Morgunblaðið - 23.07.1999, Qupperneq 42

Morgunblaðið - 23.07.1999, Qupperneq 42
MORGUNBLAÐIÐ ;42 FÖSTUDAGUR 23. JÚLÍ 1999 MINNINGAR + Móðir okkar, tengdamóðir og amma, SIGRÍÐUR JÓNSDÓTTIR frá Halldórsstöðum í Reykjavík, lést á hjúkrunarheimilinu Eir að kvöldi miðviku- dagsins 21. júlí. Jarðarförin verður auglýst síðar. Steinunn Aðólfsdóttir, Páll Hafliðason, Emil Aðólfsson, Margrét Árnadóttir, Pálína H. Aðólfsdóttir, Jakob Ólafsson, Jóna A. Aðólfsdóttir, Reynir Karlsson og barnabörn. t Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, HREFNA HERBERTSDÓTTIR, áður til heimilis að Álftamýri 48, Reykjavík, lést á Droplaugarstöðum aðtaranótt miðvikudagsins 21. júlí. Herbert Árnason, Herdís Magnúsdóttir, Ólafía Árnadóttir, Reynir Olsen, Hertha Árnadóttir, barnabörn og barnabarnabörn. + Ástkær sambýlismaður minn, faðir okkar, fósturfaðir og sonur, BARÐIHELGASON, Bæjarási 11, Bakkafirði, lést föstudaginn 16. júlí síðastliðinn. Jarðsungið verður frá Skeggjastaðakirkju laugardaginn 24. júlí kl. 14.00. Aldís Gunnlaugsdóttir, Sigrún Alla Barðadóttir, Sigríður Steinunn Barðadóttir, Valgeir Helgi Barðason, Ingibjörg Kristín Barðadóttir, Lovísa Eva Barðadóttir, Ingimundur Barðason, Gunnar Hreinn Hauksson, Gunnlaugur Jónsson, ingibjörg Ingimundardóttir, tengdabörn, barnabörn og aðrir aðstandendur. + Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengda- faðir, afi og langafi, SIGURÐUR L. ÞORGEIRSSON húsasmíðameistari frá Helgafelli Helgafellssveit, Hlaðhömrum Mosfellsbæ, lést á Landspítalanum sunnudaginn 18. júlí. Útförin fer fram frá Digraneskirkju í Kópavogi í dag, föstudaginn 23. júlí kl. 13.30. Hulda Þ. Ottesen, Hrafnhildur Sigurðardóttir, Halldór Kristinsson, Hildigunnur Sigurðardóttir, Jónas Jónsson, Jónas Sigurðsson, Guðrún Skúladóttir, Þráinn Sigurðsson, Hrönn Finnsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. + Innilegar þakkir færum við öllum þeim, sem heiðruðu minningu frænku okkar, ELÍNAR GUÐMUNDSDÓTTUR, Stangarholti 16, sem andaðist mánudaginn 5. júlí sl. Guðmundur Elíasson, Guðrún S. Jónsdóttir, Guðlaug Elísa Kristinsdóttir, Guðmundur Pálsson, Margrét Pálsdóttir, Ingibjörg Pálsdóttir Guðlaug Pálsdóttir, og aðrir vandamenn. + Þóranna Stef- ánsdóttir var fædd í Hraungerði f Grindavík 1. febrú- ar 1929. Hún lést 15. júlí siðastliðinn. Foreldrar hennar voru Stefán Júlíus Jónsson (1887- 1953), formaður í Grindavík og Sveinsína Sigurðar- dóttir, húsfreyja og verkakona (1904- 1977). Bræður hennar voru Gísli, f. 1927; Þorvaldur, f. 1930 og Bjami Guðmann f. 1933; allir látnir. Systur Þórönnu eru Jórunn, f. 1936 og Hulda, f. 1944. Hálfsystkini sam- feðra em Sigurður, f. 1915, d. 1967 og Kristin, f. 1916. Hálf- bróðir sammæðra er Óli Sv.end Styff, f. 1946. Fyrri eiginmaður (1949) og bamsfaðir Þórönnu er Arthúr Sveinsson, fyrmm deild- arstjóri, frá Norðfirði, f. 19. ágúst 1926. Þau skildu árið 1970. Foreldrar Arthúrs vom Herborg Guðmundsdóttir, hús- freyja og Sveinn