Morgunblaðið - 27.07.1999, Síða 16

Morgunblaðið - 27.07.1999, Síða 16
16 ÞRIÐJUDAGUR 27. JÚLÍ 1999 MORGUNBLAÐIÐ AKUREYRI Veðrið lék við Norðlendinga á Fjölskylduhátíð kirkjunnar sem fram fór í Kjarnaskógi NÝIR tímar, leikrit Böðvars Guðmundssonar, var frumsýnt. Morgunblaðið/Hörður Geirsson FJÖLMENNI sótti kristnihátíð sem haldin var í blíðskaparveðri í Kjarnaskógi. Enn fjölgar fíkniefna- málum FJÓRIR voru handteknir í kjölfar þess er þrítugasta fíkniefnamálið kom upp á Akureyri. Fulltrúar í rann- sóknardeild lögreglunnar á Akureyri fengu upplýsingar um sendingu og handtóku tvo menn sem komu að vitja henn- ar en hinir tveir voru teknir skömmu síðar. Þrír mannanna voru 18 ára og einn tæplega þrítugur. Viðurkenndu menn- imir að eiga fíkniefnin, 8 grömm af hassi, og ætluðu það til eigin nota. Mikill viðbúnaður verður á Akureyri um komandi helgi, verslunarmannahelgina, en fíkniefnaneysla, sem farið hef- ur vaxandi í bænum á árinu, hefur jafnan verið með mesta móti þá. Söngvaka í Minjasafns- kirkjunni í KVÖLD kl. 21 verður haldin söngvaka í Minjasafnskirkj- unni á Akureyri. Rósa Kristín Baldursdóttir og Hjörleifur Hjartarson flytja sýnishom úr íslenskri tónlistarsögu allt frá rímum og tvíundarsöng til þjóðlaga okkar daga. Aðgangs- eyrir er 700 krónur og er að- gangur að Minjasafninu inni- falinn, en það er opið frá því kl. 20 um kvöldið. I safninu eru sýningar um landnám og miðaldir í Eyja- fírði og kirkjumunasýning frá Þjóðminjasafni Islands. Fiölmenni í skóginum AÐSTANDENDUR Fjölskyldu- hátíðar kirkjunnar, sem haldin var í Kjarnaskógi síðastliðinn sunnudag, telja að um 2000 manns hafi verið í skóginum á meðan á hátíðinni stóð. Að sögn Örnu Ýrr, annars af fram- kvæmdasljórum hátíðarinnar, þá heppnaðist dagurinn mjög vel. Veðrið lék við Norðlend- inga um daginn og fólk naut alls þess sem hátíðin og skóg- urinn hafði upp á að bjóða. „Við erum mjög ánægð og okkur sýndist sem að fólkið skemmti sér vel. Það var vel mætt á t.d. leikritið hans Böðvars Guðmundssonar, „Nýir tímar“, sem fjallar um það hvernig kristni komst á í Eyja- firði. Höfundurinn var viðstaddur frumsýninguna Þess má geta að Böðvar mætti sjálfur á frumsýning- una en það voru tvær sýning- ar á sunnudaginn. Brúðuleik- húsið mæltist vel fyrir hjá yngstu kynslóðinni og svo gerði veðrið það að verkum að fólk var út um allan skóg að njóta veðurblíðunnar,“ sagði Arna Ýrr og sagði að Hjálparsveitamenn sem voru að störfum í skóginum á sunnudaginn, hafi getið sér til þess að um 2000 manns hafi mætt í skóginn. Bolli Gústavsson vígslubiskup. Tjaldstæði á og við Akureyri kynnt vegna Halló Akureyri Forsvarsmenn Ijaldsvæðanna standa fyrir öflugri gæslu HIN árlega kynning tjaldsvæða vegna Halló Akureyri fór fram í fyrradag. Þá kynntu forsvarsmenn tjaldsvæðanna og forsvarsmenn Halló Akureyri þá möguleika sem hátíðargestir geta valið um í gist- ingu. Sum tjaldsvæðin eru ætluð fyrir fjölskyldufólk, önnur eru vin- sælli hjá barnlausu ungu fólki og svo eiga unglingarnir líka sitt at- hvarf. Þau tjaldstæði sem í boði verða eru á Akureyri: Kjamaskóg- ur, íþróttasvæði KA og íþróttasvæði Þórs. Fólk getur einnig leitað á tvö tjaldsvæði í nágrenni Akureyrar, í Húsabrekku og á Hrafnagili. Fjölskyldutjaldsvæði í Kjarnaskógi í Kjamaskógi sér skátafélagið UTBOÐ Skólaakstur á Akureyri Óskað er eftir tilboðum í akstur nemenda fyrir 7 grunn- skóla á Akureyri skólaárin 1999-2000 og 2000-2001. Miðað er við að árlegur akstur verði um 15.000 km. Útboðsgögn verða afhent á skrifstofu bæjarverk- fræðings að Geislagötu 9 frá og með mánudeginum 26. júlí 