Morgunblaðið - 23.07.1999, Page 41

Morgunblaðið - 23.07.1999, Page 41
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 23. JÚLÍ 1999 41; hjúkrunarfræði, þú varst svo ánægður fyrir mína hönd. Þú sagðir mér að drífa mig að kaupa bækum- ar því nú þyrfti ég að vera dugleg að lesa. Sjúkdómurinn þinn hélt því miður áfram að ágerast, en samt hélst þú áfram að segja alla brand- arana, þú hafðii’ svo frábæran húmor. Þú hefur gefíð mér mörg góð ráð í gegnum tíðina. Núna um daginn gafstu mér til dæmis ráð í sambandi við hvemig og hvenær ég ætti að vökva garðinn hjá okkur meðan mamma og pabbi vora úti og við hlustuðum saman á veðurfrétt- imar til að athuga hvort það væri von á rigningu, því þá væri nú óþarfi að vera að vökva. Öll ráðin sem þú gafst mér í sambandi við kosti hjúkrunarfræðinga mun ég ætíð muna og ég vona að ég geti uppfyllt þá kosti sem þú taldir mik- ilvægasta. Að lokum kom að því að sjúkdóm- urinn náði yfirhöndinni, en við, fjöl- skylda þín, sitjum eftir með ótal yndislegar minningar sem veita okkur styrk í sorginni. Elsku afi, takk fyrir allar samverustundirnar og guð blessi þig. Þín Níní Jónasdóttir. Leiðir okkar Snæbjarnar Jónas- sonar lágu óvænt saman haustið 1971. Við vomm ásamt Sveini Jak- obssyni jarðfræðingi boðnir í eins- konar námsferð til Bandaríkjanna á vegum Independence Foundation til að kynna okkur náttúruverndar- mál. Vomm við fyrsti hópurinn af mörgum sem nutu á þennan hátt stuðnings þessarar stofnunar til að kynnast Bandai-íkjunum. Ferð okk- ar stóð í röskan mánuð og kynntum við okkur stjórnkerfi náttúm- og útivistarmála í Washington og ferð- uðumst um marga þjóðgarða og fleiri friðlýst svæði. Við skOuðum skýrslu um þessa ferð okkar og var hún lögð fram á fyrsta Náttúra- vemdarþingi vorið 1972. I ferðum sem þessum er náið samneyti og menn komast ekki hjá því að kynnast. Ég varð ekki fyrir vonbrigðum með ferðafélagana. Snæbjöm var þá yfirverkfræðingur hjá Vegagerð ríkisins, stundaði skógrækt í frístundum og hafði lagt sig fram um góðan frágang mann- vii’kja. Snæbjöm taldi sig læra margt í ferðinni vestra, bæði um náttúravernd og mannvirkjagerð auk þess sem hann fékk drjúga við- bót fræja í furasafn sitt. Samfylgd okkar átti sinn þátt í að Náttúru- verndarsamtök Austurlands fjöll- uðu um vegagerð og umhverfi á að- alfundi sínum árið eftir og kölluðu þar tO fulltrúa Vegagerðarinnar. Varð þetta upphaf að árangursríku samstarfi Vegagerðar ríkisins og Náttúravemdarráðs í hverju kjör- dæmi þar sem ráðið tOnefndi tengiliði af sinni hálfu. Sem þingmaður um langt skeið kynntist ég vegamálastjóranum Snæbimi og átti við hann gott sam- starf. Hann var mikið ljúfmenni, glettinn og hógvær, og átti það sinn þátt í að lægja öldur á fundum með þingmannahópum kjördæma og gera þá eftirminnOega. Naut Snæ- bjöm jafnframt góðra samstarfs- manna sem auðvelduðu honum að skapa traust um þessa mikOvægu ríkisstofnun. Snæbjörn átti sem vegamála- stjóri fast sæti í skipulagsstjórn rík- isins og var þannig gjörkunnugur þeim málaflokki. Nokkru eftir að hann lét af starfi vegamálastjóra fyrir aldurs sakir tók hann að sér formennsku í stórri samvinnunefnd um skipulag miðhálendisins sem skOaði tillögum að svæðisskipulagi til ársins 2015. Hefur skipulag þetta nú hlotið staðfestingu. Þetta var brautryðjendaverk, margþætt og vandasamt. Þótt ég kæmi ekki að starfi nefndarinnar nema sem um- sagnaraðili hafði Snæbjöm oftar en einu sinni samband við mig út af til- teknum þáttum. Náttúravemd var honum ofarlega í huga og ber skipu- lagið þess víða merki. Sem dæmi má