Sveinsson, sjó- maður. Seinni maður Þórönnu (1982) var Friðrik Vilhjálmsson, f. 2. janúar 1921, d. 27. febrúar 1999; netagerðarmeistari og framkvæmdasljóri í Neskaupstað. For- eldrar Friðriks vom Vilhjálmur Stefáns- son, útvegsbóndi, og Kristín Árnadóttir, húsfreyja. Börn Þórönnu eru: 1) Rún- ar Ármann, f. 19. nóv- ember 1947, maki: Rannveig Óladóttir. Þeirra böm em: Óli Krisfján, Brynja og Sveinn Eiríkur. Óli Kri- stján er kvæntur Ester Þorsteins- dóttur og eiga þau tvö börn, Þor- stein Gretti og Rannveigu. 2) Bryiya, f. 3. ágúst 1949. 3) Rut, f. 17. desember 1956, fráskilin og á þrjú böm; þau em: Tmls Pétur, Tanja og Tinna Therese Nordberg. 4) Pétur Friðrik, f. 23. mars 1959, hans dóttir er Anna Dís; sambýliskona: Martina Pötzsch. 5) Stefán Júlíus, f. 1. maí 1960. Þóranna bjó í Reykjavfk frá árinu 1947. Hún flutti austur á Norðfjörð árið 1982 og bjó þar á meðan heilsa Friðriks ieyfði. Eftir það bjuggu þau að mestu á heimili sínu í Reykjavík. Þór- anna lauk skyldunámi í Grinda- vík og fór ung að heiman að vinna fyrir sér. Hún gekk á kvöldskóla í Hafnarfirði 1944-45 og þar í bæ kynntist hún fyrst verslunarstörfum sem hún stundaði síðar á ýmsum stöðum. Þá rak hún verslunina Gjafaval í Reykjavík 1968-70. Hún starfaði sem aðstoðarmað- ur á Kleppsspitala 1971-1974 og lauk sjúkraliðanámi frá Land- spítala árið 1975. Árið 1980 bætti hún við sig endurmennt- unarnámi í Sjúkraliðaskóla ís- lands. Hún var sjúkraliði á Landspítalanum 1975-1982, og eftir það við Fjórðungssjúkra- húsið í Neskaupstað 1982-1989. Tímabundið vann hún á Land- spítala 1990 og 1991 og á hjúkr- unarheimilinu Skjóli i Reykjavík 1992. Þóranna var trúnaðar- maður Sóknar á Kleppsspítaia og í stjórn þess félags. Þá var hún einnig um tima trúnaðar- maður á Landspitala. Hún átti sæti í varasljórn Sjúkraliðafé- lags íslands og í stjóm Félags sjúkraliða í Neskaupstað. Utför Þórönnu fer fram frá Fossvogskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 15. ÞORANNA STEFÁNSDÓTTIR Ég sá Þórönnu Stefánsdóttur fyrst fyrir þremur áratugum. Ég var feimin stelpa að koma austan af landi og hún kom með syni sínum að taka á móti mér á Reykjavíkurflugvelli. Þarna birtist kona sem allir tóku eft- ir, glæsileg, með fallegt rautt hár og geislandi bros og mér fannst hún svo ótrúlega ung. Kynslóðabil er lengra hjá mínu fólki. Svipaður aldursmunur var á Þórönnu og elsta syni hennar og á mér og elstu systur minni. Þess vegna fannst mér eins og Rúnar Ár- mann væri þarna kominn með systur sinni. En þessi unga kona átti eftir að reynast mér traust og góð tengdamóðir. Hún lét sér ávallt annt um hag fjölskyldunnar og var afar umhyggjusöm við barnabömin sín og hafði mikinn áhuga á að allt gengi vel sem þau tóku sér fyrir hendur. Gjafir færði hún af mikilli rausn og vildi vera viss um að hún hefði valið vel og að viðtakendurnir væru ánægðir með það sem þeir fengu. Á það skorti heldur aldrei. Þau kunnu ekki síður vel að meta það þegar þau