1999. Tilboðin verða opnuð kl. 11.00 föstudaginn 6. ágúst 1999 á skrifstofu bæjarverkfræðings að viðstöddum þeim bjóðendum sem þess óska. Yfirverkfræðiiwur Klakkur um rekstur tjaldsvæðisins. Að sögn forsvarsmanna þeirra er tjaldsvæðið aðeins opið í kringum verslunarmannahelgina, eða frá kl. 13 á miðvikudaginn 28. júlí til kl. 13. þriðjudaginn 3. ágúst. A sama tíma er tjaldsvæðið við Þómnnarstræti lokað en þar verður boðið upp á ým- iss konar leiktæki fyrir bömin. Gi- stigjald er kr. 2.500 ef fólk kemur á miðvikudegi og verður fram á þriðjudag, en fer eftir það lækk- andi. Þannig borgar fólk 2.000 á föstudegi, 1.500 á laugardegi, 700 á sunnudegi og 400 kr. á mánudegi. Þessi gjöld em fyrir 14 ára og eldri. Böm yngri en 14 ára greiða 500 kr., hvenær sem þau koma. Fólk getur einnig valið um að gista einungis eina nótt og borgar þá 400 kr. auk 500 kr. fastagjalds fyrir alla helg- ina. Tjaldsvæðið í Kjamaskógi er að- allega hugsað fyrir fjölskyldufólk og er neysla áfengis á svæðinu alger- lega bönnuð. Fjölbreytt dagskrá verður fyrir fjölskyldumar alla helgina. Meðal annars verður barnaefni á morgnana, ratleikir, kraftakeppni, ævintýraferðir, ball og varðeldur. Tjaldsvæði íþróttafélaganna Á íþróttavelli KA verður tjald- svæði fyrir unglingana og þar munu KA-menn sjá um öfluga gæslu. Að sögn forsvarsmanna Halló Akureyri þótti hentugt að hafa unglingatjald- stæði við KA-heimilið því þar verða haldnir dansleikir fyrir 16 ára og eldri öll kvöldin á meðan 18 ára ald- urstakmark er inn á dansleiki í Sjallanum. Veitingatjald verður á svæðinu og gestir geta nýtt sér hreinlætisaðstöðu í KA-heimilinu. íþróttafélagið Þór býður upp tjaldsvæði við félagsheimilið Hamar Morgunblaðið/Golli FORSVARSMENN tjaldstæðanna og Halló Akureyri við kynningu á tjaldstæðum hátiðarinnar í Kjarnaskógi. Valur Hilmarsson, Tryggvi Marinósson, Klakki, Magnús Már Þorvaldsson og Elís Árnason í fram- kvæmdanefnd Halló Akureyri, Haraldur Guðmundsson, Húsabrekku, Svala Halldórsdóttir, Þór og Hlynur Jóhannsson KA. í Skarðshlíð. Þar verður öll almenn þjónusta í boði auk þess sem veit- ingasala verður í Hamri og þar verður hægt kaupa aðgang að sturt- um og ljósabekkjum. Vakt verður á svæðinu allan sólarhringinn og strangt til þess tekið að þeir sem vilji sofa á nóttunni hafi til þess næði. Það er reynsla Þórsara að fólkið sem komi til þeirra um versl- unarmannahelgina sé að miklu leyti bamlaust fólk sem vill skemmta sér en hvflast þess á milli. Sama verð er á tjaldsvæðum íþróttafélaganna. Fram að hádegi á föstudegi borga menn 2.500 krónur en það lækkar síðan í 2.000 krónur. Eftir hádegi á laugardegi er verðið komið niður í 1.500 krónur og eftir hádegi á sunnudegi borgar fólk 1.000 krónur fyrir tjaldstæðið. Á tjaldstæðinu í Húsabrekku kemur aðallega fjölskyldufólk sem vill vera í ró og næði og er það reynsla forsvarsmanna þar að ung- lingar sæki ekki mikið á svæðið. Heimsóknir að næturlagi eru ekki inni í myndinni að sögn forsvars- manna í Húsabrekku. Tjaldsvæðið rúmar á milli 300 og 400 manns en það fer mikið eftir því hversu stór búnaðurinn er sem fólkið hefur meðferðis. Einnig má nefna að fólk getur einnig valið að gista á tjaldsvæðinu við Hrafnagil og rúmar tjaldstæðið þar um 3-400 manns. Fjölskyldufólk er í miklum meirihluta á tjaldsvæð- inu við Hrafnagil. Að lokum má geta þess að strætisvagnar Akureyrar eru með ferðir á milli Kjarnaskógar, tjald- svæða KA og Þórs og miðbæjarins. Vagninn ekur á klukkustundar fresti frá kl. 10 að morgni til kl. 5 um nóttina.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.