nefna að nefndin setti skýran fyrirvara um miðlunarlón á Eyja- bökkum. Síðast bar fundum okkar Snæ- MINNINGAR bjarnar saman þegar hann kom á vettvang umhverfisnefndar Alþing- is til að gera grein fyrir skipulags- tillögunum um hálendið. Margir í stjómkerfinu gætu af honum lært hvemig þoka má umdeildum málum til betri vegar. I ræktunarstarfí sínu fékk Snæ- bjöm staðfest þau gömlu sannindi að eplið fellur ekki langt frá eikinni. Það á ekki síður við um okkur mennina. Jónas faðir Snæbjarnar kenndi á sínum tíma við Mennta- skólann á Akureyri og sagði mér þar tO í teikningu einn síðasta starfsvetur sinn 1951. Mér varð oft hugsað tO þessa hógværa læriföður þá fundum okkar Snæbjarnar bar saman. Með Kristínu konu minni kom ég skömmu eftir Bandaríkjaferðina inn á myndarlegt heimOi Bryndísar og Snæbjarnar við Laufásveg. Þar var allt smekklegt úti sem inni. Að leið- arlokum kveðjum við góðan dreng og eftirminnilegan samferðamann og vottum Bryndísi, börnum þeirra og öðram vandamönnum samúð. Iljörleifur Guttormsson. Nafn Snæbjörns Jónssonar verð- ur fyrirferðarmikið þegar hugað er að sögu vegamála og uppbyggingai’ í samgöngumálum á síðari helmingi aldarinnar. Snæbjörn vann alla sína starfsævi að vegamálum á löngum og farsælum starfsferli, síðast sem vegamálastjóri um 15 ára skeið. A þeim tíma hafði ég nokkuð saman við hann að sælda fyrst sem þing- maður í samgöngunefnd og síðan sem samgönguráðherra. ÖU voru þau kynni á einn veg. Snæbjörn Jónasson var ákaflega vandaður og traustur embættis- maður, en einnig þægOegur við- skiptis og skemmtOegur í kynnum. Hæfileikar Snæbjöms í mannlegum samskiptum nýttust honum vel. St- arfsandi var góður í kring um hann og í fararbroddi fýrir samhentu liði yfirmanna vegagerðarinnar var hann bæði laginn og fylginn sér við að koma málum fram. Oft gat reynt á þá hæfileika og mannkosti sem prýddu Snæbjörn, ekki síst þegar skipta þurfti naumt skömmtuðu vegafé eða ná samstöðu í umdedd- um málum. Fullyrða má að vega- málin sem eitt mikilvægasta fram- kvæmdasvið í landinu nutu góðs af forastu Snæbjörns að þessu leyti og hann átti sinn þátt í að meiri sátt varð um þau en ella kynni að hafa orðið. Ég þakka Snæbirni Jónassyni fyrir það samstarf sem við áttum og góð kynni. Eftirlifandi eiginkonu hans og öðram aðstandendum votta ég samúð. Eftir lifir minningin um mætan mann sem vann landi sínu vel. Steingrímur J. Sigfússon. Mig langar að minnast Snæ- bjöms, okkar kæra fjölskylduvinar, með nokkrum orðum. Frá því að ég man eftir mér hefur fjölskylda mín og frændfólk okkar í næsta húsi verið nátengd og líf okkar samofið. Við fráfall Snæbjöms er komið skarð í þennan hóp sem erfitt er að horfast í augu við. MikOl og djúpur söknuður er í huga mínum og tOver- an í Laugarásnum er ekki söm og áður. Við systkinin ólumst upp með bömum Bryndísar frænku minnar og Snæbjörns og vora bæði heimdin alltaf opin okkur öOum. Ég lék mér mest við Siggu, elstu dóttur þeirra, sem var á mínum aldri. Snæbjöm hafði einstaklega hlýtt viðmót, ljúfa og létta lund og ekki síst gott skop- skyn. Það var einatt hlátur og glað- værð í kringum hann. Mér finnst það mikið lán að hafa fengið að njóta návistar hans gegnum árin. Nú ríkir sorg og tómleiki yfir heimilunum tveimur, - í húsunum sem faðir minn og Snæbjöm reistu hlið við hlið. Það er þó huggun gegn harmi, að ég er þess fuBviss, að Snæbjörn er nú í góðum höndum og í enn fegurri garði en sínum eigin. Elsku Bryndís, Sigga, Jónas og Herdís, ykkar er missirinn mestur, megi góður guð styrkja ykkur á þessum erfiðu tímum. Dagný