Morgunblaðið - 23.07.1999, Qupperneq 23

Morgunblaðið - 23.07.1999, Qupperneq 23
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 23. JÚLÍ 1999 23 Jesús Kristur á Trafalgartorgi Reuters VEGFARENDUR á Trafalgartorgi í miðborg London eiga ef til vill erfítt með að bera kennsl á njgu styttuna sem hefur verið af- hjúpuð á stöplin- um sem stóð auð- ur í 150 ár. Stytt- an er af Jesú Kristi og er eftir breska mynd- höggvarann Mark Wallinger. En í stað þess að draga upp hina hefðbundnu mynd af skeggj- uðum og síð- hærðum Jesú hefur Wallinger kosið að sýna frelsarann nauð- rakaðan og með gaddavírskórónu úr gulli. Styttan er í líkamsstærð og er ekki mikil fyrir að sjá í sam- anburði við um- hverfið, þar sem m.a. gnæfír stytta af Nelson flotaforingja. Styttan af Jesú er sú fyrsta af þrem, eftir breska samtíma- listamenn, sem setja á upp á auða stöplinum áður en tekin verður endanleg ákvörðun um hvernig stöplinum verður ráð- stafað. Meðal annarra hug- mynda, sem komið höfðu fram um hvað ætti að setja á stöpul- inn var stytta af Margaret Thatcher á skriðdreka, John Major á sápukassa og fimm metra hárri dúfu. Wallinger sagði styttu sína vera af Jesú þegar Pontíus Pílatus afhenti hann múgnum. „Trafalgartorg er hefðbundinn staður fyrir múg og mér fannst það vera fúllkomið umhverfi fyrir styttuna," sagði Wallinger. Fyrirmyndin að styttunni er starfsbróðir Wallingers, mynd- höggvarinn Christopher Welch. Utanrrkisráðherra Þýzkalands Vill Tyrkland ÍESB Ankara. Reuters. JOSCHKA Fischer, utanríkisráð- herra Þýzkalands, sagði í opinberri heimsókn í Ankara í gær, að hann myndi gera allt sem í hans valdi stæði til að Tyrkland yrði viður- kennt sem ríki sem ætti kost á aðild að Evrópusambandinu, ESB. Fischer sendi þó táknræn skilaboð til tyrk- neskra stjórn- valda með því að halda fyrsta fundinn í eins dags heimsókn sinni með full- trúum tyrk- nesku mannrétt- indasamtakanna IHD. Leiðtogi samtakanna situr nú af sér eins árs fangelsisdóm sem hann var dæmd- ur í eftir tyrkneskum lögum sem setja verulegar hömlur við tjáning- arfrelsi borgaranna. Ismail Cem, utanríkisráðherra Tyrklands, sagði eftir fund sinn með Fischer að öllu skipti að Tyrk- land yrði viðurkennt sem umsækj- andi um fulla aðild að ESB á leið- togafundi sambandsins í Helsinki í lok ársins. „Ef það gerist ekki, er ég hrædd- ur um að tengsl okkar [við ESB] Joschka Fischer falli niður á mjög takmarkað stig,“ tjáði Cem blaðamönnum. Grundvallarvægi mannréttinda Fischer sagði fund sinn með tyrkneskum ráðamönnum hafa „opnað nýjan kafla í tengslum landanna“ eftir áralangt tímabil misskilnings. „Fyrir okkur er Evrópusam- bandið enginn trúarlegur félags- skapur, enginn kristinn klúbbur,“ sagði Fischer á fundi sínum með forsvarsmanni mannréttindasam- takanna IHD, Husnu Ondul. „Sambandið er bandalag um sam- eiginleg gildi. Við viljum að Tyrk- land komi til Evrópu og viljum gera allt sem við getum til að að- stoða það á þeirri braut.