Morgunblaðið - 27.07.1999, Side 23

Morgunblaðið - 27.07.1999, Side 23
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 27. JÚLÍ 1999 23 FERÐALÖG Byggðasafn Yestfjarða í Neðstakaupstað / Utgerðarsaga á einum stað f NEÐSTAKAUPSTAÐ á Ísaíírði hefur Byggðasafn Vestflarða byggt upp sjóminjadeild safnsins sem vert er að skoða. Þar eru til sýnis munir og verkfæri sem spanna útgerðar- sögu Vestfirðinga iangt aftur í ald- ir. Fyrstu hugmyndir um sjóminja- og byggðasafn fyrir Vestfirði setti Bárður G. Tómasson skipaverk- fræðingur fram í blaðagrein sem hann ritaði í blaðið Vesturland í desember 1939. Grein sína nefndi hann Sexæringar. Þar bar hann fram þau tilmæli til Isfirðinga að þeir sameinuðust um að láta byggja sexæring með gömlu lagi og öllum fargögnum. Hugmynd Bárðar var að sexæringurinn yrði fyrsti vísir að héraðs- og sjóminjasafni byggðar- lagsins. Hvatti hann menn til að styðja þetta mál með fjárframlög- um. Hug- myndin fékk allgóðar und- irtektir og var Jóhann Bjarnason, bátasmiður á ísafirði og fyrrum for- maður í Bol- ungavfk, ráð- inn til að smíða sexær- inginn. Var hann tilbúinn sumarið 1941 og hlaut nafnið Ölver. 23. júh' 1941 var svo stofnað Byggða- og sjóminjasafn Isfirðinga og var Bárður G. Tómasson kosinn fyrsti formaður þess. Á fundinum afhenti hann safninu sexæringinn Morgunblaðið/Þorkell VEITINGASALAN í Neðsta- kaupstað er löngu rómuð um allan fjórðunginn og berst hróð- ur hennar hratt um iandið. Þar gefst gestum og gangandi kost- ur á að fá sér magnaðar súpur í fallegu vestfirsku umhverfi. til eignar og lagði fram greinargerð um kostnað við byggingu hans og fjár- öflun. Með byggingu sexæringsins má segja að lagður hafi verið grunnur að sjóminja- deild Byggða- safnsins, sem opnað var í Turnhús- inu í Neðstakaupstað á sjómanna- daginn 1988. Þégar verbúðin í Ósvör í Bolungarvík var byggð upp var sexæringurinn fluttur þangað og er nú varðveittur þar. SUMIR grípa tækifærið og ræða í ró- legheitum um vestfirskar aflaklær yfir ylvolgum kaffibolla. Morgunblaðið/Ágúst UNDANFARIÐ hefur verið unnið að endurbótum og stækkun á gistiheimilinu Trölla í Neskaupstað. Gist í sláturhúsi HERBERGJUM hefur verið fjölgað og önnur endurbætt. Neskaupstað. LOKIÐ er miklum endurbótum og stækkun á gistiheimilinu Trölla í Neskaupstað, herbergjum hefur verið fjölgað og önnur endurbætt og er nú um helmingur herbergja gisti- heimilisins fyrsta flokks hótelher- bergi með baðherbergi og sjón- varpi. Þá er Trölli með gistiaðstöðu annarstaðar í bænum en þar eru tvö gistiherbergi og stúdíóíbúð. Þær endurbætur sem gerðar hafa verið á gistiheimilinu eru liður að breyta því alfarið í hótel og er gert ráð fyrir að í þær framkvæmdir verði ráðist í vetur. Framkvæmd- imar felast í að neðri hæð hússins, þar sem nú er söluskáli og mynd- bandaleiga, verði breytt og þar komið fyrir fleiri gistiherbergjum, eldhúsi, matsal, setustofu og fund- araðstöðu. I húsinu sem gistiheimilið er í hefur ýmiskonar starfsemi farið fram í áranna rás. Þar var meðal annars starfrækt sláturhús í um það bil 50 ár, saltfiskur mun hafa verið verkaður í húsinu, þá var þar lengi útibú frá verslun kaupfélagsins Fram, og elstu menn muna eftir leiklistarstarfsemi í húsinu. Nýlega hafa eigendur Trölla, hjónin Sigríður Guðbjartsdóttir og Magni Kristjánsson, fest kaup á tveimur efstu hæðum hússins að Hafnarbraut 2, en þar var kaupfé- lagið með sínar höfuðstöðvar hér áður fyrr. Að sögn Magna er gert ráð fyrir að koma þar upp frekari gistiaðstöðu. I sambandi við Gistiheimilið Trölla er rekin ýmiskonar þjónusta við ferðafólk til dæmis bílaleiga og seld eru veiðileyfi í Norðfjarðará sem er mjög skemmtileg silungs- veiðiá. Snorrabraut 60 • Reykjavík • Sími 51 1 2030 Fax 51 1 2031 • www.skatabudin.ls Helldsöludrelfíng Fæst í helstu sportvöruverslunum um land alft

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.