfirlögreglustjóra írans fyrir þær harka- legu aðgerðir sem lögreglan greip til á föstu- dag, til að stemma stigu við mótmælum náms- mannanna. Sagði einn námsmaður í samtali við AFP-fréttastofuna að liðsmenn lögreglunnar hefði barið á þeim líkt og þeir væru brjálaðir. Stjórnendur háskólans sögðu að öll starf- semi í skólanum yrði lögð niður uns réttur stúdenta yrði virtur á ný, búið væri að leysa úr haldi alla þá sem voru handteknir og lög- reglustjóranum hefði verið vísað úr starfi sínu. Moin menntamálaráðherra hafði til- kynnt afsögn sína fyrr um daginn í mótmæla- skyni og sagði í yfirlýsingu hans að undir eng- um kringumstæðum væri hægt að una við að lögreglan berði á námsmönnum. Yfirmenn írönsku lögreglunnar vörðu hins vegar aðgerðir sínar í gær og sögðu það hafa verið „lagalega skyldu" sína að bregðast við „ólöglegri mótmælasamkomu" námsmanna sem ætlað hefði verið að „valda óróa" meðal landsmanna. Kanadísk stjórnvöld lögsótt fyrir bruðl Ottawa. AFP. TVEIR starfsmenn kanadíska utanrflás- ráðuneytisins höfðuðu á föstudag mál á hendur utanríkisráðherranum og öðrum háttsettum embættismönnum fyrir að sólunda fé skattborgaranna. Joannah Gualtiere og John Guenette halda því fram að Lloyd Axworthy utan- ríkisráðherra og undirmenn hans í ráðu- neytinu hafi látið viðgangast gífurlegt peningabruðl og saka tvímenningarnir þá um að eyða fé skattborgaranna í óþarflega umfangsmikla öryggisvörslu handa sjálf- um sér, glæsilega og íburðarmikla íveru- staði og dýran lífsstíl. Guenette, sem starfað hefur um árabil hjá kanadíska utanrflosráðuneytinu, segir að kvartanir sem hann bar fram hafí verið hunsaðar og að hann hafi mátt sæta áreitni fyrir að fitja upp á málinu. Gualtiere, sem eins og Guenette er í veikindaleyfi frá störfum, tók í sama streng en kanadísk stjórnvóld neita öllum ásökunum. Reuters Síðasta „ástar- gangan"? HUNDRUÐ þúsunda ungmenna söfnuðust sanian nærri Brandenborgarhliðinu í Berlín í Þýskalandi í gær en allt frá falli Berlínarmúrsins fyrir tíu árum hafa ung- menni hvaðanæva úr Evrdpu komið ár- lega saman þar í borg og haldið svokall- aða „ástargöngu", hlustað á Iög unga iölksins og gert sér glaðan dag. Borgar- sl jórn Berlínar hefur látið að því liggja að þetta verði í síðasta skipti sem hún leyfi „ástargönguna" og var reiknað með met- aðsókn að þessu sinni af þeim sökum, bú- ist var við að meira en niilljón manns tæki þátt í hátíðinni. EKKI ER ALLT SEM SÝNIST FJOLSKYLDUFYRIRTÆKII UMSVIFAMIKLUM REKSTRI
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.