“ Og Fischer bætti við: „Þegar ég tala um að ESB byggi á sameiginlegum gildum lítum við svo á að mann- réttindi hafi grundvallarþýðingu." ERLENT Umdeild yfírlýsing IRA veldur uppnámi á Norður-írlandi IRA neitar að verða við kröfum um afvopnun Belfast. Reuters, AFP. GEORGE Mitchell, bandaríski öld- ungadeildarþingmaðurinn fyrrver- andi, fullyrti í gær að enn mætti tryggja að öll ákvæði friðarsam- komulagsins á Norður-írlandi kæmust til framkvæmda en sagði að ofbeldi eða ofbeldishótanir myndu aldrei leysa vandamál hér- aðsins. Fyrr um daginn höfðu sam- bandssinnar túlkað yfírlýsingu Irska lýðveldishersins (IRA), sem hann lét frá sér fara í gær, sem hót- un um að herinn myndi binda enda á vopnahlé sitt ef hann fengi ekki sínu framgengt innan tíðar. Yfirlýsing IRA olli nokkru upp- námi í gær en um nokkurt skeið hafa menn vonast eftir því að herinn lýsti því yfir að afvopnun værí raun- verulega á döfinni, en slík yfirlýsing hefði getað gert sambandssinnum kleift að setjast i stjórn með Sinn Féin, stjórnmálaarmi IRA. Yfirlýs- ing IRA í gær var hins vegar harð- orð og neitaði herinn að verða við kröfum um afvopnun „í því pólitíska andrúmslofti sem nú ríkir“. Herinn var þar að vísa í þú stað- reynd að myndun heimastjórnar kaþólikka og mótmælenda á N-ír- landi fór út um þúfur í síðustu viku og kenndi IRA sambandssinnum og bresku stjórninni um hvernig mál- um væri nú háttað. Jafnframt minnti herinn á að fyrra vopnahlé IRA hefði farið út um þúfur í febrú- ar 1996 vegna þess að breska Sambandssinnar túlka orð lýðveld- issinna sem hótun stjórnin krafðist uppgjafar IRA og sagði í yfirlýsingunni að þeir sem krefðust afvopnunar IRA nú væru sömuleiðis að fara fram á uppgjöf hersins. Slíkar kröfur væru alls ekki vænlegar til árangurs. Vopnahlé IRA ekki í hættu Sérfræðingar sögðu orðalag yfir- lýsingar IRA ekki benda til að her- inn væri u.þ.b. að rjúfa vopnahlé sitt en Mo Mowlam, N-írlands- málaráðherra bresku stjórnarinn- ar, kvaðst engu að síður telja yfir- lýsinguna lítt hjálplega því að hún yki á það vantraust sem ríkti milli leiðtoga stríðandi fylkinga á N-ír- landi. Sagði David Trimble, leiðtogi stærsta flokks sambandssinna (UUP), að yfírlýsingin væri full af ósannindum og að mörgu leyti beinlínis til þess fallin að valda úlfúð. Trimble lét þessi orð falla eftir að hann átti fund með Tony Blair, for- sætisráðherra Bretlands, í London en Peter Robinson, varaleiðtogi sambandsflokks Ians Paisleys (DUP), hafði tekið enn dýpra í ár- inni fyrr um daginn. Sagði Robin- son yfirlýsinguna hótun um að ef lýðveldissinnar fengju ekki kröfur sínar uppfylltar myndi IRA rjúfa vopnahlé sitt. „Þetta er hótun frá IRA sem sýnir að lýðveldissinnar virða alls ekki leikreglur lýðræðis og að þeir hyggjast ekki snúa baki við ofbeldisherferð sinni... þeir ætla að taka aftur upp þau brögð sem þeir kunna best.“ Auk Trimbles hitti Blair Gerry Adams, leiðtoga Sinn Féin, en á fundum þessum var rætt um hvern- ig skuli haga þeirri endurskciðun á friðarsamkomulaginu á N-Irlandi sem boðað var til eftir að sam- bandssinnar komu í veg fyrir að hægt yrði að mynda heimastjórn í héraðinu í síðustu viku. George Mitchell, sem mun hafa hafa um- sjón með endurskoðuninni, sagðist á fréttamannafundi í Belfast ætla að hefja endurskoðunina formlega 6. september næstkomandi. Fréttir á Netinu vTg) mbl.is _/\L.LTA/= eiTTH\SA£y AÍÝTT nnlit í etrihúF • Anna Lilja Gunnarsdótlir og Pórhallur Dan Johansen«Matargerðfi,,r,,'tamaóurinn Ingibjörg Bragadoilir Sumarblað lalimi kr. 799 vmm f' JL m * Sumarvinin * ' Kjúíflingauppskriftir Sushiveiela í skútu Brakandi ferskir grænmefisréttír^ BtetiriSifeii qiiaÉímeti - fróðléikÚr og úppskriftir Ij Biaöinu fylgir bœklingur meö kjúkiingauppskrifíum *■ p ' *• | ......................................... bökur, eftirréttir, safar og salöt
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.