Morgunblaðið - 27.07.1999, Síða 21

Morgunblaðið - 27.07.1999, Síða 21
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 27. JÚLÍ 1999 21 VIÐSKIPTI Frosti Bergsson, stjórnarformaður Tæknivals, um tap félagsins Niðurfærsla birgða meðal skýringa Aukinni verðbólgu spáð á evrusvæðinu FROSTI Bergsson, stjórnarfor- maður Tæknivals, segir hluta skýr- inga á því að áætlað tap af rekstri Tæknivals fyrstu sex mánuðina nemur 85-95 milljónum króna sé að finna í umtalsverðri niðurfærslu birgða hjá félaginu á árinu. Því til frádráttar kemur söluhagnaður af eignum upp á rúmar 30 milljónir króna. I afkomuviðvörun frá Tæknivali á fimmtudag kom fram að einsýnt þyki að niðurfærsla birgða þurfi að eiga sér stað á árinu. Endurskoðun birgða standi yfir og niðurstöður hennar verði birtar í september. I morgunkomi Fjárfestingar- banka atvinnulífsins á föstudag segir: „Það kemur á óvart að fyrir- tæki skráð á hlutabréfamarkaði, þar sem verð hlutabréfa sveiflast í takt við fréttir sem berast af því, birti slæmar fréttir og boði um leið meiri slæmar fréttir, þ.e. umtals- verða niðurfærslu birgða í septem- ber. Heppilegra hefði verið að gera öll vandamálin upp í einu frekar en að vera að bíða með hluta langt fram á árið.“ Breytingar tefja niðurfærslu Að sögn Frosta er ástæðan fyrir því að ekki sé lokið við niðurfærslu birgða á fyrstu sex mánuðum árs- ins sú að ekki er endanlega búið að fara yfir alla lagera fyrirtækisins Frosti Bergsson, stjórnarfor- maður Tæknivals. og því megi búast við því að það verði einhver frekari niðurfærsla birgða síðar á árinu. „Við völdum að fara þessa leið í samráði við Fjárfestingarbanka atvinnulífsins. Það er að segja frá því strax að von sé á frekari afskriftum síðar á ár- inu. Lagerar Tæknivals eru á nokkuð mörgum stöðum og út af ákveðnum breytingum innan fyrir- tækisins var ekki hægt að ganga frá þessu öllu á sama tíma. Má þar nefna starfsmannabreytingar og sumarfrí starfsmanna. Hins vegar erum við búin að fara yfir helstu lagera félagsins og lagfæra birgða- stöðu þeirra þannig að niðurfærslu er að hluta til lokið.“ Breyttar bókhaldsreglur Að sögn Frosta hefur Tæknival tekið upp strangari reglur hvað varðar kostnað af rekstri og stokk- að upp bókhaldsreglur sem skýri að einhverju leyti tap af rekstri fé- lagsins á fyrri hluta ársins. Eins hefur verið hætt rekstri eininga sem ekki skiluðu viðunandi árangri og dregnar upp skarpari línur í rekstri Tæknivals. í lok apríl voru 320 starfsmenn hjá Tæknivali. Með endurskipu- lagningu verkefna og skýrari áherslum hefur starfsmönnum fækkað og er áætlað að þeir verði alls 280 í lok september nk. Að sögn Frosta mun sá sparnað- ur sem hlýst af fækkun starfsfólks ekld skila sér fyrr en á síðari helm- ingi ársins en eins hafi komið til starfa nýir stjórnendur að félaginu sem ávallt feli í sér ákveðinn kostn- að. „Þrátt fyrir ákveðna erfiðleika sem hafa verið í rekstrinum hefur veltuaukningin verið nálægt 50% á árinu. Á bak við þessa veltuaukn- ingu liggur mikil vinna starfsfólks Tæknivals og með samstilltu átaki er útlit fyrir að hægt verði að snúa tapi í hagnað á síðari hluta ársins en við reiknum með að rekstur Tæknivals skili 50 milljóna króna hagnaði á síðari hluta ársins," segir Frosti Bergsson, stjórnarformaður Tæknivals. Á VEFSÍÐU Financial Times kemur fram að búist er við að verðbólga á evru- svæðinu muni hækka í 1,6% til vors árið 2000 ef fram heldur sem horfir, en verð- bólga á svæðinu mælist nú 0,9%. Einnig kemur fram að Evrópski seðlabankinn hafi sett viðmiðunarmörk verðstöðugleika við 2% verðbólgu, þ.e. fari verð- bólga yfir 2% sé verðstöð- ugleiki fyrir bí. Samkvæmt nýlegri spá Seðla- banka Islands mun verðbólga hér á landi verða 4% í ár frá upphafi til loka ársins, en bankar og verðbréfa- fyrirtæki hafa áður birt spár um svipaða eða eilítið minni verðbólgu á árinu. Már Guðmundsson, aðalhag- fræðingur Seðlabanka íslands, segir að seðlabankar hafi ekki alltaf nákvæmlega sömu viðmið að því er varðar stöðugleika í verð- lagsmálum, til dæmis hafi bresk stjórnvöld sett Englandsbanka það markmið að halda verðbólgu innan við 2,5% en hér á landi sé ekki nein sérstök viðmiðunartala notuð. „Hins vegar hefur yfirstjórn Evr- ópska seðlabankans ákveðið að túlka fyrirmæli Maastricht-sátt- málans um að markmið bankans skuli vera að viðhalda verðstöðug- leika á þá leið að verðbólga megi ekki fara yfir 2%. Það eru til seðla- bankar sem styðjast ekki við nein ákveðin viðmiðunarmörk af þessu tagi, t.d. bandaríski seðlabankinn og Seðlabanki íslands. Ég er þó þeirrar skoðunar, miðað við það sem almennt er talið, að fari verð- bólga yfir 3% lengur en um skamma hríð, geti ekki lengur ver- ið um verðstöðugleika að ræða. Það er þess vegna vissulega ástæða til að hafa áhyggjur af því sem fram kemur í nýlegri spá Seðlabank- ans,“ segir Már en bætir við, „reyndar er á það að líta að í tilviki Evrópska seðlabankans er verið að ræða um verðbólgu mælda með svokallaðri samræmdri neyslu- verðsvísitölu ESB. I þeirri vísitölu er til dæmis markaðsverð á hús- næði ekki með, en það er inni í vísi- tölu neysluverðs hér á landi. Sé verðbólga hér á landi metin á vísi- tölu ESB, er ljóst að hún mælist nokkru minni en það sem hún mæiist nú.“ ngabitar • Franskar • Mais Viennetta ísterta

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.