Morgunblaðið - 27.07.1999, Page 27
MORGUNBLAÐIÐ
ÞRIÐJUDAGUR 27. JÚLÍ 1999 27
ERLENT
George W. Bush svarar spurningum um drykkju sína og
meinta kókaínneyslu í viðtali við Washington Post
„Mér urðu á mistök“
WASHINGTON Post hefur birt
viðtal við George W. Bush, líklegt
forsetaefni repúblikana í kosning-
unum í Bandaríkjunum á næsta ári,
þar sem hann viðurkennir að áfeng-
isdrykkja sín hafi verið farin að
standa sér fyrir þrifum áður en
hann ákvað að hætta að drekka
áfengi fyrir rúmum áratug. Hann
neitar hins vegar að svai’a spurn-
ingum um orðróm þess efnis að
hann hefði neytt kókaíns.
Að sögn Washington Post urðu
straumhvörf í lífí George W. Bush
28. júlí 1988. Hann vaknaði þá með
timburmenn eftir að hafa haldið upp
á fertugsafmæli sitt með vinum sín-
um frá Texas og sór að hætta að
drekka.
Síðasta hálfa árið fyrir fertugsaf-
mælið átti olíufyrirtæki Bush í
Texas í miklum erfiðleikum vegna
verðhruns, sem varð til þess að það
safnaði skuldum og neyddist til að
hefja viðræður um samruna við
önnur fyrirtæki. Áfengisdrykkja
hans var einnig farin að standa hon-
um fyrir þrifum í einkalífinu. Hann
áttaði sig á því að drykkjan gæti
stofnað samböndum hans, frama og
heilsu í hættu.
Vinir Bush segja að hann hafi
ekki drukkið daglega eða að degi til
en jafnvel nánustu vinir hans viður-
kenna að þótt hann hafi ekki talist
drykkjusjúkur hafi hann stundum
virst nálægt því. Hann hafi stund-
um komið sér í vandræði og oft far-
ið yfir strikið. „Þegar hann byrjaði
gat hann ekki hætt,“ sagði vinur
hans, Don Evans.
Sjálfur kveðst Bush ekki hafa
verið áfengissjúkur eða háður
áfengi. „Ég veit ekki hvers vegna ég
drakk. Mér fannst það gott, býst ég
við ... Jú, stundum fór ég í teiti og
George W. Bush
drakk of mikið. Nei, ég drakk ekki
of mikið á hverjum degi. Ég drakk
aldrei á daginn.“
Graham „sáði fræi í
hjarta mínu“
Bush kveðst hafa rætt við prédik-
arann Billy Graham, gamlan vin og
andlegan ráðgjafa Bush-fjölskyld-
unnar, ári fyrir fertugsafmælið og
segir það samtal hafa hjálpað sér.
„Hann sáði fræi í hjarta mínu og ég
tók að breytast. Ég áttaði mig á því
að áfengið var farið að taka frá mér
kraft og gat að lokum tekið frá mér
kærleiksþelið í garð annarra."
„Ég tók við Kristi. Það sem hafði
áhrif á mig var ástundun andlegra
efna, sem fékk mig til að trúa því að
ef menn breyta hugarþeli sínu geta
þeir breytt hegðun sinni. Til eru
margar meðferðarstofnanir sem
byggjast á nákvæmlega því sem ég
gekk í gegnum, andlegum gildum."
Bush kveðst ekki hafa leitað til
AA-samtakanna eða meðferðar-
stofnana og segist ekki hafa
„drukkið dropa af áfengi“ frá 1988.
„Hef lært af mistökunum“
Bush talaði fyrst opinberlega um
„ábyrgðarlausa" fortíð sína fyrir
ríkisstjórakosningarnar í Texas árið
1994 til að senda kjósendum þau
skilaboð að hann hefði breyst og
hindra að fjölmiðlamir og andstæð-
ingar hans gætu komið höggi á
hann með því að afhjúpa drykkju
hans. Þetta varð hins vegar til þess
að óteljandi hviksökur komust á
kreik; hann var tU að mynda sagður
hafa dansað nakinn á bar og hnupl-
að kókaíni á götu í Washington. „Ég
er steinhissa á því hvemig ein auð-
skilin yfirlýsing getur vafið upp á
sig - að ég sé villtasti maðurinn sem
hefur nokkum tíma verið uppi.“
Bush var spurður hvers vegna
hann neitaði því ekki að hafa neytt
kókaíns. „Ég ætla ekki að tala um
það sem ég gerði fyrir mörgum ár-
um. Þetta er leikur þar sem þeir
koma á kreik orðrómi, neyða menn
tU verjast honum; síðan er öðram
orðrómi komið á kreik. Og ég tek
ekki þátt í þessu. Ég sá hvernig
pabbi varð fyrir barðinu á gróusög-
um í Washington. Mér urðu á mis-
tök. Ég hef beðið fólk að láta ekki
staðreyndimar víkja fyrir kjafta-
sögunum. Ég hef sagt fólki að ég
hafi lært af mistökunum - og það
hef ég gert. Og ég læt þar við sitja.“
Kathleen Kennedy Townsend talin líklegt forystuefni
Kennedy-fj ölskyldunnar
Rólynd en traustur leiðtogi
Annapolis. AP.
