Morgunblaðið - 23.07.1999, Qupperneq 6

Morgunblaðið - 23.07.1999, Qupperneq 6
6 FÖSTUDAGUR 23. JÚLÍ 1999 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR ------------------------------------------------------------------------------------------ i Nýtt fyrirtæki, Norðurljós hf., tekur við rekstri íslenska útvarpsfélagsins, Skífunnar og Sýnar REKSTUR íslenska út- varpsfélagsins, Sýnar og Skífunnar hefur verið sameinaður í einu fyrir- tæki á sviði margmiðlunar og af- þreyingar, sem hlotið hefur nafnið Norðurljós hf., en fyrirtækið á auk þess ríflega þriðjung í fjarskipta- fyrLrtækinu Tali hf., sem jafnframt á netþjónustufyrirtækið Islandia Intemet. Á vegum fyrirtækisins eru reknar fjórar sjónvarpsrásir, þrjár útvarpsstöðvar, auk þess sem fyrirtækið starfar á sviði tónlistar og kvikmynda, sér um dreifíngu og sölu á tölvuleikjum og og rekur fímm búðir. Hlutafé hins nýja fé- lags er 1,6 milljarðar króna og hef- ur Kaupþing hf. keypt 15% hluta- fjár. Kaupverð fæst ekki uppgefið, en Kaupþing mun hafa umsjón með skráningu og sölu hlutabréfa í fyrirtækinu á almennum hluta- bréfamarkaði á næsta ári. Aðrir helstu hluthafar eru Sigurjón Sig- hvatsson og Jón Ólafsson, sem fer með meirihluta hlutafjár í félaginu og er jafnframt stjórnarformaður þess. Samanlögð velta félaganna sem sameinast er áætluð um 4,6 milljarðar króna á þessu ári og starfsmenn eru 350. Á blaðamannafundi sem boðað var til í gær af þessu tilefni kom fram að hér sé um að ræða einn stærsta fyrirtækjasamruna á Is- landi og ljóst sé að Norðurljós verði öflugasta fyrirtæki landsins í upplýsinga- og afþreyingariðnaði. Tilgangur nýja félagsins sé að nýta spennandi sóknarfæri í þágu við- skiptavina og efla samkeppnis- hæfni gagnvart erlendum og inn- lendum keppinautum. Fyrirtækin sem saman myndi Norðurljós spanni vítt þjónustusvið og muni búa yfír dýrmætri þekkingu og við- skiptasamböndum. Aukinn slagkraftur geri Norðurljós- um kleift að ráðast í áhuga- verða nýsköpun hérlendis og erlendis. EiginQárstaðan styrkst um rúman miHjarð Þá kom fram á fundinum að Chase Manhattan Bank, Landsbanki íslands og hol- lensku bankamir ABN Amro Bank og De Nationale In- vesteringsbank (DNIB) hafí unnið saman að fjármögnun samruna fyrirtækjanna og endurspegli hagstæðir lána- samningar tiltrú á stofnun fyrirtækisins. Umræður um fjármögnunina hafí staðið undanfama mánuði og hafi bankarnir á þeim tíma, í sam- ræmi við vinnureglur sínar, framkvæmt mjög ítarlega skoðun á starfsemi, reksfri og stöðu félaganna sem myndi Norðurljós. Eiginfjárstaða þeirra hafi samtals styrkst um rúman milljarð króna frá upphafi árs, sem skýrist af innborgun hlutafjár og rekstramiðurstöðu. Þessi aukning eiginfjár muni styrkja fjárhagsstöðu sam- steypunnar og treysta al- mennar rekstrarforsendur. Hreggviður Jónsson, for- stjóri Norðurljósa, sagði að félögin sem mynduðu Norð- urijósin væm í skyldri starf- semi og með tilkomu sam- steypunnar teldu þeir sig sjá ýmis sóknarfæri og tækifæri sem auðveldara yrði að nýta. Þessi þróun væri í samræmi við þá þróun sem ætti sér stað erlendis, að fyrir- tæki á þessum markaði væm að verða stærri. Sigurjón