Morgunblaðið - 23.07.1999, Síða 37

Morgunblaðið - 23.07.1999, Síða 37
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 23. JÚLÍ 1999 37; UMRÆÐAN Forráðamenn SVR stela gulli frá sofandi dreka. Drekinn mun vakna með haustinu og sjá að hann hefur verið rændur. Taki forráðamenn SVR ekki til baka ákvörðun sína munu nemendur ekki linna látum fyrr en hagur þeirra er bættur, því það er óhugnanleg tilhugsun hversu dýru verði nemendur kaupa samgöngur. Sá peningur sem ann- ars fer í grænt kort gæti dugað hverjum nemanda til að kaupa sér nýjar buxur eða skó annan hvern mánuð (2 mán. x 3900 kr. = 7800 kr.). Kostnaður fyrir árið er nægi- legur til að duga fyrir tveimur ut- anlandsferðum (12 mán. x 3900 kr. = 46.800 kr.: nóg fyrir rúmlega tveimur tilboðsferðum. T.d. kostar farið til London u.þ.b. 19.000 kr. með leiguflugi). Fargjöld fjögurra ára skólagöngu duga fyrir a.m.k. tvennum útskriftarjakkafótum af dýrustu gerð (9 mán. x 4ár x 3900 kr. = 140.400 kr.). Eg vil benda sérstaklega á að starfsmaður hópferðabíla BSI gaf mér munnlega staðfestingu á að þeir gætu veitt menntaskólanem- endum „skólabíls“-þjónustu fyrir lægra verð en kostar að fara sömu ferðir með SVR, jafnvel þó keypt væri grænt kort. Hafa ber í huga að auk þess að vera ódýrari, væri slík þjónusta mun þægilegri þar sem bið á stoppistöðvum væri hald- ið í lágmarki og bíllinn kominn í skólann stystu leið á hárréttum tíma en ekki annaðhvort 20 mínút- um fyrr eða 10 mínútum of seint eins og oft vill verða raunin vegna leiðakerfis SVR. Því er sú hætta fyrir hendi að SVR missi stóran hluta viðskiptavina sinna í kjölfar fargjaldahækkunarinnar, hvaða áhrif ætli það myndi hafa á rekst- urinn? Ekki er vafi á að umbylta þarf SVR til að lagfæra rekstur fyrir- tækisins. Enginn af stjómarmeð- limum SVR eða nokkur meðlimur í borgarstjóm getur með góðri sam- visku lagt þá byrði á þá hópa þjóð- félagsins sem hvað verst kjör hafa. Að mínu mati væri áhrifameira að gera ferðir með strætó ódýrar og fjölga ferðum, t.d. vagn á 10 mín. fresti, og ef nýtt og endurbætt leiðakerfi væri tekið upp. Við þess- ar breytingar myndi strætónotkun stóraukast og fólk sjá hag sinn í að skilja einkabílinn eftir heima. Þessi ráðstöfun myndi að auki óbeint bæta kjör þeirra lægst launuðu, fækka umferðarslysum, minnka slit á götum, minnka mengun o.s.frv. Peningamir sem náms- menn, aldraðir, öryrkjar og lág- launafólk myndu spara væm um- talsverð kjarabót handa þessum lægstu hópum þjóðfélagsins og fólk myndi frekar verja peningunum, sem annars hefðu farið í SVR, í vömr og þjónustu og þar með auðga verslun. Atvinna myndi skapast fyrir strætóbflstjóra og að auki myndi þetta framtak, ef vel er að staðið og nógu langt gengið, vekja heimsathygli og veita Reykjavíkurborg og Islandi mikla kynningu í erlendum fjölmiðlum og í kjölfarið auka ferðamannastraum og erlend viðskipti. Reykvíkingar em orðnir dauð- þreyttir á að taka strætó. Það sér hver heilvita maður að til að lag- færa rekstur SVR á ekki að gera vandann meiri með því að gera ferðir með strætó meira óaðlaðandi og óhagkvæmari fyrir einstaklinga, heldur laða fólk í vagnana og gera strætó ódýran og þægilegan kost. Höfundur er hálfnaður með nám í Menntaskólanum f Reykjavfk en er um þessar mundir í sumamánii í aI- þjóðasamskiptum hjá London Schooi of Economics. ÁSKRIFTARÞJÓNUSTA M0RSUNBLAÐSlNS Hafðu samband við áskriftardeild Morgunblaðsins og við veitum þér nánari upplýsingar. ÁSKRIFTARDEILD Slmi: 569 1122 / 800 6122 • Bréfasími: 569 1115 • Netfang: askrift@mbl.is Pantaðu núna « 555 2866 Kays - Argos - Panduro B.Magnússon Fax 565 2866 • bm@vortex.is "slim-line" dömubuxur frá gardeur Uéuntv tískuverslun v/Nesveg, Seltj., s. 5611680 Dráttarbeisli Ljósiuyitclasfimkc'ppni miu 'i‘i»u:t? 1\)lt> l)i‘t)sl)il<(»i‘inii Segðu PHiiince! " 3?besta Pince /r 1 Það eiga allir möguleika á verðlaunum í Prince Polo leiknum því öll svipbrigði eru tekin góð og gild. Eina skilyrðið er að Prince Polp sjáist vel á ljósmyndinni og að hún sé póstlögð fyrir 10. ágúst Úrval mynda mun birtast hálfsmánaðarlega í Dagskrárblaði Morgunblaðsins í allt sumar. „Besta Prince Polo brosið“ verður svo valið og kynnt í blaðinu 18. ágúst. Keppt er um fjölda glæsilegra vinninga. Taktu þátt og sendu mynd! Utanáskriftin er: Besta Prince Polo brosið, Pósthólf8511,128 Reykjavík. töppurívw/ ú úfíviit ■< j*

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.