FRETTASKÝRENDUR í
Bandaríkjunuin velta því
nú mjög fyrir sér hver
muni taka að sér forystu-
hlutverk fyrir nýja kyn-
slóð Kennedy-fjölskyld-
unnar í bandarískum
stjórnmálum. Nefna þeir
helst til sögunnar Kat-
hleen Kennedy Town-
send, dóttur Roberts F.
Kennedys, sem verið hef-
ur aðstoðarríkisstjóri í
Maryland undanfarin finun ár.
Kennedy er elst barna Roberts
Kennedys, sem myrtur var í Kali-
forníu árið 1968. Ólíkt mörgum
ættingja sinna þykir hún afar ró-
lynd og traust, ekki gefin fyrir þá
áhættusömu ævintýramennsku
sem segja má að hafi kostað John
F. Kennedy, frænda hennar, lífið
í liðinni viku. Hún hefur hins veg-
ar tekið að sér að sameina fjöl-
skylduna þegar gefið hefur á bát-
inn og þótt öldungadeildarþing-
maðurinn Edward Kennedy sé
enn höfuð fjölskyldunnar þykir
Townsend líkleg til að erfa hlut-
verk hans þegar fram í sækir.
Að vísu er Townsend alls ekki
sú eina af Kennedy-unum sem
talin er geta átt bjarta framtíð í
stjórnmálum. Patrick Kennedy,
sonur Edwards, hefur þótt standa
sig vel sem þingmaður í fulltrúa-
deild Bandaríkjaþings fyrir
Rhode Island, og Joseph, yngri
bróðir Townsend, hætti þing-
mcnnsku í fyrra eftir sex kjör-
tímabil en fullyrt er að hann
liyggi á frekari stjórnmálaaf-
skipti.
A hinn bóginn er Townsend
sögð líkleg til að hljóta kosningu
Reuters
Kathleen Kenn-
edy Townsend
sem ríkissljóri Maryland í
næstu kosningum árið
2002 og nafn hennar hef-
ur borið á góma þegar
rætt er um hugsanleg
varaforsetaefni Als Gores
í forsetakosningunum á
næsta ári.
Náði ekki kjöri í þing-
kosningum 1986
Townsend er fjörutíu
og átta ára gömul og þyk-
ir búa yfir hefðbundnum per-
sónutöfrum Kennedy-fjölskyld-
unnar þótt hún þyrfti reyndar að
hafa nokkuð fyrir því að tileinka
sér þá hæfileika í stjórnmáium
sem voru eins og meðfæddir hjá
þeim Robert, föður hennar, og
bróður hans John. Keppnisskapi
hefur hún hins vegar alltaf búið
yfir.
Townsend bauð sig fram til
þingmennsku árið 1986 en varð
þá fyrsti meðlimur Kennedy-fjöl-
skyldunnar til að tapa í þingkosn-
ingum. Hún náði sér hins vegar
fljótt aftur á strik og starfaði öt-
ullega að samfélagsmálum, m.a. í
dómsmálaráðuneytinu banda-
ríska frá 1993. Árið 1994 bað síð-
an Parris Glendening hana óvænt
um að verða í framboði með sér í
ríkisstjórakosningunum í Mar-
yland og þótt þau ynnu nauman
sigur, með einungis tæplega sex
þúsund atkvæða mun, jukust vin-
sældir þeirra svo nyög á kjör-
tímabilinu að í kosningunum í
fyrra voru þau cndurkjörin með
miklum yfirburðum, fengu næst-
um 150 þúsund atkvæðum meira
en andstæðingurinn.
Townsend er afar vel liðin í
Maryland og fátt er talið geta
komið í veg fyrir að hún erfi starf
Glendenings árið 2002 ákveði
hún að gefa kost á sér. Þótt hún
sé á öndverðum meiði við frjáls-
lynda frændur sína í sumum mál-
um - hún er t.d. hlynnt dauða-
refsingum - er fullyrt að hún sé
hugsjónamanneskja í stjórnmál-
um, rétt eins og faðir hennar, og
að áhugi hennar og eljusemi geti
fleytt henni langt á næstu árum.
HEILIR
STURTUKLEFAR
80x80 á kant
Blöndunar-
1 Tl ’ ’ tæki,
■ 1, - - 1 sturtusett,
' % , \J botn og vatnslás innifalinn.
Verí frú
kr. 39.600,-
stgr. VERSLUN FYRIR ALLA 1
/HtlLDSÖl ^UÍRSLUN
Við Feltsmúla Sími 588 7332 www.heiidsoluversIunin.is
Vantar þig gott krem en veist ekki hvað húð þín þarfnast?
VICHY hefur svaríð! Vichy róðgjafi ó staðnum með húðgreiningartæki eftirfarandi daga: þriðjud. 27. júlíkl. 14-18 miðvikud. 28. júlí kl.14-18 Girnileg VICHY handkli Töskur fullar af lúxusp Verið velkom
®ði! rufum! / Pró,að \
in i£b LYFJA - Lyf ái lágmarksverði Lyfja Ligmúla S opið alla daga érsins 9-24
VICHY. HEILSUUND HÚÐARINNAR
Gott að eiga heima og í sumarhúsinu
og grípa tii eftir þörfum.
Tölvur og tækni á Netinu
^mbl.is