Sighvatsson sagði að þessi þróun væri eðlileg úti í heimi sérstaklega kannski í fjölmiðlunar-, margmiðlunar- og fjarskiptageir- anum. í þeim rekstri ættu miklar tækniframfarir sér stað nánast ár- lega. „Því stærri sem fyrirtæki em því betur era þau í stakk búin að takast á við framtíðina og ýmsar þær tæknibreytingar sem verða og við ætlum að sammni þessara fyr- virði. Aðspurður um kaupverð hlutarins sagði Hreiðar að samfara kaupunum hefði farið fram viða- mikið verðmat á fyrirtækinu. Þeir hefðu tekið þátt í vinnu erlendu bankanna og ítarleg skoðun hefði farið fram á öllum rekstrarþáttum L félagsins. Lauslega áætlað mark- aðsverðmæti félagsins væri í | kringum sjö milljarðar króna að | þeirra mati, en nákvæmar tölur um hvemig viðskiptin hefðu farið fram væm tmnaðarmál á milli að- ila. Á markað í áföngum Jón Ólafsson og Sigurjón Sig- hvatsson vom spurðir að því hvort þeir hygðust áfram eiga jafn stór- | an hlut í félaginu eða hvort þeir 1 stefndu að því að selja eitthvað af sínum hlut. Jón Ólafsson sagði að það væri langtímamarkmið að nýta sér það tækifæri sem markaðurinn byði upp á. „Það er nú ævinlega þannig þegar félag fer á markað að tilgangurinn er bæði að efla fé- lagið og gefa því frekari tækifæri til þess að vaxa og líka hitt að gefa eigendum þess tækifæri tii þess að losa um fjárfestingu sína. Eg held ég geti talað fyrir okkur báða að | við munum setja okkar hluti á I markað í áföngum," sagði Jón ? Ólafsson. Sigurjón sagði að það hefði verið markmið þeirra í mjög langan tíma að koma þessu fyrirtæki á markað. Ekki fyrst og fremst til þess að geta selt sinn hlut, heldur, og þess vegna hefðu þeir aukið sinn eign- arhlut undanfarin ár, hefðu þeir talið þetta fyrirtæki verulega álit- legan fjárfestingarkost. Sem betur | fer hefði orðið mikil þróun hér á 1 landi á verðmati fyrirtækja og eins á hlutabréfamarkaðnum í heild. Með sameiningunni teldu þeir að verðmæti fyrirtækis- ins yrði enn meira á næstu missemm. Þó þeir myndu ef til vill losa um eitthvað af því fjármagni sem þeir hefðu bundið um töluvert langan k tíma í fyrirtækinu, þá væri fyrirtældð frá hans bæjar- dyrum séð mjög álitlegur | fjárfestingar- og ávöxtunar- kostur. Hann hefði áhuga á því að eiga hlut af sínum hlut áfram í fyrirtækinu sem þeir hefðu lagt mikla vinnu í og væri í rauninni að byrja að skila sér á undanförnum tveimur til þremur áram í veralegri framlegð. Aðspurðir hvort fyrirtæk- in sem sameinuðust hefðu skilað hagnaði á síðasta ári, * sagði Hreggviður Jónsson að Islenska útvarpsfélagið hefði sýnt tap á síðasta ári eftir fjármagnskostnað og afskriftir. Þeir hefðu hins vegar notað mikið sem mæli- kvarða á reksturinn rekstr- arhagnað fyrir afskriftir og fjármagnskostnað. Sú tala 1 hefði á síðasta ári verið í ís- J. lenska útvarpsfélaginu eitt- 1 hvað um sex hundruð millj- ónir og sameiginleg tala út úr Norðurljósunum á þessu ári væri ívið hærri heldur en það. Aðspurður hverjar heild- arskuldir samsteypunnar væru sagði Hreggviður að eftir þá samhinga sem náðst hefðu nú væru heildarskuld- ir samsteypunnar um sex milljarð- *g ar króna. Þeir teldu að samning- I arnir við erlendu