fengu að vera hjá ömmu sinni og Friðriki austur á Norðfirði. Lan- gömmubörnin tvö urðu henni ekki síður hjartfólgin. I veikindum sínum síðustu vikur spurðist hún alltaf fyrir um hvernig öllum hópnum liði og gladdist ekki síst yfir fréttum af framförum litla fólksins. Það var einmitt líkt Þórönnu að hugsa meira um aðra en sjálfa sig. í starfi sínu sem sjúkraliði nutu hennar bestu kostir sín vel. Fljótlega eftir að Þóranna var orð- in einstæð móðir fór hún að vinna á Kleppsspítala. Umönnunarstarfið átti vel við hana og af miklum dugn- aði réðst hún í að fara í sjúkraliða- nám. Marga hef ég heyrt dásama hversu gott hafi verið að láta hana hjúkra sér, hvað hún var nærgætin og góð en jafnframt glaðleg og upp- örvandi. Þessi reynsla kom sér vel þegar Friðrik veiktist og missti mátt og mál að miklu leyti. Þau höfðu þá átt saman góð ár og Friðrik, sem var einstakt Ijúfmenni, bar hana á hönd- um sér. Þegar alvarleg veikindi hans bar að höndum annaðist hún hann heima af natni og þrautseigju. Síð- ustu mánuðina sem hann lifði dvaldi hann á Hrafnistu í Reykjavík en Þóranna var mikið hjá honum. Þegar leið að lokum var hún hjá honum daglega, hjúkraði honum og létti síð- ustu stundirnar eftir megni. Sjálf var hún þá orðin veik en leitaði sér ekki læknishjálpar fyrr en Friðrik var all- ur, þrátt fyrir áhyggjur og áskoranir barna sinna, fjölskyldu og vina. Hún vildi standa við hlið Friðriks til hins síðasta og sagði mér seinna að hún hefði nú allan tímann haldið að sjálf færi hún að lagast hvað úr hverju. Svona var Þóranna, bjartsýn þrátt fyrir erfiðleika. Fyrst og fremst vildi hún leysa vel af hendi hvaðeina sem henni var trúað fyrir. Hún gafst ekki upp og hún tók af æðruleysi því sem að höndum bar. Við sem eftir lifum verðum að reyna að læra af hennar fordæmi. Öll óskuðum við henni og okkur þess heitast að hún fengi að ná heilsu á ný svo hún gæti notið lífs- ins og verið hjá okkur um mörg ókomin ár. Hún varð sjötug í febrúar og ennþá fannst mér hún vera ung. Þrátt fyrir erfiðleika og veikindi hélt hún áfram að bera sig vel og hafði fas ungrar stúlku. Þannig mun ég minnast hennar. Ég kveð tengdamóður mína með söknuði og innilegu þakklæti fyrir samfylgdina. Guð blessi minningu hennar. Rannveig. Það eru ávallt tíðindi í fjölskyldum þegar nýr meðlimur bætist í fjöl- skylduna. Þannig var ég spenntur að hitta konuna sem kom inn í líf foður- bróður míns, Friðriks Vilhjálmsson- ar, netagerðarmeistara í Neskaup- stað. Friðrik var orðinn rúmlega sextugur þegar hann hitti ástina sína, hana Önnu, sem heitir reyndar Þóranna. Tveir föðurbræður mínir voru giftir Önnum þannig að nafnið lofaði góðu. Friðrik og Þóranna gengu í hjóna- band haustið 1982 og hófu þau bú- skap í húsi Friðriks, sem beið eftir húsmóðurixmi, í Neskaupstað. Þór- anna hóf fljótlega störf á Sjúkrahús- inu í Neskaupstað og tók þátt í lífi og starfi Friðriks. Saman áttu þau góðan áratug. Þau ferðuðust víða, innan lands sem utan. Friðrik, sem