Helgadóttir. Það er erfitt að kveðja jafn indæl- an mann og Snæbjöm og þurfa að sætta sig við að sjá honum ekki framar bregða iyrir í garðinum sín- um á Laugarásvegi 61. Hann var í senn ljúfur, léttur, fróður og ein- staklega þægdegur maður. Alls þessa höfum við systkinin í næsta húsi notið í ríkum mæli frá því við munum eftir okkur, enda mikdl samgangur milli heimilanna alla tíð. Við frænkur Herdís, dóttir Snæ- björns og Bryndísar, og ég eram jafngamlar og í ófá skiptin fékk ég að gista hjá henni eða hún hjá mér. Þess vegna naut ég þeirra forrétt- inda að hafa talsvert mikið af Snæ- birni að segja og reyndar fannst mér oft ég eiga annan pabba í næsta húsi. Ein bjartasta bernskuminningin er ferðalag með Snæbimi og Her- dísi um Vestfirði og sigling með þeim út í HergOsey. Snæbjörn var í eftirlitsferð fyrir Vegagerðina og bauð frænkunni úr næsta húsi að slást í för með þeim feðginum að vitja vinnuflokka við brúar- og vegagerð í fjórðungnum. Þetta var mikd upplifun fyrir borgarbarnið og ekki spdlti fyrir að Snæbjörn jós stöðugt af fróðleiksbranninum og sagði ógleymanlega frá ýmsu sem tengdist náttúrunni, fomsögum eða sjálfu mannlífinu. Skýrar myndir úr þessu ferðalagi leituðu á hugann snemma í júlí í sumar í siglingu með ferjunni Baldri fram hjá Hergdsey á spegOsléttum Breiðafirðinum. Margar minningar era líka vel geymdar um góðar stundir í stof- unni á 61, td dæmis þegar Snæ- björn sýndi okkur krökkunum teiknimyndir með Woody Wood- pecker í aðalhlutverki. Þannig mætti áfram telja. Snæbjöm er kvaddur í dag með sáram söknuði en lifir í minning- unni sem einstaklega notalegur maður og vinur vina sinna. Sam- verustundir fjölskyldna okkar era orðnar ófáar um dagana og oft glatt á hjalla. Þar má nefna óvæntar garðsamkomur á sólbjörtum sumar- dögum eða heimsóknir á víxl á Þor- láksmessu og gamlárskvöld. Síðast þáðum við Atli Rúnar heimboð fjöl- skyldunnar á 61 á yndislegu vor- kvöldi í maí sl. Snæbjöm var þá orðinn sjúkur maður en erfitt var að merkja það þá. Við sátum lengi úti í garði fyrir matinn og gerðum lystaukandi ráðstafanir að hætti hússins. Snæbjöm var kóngurinn í gróðurríki sínu, hlýr, kankvís og notalegur að vanda. Þannig var hann líka alltaf. Það mun ævinlega ríkja gleði og birta í minningunni um Snæbjöm Jónasson. Guðrún Helgadóttir. Þegar ég frétti það snemma árs að Snæbjörn Jónasson hefði veikst af krabbameini varð mér óþægi- lega við. Aðeins rúmum mánuði áð- ur hafði ég komið heim til Snæ- björns og Bryndísar og eins og alltaf var gott að sækja þau heim. Það var stutt í kímnina sem honum var ásköpuð. En þótt sjúkdómsbar- áttan væri hörð varð hún stutt og Snæbjöm lést föstudaginn 16. júlí. Hann verður þeim sem kynntust honum eftirminnilegur. MOli Snæbjörns og Bryndísar Jónsdóttur, konu hans og fjöl- skyldu minnar hafa alla tíð verið margvísleg bönd. Faðir minn, Jó- hannes Zoéga, og Snæbjörn voru systrasynir og þótt þeir yxu úr grasi hvor í sínum landsfjórðungi mynduðust snemma með þeim vinabönd, en þegar pabbi fór í gagnfræðadeild Menntaskólans á Akureyri var hann til heimilis hjá foreldrum Snæbjöms. Þeir voru að mörgu leyti líkir, bæði í útliti og skapsmunum og með þeim tókst vinátta sem hélst alla tíð. Foreldr- ar Snæbjörns voru mikið afbragðs- fólk. Jónas var kennari á Akureyri á vetrum og brúarsmiður hjá Vega- gerðinni á sumrin. Hann var sonur hins þekkta Snæbjamar í Hergils- ey sem var þekkt hreystimenni, sem af eru margar sögur. Herdís ömmusystir mín var mikil mann- kostakona, vinmörg og frændræk- in. Þau fluttust á gamals aldri frá Akureyri tO