bankana væru mjög hagstæðir, allavega á inn- lendan mælikvarða. Það sýni traust á félaginu og að félagið geti staðið undir þeirri byrði sem sé af skuldunum, en hann vilji jafnframt taka fram að skuldabyrðin sem slík sé ekki meiri en hún hafi verið fyrir á félögunum í heild. Auk Jóns Ólafssonar sitja í stjórn Norðurljósa Nathan W. Pe- 1 arson, varaformaður, Sigurjón * Sighvatsson, Patrick F. Cleary og Sigurður G. Guðjónsson. F élagið verður skráð á hlutabréfa- markaði á næsta ári Sameining íslenska útvarpsfélagsins, Skífunnar og Sýnar í Norð- urljósum hf. skapar félaginu margvísleg sóknarfæri að mati for- svarsmanna fyrirtækisins. Kaupþing áætlar markaðsverðmæti fé- lagsins um sjö milljarða króna, en heildarskuldir þess eru um sex milljarðar. Samanlögð velta félaganna er áætluð um 4,6 milljarð- ar króna á þessu ári og starfsmenn eru um 350. Morgunblaðið/Sverrir FRÁ blaðamannafundi þar sem stofnun hins nýja félags var kynnt. Taldir frá vinstri Halldór J. Kristjánsson, bankastjóri Landsbanka Islands, Hreiðar Már Sigurðsson, aðstoðarforsljóri Kaupþings, Jón Ólafsson, stjórnarformaður Norðurljósa, Hreggviður Jónsson, forsljóri Norðurljósa, Sigurjón Sighvatsson og Ragnar Birgisson, framkvæmdastjóri Skífunnar. irtækja muni gera okkur það kleift sannarlega að takast mun betur á við - ég vil ekki kalla það vandamál - heldur þá nýju fleti sem upp koma í fjölmiðlun framtíðarinnar,“ sagði Sigurjón. Skráð á innlendum og erlendum mörkuðum Hreiðar Már Sigurðsson, aðstoð- arforstjóri Kaupþings, sagði að kaupin á 15% hlutafjár í nýja fé- laginu væru í raun og veru fyrsta skrefið í því að fara með félagið á almennan markað. Markmiðið sé að skrá félagið á öðrum ársfjórð- ungi á næsta ári og bjóða almenn- ingi hlutafé til kaups. „Við teljum að þetta félag hafi burði til þess að vera bæði skráð á innlendum og erlendum mörkuðum og munum við vinna málið samkvæmt því. Þama verður um mjög áhugaverð- an kost að ræða fyrir markaðinn. Þetta er fyrsta fjölmiðlunar- og af- þreyingarfyrirtækið sem býðst innlendum fjárfestum á íslenskum markaði og menn sjá fyrir sér mik- inn vöxt í þeim geira. Eins er það sem okkur finnst sérlega áhuga- vert við Norðurljós en það er þátt- taka þeirra í fjarskiptarekstri með stórum eignarhluta í Tali. Fjar- skiptageirinn er sá geiri sem hefur verið að gefa hvað besta ávöxtun á hlutabréfamörkuðum í Evrópu á undanfömum árum og áhugi fjár- festa er mikill á að taka þátt í þeim mikla rekstri sem er þar í þeim geira. Fjárfestum gefst nú tæki- færi með því að fjárfesta í Norður- ljósum að fara bæði inn í fjölmiðl- unar- og afþreyingariðnaðinn, þar sem mikill vöxtur er fyrirsjáanleg- ur og eins inn í fjarskiptageirann," sagði Hreiðar. Hlutur Kaupþings í Norðurljós- um er 240 milljónir króna að nafn- NORÐURLJOS Fjarskipti Tal hf. Islandia Internet Sjónvarp Útvarp Tónlist Kvikmyndir Hugbúnaður Smásala Stöð 2 Sýn hf. Fjölvarp Bíórásin Bylgjan Stjarnan Mono Upptaka Framleiðsla Dreifing Smásala Dreifing í kvikmyndahús Dreifing á myndbandaleigur Myndbandasala Regnboginn Dreifing og smásala á tölvuleikjum 5 búðir
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.