ekki hafði verið heilsuhraustur, gekkst undir skurðaðgerðir og í kjölfar skurðaðgerðar lamaðist hann og missti málið. Nú varð Þóranna meira en eiginkona því reynsla hennar sem sjúkraliði kom að góðum notum þeg- ar Friðrik varð öðrum háður allt þar til hann lést í febrúar í vetur. Þá tók hennar veikindastíð við. Þóranna var veikari en nokkum óraði fyrir. Síst grunaði mig að ég ætti eftir að standa yfir moldum þessarar lifsglöðu konu nú á miðju sumri. Ég sagði í minning- argrein um frænda minn í vetur, að ég er forsjóninni þakklátur fyrir að Friðrik skuli hafa hitt hana Þórönnu sína. Það endurtek ég nú. Ég og dætur mínar höfðum alltaf ómælda ánægju af að heilsa upp á Þórönnu og Friðrik enda þótt að- stæður Friðriks væru daprar. Ég er líka þakklátur fyrir að hafa kynnst jákvæðni hennar og styrk á erfiðum tíma. Ég votta börnum hennar og fjölskyldum þeirra samúð. Megi þau varðveita minningu um góða konu. Ég kveð Þórönnu með virðingu og söknuði. Far þú vel, frændkona. Guð geymi Þórönnu Stefánsdóttur. Vilhjálmur Bjamason. Kallið er komið, komin er nú stundin, vinaskilnaðar viðkvæm stund. Vmirnir kveðja. Vininn sinn látna, er sefur hér hinn síðsta blund. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stn'ð. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarlmoss þú hljóta skalt. (V. Briem.) Það er svo margt sem rifjast upp þegar við minnumst Þórönnu Stef- ánsdóttur. Hún var yndisleg per- sóna. Við vorum nágrannar í mörg ár. Fyrst var hún vinkona móður okkar, þó að aldursmunurinn væri mikill. Hún var að byrja að búa, komin með tvö börn, Rúnar og Brynju, en við vom fjögur systkinin. I janúar 1954 deyr móðir okkar og faðir okkar var að vinna úti á landi og komst ekki heim fyrr en daginn eftir að hún dó. Þá tóku Þór- anna og Arthúr okkur heim til sín, hlúðu að okkur og hugguðu. Þetta var ómetanlegt, og þegar maður hugsar til baka, þá var hún ekki nema 25 ára þegar þetta gerist. Hún varð mikil vinkona okkar eldri systranna. Alltaf gátum við leitað til hennar með öll okkar vandamál og hún hjálpaði okkur að leysa úr þeim. Hún bjó í litlu húsi við Þrastar- götuna, en þar var samt nóg pláss fyrir alla. Þær vom ófáar máltíðirn- ar, sem við fengum hjá henni, þegar faðir okkar var að vinna úti á landi. Hún var mikil húsmóðir og góð móð- ir. Við fluttum úr borginni, en það var alltaf komið til Þórönnu, er við vorum á ferðinni. Þá var mikið talað og hlegið. Hún sleppti aldrei af okk- ur hendinni, heldur fylgdist með okkur öllum alla tíð, bæði í gleði og sorg. Það er erfitt að skilja að þessi trausta og sterka kona skuli nú vera látin. Við sendum börnum hennar, Rún- ari, Brynju, Rut, Pétri og Stefáni, og fjölskyldum þeirra, okkar dýpstu samúðarkveðjur og biðjum Guð að blessa þau. Við þökkum þér samfylgdina, elsku Þóranna, og kærleikann, sem þú sýndir okkur. Þín mun verða sárt saknað. Guð blessi þig. Guðrún og Ámý Jónsdætur.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.