Reykjavíkur. Engum sem sá þau Herdísi og Jónas á þeim árum duldist að með þeim voru miklir kærleikar, en svo mun alla tíð hafa verið. Auk Snæbjörns áttu þau tvö böm, Valborgu og Brján, sem nú eru bæði látin. Orlögin höguðu því svo að Snæ- björn giftist frænku pabba, Bryn- dísi Jónsdóttur, en hún og pabbi eru þremenningar. Þeir frændurn- ir reistu sér báðir hús í Laugarásn- um, steinsnar hvor frá öðrum. Það fór því ekki svo að vinaböndin losn- uðu þegar þeir eltust eins oft vill verða, jafnvel milli náskyldra. Bryndís og Snæbjörn komu oft heim til þess að spila við foreldra mína. Þá var gaman að lifa. Það var alltaf tilhlökkunarefni að fá Snæ- björn og Bryndísi í heimsókn, því þótt spOið væri vissulega tekið al- varlega, var þó aldrei vafi á því að mestu máli skipti að eiga góða stund saman. Snæbjörn var barn- góður maður og taldi ekki eftir sér að spjaOa við ungan frænda sinn sem oft átti leið framhjá húsi þeirra hjóna. Ymislegt varð ungum manni að umhugsunarefni, til dæmis hvernig þau hjón gætu bæði verið skyld mér án þess að vera skyld hvort öðru. Snæbjörn safnaði pípum um tíma og átti allgott safn en aldrei man ég eftir að sjá hann reykja. Því er þó ekki að neita að sú spurning var áleitin hvort reykt hefði verið úr ópíumpípunni. Starfskrafta sína helgaði Snæ- björn Vegagerðinni. Vegagerðin er kannski sú stofnun þar sem ein- stakir þingmenn geta haft mest áhrif persónulega, því að þingmenn hvers kjördæmis um sig ákveða hvernig fara skuli með vegafé ár hvert. Það hlýtur oft að vera erfitt sérhverjum skynsömum embættis- manni að þurfa að elta dynti ein- stakra þingmanna, þótt menn láti kyrrt liggja. En þegar sumir þess- ara þingmanna réðust á Vegagerð- ina fyrir að ráðast ekki í einstakar framkvæmdir gat jafnvel hinn tryggasti embættismaður ekki annað en kímt. Snæbjörn átti mörg áhugamál meðal annars garð- og skógrækt. Lengi einbeitti hann sér að því að rækta garðinn í Laugarásnum en svo fór að hann taldi sér nauðsyn- legt að eignast „sveitarsetur“ að hæfi enskra forsætisráðherra eins og hann sagði sjálfur. I sumarbú- stað sínum í Hvalfirði ræktuðu þau hjón fallegan reit. Með Bryndísi og Snæbirni var mikið jafnræði, þau voru góðir vinir og samstiga í öllum sínum gerðum. Þau eignuðust þrjú börn: Sigríði, Jónas og Herdísi sem öll hafa fengið gott vegarnesti úr foreldrahúsum. Fjölskyldan á Laugarásvegi 61 er ákaflega skemmtOegt fólk sem gaman er að hitta. Snæbjörn Jónasson var mjög mörgum kostum gæddur. Hann var úrvals embættismaður, góður fjölskyldufaðir og skemmtOegur maður. Foreldrar mínir mátu hann mikils og töldu Bryndísi og Snæ- björn ávallt í hópi bestu vina sinna. Bryndísi frænku minni sem og börnum þeirra hjóna og öðram ættingjum votta ég samúð mína og minna á erfiðri stund. Benedikt Jóhannesson. Þegar ég hóf störf hjá Vegagerð- inni í janúar 1973 var mér misjafn- lega tekið af starfsmönnum þar. Sumir tóku mér með varúð, sumir með fálæti og sumir jafnvel með nokkru yfirlæti enda „húmanisti“ kominn inn í hin helgu vé tækni- manna. En a.m.k. einn maður tók mér með hlýju og vinsemd. Það var Snæbjörn Jónasson. Og þau nítján ár sem hann átti eftir að vera yfir- maður minn, mætti ég ekki öðru viðmóti af hans hálfu. Hann var ætíð glaðvær og kíminn og ekki minnist ég þess að hann hafi skipt skapi svo séð yrði. Þessi framkoma var að sjálfsögðu ekki við mig bundin, ég held að Snæbirni hafi verið eðlislægt að koma fram við samstarfsfólk sitt og samborgara með þessum hætti. Mér er það minnisstætt að eitt sinn sem oftar var skrifuð grein í blað um dáðleysi vegagerðarmanna og gífuryrði ekki spöruð. Það var ekki venja að svara svona greinum en þar sem vegið var að tilgreind- um starfsmönnum þótti mér rétt að andmæla. Ritaði ég stutta grein^. vildi gjalda líku líkt og notaði stór orð á móti. Snæbjörn las greinina yfir áður en hún var send til birt- ingar, breytti ekki miklu en benti mér ljúflega á að taka út stóryrðin. Þessi ábending var mér lærdómur og gerði greinina betri. Snæbjörn var skipaður vega- málastjóri árið 1976 eftir að Sig- urður Jóhannsson féll frá fyrir ald- ur fram. Sigurður var ákveðinn stjórnandi, nokkuð harðdrægur á köflum og hélt uppi ströngum aga. Þótti stofnunin vel rekin og naut virðingar meðal ráðamanna og al- ' mennings. Ljóst var, að breyting yrði á stjórnunarháttum þegar Snæbjörn tæki við, enda mennirnir ólíkir. Örlaði fyrir áhyggjum hjá þeim sem töldu, að breytingar gætu leitt til þess að miður færi. Þessar áhyggjur reyndust með öllu ástæðulausar. Snæbjörn hafði mik- inn metnað fyrir hönd Vegagerðar- innar og vildi að menn legðu sig fram við að sinna þeim verkefnum sem stofnuninni voru falin. Þessum vilja sínum kom hann á framfæri með sínum hætti og á þann hátt að enginn vildi skerast úr leik. Naut hann virðingar og vinsælda bæði innan stofnunar og utan. Snæbjörn Jónasson var góður maður og ég er þakklátur fyrir að hafa fengið að starfa með honum. Blessuð sé minning hans. Við Þór- dís vottum Bryndísi og öðrum að- standendum samúð. Gunnar Gunnarsson. Snæbjörn Jónasson er til moldar borinn í dag, svipmikill maður og sviphreinn og þekkur þeim sem honum kynntust. Hann var fjöl- menntaður heimsmaður og naut f sín í góðra vina hópi, hafði þá gjarna spaugsyrði á vörum og var hrókur alls fagnaðar. Hann var mikill ræktunarmaður, hafði næma sýn á umhverfi sitt og kunni að láta fara vel um sig úti í náttúrunni. Mér er þessi svipmynd í fersku minni: Bundið slitlag hafði verið lagt um Aðaldal. Ég ók þá gamla veginn af gömlum vana, en hann hafði verið lagður eftir hestaslóð- inni. Hvað sé ég þá nema Snæbjöm Jónasson. Þarna situr hann á steini og nýtur veðurblíðunnar og hraunsins og kjarrsins og fugl- anna. Snæbjöm Jónasson var góður vegamálastjóri. Hann rak stofnun^ sína af röggsemi og ljúfmennsku, vinsæll og virtur vel meðal starfs- manna. Hann lagði upp úr sam- vinnu við nálægar þjóðir og naut þar virðingar og trausts. Hann var fljótur að tileinka sér nýjungar. Honum lét vel að umgangast al- þingismenn. Þríeykið, vegamála- stjóri, Helgi Hallgrímsson og Jón Birgir Jónsson, hafði einstakt lag á þingmönnum kjördæmanna við skiptingu vegafjárins. Þegar að því dró að ákvörðun varð að taka átti vegamálastjóri einlægt ofurlítið fé aukreitis, ekki mikið en nóg samt til að jafna ágreininginn ef uppi var til að allir gætu staðið sáttir upp^ frá borðum. Alþingismönnum þótfi vænt um Snæbjörn Jónasson og virtu hann og urðu vinir hans, þeir sem honum kynntust best og unnu mest með honum. Ég átti því láni að fagna að vinna með Snæbirni Jónassyni sem al- þingismaður og skamma hríð sam- gönguráðherra. Þau kynni urðu mér lærdómsrík og gjöful og bar þar engan skugga á. Fráfall Snæbjörns Jónassonar bar skjótt að. Hans er saknað. Okkur Kristrúnu hefur verið hugs- að til þín, Bryndís, og fjölskyldunn-<f ar. Þessar línur bera samúðar- kveðjur okkar. Það er mikil gifta að hafa notið samvista við Snæ- björn í svo mörg ár sem þið hafið gert. Þið eigið óþrjótandi minning- ar, ljúfar og fallegar, í sjóði sem þið geymið hjarta nær. Blessuð sé minning hans. Halldór Blöndal.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.